Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 29
21. maí 2010 FÖSTUDAGUR 29
Pappírs-Persi
FÖSTUDAGUR
n Kimmo á NASA
Að hlusta á Kimmo Pohjonen er
stórbrotin upplifun sem umbyltir öllum
hugmyndum um hvernig harmonikka
hljómar. Listamaðurinn Kimmo
Pohjonen verður með tónleika á NASA
á föstudagskvöldið klukkan 21.00 í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík.
Miðaverð er 2.900 krónur.
n Gítarleikur í salnum
Að hlusta á Kimmo Pohjonen er
stórbrotin upplifun sem umbyltir öllum
hugmyndum um hvernig harmonikka
hljómar. Listamaðurinn Kimmo
Pohjonen verður með tónleika á NASA
á föstudagskvöldið klukkan 21.00 í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík.
Miðaverð er 2.900 krónur.
n Íslenskt á Spot
Að hlusta á Kimmo Pohjonen er
stórbrotin upplifun sem umbyltir öllum
hugmyndum um hvernig harmonikka
hljómar. Listamaðurinn Kimmo
Pohjonen verður með tónleika á NASA
á föstudagskvöldið klukkan 21.00 í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík.
Miðaverð er 2.900 krónur.
LAUGARDAGUR
n Greifarnir í Sjallanum
Það verður klikkað Greifaball í Sjallanum
á laugardagskvöldið. Greifarnir hafa
sjaldan klikkað og hvað þá þegar þeir
eru á heimavelli fyrir norðan. Fullyrt er að
þeir hafi aldrei verið í betra formi þannig
það er um að gera fyrir Norðlendinga að
skella sér.
n Afmæli á 800
800 Bar á Selfossi fagnar tveggja ára af-
mæli sínu á laugardagskvöldið. Þá treður
upp ein allra vinsælasta hljómsveit síðari
tíma á Íslandi, Skítamórall. Nóg verður
af fríum drykkjum í boði Vífilfells. Húsið
opnað klukkan 23.00 en það er átján ára
aldurstakmark.
n Nesball
Það verður miklu tjaldað til í Féló á
Nesinu á laugardagskvöldið. Ingó og
Veðurguðirnir leika fyrir dansi fram undir
morgun og þjálfari Gróttu í fótbolta, Ás-
mundur Haraldsson, fer fyrir Nesvinum
sem hita upp. Forsala aðgöngumiða fer
fram á skrifstofu Gróttu fram til 21. maí.
n Óli Ofur á NASA
Óli Ofur er hvað þekktastur fyrir að
spila teknó, hústónlist og ýmsa tónlist
í þeim gera. Það sem fæstir vita þó er
að Óli Ofur er algjör diskókall. Hann
verður með dúndrandi diskóball á NASA
á laugardagskvöldið en þar fá fyrstu
píurnar sem mæta frían drykk.
Hvað er að
GERAST?
EINN BRANDARI Í LOKIN
Prince of Persia er enn ein sumar-
myndin úr smiðju Jerrys Bruckheim-
er, sem undanfarin ár hefur herjað á
kvikmyndagesti, meðal annars með
Pirates of the Caribbean-myndunum.
Hér er einnig byggt á öðru efni, nú
vinsælum tölvuleikjum. Eins og svo
oft áður eru væntingarnar töluverðar.
Við fylgjumst með ungum prinsi
sem kemst fyrir tilviljun yfir rýting
sem býr yfir dularfullum mætti. Ásamt
prinsessu nokkurri reynir hann að
koma rýtingnum í skjól áður en hann
kemst í rangar hendur.
Jake Gyllenhaal veldur töluverð-
um vonbrigðum í titilhlutverkinu.
Sjarminn sem hann hefur venjulega
yfir að ráða er hvergi sjáanlegur og
Gemma Arterton er litlu skárri sem
mótleikkona hans. Pappaspjöld af
þeim hefðu líklega skilað sömu út-
komu.
Það er þó ekki einungis við þau
tvö að sakast því handritið býður ekki
upp á neinar flugeldasýningar þegar
kemur að persónusköpun. Samtöl-
in eru sömuleiðis þvinguð og óeðli-
leg, og hafa oftast þann eina tilgang að
útskýra aðstæður fyrir áhorfendum á
óþarflega skýran hátt.
