Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Síða 28
Jimmy Monroe (Bruce Willis) og Paul
Hodges (Tracy Morgan) eru afar týp-
ískir félagar í lögreglunni í New York.
Þeir eru sprelligosarnir á stöðinni og
beita óvenjulegum aðferðum við yf-
irheyrslur. Þeir fara ekki sömu leið og
aðrir. Þegar þeim er vikið frá störfum
tímabundið vegna óheppilegs atviks
fara vandamálin af stað. Monroe þarf
að greiða fyrir brúðkaup dóttur sinn-
ar en á ekki fyrir því.
Á sama tíma vill stjúppabbi henn-
ar borga fyrir það en þeim kemur
vægast sagt illa saman. Þegar Mon-
roe ætlar síðan að selja verðmæta
hafnaboltamynd til þess að borga
fyrir brúðkaupið en henni er stolið
af smákrimma, leikinn af Sean Willi-
am Scott (Stifler úr American Pie) og
fer atburðarás af stað sem leiðir þá
félagana hingað og þangað og lenda
þeir í ýmsum uppákomum.
Bruce Willis er töffari og er feng-
inn inn í myndir sem slíkur. Í Cop
Out tekst honum að vera ekkert töff
þrátt fyrir að reyna gífurlega mik-
ið og kemur það virkilega niður á
myndinni. Honum er líka vorkunn
að leika með Tracy Morgan sem er
nákvæmlega ekkert fyndinn og það
er svo sannarlega staðfest í þessari
mynd.
Söguþráðurinn er einfaldur og
leikstjórnin þannig séð ágæt enda
Kevin Smith á bak við myndavélina.
Aftur á móti á þetta að vera gaman-
mynd en hvernig getur það verið
þegar maður hlær ekki einu sinni,
jú, bíddu, einu sinni, það síðasta
sem gerist í myndinni er fyndið. En
að bíða ríflega eina og hálfa klukku-
stund eftir því var ekki þess virði.
Ótrúlegt en satt var Cop Out von-
brigði. Ég bjóst við litlu en fékk enn
minna. Það er alltaf vont.
Tómas Þór Þórðarson
BROADWAY
BREYTT Í
HIMNARÍKI
Techno.is heldur hvítasunnupartí
á Broadway á sunnudagskvöld þar
sem D. Ramirez spilar. Kvöldið verð-
ur í anda Sensation White þar sem
Broadway verður breytt í himna-
ríki. Klæðnaðarkóðinn er einfaldur:
hvíti liturinn verður að vera ráðandi.
Sensation-kvöldin úti í heimi eru
þekkt sem einhver allra bestu dans-
kvöld sem haldin hafa verið, segir
í tilkynningu. Sjálfur D. Ramirez
tryggir að kvöldið nái hámarksvænt-
ingum en hann er mörgum kunnur
fyrir remix sitt af laginu Yeah Yeah
Yeah með Bodyrox. Miðasala er í
N1og kostar venjulegur miði 2.999
krónur.
UM HELGINA
SKJALDBORG SKOLLIN Á Heimildamyndahátíðin Skjald-
borg verður haldin á Patreksfirði um helgina, hvítasunnuhelgina, eins og
venjan er. Um þrjátíu íslenskar heimildamyndir verða sýndar þar. Heiðurs-
gestur í ár er færeyska kvikmyndagerðarkonan Katrín Ottarsdóttir. Hún
útskrifaðist frá Danska kvikmyndaskólanum árið 1982 og á meðal þekktari
mynda Katrinar eru Atlantic Rhapsody og Bye Bye Bluebird sem hlaut hin
eftirsóttu Tiger-verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam.
NÝTT ÍSLENSKT
DANSVERK
Glænýtt íslenskt dansverk, Kyrrja,
var frumsýnt á Norðurpólnum,
nýju leikhúsi á Seltjarnarnesi, í
gær, fimmtudag. Önnur sýning er
í kvöld og svo verða að minnsta
kosti fjórar sýningar næstu tvær
helgar. Höfundur er Ragnheiður
Bjarnarson en þetta er henn-
ar fyrsta verk. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur Ragnheiður unnið
við danslistina í fjöldamörg ár.
Hún er meðlimur í danshópn-
um Íslensku hreyfiþróunarsam-
steypunni en hópurinn var til-
nefndur til Grímunnar á síðasta
ári. Miðaverð á Kyrrju er 1.800
krónur, tilboðsverð núna er 1.500
kr. Miðapantanir í síma 772 5777
og á midi.is.
28 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010
EINN BRANDARI Í LOKIN
VILLIDÝR / PÓLITÍK
TIL AKUREYRAR
Uppistandssýningin Villidýr / Pól-
itík hefur lokið göngu sinni í bili í
Borgarleikhúsinu. Móttökur áhorf-
enda og gagnrýnenda við sýningu
Radíusbræðranna Davíðs Þórs og
Steins Ármanns voru það góðar
að ákveðið hefur verið að taka upp
þráðinn í haust og halda sýningum
áfram þegar Borgarleikhúsið kemur
úr væntanlegu sumarfríi. En áður en
að því kemur verða tvær sýningar á
Akureyri í næstu viku, nánar tiltekið
í samkomuhúsi Leikfélags Akureyrar
á fimmtudag og föstudag. Miðasala
er hafin á midi.is og hjá LA í síma
460 0200.
