Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 42
Pétur fæddist í Reykja- vík en ólst upp hjá afa sínum og nafna, Pétri Thorsteins- son. Hann var lengi sagður sonur Eggerts Briem, búfræðings og óð- alsbónda í Viðey, og k.h., Katrínar Thorsteinsson, en var í raun sonur Hannesar Hafstein, skálds og ráðherra. Katrín, móð- ir Péturs, var systir Muggs myndlistar- manns og dóttir Péturs Thorsteinsson, stórútgerð- armanns. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937, prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands 1941 og embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Íslands 1944. Pétur var starfsmaður utanríkis- þjónustu Íslands frá 1944, sendiherra Íslands í fjölda ríkja og oft í mörgum ríkjum samtímis, lengst af með aðset- ur í Moskvu, París og loks Washing- ton DC. Auk þess var hann fastafull- trúi Íslands hjá NATO, OECD og EBE (nú ESB). Þá var hann ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu á ár- unum 1969–76. Pétur átti farsæl- an feril í utanríkis- ráðuneytinu enda nákvæmur emb- ættismaður, afar vel látinn og þaul- reynur og traustur diplómat. Hann var stálminnugur, mikill vinnuþjark- ur, lipur tungumála- maður, ljóðelskur og áhugamaður um bók- menntir, talaði rússnesku reiprennandi og þýddi m.a. Mávinn, eftir Tjekov beint úr rússnesku. Pétur var í miklu uppá- haldi hjá Rússum á sínum sendi- herraferli þar, enda fæddur á sjálfan byltingardaginn. Pétur var í forsetaframboði 1980, ásamt Albert Guðmundssyni, Guð- laugi Þorvaldssyni og Vigdísi Finn- bogadóttur. Pétur kvæntist Oddnýju Elísa- betu Stefánsson, BBA í viðskiptafræði og húsmóður, og eignuðust þau þrjá syni, Pétur Gunnar, Björgólf og Eirík. Ingi fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp til ellefu ára aldurs en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1947. Hann stundaði nám við Laugarnes- skólann, stundaði síðan nám við Verslunarskóla Íslands, lauk verslun- arprófi þaðan, stundaði nám í end- urskoðun og fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 1968. Á unglings- og skólaárunum starfaði Ingi lengi hjá timburverslun Völundar við Skúlagötu. Hann var í upphafi síns starfsfer- ils gjaldkeri í Búnaðarbankanum og Verzlunarbankanum en hóf störf við endurskoðun hjá Endurskoðenda- skrifstofu Björns Steffensen og Ara Ó. Thorlacius 1958. Hann varð síð- an meðeigandi að stofunni, en hún breytti síðar um nafn og hét þá Lög- giltir endurskoðendur og enn síðar Endurskoðunarstofan Deloitte. Ingi hóf ungur að tefla skák og var um langt árabil í allra fremstu röð skákmanna hér á landi. Hann varð Íslandsmeistari í skák fjórum sinn- um, 1956, 1958, 1959 og 1963. Hann varð skákmeistari Reykjavíkur sex sinnum á árunum 1954–61 og varð skákmeistari Norðurlanda árið 1961. Ingi keppti margsinnis á alþjóðleg- um skákmótum, þar á meðal ólymp- íumótum í skák. Hann keppti átta sinnum fyrir hönd Íslands á árunum 1954–82 og þar af á fyrsta borði 1958 og 1968. Eftir að Ingi hóf að starfa sem end- urskoðandi gaf hann sér minni tíma til að sinna skáklistinni, en hann tefldi og spilaði bridds í mörg ár. Ingi sat í kjörstjórn á Seltjarnarnesi í mörg ár. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Inga er Sigþrúður Steffensen, f. 14.2. 1930, húsmóðir og bankastarfsmaður. Hún er dóttir Björns Sigurðar Steff- ensen, f. 12.4. 1902, d. 15.7. 1993, löggilts endurskoðanda, og Sigríðar Árnadóttur Steffensen, f. 13.1. 1896, d. 26.3. 1985, húsmóður. Börn Inga og Sigþrúðar eru Björn Ingi, f. 19.3. 1959, d. 4.1. 1968; Árni, f. 12.3. 1961, matvælafræðingur, búsettur á Ísafirði en börn hans eru Hrund Ósk, Brynja, og Hlynur Ingi; Sigríður Ingibjörg, f. 29.5. 