Gamansama hliðin, sem er bráð-
nauðsynleg í myndum sem þessari,
byggist hér aðallega á fyrirsjáanlegum
„hnyttnum“ tilsvörum og uppskera
ekki mikinn hlátur. Alfred Molina ger-
ir þó sitt besta og á nokkrar skemmti-
legar innkomur í hlutverki sínu.
Gísli Örn Garðarsson sést í tveimur
eða þremur atriðum og skilar nokkr-
um dæmigerðum illmennafrösum
ágætlega. Hlutverk hans er þó mun
minna en gefið var í skyn í íslenskum
fjölmiðlum.
Tölvubrellurnar eru eins og við var
að búast tilkomumiklar og sést það til
dæmis vel í lokasenunni. Bardagaat-
riðin eru hins vegar stórfurðulega út-
færð, krydduð með illa gerðum slow-
motion effekt. Útlit myndarinnar er
sömuleiðis frekar einhæft og líta flest-
ir út fyrir að vera nýkomnir úr brúnku-
meðferð, svo sterkur er appelsínuguli
liturinn í myndinni.
Þegar öllu er á botninn hvolft kem-
ur í ljós að Prince of Persia stenst eng-
an veginn væntingar. Meðalmennsk-
an er í fyrirrúmi og metnaður lagður
í kolranga hluti. Þegar best hefði ver-
ið að leggja áherslu á að skila sögunni
vel frá sér og skapa skemmtilega kar-
aktera var orkunni var eytt í tækni-
brellur sem allir hafa séð áður og til-
gerðarlegar hasarsenur.
Jón Ingi Stefánsson
...myndinni
Robin Hood
Engin klisja bara
forsaga Hróa í
epísku máli.
...leikritinu
glerlaufunum
Snyrtilega unnin
sýning af leikstjóra
og leikendum.
...myndinni
Food Inc.
Ein albesta
heimildamynd
sem gagnrýn-
andi hefur séð í
langan tíma.
...myndinni
The Back-
up Plan
Ævintýralega
fyrirsjáanleg,
ófyndin og
ósniðug.
...leikritinu
Ódauðlegu
verki um
stríð og frið
Vitsmunalegt og
einlægt, látlaust
og fallegt.
...myndinni
Burma VJ
Mögnuð mynd
með „lífs-
hættulegum“
myndskeiðum.
PRINCE OF PERSIA
Leikstjóri: Mike Newell.
Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal,
Gemma Arterton, Ben Kingsley.
KVIKMYNDIR
Prince of Persia Meira að segja plakat
myndarinnar er ljótt.
á hana. „Ég get þetta alveg. En það er
ekkert í hjarta mér sem kallar á mig
þegar kemur að söngleikjum.“
Æfingum púslað saman
Vegna þess að Kristján er búsettur er-
lendis hefur það krafist góðs skipu-
lags og óhefðbundins æfingaplans að
undirbúa sýninguna. „Það eru næst-
um því tvö ár síðan við byrjuðum. Út
af því að hann býr úti höfum við þurft
að klípa viku hér og viku þar,“ en auk
Kristjáns eru allir aðir sem að sýning-
unni koma að sinna öðrum verkefn-
um af fullum krafti. Ólafía er til dæmis
fastráðin leikkona hjá Þjóðleikhúsinu
og hefur verið það frá árinu 1991. „Við
fórum til dæmis út til Danmerkur
að æfa síðasta sumar. Þá vorum við í
nokkrar vikur og æfðum í sýningar-
húsnæðinu hans í Vordingborg.“
Eftir miklar æfingar og mikinn
spuna varð loksins til handrit fyr-
ir verkið. „Valur og Ilmur settu allt
saman sem við höfðum verið að gera
og bjuggu til gott handrit. Svo þegar
kom að því að lesa það saman notuð-
um við Skype. Ég var alveg hissa á því
hvað það virkaði vel. Það var bara al-
veg eins og hann væri þarna með okk-
ur. Hann á skjánum hjá okkur og við
hjá honum.“
Eins og Ólafía hefur komið inn á er
hér á ferðinni frumlegt og skemmti-
