Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 24
24 ERLENT 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Kosningar fóru fram í Bandaríkjunum í vikunni. Demókratar töpuðu miklu fylgi í mikilli hægri sveiflu í bandarískum stjórnmálum. Úrslit- in eru mikið áfall fyrir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Obama nái endurkjöri árið 2012. FRAMTÍÐ OBAMA ÓLJÓS Þetta þýðir að mál komast ekki í gegnum þingið nema með miklum herkjum og í öldungadeildinni geta repúblikanar notað málþóf að vild. Repúblikanaflokkurinn var ótví- ræður sigurvegari í kosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum á þriðjudag. Í kosningunum, sem kallaðar eru miðannarkosningar, var kosið um öll 435 sætin í fulltrúa- deild þingsins, 37 sæti af 100 í öld- ungadeildinni og um 38 stöður rík- isstjóra. Einnig var kosið til þings í 46 ríkjum en auk þess voru fjölda- mörg mál tekin til kosninga á rík- is- og sýslustigi. Í öldungadeildinni halda demókratar naumum meiri- hluta með 52 sæti en repúblikanar hafa 47. Enn á eftir að skera úr um eitt sæti. Fyrir kosningarnar höfðu demókratar hins vegar þægilegan meirihluta með 59 sæti og hafa þeir því að minnsta kosti tapað sex sæt- um. Öllu alvarlegra fyrir demókrata eru úrslitin í fulltrúadeildinni, en þar beið flokkurinn afhroð. Alger viðsnúningur Fyrir kosningarnar voru demó- kratar með mikinn meirihluta í full- trúadeildinni. Höfðu þeir 257 sæti gegn 178 sætum repúblikana. Enn á eftir að skera úr um nokkur sæti eftir kosningarnar á þriðjudaginn, en ljóst er að repúblikanar unnu þar stórsigur. Þegar er ljóst að repúblik- anar hafa unnið 239 sæti á móti 186 sætum demókrata. Það þýðir að repúblikanar hafa að minnsta kosti bætt hlut sinn í fulltrúadeildinni um 61 sæti. Enn á eftir að skera úr um 10 sæti. Þýðir þetta að nýr forseti fulltrúadeildarinnar verður hinn íhaldsami John Boehner, repúblik- ani frá Ohio, en hann mun leysa af hólmi hina frjálslyndu Nancy Pel- osi, demókrata frá Kaliforníu. Segja stjórnmálaskýrendur vestanhafs að þetta sé skýr vísbending um þá hægri sveiflu sem nú á sér stað í bandarískum stjórnmálum. Áfall fyrir Obama Úrslit kosninganna eru mikið áfall fyrir Barack Obama, forseta Banda- ríkjanna. Eftir að hafa unnið örugg- an sigur í forsetakosningunum fyrir tveimur árum og með skilaboðum um breytingar virtist hann hafa náð að berja von í brjóst Bandaríkja- manna. Hann tók við embætti þegar demókratar höfðu meirihluta í báð- um deildum þingsins og var því í kjöraðstöðu til að koma á þeim um- bótum sem hann lofaði fyrir tveim- ur árum. Slæm staða í efnahags- kerfinu og mikið atvinnuleysi hafa hins vegar gert Bandaríkjamenn óþreyjufulla og bíða þeir enn eft- ir breytingum. Þá hafa umdeild og kostnaðarsöm frumvörp ekki hjálp- að til, en þar má helst nefna björg- unaraðgerðirnar handa stærstu bönkunum sem og heilbrigðisfrum- varpið Medicare. Framtíð Obama sem forseta er nú talin óljós og það gæti reynst honum erfitt að ná end- urkjöri í kosningunum 2012. Framtíðin óljós Blaðamaður DV hafði samband við Silju Báru Ómarsdóttur, að- júnkt í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands. Silja stundaði nám um margra ára skeið í Bandaríkj- unum og fylgist vel með gangi mála í bandarískum stjórnmálum. Hún segir að deila megi um afleiðingar kosninganna fyrir Barack Obama. „Persónulega hef ég alltaf talið ólík- legt að hann myndi ná endurkjöri, sérstaklega þegar demókratar höfðu stjórn á „öllu“ kerfinu. En með því að deila ábyrgðinni á ástandinu næstu tvö árin, þá er möguleiki á að honum verði ekki kennt jafnmik- ið um og að hann komi betur út að tveimur árum liðnum.