Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 54
Innan tíu daga verður krýndur heimsmeistari í Formúlu 1. Síðustu tvö mótin fara fram með viku milli- bili um þessa helgi og þá næstu. Á sunnudaginn þeysast ökuþórarn- ir um Interlagos-brautina í Brasilíu, eina allra skemmtilegustu braut árs- ins. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari hefur forystu í stigamót- inu og getur orðið heimsmeistari um helgina með sigri og hentugum úrslitum hjá keppinautunum. Lík- lega verður meistari þó ekki krýnd- ur fyrr en í Abu Dhabi um aðra helgi. Max Mosley, forseti alþjóða aksturs- íþróttasambandsins, FIA, segir að eftir hneykslið í Þýskalandi í júlí verði Alonso að vinna með minnst sjö stigum verði hann heimsmeistari til að gera ekki lítið úr íþróttinni. Ósáttur með liðsskipanina Eitt stærsta málið á þessu keppn- istímabili í Formúlunni var án efa sigur Fernando Alonso á Hocken- heim-brautinni í Þýskalandi í júlí. Liðsfélagi hans, Felipe Massa, var þá fremstur en eftir að honum var, í gegnum kallkerfið, gert að hægja á sér svo Alonso kæmist fram úr vann Spánverjinn þýðingarmikinn sigur. Allt varð vitlaust eftir þetta atvik og vildu margir fá sigurinn dæmdan af Alonso þar sem bannað en að hafa bein áhrif á ökumennina í gegnum talstöðina. „Mér fannst að þessi auka stig sem Alonso fékk með því að komast upp úr öðru sæti í það fyrsta í Þýska- landi hefðu átt að þurrkast út. Það er algjört lágmark fyrir Alonso að vinna heimsmeistaratitilinn með minnst sjö stiga mun því hann átti aldrei að fá þessi sjö stig í Þýskalandi. Stig- in þar voru einfaldlega ólögleg og ef hann verður heimsmeistari með minni mun gerir það lítið úr heims- meistaramótinu,“ segir Max Mosley, forseti FIA. Frábærir mánuðir Ferrari-menn byrjuðu tímabilið með tvöföldum sigri en síðan kvöddu þeir toppbaráttuna í langan tíma. Lengi vel stóð baráttan einungis á milli Red Bull og McLaren en með frábærum úrslitum undanfarið hefur Fernando Alonso skotið sér upp í efsta sætið í stigakeppni ökumanna og Ferrari gerir nú einnig atlögu að öðru sæt- inu í stigakeppni bílasmiða. „Þetta hafa verið frábærir mán- uðir undanfarið. Við vorum að ná okkur á strik fyrir sumarfríið og eft- ir það hefur nánast allt gengið upp. Heppnin hefur verið okkur hlið- holl þegar þess hefur þurft en allan heiðurinn á fólkið bak við tjöldin. Það er búið að vinna gríðarlega mik- ið í bílnum og hann verður betri og betri. Interlagos er braut sem hent- ar okkur ágætlega en við verðum að passa okkur og þá sérstaklega ég. Það er ekkert í hendi ennþá. Ég er í bestu stöðunni, það veit ég, en ef ég ætla að landa titlinum verð ég að standa mig í næstu tveimur mót- um,“ segir Alonso sem hefur tvívegis áður orðið heimsmeistari í Formúlu 1, bæði skiptin á Renault. Webber vill sömu úrslit og í fyrra Ástralinn Mark Webber á Red Bull er í öðru sæti stigakeppninnar, ellefu stigum á eftir Alonso. Nú þegar tut- tugu og fimm stig eru gefin fyrir sig- ur og átján fyrir annað sætið er slíkur munur nánst enginn. Margir fyrr- verandi ökuþórar og aðrir speking- ar á borð við Nikki Lauda, Eddie Jor- dan, Ralf Schumacher og bróðir hans Michael hafa sagt Red Bull verða að styðja fyllilega við bakið á Webber og gera hann að ökumanni númer eitt í síðustu tveimur mótunum. Ofur- stjarnan Sebastian Vettel hefur far- ið illa að ráði sínu að undanförnu og er tuttugu og fimm stigum á eftir Alonso. „Ég á góðar minningar frá því í fyrra í Brasilíu. Það var gaman að vinna þar því Interlagos er ein allra skemmtilegasta braut ársins þar sem það er svo mikil stemning hjá áhorfendunum. Brassarnir kunna svo virkilega að meta akstursíþrótt- ir,“ segir Mark Webber. „Við stefn- um auðvitað á sigur og við getum svo sannarlega unnið þarna, jafnvel tvöfalt. Núna er bara komið að loka- sprettinum. Ef ég ætla mér að verða heimsmeistari verð ég helst að vinna síðustu tvö mótin og á það stefni ég,“ segir hann. 54 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Síðustu tvö mótin á keppnistímabilinu í Formúlu 1 fara fram næstu tvær helgar. Lokaspretturinn hefst í Brasilíu um helgina og tímabilinu lýkur svo í Abu Dhabi annan sunnudag. Fernando Alonso ók upp í fyrsta sætið í stigamót- inu í síðustu keppni og getur orðið heimsmeistari á sunnudaginn. Líklegra er þó að úrslitin ráðist í lokakeppninni. Forseti FIA segir Alonso verða að vinna með meira en sjö stiga mun, annars verði það hneyksli fyrir íþróttina. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is MEISTARI KRÝNDUR INNAN TÍU DAGA Við stefnum auðvitað á sigur og við getum svo sann-arlega unnið þarna. STIGAKEPPNI ÖKUMANNA Ökumaður Lið Stig 1. Fernando Alonso Ferrari 231 2. Mark Webber Red Bull 220 3. Lewis Hamilton McLaren 210 4. Sebastian Vettel Red Bull 206 5. Jenson Button McLaren 189 6. Felipe Massa Ferrari 143 7. Robert Kubica Renault 124 8. Nico Rosberg Mercedes 121 9. M. Schumacher Mercedes 66 10. R. Barrichello Williams 47 STIGAKEPPNI BÍLASMIÐA Lið Stig 1. Red Bull 426 2. McLaren 399 3. Ferrari 374 4. Mercedes 187 5. Renault 143 6. Force India 68 7. Williams 65 8. Sauber 44 9. Toro Rosso 11 10. Hispania 0 11. Lotus 0 STAÐAN EFSTUR Fernando Alonso getur orðið meistari um helgina en líklega ráðast úrslitin þó ekki fyrr en í Abu Dhabi. EKKI LANGT UNDAN Mark Webber á enn góðan möguleika á titlinum. MYND REUTERS HOPP OG HÍ Alonso hefur verið sjóðheitur að undanförnu. MYND REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.