Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Side 33
saman í eldamennskunni,“ segir hann
og bætir við að þeim hafi líklega tekist
best upp með skötusel þegar kemur
að sigrum í eldhúsinu. Margrét, systir
Ólafs, þekkir til matarboða þeirra fé-
laga og ber þeim vel söguna.
Fékk veiðidelluna í arf
Fjölskyldan, matur, veiði og flugu-
hnýtingar eru á meðal aðaláhuga-
mála Ólafs. Hann elskar að vera einn
með sjálfum sér úti í straumharðri ár
að etja kappi við náttúruna en slapp-
ar best af með fluguhnýtingasettið
fyrir framan sig og nær, með handa-
vinnunni, að kúpla sig út úr amstri
stjórnsýslunnar. Þeir sem þekkja
hann best segja hann algjöran veiði-
fíkil – veiðimann af lífi og sál. Hann
veiðir aðallega silung á flugu og er
Varmá í Ölfusi í uppáhaldi. Veiðiá-
hugann fékk hann í arf frá föður sín-
um en þegar hann var patti voru þeir
feðgar mættir við árbakkann þegar
áin var opnuð á vorin.
Auk stangaveiðinnar er Ólafur í
skotveiði og skýtur rjúpur með fé-
lögum sínum fyrir jólin. Matarástin
var þegar farin að láta til sín segja í
menntaskóla en samkvæmt bekkjar-
systur hans var Ólafur þá þegar farinn
að reyna fyrir sér í eldhúsinu og það
með ágætum árangri.
Lítill íþróttamaður
Þrátt fyrir að vera gæddur mörgum
hæfileikum virðist Ólafur ekki vera
mikill íþróttamaður. Gamall starfsfé-
lagi hans úr sýslumannsembættinu
segir þá félaga hafa spilað vikulega
saman fótbolta og að þar hafi keppn-
isskap Ólafs komið greinilega í ljós.
Eins og vanalega hafi Ólafur gert sitt
besta en félaginn segir að þrátt fyrir
marga kosti sé ekki fyrir knattspyrnu-
hæfileikum hjá Ólafi að fara. Magnús
hjá Landmælingum tekur í svipaðan
streng. „Ég hef aldrei séð hann spila
fótbolta og get reyndar ekki séð hann
fyrir mér þannig. Á Akranesi hefur þó
frést til hans í kraftgöngu ásamt eig-
inkonunni en þá ganga þau við Akra-
fjall. Samkvæmt þeim sem til hans
hafa séð sést á löngu færi að þarna
fer Ólafur en það gerir hið kraftmikla
göngulag hans.“
Fáir en góðir vinir
Magnús segir Ólaf góðan vin og fé-
laga. „Það tekur tíma að kynnast hon-
um en sem vinur er hann sem klettur.
Hann á ekkert endilega marga vini,
en góða. Hann gefur sér tíma til að
velja fólkið í kringum sig en ef maður
er kominn inn er um traustan vinskap
að ræða. Hann er alltaf kátur og hlæj-
andi og það er mjög þægilegt að vera
nálægt honum. Maður kemst í gott
skap eftir að hafa hitt Óla því hann
smitar frá sér kátínu og þótt hann sé
þungt hugsi vegna vinnunnar verður
maður ekki var við það. Hann er klók-
ur að aðskilja vinnu og persónulegt líf
sitt enda vanur embættismaður sem
hefur fjölþætta reynslu.“
Klaufalegur í tilhugalífinu
Þegar Magnús er inntur eftir sögu af
Ólafi sem lýsi honum vel dettur hon-
um saga í hug úr tilhugalífi þeirra
Guðnýjar. „Þá bauð hann henni í
tjaldútilegu vestur á firði. Herramað-
urinn sem hann er sá um að taka
þau til og þegar Guðný spurði hvort
allt væri klárt kinkaði hann kolli.
Hann hafði tínt úr bílskúrnum allt
sem til þurfti og komið við í búð til
að kaupa kjöt á grillið því hann vildi
sýna henni hvað hann kynni fyrir sér
í matreiðslu. Þegar þau voru komin á
leiðarenda og Óli ætlaði að hella kol-
um í grillið kom í ljós að hann hafði
tekið sementspoka í stað kola.
Fyrsta rómantíska kvöldmáltíð-
in í tjaldi klúðraðist því heldur bet-
ur og þau fóru svöng að sofa. Guð-
ný hefur gert mikið grín að honum
en líklega hefur þessi reynsla kennt
honum að vanda sig betur. Þetta var
á viðkvæmum tíma í tilhugalífinu og
útkoman hefði getað verið önnur en
þau hlæja bæði að þessu í dag,“ seg-
ir Magnús og bætir við að þetta sé
dæmi um klaufaskap sem stundum
geti fylgt Ólafi. Hann eigi hins vegar
auðvelt með að gera grín að sjálfum
sér og segi söguna af útilegunni þeg-
ar hann tók með sementið reglulega.
„Hann hefur fyrir löngu og oft og
mörgum sinnum bætt fyrir þennan
kvöldverð,“ bætir Magnús við.
Tapsár og stífur
Enginn er gallalaus og þegar Magnús
er spurður út í ókostina segir hann
vin sinn geta verið tapsáran. „Hann
þolir ekki að tapa, sérstaklega ekki
þegar kemur að veiði. Hann er mik-
ill keppnismaður og getur hreinlega
ekki hugsað sér að koma aflalaus
NÆRMYND 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR 33
FJÖLSKYLDUMAÐUR OG VEIÐIF KILL
FRAMHALD Á
NÆSTU SÍÐU