Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Síða 56
SAMSKIPTAVEFUR FYRIR KRAKKA Samskiptavefnum togetherville.com var hleypt af stokkunum í vikunni en síðan er ætluð krökkum upp að tíu ára aldri og foreldrum þeirra. To- getherville er ætlað að vera nokkurs konar þjálfunarbúðir þar sem foreldrar geta kennt börnunum að fóta sig í hinum var- hugaverða vefheimi áður en þau stíga fyrir alvöru sín fyrstu skref á síðum eins og Facebook og Myspace. Foreldrar geta skráð sig inn á síðuna með sama aðgangi og notaður er á Face book. KLÁMIÐ KOMIÐ FYRIR IPAD Eins og fram kom í fréttum fyrir stuttu sagði Steve Jobs, fram- kvæmdastjóri Apple, þegar hann svaraði einum viðskiptavini fyrirtækisins í tölvupósti, að iPad-tölvan fæli í sér frelsi frá klámi. Ein af stærri klámsíðunum vestanhafs, youporn.com, virðist hins vegar hafa gert þessa fullyrðingu framkvæmdastjórans með öllu marklausa. Síðan hefur þegar umkóðað hluta af klám- myndskeiðum sínum sérstaklega fyrir iPad og HTML5. Ef farið er á myndskeiðshluta síðunnar má lesa þessi skilaboð: „UPDATE: Welcome to our iPad site. We are now re-encoding our video archive to make all our videos iPad compatible. Please send us feedback.“ LOKA YOUTUBE OG FACEBOOK Stjórnvöld í Pakistan hafa lokað fyrir aðgang almennings í landinu að YouTube og Facebook. Ástæðan er birting efnis á vefsvæðunum sem stjórnvöld túlka sem guðlast en á báðum síðunum má finna myndbirtingar af Múhammeð spámanni en slíkt gengur í berhögg við túlkanir íslamstrúarmanna á Kóraninum. Aðgangur að Wikipedia og ljósmyndasíðunni Flickr hefur að auki verið takmarkaður í Pakistan. DEILISÍÐA HVERF- UR... TÍMABUNDIÐ The Pirate Bay, ein stærsta deilisíða heims fyrir ólöglegt niðurhal, hvarf sjónum netverja á dögunum eftir að nokkur bandarísk kvikmyndaver unnu dómsmál gegn þýska fyrirtækinu CB3ROB sem hafði veitt bandvídd fyrir síðuna. Enginn veit þó hvar vélbúnaður og gagnagrunn- ur síðunnar er geymdur og áður en langt um leið var búið að tengja síðuna aftur við annan þjónustuaðila eftir krókaleiðum þannig að ekki var hægt að rekja hvaða fyrirtæki væri um að ræða. Hinir sænsku fjórmenn- ingar sem stofnuðu The Piratebay voru í fyrra dæmdir í eins árs fangelsi og til að greiða jafnvirði 3,6 milljóna Bandaríkjadala í sektir fyrir að veita aðstoð og aðgengi fyrir ólöglegt niðurhal á tónlist, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is Þróunarráðstefna Google hófst í vik- unni en um 5000 manns víðsvegar að úr heiminum sækja þennan við- burð. Á fyrsta degi var hulunni svipt af fyrirætlunum Google um að opna VP8-afspilunarkóðann (VP8 video codec) og gera hann frían (open- source) fyrir alla vafra en Goog- le hefur gagnrýnt Apple og Micro- soft undanfarið vegna stuðnings við H.264-afspilunarkóðann sem er háður einkaleyfum. Fjárhagslegur réttur og skilyrði einkaleyfishafa á H.264 hafa hingað til gert Mozilla og Opera afhuga því að innleiða stuðn- ing fyrir þetta sniðmát í vafra sína. Sameiginlegur staðall Skortur á fríum og öflugum afspil- unarkóða hefur orðið þess valdandi að vafraframleiðendur hafa ekki get- að komið sér saman um einn staðal fyrir myndskeið á vefnum. Sameig- inlegur staðall fyrir myndskeið þýðir í raun að allir vafrar væru með inn- byggðan stuðning fyrir þetta snið. Nú er verið að þróa næstu kynslóð HTML (HyperText Markup Langu- age), hins undirliggjandi tungu- máls vefsins, en markmiðið þar er einmitt að draga úr þörf fyrir vafra- viðbætur (plug-ins) eins og Adobe Flash, Microsoft Silverlight og Sun JavaFX. HTML5 eins og þessi upp- færsla tungumálsins verður nefnd býður uppá ýmsa nýja möguleika fyrir myndskeið og því mikilvægt að finna opinn, frían og sameiginlegan afspilunarkóða fyrir hljóð og mynd. WebM Google, ásamt Mozilla og Opera, kynnti á ráðstefnunni WebM, snið- mát sem sameinar í einum pakka VP8-kóðann fyrir myndskeið og Ogg Vorbis-kóðann fyrir hljóð. Vafra- framleiðendurnir Mozilla (Firefox, Flock og Camino) og Opera hafa þegar gert tilraunir með stuðning við WebM fyrir vafra sína en hljótt hefur verið í herbúðum Apple og Microsoft. Önnur mikilvæg fyrirtæki hafa einnig lýst yfir stuðningi við WebM, meðal annars Adobe, sem þegar hefur hafist handa við inn- byggðan WebM stuðning fyrir Flash. YouTube sem er í eigu Google hef- ur þegar innleitt stuðning fyrir VP8 og Android-stýrikerfi fyrirtækisins verður uppfært á síðari hluta ársins með VP8 í huga. Chrome-vafrinn frá Google mun að sjálfsögðu einnig styðja WebM. Allt frá því Google keypti On2 í fyrra, fyrirtækið sem þróaði VP8- kóðann, hafa menn velt vöngum yfir því hvort Google myndi gera þennan kóða opinn og frían. VP8 er talið vera sambærilegt við H.264-sniðmátið að gæðum. 56 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 HELGARBLAÐ Stuðningur Apple og Microsoft við H.264-myndskeiðs-sniðmátið hefur orðið þess vald- andi að vafraframleiðendur hafa ekki getað komið sér saman um einn staðal fyrir afspil- un á myndskeiðum í HTML5, næstu uppfærslu HTML-tungumálsins. Google, Mozilla og Opera hafa nú tekið höndum saman um WebM, frítt og opið sniðmát fyrir hljóð og mynd. OPIÐ OG FRÍTT FYRIR HTML5 Chrome, Opera og Mozilla Mozilla (Firefox, Flock og Camino) og Opera hafa þegar gert tilraunir með stuðning við WebM fyrir vafra sína. Opið og frjálst Skortur á fríum og öflugum afspilunarkóða hefur orðið þess valdandi að vafraframleiðendur hafa ekki getað komið sér saman um einn staðal fyrir myndskeið á vefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.