Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 26
Enn og aftur hefur Ísland far-ið í slíka kollsteypu, að allt er orðið öfugt.Jóhanna Sigurðardótt-
ir, besti vinur lítilmagnans, lætur
handtaka vesælan mótmælanda við
Stjórnarráðið og síðan er atvinnu-
lausi vörubílsstjórinn Sturla Jónsson
fjarlægður af lögreglu úr glamúr-
veislu hennar. Samt var hann með
boðskort.
Vefmiðillinn Smugan.is var stofnaður til „að leggja sitt af mörkum til lýðræðis-legrar umræðu“. Ritstjór-
inn ákvað í vikunni að stöðva birt-
ingu á skopmynd, af því að hún var af
Ármanni Jakobssyni, flokksbróður
og pistlahöfundi á Smugunni. Þessi
davíðska ritskoðun var útskýrð af
Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur: „Mér
fannst myndin af Ármanni Jak-
obssyni ekki smekkleg“.
R itstjóri Smugunnar, sem kostuð er af Vinstri hreyf-ingunni - grænu fram-boði, er á móti tunnu-
mótmælunum. „Sjötíu
og þrjú prósent allra
Íslendinga styðja
mótmælin en það
er grátlegt eftir það
sem á undan er gengið að nú skuli
lýðræðinu mótmælt,“ skrifar Þóra
Kristín. Þannig tókst miklum meiri-
hluta þjóðarinnar að mynda afstöðu,
sem er ólýðræðisleg.
Björn Bjarna-son, sem áður var mesti óvin-ur mótmæl-
enda, styður núna mót-
mælin.
Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, kallaði
eftir þjóðstjórn
allra flokka
á mánudag-
inn. „Það
væri skyn-
samlegt fyrir menn að snúa bökum
saman og starfa þvert á flokka,“ sagði
hann.
Á þriðja degi, miðvikudegi, vildi hann ekki samráð við ríkisstjórnina um lausn á vanda húsnæðiseigenda.
„Ég hlýt að spyrja á móti bíddu til
hvers ætti ég í stjórnarandstöðu í
þessu landi, með skýrar hugmyndir
á borðinu sem ég tel að séu það sem
þarf að gera, af hverju ætti ég að fara
að ganga til samstarfs við verklausa
ríkisstjórn og fara að gera einhverja
málamiðlanir frá því sem ég tel að
sé rétt að gera. Ég sé bara enga skyn-
semi í því.“
Þetta er rétt hjá Bjarna. Það er
engin skynsemi í þessu. Alls engin.
Allt er á hAus! „Hér er framtíðin bröttust. Ekki björtust heldur
bröttust.“
n Sturla Jónsson vörubílstjóri og mótmælandi býður
sig fram til stjórnlagaþings. - DV.
„Það er verið að taka fólk
með fullt sjálfræði og færa
það á allt annan stað gegn
vilja þess.“
n Una Björk Kjerúlf hefur áhyggjur af afa sínum
sem verður líklega aðskilinn frá eiginkonu sinni vegna
fyrirhugaðrar lokunar elliheimilis. - DV.
„Það þýðir ekki að
segja að allir séu
bara leiðinlegir.“
n Auður Jónsdóttir rithöfundur
segir hátterni borgarstjóra og félaga
hans minna á þá sem leggja í einelti í grunnskóla. -
Vísir.is
„Ég held að við
séum hvorugir
kóngar. Það er
bara einn kóngur
og hann er uppi á himnum.“
n Björgvin Halldórsson um það hvor sé kóngurinn,
hann eða Bubbi. - Monitor.
„Gott að hann var ekki að
fæða, blessaður.“
n Guðrún Lárusdóttir bóndi í Keldudal í Hegranesi á
Facebook-síðu sinni í tilefni af því að heilbrigðisráð-
herra afboðaði komu sína vegna veðurs. - Pressan.is
„Þetta er ekki þjóðin“
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-herra lét lögreglu vísa atvinnulaus-um vörubílstjóra út úr lúxusveislu þar sem fulltrúar á þingi Norðurlanda-
ráðs voru á fóðrum. Fyrir nokkrum misser-
um lét aðstoðarmaður forsætisráðherrans
handtaka mótmælanda sem fóðraði máva
á lóð stjórnarráðsins. Vörubílstjórinn og
mótmælandinn röskuðu ró þessa háaðals
Íslands.