COP OUT
Leikstjóri: Kevin Smith
Aðalhlutverk: Bruce Willis, Tracy
Morgan, Sean William Scott, Kevin
Pollack, Adam Brody
KVIKMYNDIR
Ekki aftur Það er vonandi að Tracy Morgan
og Bruce Willis vinni ekki meira saman.
„Þetta hefur fyrst og fremst verið ein-
staklega skemmtilegt verkefni og ég
er mjög þakklát fyrir að hafa fengið
að taka þátt í því,“ segir Ólafía Hrönn
Jónsdóttir leikkona um sýninguna
Af ástum manns og hrærivélar sem
frumsýnt var á Listahátíð í Reykjavík
í gær. Ásamt Ólafíu fer Kristján Ingi-
marsson með aðalhlutverk í sýning-
unni en hún er byggð á hugmynd
Vals Freys Einarssonar sem leikstýrir
verkinu og Ilmar Stefánsdóttur lista-
konu sem sér um leikmynd og bún-
inga.
Kristján er búsettur í Danmörku
og mjög önnum kafinn þar og því var
vandasamt að finna æfingatíma fyr-
ir verkið. Sýningin var því ein tvö ár
í vinnslu en meðal annars fóru æf-
ingar fram í gegnum vefsamskipta-
forritið Skype. Alls verður verkið sýnt
sjö sinnum á hátíðinni en hópurinn
hefur viðrað þær hugmyndir að setja
verkið jafnvel upp aftur síðar meir.
Alltaf að breytast
„Það breyttist aðeins í dag,“ seg-
ir Ólafía spurð að því á frumsýning-
ardaginn hvort verkið væri klappað
og klárt fyrir kvöld. „Þetta er þannig
leikrit að það má í raun breyta þessu
endalaust.“ Ólafía er ekkert sérstak-
lega hrifin af því að setja sýninguna í
einhvern ákveðinn flokk enda sé erfitt
að segja hvað sé hefðbundið og hvað
ekki þegar kemur að sviðslistum. „Ef-
laust finnst þó einhverjum þetta vera
óhefðbundin sýning.“
Þá vill hún heldur ekki gefa of mik-
ið upp um söguþráð verksins. „Það er
erfitt að fara út í hann án þess að segja
of mikið. Verkið fjallar um hjón sem
vinna, leika sér og keppa saman.“
Sem fyrr sagði er verkið byggt á
hugmynd Vals Freys og Ilmar en und-
ir það síðasta hefur Davíð Þór Jóns-
son einnig unnið að tónlist verksins.
„Ilmur hefur verið að vinna með sína
myndlist þar sem hún hefur verið að
snúa heimilistækjum við og ég kem
svo inn í þetta sem venjulegur leik-
ari. Kristján er svo náttúrulega mikill
hreyfilistamaður og hefur þróað list
sína mikið með hlutum, dansi, lát-
bragði og fleiri þáttum. Þessu er svo
öllu hrært saman.“
Ótrúlegur á sviði
Kristján hefur verið búsettur í Dan-
mörku frá árinu 1992. Hann hefur
getið sér gott orð í sviðslistum í Dan-
mörku sem og hér heima. Kristján er
fyrst og fremst leikari en hann hef-
ur, eins og Ólafía tekur fram, þróað
list sína með ýmsum þáttum eins og
dansi, látbragðsleik, fimleikum og
slapstick svo fátt eitt sé nefnt. Hann er
þekktur fyrir mikla orku og hreint út
sagt magnaða sviðsframkomu.
„Hann er náttúrulega alveg stór-
kostlegur,“ segir Ólafía um samstarfs-
mann sinn. „Alveg sérstakur. Bara
hvernig hann hreyfir sig og lítur út
hreinlega.“ Ólafía kynntist Kristjáni
fyrst fyrir um fimm árum þegar hann
kom hingað til lands með sýninguna
Listin að deyja. „Ég hafði bara aldrei
séð annað eins. Okkur langaði svo
mikið að vinna saman og í kjölfarið
vorum við eitthvað að bauka og ekki
að bauka. Svo bauð Valur mér að vera
með í þessari sýningu og þá gafst okk-
ur tækifæri til þess.“
Þar sem leiklist Kristjáns er mjög
líkamleg hefur reynt meira á Ólafíu
en í flestum sýningum sem hún hef-
ur tekið þátt í undanfarin ár. „Ég hef
reynt að teygja mig til hans og það hef-
ur verið svaka púl. Allavega púl fyrir
mig. Það er mikið dansað og sungið
en ég hef ekki verið mikið í því í gegn-
um tíðina.“ Ólafía hefur haft ótrúlega
gaman af þessari tilbreytingu þó söng-
leikir séu ekkert sem kalli sérstaklega
ÆFÐU Í GEGNUM SKYPE
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kristján Ingimarsson leika aðal-
hlutverkin í sýningunni Af ástum manns og hrærivélar sem
frumsýnd var á Listahátíð í Reykjavík í gær. Ólafía segir hreint
magnað að starfa með Kristjáni sem er þekktur fyrir að leika
ótrúlegustu kúnstir á sviði. Þar sem hann er búsettur í Dan-
mörku þurftu þau að nýta sér nútímatækni við æfingar.
Ólafía og Kristján
Af ástum manns og
hrærivélar.
Sjö sýningar Á Listahátíð í Reykjavík.