legt verk en hún vonar að það skili
sér til áhorfenda. „Við erum búin að
skemmta okkur svo ótrúlega vel. Ég
vona að það skili sér út í sal og ég er
mjög vongóð um það. Til dæmis sagði
prestur sem kom á prufusýningu hjá
okkur að þetta hefði bjargað degin-
um hans. Manni þykir ótrúlega vænt
um að heyra það. Svo voru tvær aðr-
ar konur sem sögðust vera til í allt eftir
að hafa séð þetta. Þetta er svona gleði-
pepp, þessi sýning.“
Svartur maður
Hópurinn sem kemur að sýning-
unni hefur rætt þann möguleika að
sýna verkið víðar en bara á Listahá-
tíð þar sem settar verða upp sjö sýn-
ingar. „Við höfum bæði rætt mögu-
leikann á að fara með sýninguna á
flakk um landið og eins að sýna hana
úti í Danmörku. Það gæti samt verið
vandasamt að sýna hana úti á landi
því það er ekki hægt að vera með
sýninguna á hefðbundnu sviði.“
Ólafía er ekki alls ókunn því að
sýna með Kristjáni í Danmörku því
hún var gestaleikari í verkinu hans Big
Wheel Café. „Þar lék ég svartan karl-
mann. Það var svolítið sérstakt. Það
sló niður í mig þessari hugmynd. Að
ég ætti að vera svartur maður. Hár- og
sminkdeildin bjó til gervi handa mér
og Helga Stefánsdóttir fann svo dás-
amlegan búning á mig.“
Ólafía náði að fara á eina sýningu
og æfa atriði sitt um tæpa þrjá tíma
áður en hún steig á svið. „Það voru
nokkur svona göt í sýningunni þar
sem var pláss fyrir aukaleikara en það
hafa aðrir leikarar tekið þátt í þessar
sýningu. Til dæmis Nicolaj Kopernik-
us sem lék í þáttunum Forbrydelsen.“
Skrifar kvikmyndahandrit
Eins og áður kom fram hefur Ólafía
verið fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu í
tæp tuttugu ár. Hún hefur tekið þátt í
ótal mörgum sýningum á þeim tíma
en ekki er langt síðan hún hreppti
Grímuverðlaunin fyrir hlutverk sitt
sem Ása í Pétri Gaut. Undanfarið hef-
ur hún svo leikið í Gerplu eftir Halldór
Laxness. „Við erum nýhætt að sýna
það þar sem eitt okkar þurfti að fara til
útlanda. En það hentaði líka ágætlega
að fara í frí með það núna og svo hefj-
ast sýningar aftur í haust.“
Ólafía hefur í nægu að snúast en
hún hóf nýlega æfingar á leikriti sem
hefur vinnuheitið Finnski hesturinn.
„Það er nú ekki búið að ákveða nafn-
ið endanlega en þetta er finnskt leik-
rit og María Reyndal leikstýrir. Það
verður sýnt í haust. Svo er það Sumar-
landið í ágúst,“ segir Ólafía sem leikur
í myndinni en það er Grímur Hákon-
arson sem leikstýrir.
Ólafía hefur undanfarin ár brugð-
ið sér í hlutverk karlmanns ásamt
Halldóru Geirharðs og fleiri lands-
þekktum leikkonum. Þær Ólafía og
Halldóra hafa verið að skrifa kvik-
myndahandrit byggt á þessum per-
sónum og eru langt komnar með
það. „Við erum komnar vel á veg með
þetta. Við fengum styrk til þess að
skrifa handritið og erum að finna okk-
ur tíma inni á millri annarra verkefna
til þess að sinna þess.“
En hvað er það að lokum sem
stendur upp úr þegar Ólafía hugs-
ar um sýninguna Af ástum manns
og hrærivélar? „Það er aðallega hvað
við fjögur erum búin að hlæja mikið,“
segir hún en upplýsingar um sýning-
ardaga- og tíma má finna á listahatid.
is. asgeir@dv.is
ÆFÐU Í GEGNUM SKYPE