Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi for-
stjóri Glitnis, stakk upp á því við
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð-
herra að Jón Sigurðsson yrði ráðinn
sem stjórnarformaður Fjármálaeftir-
litsins sumarið 2007. Að mati Bjarna
þurfti að efla Fjármálaeftirlitið og
taldi hann Jón vera rétta manninn
í verkið. Björgvin bar hugmyndina
undir marga aðila og varð það raunin
á endanum að Jón var ráðinn til stofn-
unarinnar. Þetta kemur fram í bók
Björgvins G. um ráðherratíð sína og
efnahagshrunið árið 2008 sem kemur
út í næstu viku.
Björgvin G. var þá nýorðinn við-
skiptaráðherra eftir þingkosningar í
maí þar sem Samfylkingin myndaði
ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum
og Bjarni var nýhættur í Glitni eftir yf-
irtöku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og
FL Group á bankanum. Bjarni hafði
því nokkra innsýn inn í fjármálakerfi
landsins og starfsemi Fjármálaeftir-
litsins eftir að hafa stýrt Glitni um ára-
bil og virðist á þessum tíma hafa verið
umhugað um að bæta starfsemi þess.
Jón hafði sömuleiðis mikla reynslu af
fjármálastarfsemi því hann var við-
skiptaráðherra um árabil á níunda
og tíunda áratugnum og síðar aðal-
bankastjóri Norræna fjárfestingar-
bankans um 11 ára skeið.
Geir leist vel á Jón
Í bókinni lýsir Björgvin aðdragand-
anum að ráðningu Jóns þannig að
fyrir tilviljun hafi hann hitt Bjarna
sem minnist á Jón sem heppileg-
an stjórnarformann eftirlitsins. Eitt
leiddi svo af öðru. „Upphaf þess var
að af tilviljun rakst ég á Bjarna Ár-
mannsson fyrrverandi forstjóra Ís-
landsbanka í boði í tilefni af veitingu
verðlauna fyrir bestu ársskýrsluna
í viðskiptalífinu. Þetta var sumarið
2007. Þarna hitti ég Bjarna í fyrsta
skipti. Hann tjáði mér þá skoðun
sína að það sem skipti mestu fyr-
ir stjórnvöld í málefnum bankanna
væri að efla Fjármálaeftirlitið. Eftir-
litið með bönkunum væri alltof fá-
mennt og veikt og það þyrfti verulega
aukna vigt. Brýnast var að hans dómi
að fá í stjórnarformennsku mann
sem gæfi því aukið vægi þannig að
bankarnir tækju fullt mark á eftirlit-
inu.Hvers konar maður þarf það að
vera? spurði ég Bjarna. Einhver sem
hefur þunga og stöðu á borð við Jón
Sigurðssonar fyrrverandi ráðherra
og seðlabankastjóra, svaraði hann
umhugsunarlaust. Hann nyti mikill-
ar virðingar og gæfi FME þann aukna
þunga sem það sárlega skorti.“
Frumkvæðið að því að Fjármála-
eftirlitið yrði eflt með ráðningu Jóns
virðist því samkvæmt þessu hafa ver-
ið komið frá Bjarna sem undirstrikaði
að hann teldi eftirliti með fjármála-
starfsemi ábótavant. Þetta verður að
teljast nokkuð áhugaverð staðreynd
enda fáir betur til þess fallnir á þess-
um tíma að meta virkni Fjármálaeft-
irlitsins en Bjarni sem unnið hafði á
þessum markaði svo lengi.
Björgvin bar hugmyndina um að
Jón tæki við sem stjórnarformaður
undir marga, að því er hann segir í
bókinni: „Hugmyndin um Jón þrosk-
aðist vel næstu vikurnar. Ég bar hana
undir marga. Allir sem einn tóku
henni vel. Geir Haarde forsætisráð-
herra leist einkar vel á þetta ráðs-
lag. Hann hvatti mig til að leggja fast
að Jóni að taka verkefnið að sér. Geir
taldi það myndi efla eftirlitið, ekki síst
ásýnd þess og myndugleika.“
Icesave var forgangsverkefni
Björgvin ræddi málið við Jón og tjáði
honum að til stæði að auka framlög til
Fjármálaeftirlitsins um helming um
áramótin 2007–2008 og tók Jón verk-
ið meðal annars að sér vegna þessa.
Um þetta segir Björgvin í bókinni: „Ég
afréð að leggja til atlögu við Jón. Bað
hann um að hitta mig. Á þeim fundi
lagði ég hart að honum að taka for-
ystu Fjármálaeftirlitsins að sér. Lýsti
jafnframt fyrir honum að framlög til
stofnunarinnar yrðu aukin um meira
en 50% þá um áramótin. Fjársvelti
eftirlitsins væri því vonandi á enda og
nýir tímar tækju við, þar sem stofn-
unin gæti sinnt verkefnum sínum af
miklu meiri myndarskap en áður. Eft-
ir umhugsun féllst Jón á að taka verk-
ið að sér, ekki síst þar sem til stæði að
efla Fjármálaeftirlitið til muna.“
Mikla athygli vekur að strax á þess-
um tíma, árið 2007, virðist Jón hafa
gert sér grein fyrir mikilvægi þess að
koma Icesave-reikningum Lands-
bankans í dótturfélög bankans í út-
löndum. Sú staðreynd að Icesave til-
heyrði útibúum bankans erlendis en
ekki dótturfélögum varð síðar til þess,
eftir hrun íslenska fjármálakerfisins,
að Icesave-skuldbindingar Lands-
bankans féllu á íslenska skattgreið-
endur en ekki erlenda tryggingasjóði.