Þessi tvo dæmi um mannleg samskipti
útskýra ágætlega hvers vegna Jóhanna er
um það bil að stýra ríkisstjórn sinni upp á
sker aðgerðarleysis og heimsku. Þetta und-
irstrikar líka vel hvers vegna fylgi Samfylk-
ingar mælist í sögulegri lægð. Jóhanna, sem
lengi vel var málsvari smælingjanna í sam-
félaginu, hefur snúið baki við þeim og lætur
lögregluna fjarlægja litla fólkið.
Vörubílstjórinn atvinnulausi sem lædd-
ist inn í lúxuveröld Jóhönnu á boðsmiða
vildi fá tilbreytingu frá því að standa í bið-
röð eftir mat. Hann lýsti því í samtali við DV
að áður en til lögregluafskiptanna kom hafi
hann fengið illt auga frá forsætisráðherran-
um. Og þetta er einmitt meinið. Allir þeir
sem vilja mótmæla og knýja á um réttlæti fá
illt auga. Þegar þjóðin mótmælti á Austur-
velli hélt Jóhanna ræðu í þingsalnum. Hún
þorði ekki að ávarpa mannfjöldann.
Það hefði ekki kostað Jóhönnu neitt að
leyfa prúðbúnum atvinnuleysingjanum
að kroppa með sér í pinnamatinn. Og hún
þurfti heldur ekki að láta handtaka kon-
una sem gaf mávunum. En hún kastaði
grímunni. Við almenningi blasir getulaus
hrokagikkur sem sigar löggunni á fátækt,
vansælt fólk.
Trausti rúin skálar forsætisráðherrann
við stórmenni annarra landa í hásölum rík-
isins. Fyrir utan norpar litla stúlkan með
eldspýturnar í gervi vörubílstjóra. Jóhanna
horfir stálgráum augum út í nepjuna. ,,Þetta
er ekki þjóðin,“ segir hún kuldalega. Þegar
síðasta eldspýtan er að brenna upp hring-
ir hún í lögregluna. Miskunnarlaust kerfið
berst gegn þjóðinni.
reynir trAustAson ritstjóri skrifAr. Við almenningi blasir getulaus hrikagikkur.
leiðari
svarthöfði
26 umræða 5. nóvember 2010 föstudaguR
Hræddir
borgarfulltrúar
n Undirliggjandi ólga er innan borg-
arstjórnar Reykjavíkur vegna heim-
ildamyndarinnar um Jón Gnarr.
Myndin lýsir
kosningabaráttu
Jóns með öllum
þeim leiðindum
sem fylgdu. Sjálf-
ur lítillækkaði
frambjóðandinn
reyndari pólitík-
usa með því að
standa upp und-
ir ræðum þeirra og fara út. Hermt
er að Hanna Birna Kristjánsdóttir
og Sóley Tómasdóttir hafi sameig-
inlegar áhyggjur af því að myndin
muni stórskaða þær pólitískt. Því er
jafnvel haldið fram að þær hafi beðist
vægðar en ekki fengið hljómgrunn
hjá Gnarr.
Sannur vinur
n Tónlistarmaðurinn Bubbi Morth-
ens hefur verið í nokkrum ólgusjó
eftir að Eiríkur Jónsson, fyrrverandi
ritstjóri, birti af
honum mynd á
DV.is með Baugs-
feðgum. Hefur
Bubbi verið gagn-
rýndur fyrir að
tala máli þeirra
feðga og þá jafn-
vel gegn gjaldi.
Aðrir hafa lýst að-
dáun sinni á þeirri staðfestu Bubba að
fara gegn straumnum og standa með
Jóhannesi í Bónus í hverju sem á dyn-
ur. Þar þykir Bubbi vera sannur vinur.
neyðarHjálp
til binga
n Í fjölmiðlabransanum velta menn
fyrir sér hvort Birni Inga Hrafnssyni,
fyrrverandi stjórnmálamanni og eig-
anda Caramba, hafi tekist að útvega
þær 100 milljónir króna sem þurfti.