1968, alþm. og viðskiptafræðingur, búsett í Reykjavík en maður hennar er Birgir Hermannsson doktor og háskólakennari í stjórnmálafræði og eru börn þeirra Jakob, Hanna Sigþrúður og Davíð en sonur Sigríðar og Arnars G. Hjálmtýssonar er Natan. Systkini Inga: Pálmi Jóhannsson, f. 18.1. 1925, d. 5.2. 1990, sjómaður og kokkur í Vestmannaeyjum og síð- ar á Suðureyri við Súgandafjörð, var kvæntur Fjólu Jónsdóttur húsmóður sem er látin og eignuðust þau þrjár dætur; Óli Kristján Jóhannsson, f. 6.3. 1926, d. 28.3. 1999, sjómaður og farmaður í Reykjavík, lengi á Jöklunum, var kvæntur Gunnvöru Ernu Sigurðardóttur húsmóður og eignuðust þau sex börn; Rögnvaldur Jóhannsson, f. 29.12. 1927, d. 16.6. 1974, sjómaður í Reykjavík og Vestmannaeyjum; Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 27.10. 1930, fyrrv. verkakona, búsett í Reykjavík, gift Sverri Bjarnasyni, fyrrv. verkstjóra og húsverði og á hann tvö börn. Foreldrar Inga voru Jóhann Pétur Pálmason, f. 4.3. 1897, d. 7.1. 1983, múrari og sjómaður í Vest- mannaeyjum og síðar í Reykjavík, og Ólafía Ingibjörg Óladóttir, f. 17.11. 1897, d. 22.3. 1965, verka- kona og húsmóðir. Ætt Jóhann var sonur Pálma Guð- mundssonar frá Þykkvabæ, og Guð- bjargar Sighvatsdóttur. Ólafía var hálfsystir Páls Eggerts Ólasonar, háskólarektors, banka- stjóra og ættfræðings. Ólafía var dóttir Óla Kristjáns, steinsmiðs og formanns á Stóru-Vogum á Vatns- leysuströnd Þorvarðssonar. Útför Inga fer fram frá Fossvogs- kirkju, mánudaginn 8.11. kl. 15.00. Egill fæddist við Ránargötuna í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í sveit á bænum Eskifirði við Eskifjörð á uppvaxtarárunum en á menntaskóla- árunum var hann til sjós hjá Land- helgisgæslunni. Egill lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953, lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1962 og var við störf og sérfræðinám í Svíþjóð og Banda- ríkjunum á árunum 1964–75. Hann hlaut almennt lækningaleyfi á Íslandi 1964 og í Svíþjóð 1968, sérfræðings- leyfi í almennum skurðlækningum í Svíþjóð 1972 og á Íslandi 1975 og sér- fræðingsleyfi í þvagfæraskurðlækn- ingum á Íslandi og í Svíþjóð 1975. Egill varð sérfræðingur við slysa- deild Borgarspítalans 1975, deildar- læknir við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og yfirlæknir Lasarettet í Helsingborg í Svíþjóð 1977, sérfræð- ingur í þvagfæraskurðlækningum við Landspítalann 1977, var skipaður yf- irlæknir í þvagfæraskurðlækningum við handlækningadeild Landspítal- ans 1990 og starfaði þar til eftirlauna- aldurs. Þá var hann einn af stofnend- um Læknahússins hf, árið 1983. Egill sinnti kennslu læknanema við Háskólasjúkrahúsið í Lundi og við læknadeild Háskóla Íslands. Þá var hann skipaður prófdómari í hand- læknisfræði við Háskóla Íslands 1979. Egill var einn af stofnendum og ritari í stjórn Félags íslenskra þvag- færaskurðlækna 1976–94, átti sæti í stjórn Nordisk Urologisk Förening á sama tíma, sat um skeið í samninga- nefnd Læknafélags Íslands við Trygg- ingastofnun ríkisins og sinnti ýmsum nefndarstörfum á vegum læknaráðs Landspítalans. Egill sat í ritstjórn Scandinavian Journal of Urology and Nephrology um árabil og til dauðadags en eftir hann birtust sérfræðigreinar í erlend- um og innlendum læknaritum. Hann var gerður að heiðursfélaga Félags íslenskra þvagfæraskurðlækna árið 2005. Egill og eiginkona hans, Katrín, byggðu sér og fjölskyldu sinni heim- ili á Seltjarnarnesi að loknu sérfræði- námi hans og bjuggu þar lengst af að Bakkavör 36. Egill var mikill áhugamaður um sögu. Fjölskylda Egill kvæntist 22.6. 1957 eftirlifandi eiginkonu sinni, Katrínu Jóhanns- dóttur Jacobsen, f. 15.4. 1934, fyrrv. stjórnarráðsfulltrúa. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Elí Bjarnason, f. 20.3. 