Ef Icesave hefði verið komið inn í dótt-
urfélög erlendis hefðu væntanleg-
ar Icesave-skuldbindingar ekki fall-
ið á íslensku þjóðina. Um þetta segir
Björgvin í bókinni: „Um leið nefndi
hann sérstaklega að það ætti að vera
forgangsverkefni að koma erlendum
innlánsreikningnum íslensku bank-
anna undir vernd þarlendra trygg-
ingasjóða. Strax í bláupphafinu hafði
hann þarna skilning á því, sem varð
síðar kjarninn í Icesave-vandanum.
Á þessari stundu, þegar ólíklegustu
menn lofsungu Icesave-reikningana,
voru hins vegar fáir aðrir sem sáu að
þeir gætu skapað hættu.“
Þrátt fyrir þetta mat Jóns, og
ábendingar Fjármálaeftirlitsins til
Landsbankans um að koma Icesave
í dótturfélög bankans erlendis árið
2008, var þetta ekki gert. Bankinn
notaði Icesave áfram til að fjármagna
móðurfélagið á Íslandi og virðast
stjórnendur hans ekki hafa séð hætt-
una af Icesave fyrir eða að hrun bank-
anna var handan við hornið. Lands-
bankinn hóf svo loks vinnu við þessa
yfirfærslu í júlí 2008 eftir að breska
fjármálaeftirlitið beindi þeim tilmæl-
um til bankans en þá var það orð-
ið of seint enda vinnan við þetta afar
flókin. Orð Björgvins um mat Jóns
sýna hins vegar að Fjármálaeftirlitið
var meðvitað um hættuna löngu fyr-
ir hrun.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Hann nyti mik-illar virðingar og
gæfi FME þann aukna
þunga sem það sárlega
skorti.
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, benti Björgvin G. Sigurðssyni
viðskiptaráðherra á það 2007 að ráða Jón Sigurðsson til starfa fyrir Fjármálaeftirlitið
sem hann taldi að þyrfti að efla. Eitt hið fyrsta sem Jón ætlaði að gera var að koma
Icesave-reikningum Landsbankans inn í dótturfélög bankans erlendis.
JÓN VILDI BYRJA Á
AÐ REDDA ICESAVE
Fangelsi fyrir
nauðgun
Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag
dóm Héraðsdóm Vesturlands yfir
karlmanni sem sakfelldur var fyrir að
hafa með ólögmætri nauðung og of-
beldi nauðgað fyrrverandi eiginkonu
sinni eftir ökuferð sem þau fóru sam-
an í í febrúar í fyrra. Maðurinn var
dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi
fyrir verknaðinn í héraðsdómi og
staðfesti Hæstiréttur þann dóm.
Maðurinn þarf að greiða konunni
eina milljón króna í skaðabætur. Þau
höfðu gift sig árið 2003 og eiga saman
þrjú börn, fyrir áttu þau bæði börn úr
fyrri samböndum en í febrúar 2009
slitnaði upp úr sambandinu. Síðar
í sama mánuði fóru hjónin fyrrver-
andi í ökuferðina þar sem maðurinn
nauðgaði konunni.
Íhugar vantraust
„Ég trúi því að stjórnarandstaðan
muni skoða þann möguleika vel,“
segir Vigdís Hauksdóttir, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, um þau orð
Jóhönnu Sigurðardóttur að stjórnar-
andstaðan ætti að leggja fram van-
trauststillögu á ríkisstjórnina vegna
meints aðgerðarleysis hennar.
Þetta sagði Vigdís í umræðum
á Alþingi á fimmtudag um tillögu
Framsóknarflokks um að mynda
samvinnuráð um þjóðarsátt. Vigdís
gagnrýndi Jóhönnu harðlega fyrir
að kasta ábyrgðinni frá ríkisstjórn-
inni yfir á allt þingið. „Undir þessum
trommuslætti var hún ábyrgðarlaus
gagnvart því ástandi sem ríkir,“ sagði
Vigdís en mótmælendur á Austurvelli
létu vel í sér heyra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, sagði
að það myndi leysa mikinn vanda
að mynda þjóðstjórn. Þá myndu allir
flokkar bera sameiginlega ábyrgð á
þeim ákvörðunum sem teknar yrðu.
Lilju Mósesdóttur, þingmanni Vinstri
-grænna, líst illa á það.
Enn í Venesúela
Enn hefur Íslendingur, sem hand-
tekinn var í Venesúela í lok sept-
ember, ekki verið framseldur. Lög-
reglan segist engar upplýsingar fá
frá yfirvöldum í Venesúela hvenær
maðurinn verður fluttur til Íslands.
Ríkisútvarpið greindi frá þessu.
Tveir aðrir sitja í gæsluvarðhaldi hér
á landi vegna sama máls.
Maðurinn, sem heitir Steingrím-
ur Þór Ólafsson, er talinn vera höf-
uðpaur í virðisaukaskattsvikamáli
sem nýlega komst upp um hér á
landi. Talið er að svikin nemi um tvö
hundruð og sjötíu milljónum króna.
Ráðinn eftir ábendingu frá Bjarna Bjarni
taldiaðeflaþyrftiFjármálaeftirlitiðogstakk
uppáþvíviðBjörgvinaðJónværiréttimað-
urinnístarfið.Bjarnihafðiþánýveriðhætt
semforstjóriGlitnisogþekktifjármálakerfið
ogeftirlitmeðþvível.