Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 58
UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 58 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 UM HELGINA EDGAR DAVIDS Hollendingurinn Edgar Davids sem í dag er 37 ára hefur á sínum átján ára ferli sem atvinnumaður unnið allt sem hægt er að vinna. Hann var hluti af ótrúlegu liði Ajax sem vann meðal annars Meistaradeildina árið 1995 en alls lék Davids fjórum sinnum til úrslita með Ajax og Juventus. Ferill hans er magnaður. Frá Ajax fór hann til AC Milan, þaðan til Juventus, eftir það til Barcelona, svo til Inter áður en hann fór að slaka á í Tottenham. Hann endaði svo ferilinn með glæsibrag með tveimur tímabilum hjá uppeldisfélaginu, Ajax. Endaði ferilinn? Jú, árið 2008 lagði hann skóna á hilluna en hann hefur tekið þá niður á ný. Hann samdi í ár við liðið Valletta á Möltu en á reyndar enn eftir að spila með því leik. Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að Valletta-menn hafi þar landað feitum bita, manni sem hefur unnið deildarkeppnir í stórum löndum alls sex sinnum. HVAR ER HANN Í DAG? ÞRENNAN HANDAN HORNSINS Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer í fyrsta skiptið fram á laugardegi nú um helgina þegar FC Bayern og Inter mætast. Bæði lið eru deildar- og bikarmeistarar í sínum löndum. Þeirra bíður því hin goðsagnakennda þrenna sem alla þjálfara dreymir um að landa. Stærsti leikur ársins í Evrópu- boltanum, úrslitaleikur Meistara- deildarinnar, fer fram á laugardag- inn en þetta er í fyrsta skiptið sem ekki er leikið á miðvikudagskvöldi. Í ár mætir FC Bayern München frá Þýskalandi Inter frá Ítalíu. Leikur- inn verður svo sannarlega slagur þjálfaranna en hjá báðum liðum eru miklir sigurvegarar í Brúnni. Þá þarf auðvitað ekkert að kynna til leiks en gerum það samt. Hol- lenski snillingurinn Louis van Gaal stýrir liði FC Bayern og hjá Inter sér sá einstaki um að halda í taumana, sjálfur Jose Mourinho. Báðir geta þeir skrifað nöfn sín í sögubækurn- ar með sigri en það lið sem vinnur leikinn verður búið að vinna hina eftirsóttu þrennu á tímabilinu, deildarmeistaratitilinn, bikarinn og Meistaradeildina. Kenndi Mourinho Sálfræðistríðið fyrir leikinn er fyrir löngu hafið enda ekki við öðru að búast þegar Jose Mourinho á í hlut. Van Gaal hefur þó ekkert bogn- að undan skotum Mourinhos og sprengdi duglega á blaðamanna- fundi fyrir leikinn. „Ég kenndi Jose hjá Barcelona,“ sagði van Gaal en Mourinho var aðstoðarmaður hans þegar Hollendingurinn stýrði Barcelona á sínum tíma. „Jose var rólegur á þeim tíma. Það er gaman að sjá hversu mikið hann hefur vaxið úr grasi og er orð- inn svona sterkur karakter. Ég vissi að hann myndi hjálpa mér hjá Bar- celona því hann hefur svo mikla ástríðu fyrir leiknum. Hann tók vel eftir og ég vildi að hann hefði verið aðstoðarmaður minn lengur,“ sagði van Gaal. Unnu báðir óvænt Bæði van Gaal og Mourinho hafa unnið Meistaradeildina einu sinni hvor. Má segja að sigrar þeirra séu þeir óvæntustu síðan Meistara- deildin var stofnuð í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Van Gaal vann keppnina með Ajax árið 1995 sem eftir á að hyggja var ekk- ert svo óvænt. Ajax-liðið var stjörn- um prýtt og fór aftur í úrslitaleik- inn árið eftir. Sigur Mourinhos með Porto árið 2004 var þó mun óvæntari en Porúgalirnir lögðu þá Mónakó, 3-0 í úrslitaleik. Það verð- ur þó að færast til bókar að ásamt þessum tveimur úrslitum var sigur Marseille árið 1993 nokkuð óvænt- ur þó það lið hafi verið feykivel mannað. Sá þjálfari sem hefur betur mun því verða aðeins þriðji þjálfarinn í sögunni til þess að vinna Evrópu- keppni meistaraliða með tveimur félögum. Erns Happel vann keppn- ina með Feyenoord árið 1970 og svo aftur með Hamburg árið 1983. Ottmar Hitzfeld er eini þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeild- ina eins og við þekkjum hana í dag með tveimur liðum. Það gerði hann með Borussia Dortmund árið 1997 og svo aftur með FC Bay- ern árið 2001. Vinni Bayern verður það fimmti sigur félagsins í keppni þeirra bestu og fá þeir þá bikarinn til eignar. Vantar tvo lykilmenn Allar helstu stjörnur liðanna verða með á laugardaginn nema franski vængmaðurinn Franck Ri- bery. Hann tók upp á því að brjóta groddaralega á argentínska fram- herjanum Lisandro Lopez í und- anúrslitaviðureign Lyon og Bay- ern. Þrátt fyrir ítrekaðar áfrýjanir er ljóst að Frakkinn verður ekki með í leiknum. Hann fór þó með látum inn í sumarfríið en hann var besti maður vallarins í úrslitum þýska bikarsins um daginn þar sem hann skoraði eitt mark. Ítalski miðjumaðurinn Thiago Motta er einnig í banni í liði Int- er en hann hefur verið lykilmaður hjá Mourinho á tímabilinu. Þar er nokkuð stórt skarð höggvið í lið Int- er en Sulley Muntari sem mun lík- lega leysa stöðu hans hefur ekkert sýnt með liðinu. En Mourinho er ekki sá einstaki fyrir ekki neitt. Það er bara vonandi að leikmennirn- ir finni ekki fyrir þeirri pressu sem þjálfararnir eru undir. Hætt er við að leikurinn verði afar taktískur og leiðinlegur en Bayern spilar sókn- arbolta og á það verður Evrópa að treysta. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is ÞRENNAN? Mourinho hefur aldrei unnið þrennuna. SÉNÍ Van Gaal getur skráð sig í sögubækurnar með sigri, rétt eins og Mourinho. ÞRJÚ Í ÞREMUR? Eto'o hefur skorað í báðum úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.