1890, d. 23.12. 1951, skipstjóri og út- gerðarmaður á Eyrarbakka, og Þórdís Gunnarsdóttir, f. 5.7. 1897, d. 30.12. 1978, húsfreyja. Börn Egils og Katrínar eru Elín Ingibjörg, f. 7.8. 1961, lyfjafræðing- ur en börn hennar eru Anna Kristín Birgisdóttir, f. 25.3. 1988, Katrín Birg- isdóttir, f. 6.10. 1990, og Ólafur Eg- ill Birgisson, f. 29.7. 1995; Þorvaldur, f. 21.12. 1963, framkvæmdastjóri en kona hans er Jensína Kristín Böðvars- dóttir, f. 19.3. 1969, framkvæmdastjóri og er dóttir þeirra Hólmfríður Kristín Jacobsen, f. 29.11. 2003, en börn Þor- valdar frá fyrra hjónabandi eru Karl Anton Jacobsen, f. 21.6. 1989, Anna Katrín Jacobsen, f. 20.3. 1991, og Egill Ingi Jacobsen, f. 20.3. 1991, en dóttir Jensínu frá fyrra sambandi er Katarína Sif Kjartansdóttir, f. 21.12. 1994; Katr- ín Þórdís, f. 15.4. 1970, þroskaþjálfi og félagsráðgjafi en maður hennar er Sveinn Ingiberg Magnússon, f. 31.10. 1970, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og eru börn þeirra Elín Helga Sveins- dóttir, f. 14.5. 1993, Sveinn Fannar Sveinsson, f. 16.10. 1998, og Magnús Ingi Sveinsson, f. 21.11. 2000. Systir Egils var Sigríður Lovísa Bergmann, f. 25.10. 1928, d. 20.2. 2001, húsmóðir. Foreldrar Egils voru Þorvaldur Valdemar Jacobsen, f. 8.9. 1896, d. 16.3. 1970, skipstjóri í Reykjavík, og k.h., Dagmar Guðnadóttir Jacobsen, f. 5.7. 1899, d. 7.8. 1986, húsmóðir. Ætt Þorvaldur var sonur Carls Antons Jacobsen, útvegsmanns og veitinga- manns á Eskifirði og síðar í Reykjavík, og Lovise Hansine Jacobsen, dóttur Jóhanns Malmquist. Dagmar var dóttir Guðna, múr- arameistara í Reykjavík Egilssonar, og Sigríðar Finnsdóttur. Ingi R. Jóhannsson SKÁKMEISTARI OG LÖGGILTUR ENDURSKOÐANDI Egill Ágúst Jacobsen FYRRV. YFIRLÆKNIR VIÐ LANDSPÍTALANN Pétur Thorsteinsson SENDIHERRA f. 7.11. 1917, d. 12.4. 1995 Fæddur 5.12. 1936 - Dáinn 29.10. 2010 Fæddur 19.8. 1933 - Dáinn 26.10. 2010 42 MINNING 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR ANDLÁT ANDLÁT MERKIR ÍSLENDINGAR MERKIR ÍSLENDINGAR Ragnar Ásgeirsson fædd- ist að Kóranesi á Mýr- um, sonur Ásgeirs Eyþórssonar, kaup- manns í Kóranesi og síðar bókhald- ara í Reykjavík, og k.h., Jensínu Bjargar Matt- híasdóttur, tré- smiðs í Reykjavík Markússonar, af Eyrarætt. Ragnar var albróðir Ás- geirs Ásgeirssonar, forsætisráðherra og síðar forseta Íslands. Ragnar var kvæntur Gerthe Harne Nielsen frá Aarhus en börn þeirra urðu Eva Harne húsmóðir, Úlf- ur, fyrrv. yfirlæknir, Sigrún Harne kennari og Haukur, skógfræðingur og fyrrv. tilraunastjóri á Mógilsá. Ragnar stundaði garðyrkjustörf og nám í Danmörku, lauk prófum frá Garðyrkjuskólanum Vilvorde í Danmörku og tók síðan próf sem skrúðgarðaarkitekt. Ragnar var kennari við Vilvorde í Charlottelund á árunum 1916–18 og síðan skrúðgarðaarkitekt í Kaup- mannahöfn 1918–20. Þá gerðist hann garðyrkju- ráðunautur hjá Bún- aðarfélagi Íslands og gegndi því starfi til ársins 1957. Hann var búsett- ur á Laugarvatni um skeið, síðan í Borgarnesi og loks í Hveragerði. Ragnar vann mikið brautryðj- endastarf í menn- ingarmálum sem ráðunautur um byggðasöfn, stofn- un þeirra og rekstur, víðs vegar um landið, sem og söfnun muna og minja fyrir söfnin. Á ferðum sínum safnaði hann fjölda sagna úr íslensku mannlífi fyrri tíma sem komu út í Skruddum, þriggja binda safni hans um þjóðlegan fróðleik. Auk þess komu út eftir hann æsku- minningarnar Strákur og Bænda- förin 1938. Þá skrifaði hann mikið um þjóðlegan fróðleik í blöð og tímarit. Ragnar sat m.a. í Menntamála- ráði Íslands um nokkurt skeið. Ragnar Ásgeirsson BÚFRÆÐIKANDIDAT, RÁÐUNAUTUR OG RITHÖFUNDUR f. 6.11. 1895, d. 1.1 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.