Hermt er að Björn hafi víða leitað
neyðaraðstoðar
en fyrirtæki hans
var komið í um-
talsverð vand-
ræði. Einhverjir
telja ekki ólíklegt
að skoðanabróð-
ir Binga, Finnur
Ingólfsson, rétti
honum einhverja
aura líkt og Existabræður þegar
þeir létu tryggingafélagið VÍS ger-
ast eiganda í Pressunni. Það skýrist
væntanlega á næstu mánuðum hvort
Pressunni verði bjargað og taprekst-
ur geti haldið áfram.
teiknari rekinn
n Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrrver-
andi formaður Blaðamannafélagsins
og ritstjóri Smugunnar, fékk að finna
til tevatnsins hjá Pressunni eftir að
hún neitaði að birta það sem hún áleit
vera niðurlægj-
andi teikningu
af Ármanni Jak-
obssyni sagn-
fræðingi. Ein-
hverjir hafa þó
orðið til að benda
á að Björn Ingi
Hrafnsson neitaði
að birta teikn-
ingu Henrýs Þórs á sínum tíma og rak
hann í nafni ritskoðunar. Umfjöllunin
var því úr glerhúsi. Henrý Þór er í dag
teiknari DV og hefur frjálsar hendur.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
umSjón helgarblaðS:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
umSjón innblaðS:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Á Íslandi er samspil ljósvakamiðla
og stjórnmálastéttar á þá leið, að
stjórnmálamaður ropar, búkhljóð
hans eru flutt í fréttatíma og svo er
þess beðið í ofvæni að næsti bubbi
bjóði hærri búkhljóð og síðan eru
þau leikin fyrir landsmenn allt þar
til betri hljóð bjóðast. Hér er sagt
í þágu þjóðar, að stilla afdönguð-
um poppurum og úrvali beturvita
við hljóðnema, leyfa liðinu að tala
nógu lengi – í von um að upp komi
viturleg setning. Að greina vanda er
á færi fólks sem ljósvakamiðlar vilja
síst vita af. Og að kalla eftir vitrænni
umræðu er þá líklega ein heimsku-
legasta beiðni sem fram getur kom-
ið.
Mannvitsbrekkurnar á þingi eru
svo brattar að venjulegt fólk verður
lofthrætt þótt þingheimur geri ekki
annað en bera á góma. Ef skoðuð
eru gáfnaljós
stjórnarandstöð-
unnar, með liðs-
menn Hreyfingar
í brjósti fylking-
ar, þá er skyndi-
lega eins og sjálf-
ur Árni Johnsen
hljóti prik fyrir
göfuglyndi. Það
er nefnilega eins
og allt þetta gáf-
aða fólk telji sig
hafa fengið það
verkefni að vinna gegn öllu sem í
þágu þjóðar getur talist. Þingheim-
ur virðist hafa það eitt að markmiði
að rægja ímyndaða andstæðinga,
draga úr trúverðugleika alls sem til
bóta getur talist og svo eiga þing-
menn það sameiginlegt að vernda
vini sína – jafnvel til óhæfuverka.
Fréttamenn fylgja því síst eftir
að rekja garnir úr fulltrúum stjórn-
málastéttar og samræður allar
byggjast á búkhljóðum og innant-
ómu gjálfri.
Þegar við heyrum í fréttum, að ál-
verið fyrir austan hafi í raun og veru
ekki leyst neinn vanda. Og þegar
við heyrum í sama fréttatíma af til-
lögum þingmanna um fleiri álver,
þá hljótum við að álykta sem svo,
að mennt sé sá máttur sem þjóðina
skortir. Eða erum við kannski að tala
um hreina og klára siðmennt – það,
að þjóðin öðlist færni í mannlegum
samskiptum og læri að láta skyn-
semi verða að leiðarljósi, í stað þess
að láta orðaskak, tittlingaskít og hrá-
skinnaleik setja mark sitt á hverja þá
orðræðu sem upp kann að koma?
Þegar mannvitsbrekkurnar á
Alþingi ákveða að skera niður, er
hugsunin sú, að fækka störfum í
velferðarkerfi og á sviði mennta-
mála - jafnvel þótt þarna sé um að
ræða verkefni sem skili okkur öll-
um arði. En engum dettur í hug að
skera megi niður í sjálfri stjórnsýsl-
unni; fækka afætum með flotta titla.
Það er eins og bannað sé að ræða
um: blaðafulltrúa, aðstoðarmenn,
ráðgjafa o.s.frv. Það er eins og sam-
tryggingin leyfi ekki viturlegar sam-
ræður.
Mín bókaþjóð svo bágstödd er
og byggð á veikum grunni
ef daglega hún drekkir sér
í djúpum viskubrunni.
Meira mannvit!
skáldið skrifar
kristján
hreinsson
skáld skrifar
En engum dettur í hug
að skera megi niður í
sjálfri stjórnsýslunni.
bókstaflega