“ Fordæmi eru hins vegar fyrir því að forseti demókrata hafi tekið við embætti með völd í báðum deildum þings- ins. Það var Bill Clinton þegar hann tók við embætti 1993 en í miðann- arkosningum ári síðar missti hann völdin yfir þinginu, með þeim af- leiðingum að mjög erfitt reynd- ist að koma málum hans í gegn. Obama bíður nú svipað verkefni: „Þetta þýðir að mál komast ekki í gegnum þingið nema með miklum herkjum og í öldungadeildinni geta repúblikanar notað málþóf að vild. Fordæmið frá 1994 er ógnvekjandi, en Boehner er almennt talinn nokk- uð skynsamur og því möguleiki á minni átökum en ella.“ Sárabót fyrir demókrata Þrátt fyrir stórt tap demókrata í kosningunum geta þeir huggað sig við að hafa náð aftur völdum í Kali- forníu, einu stærsta og ríkasta fylki Bandaríkjanna. Eftir sjö ára setu tortímandans Arnolds Schwarzen- eggers á fylkisstjórastóli tókst Jerry Brown að ná stólnum aftur fyr- ir demókrata. Hann hefur reyndar verið fylkisstjóri í Kaliforníu áður, eða frá 1975 til 1983 en hann bar sig- urorð af frambjóðanda repúblikana, Meg Whitman, sem þó eyddi gífur- legum fjármunum í framboð sitt en hún er ein ríkasta kona Bandaríkj- anna. Þá tókst demókrötum einn- ig að verja öldungardeildarsæti Barböru Boxer og til fulltrúadeild- arinnar voru 32 demókratar kosnir gegn 19 repúblikönum. Frjálslyndir Bandaríkjamenn spyrja sig þó hvort enn megi kalla Kaliforníu frjáls- lynda fylkið, eftir að tillögu um lög- leiðingu marijúana, sem einnig var kosið um, var hafnað. Margir muna eftir því fyrir tveimur árum, þeg- ar tillögu um hjónaband samkyn- hneigðra var einnig hafnað í Kali- forníu. Fleiri konur hjá repúblikönum Silju Báru er umhugað um hlut kvenna í stjórnmálum og segir hún að þeim hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að hlutur þeirra í Bandaríkjun- um sé almennt mjög rýr. „Þeim gekk vel hjá repúblikönum en nú voru til að mynda fyrsta svarta konan og fyrsta konan sem er ættuð frá Suð- ur-Ameríku kosnar sem fylkisstjór- ar í Suður-Karólínu annars vegar og Nýju-Mexíkó hins vegar. Þá virðist Lisa Murkowski ætla að halda sæti sínu í Alaska, þrátt fyrir að hafa tap- að í forkosningum repúblikana fyrir karlframbjóðanda. Þau úrslit liggja hins vegar ekki fyrir enn sem kom- ið er.“ En hvað með Söruh Palin, er hún orðin líklegri núna til að bjóða sig fram til forseta? „Palin hugar ör- ugglega að framboði og það kemur væntanlega í ljós snemma á næsta ári hvað hún ætlar að gera. Þá er spurning hvort þessi árangur rep- úblikana verður eignaður henni að nógu miklu leyti til að gera hana að trúverðugum frambjóðanda hjá flokknum öllum. Um það þori ég þó ekki að spá.“ n Ástæða þess að enn á eftir að skera úr um eitt sæti til öldungadeildarinnar í Kaliforníu er einkennileg, svo ekki sé meira sagt. Jennifer Oropeza, sem var kjörin árið 2006 með 62 prósent atkvæða, lést 20. október eða að- eins tveimur vikum fyrir kosningar. Nafn hennar var hins vegar ennþá að finna á kjörseðlum í Kaliforníu og hlaut hún aftur brautargengi kjósenda, þótt það sé næsta víst að kjósendur fái ekki að njóta krafta hennar í þetta sinn. Minnir þetta óneitanlega á söguþráð kvikmyndarinnar Distinguished Gentleman, grínmynd með Eddie Murphy. Í myndinni kemst persóna Murphys á þing, vegna þess eins að hann var alnafni nýlátins öldungadeildarþing- manns. Fólk kaus bara nafnið, af gömlum vana. DÁIN, EN SAMT KOSIN Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt Framtíð Obama veltur mikið á samstarfi hans við Boehner. MYND KARL PETERSSON BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Barack Obama Úrslit kosninganna voru ekkert ánægjuefni fyrir forsetann. MYND REUTERS Nýr þingforseti John Boehner frá Ohio-fylki mun taka við sem forseti fulltrúadeildarinnar. MYND REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.