Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Fjöldauppsagnir áttu sér stað hjá Símanum og Skiptum, móðurfé- lagi Símans, í síðustu viku. Fjörutíu starfsmönnum var sagt upp; 29 hjá Símanum og 11 hjá Skiptum. Starfs- maður Símans, sem var svo lánsam- ur að halda vinnunni, segir starfsfólk mjög reitt og á margan hátt óánægt með hvernig staðið var að uppsögn- unum. Umræddur starfsmaður sem ekki vill láta nafn síns getið, finnst stinga í stúf að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, og aðrir stjórnendur haldi himinháum launum sínum á meðal fjöldi almennra starfsmanna sem staðið hafa sig vel í starfi sé sagt upp. Starfsmaðurinn, sem segist þekkja innviði fyrirtækisins vel, seg- ir að starfsfólki Skipta og Símans hafi verið tilkynnt um nýtt skipurit félag- anna. Þar hafi titlum nokkurra stjórn- enda fyrirtækisins verið breytt úr framkvæmdastjórum yfir í yfirmenn sömu deilda. Ekki hafi verið tilkynnt um neinar launalækkanir þessara stjórnenda né skerðingu á hlunnind- um. Starfsfólk brjálað Starfsmaðurinn segist hafa upplifað margt ósmekklegt daginn sem upp- sagnirnar áttu sér stað. „Einn starfs- maður sem fékk það verkefni að segja upp samstarfsfélögum sínum og gekk á milli sviða og deilda til að hug- hreysta fólk og hvetja fólk til að standa saman á þessum erfiða tíma, fékk síð- an sjálfur uppsagnarbréf eftir þenn- an langa og erfiða dag hjá Símanum og Skiptum. Nafn þess starfsmanns var á lista sem gekk á milli yfirmanna á uppsagnardeginum en hann var þó ekki afhausaður fyrr en daginn eftir.“ Starfsmaðurinn er ansi myrkur í máli í garð yfirmanna mannauðssviðs og segir starfsfólk Símans og Skipta vera reitt yfir þessari framkomu. „Laun eru ekki lækkuð nú“ Samkvæmt tekju- blaði DV á þessu ári var Brynj- ólfur Bjarna- son, forstjóri Skipta, með rétt rúmlega fjórar milljónir króna í mánaðartekjur árið 2009. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, var hins vegar með rúmlega 5,5 millj- ónir í mánaðartekjur og Katrín Olga Jóhannesdóttir, áður titluð fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Skipta, nú yfirmaður stefnumótunar, var með 4,3 milljónir í mánaðartekjur. Pétur Þorsteinn Óskarsson, upp- lýsingafulltrúi Skipta, segir laun stjórnenda hafa verið lækkuð líkt og annarra starfsmanna fyrirtækisins sem höfðu yfir 350.000 krónur í mán- aðarlaun haustið 2008. „Laun eru ekki lækkuð nú,“ segir Pétur. Hann tekur einnig fram að þeir stjórnend- ur sem hafi haft bílahlunnindi komi til með að halda þeim. Samkvæmt heimildum DV nam lækkunin haust- ið 2008 10 prósentum af mánaðar- launum hvers starfsmanns með yfir 350 þúsund krónur. Pétur segir að 7 millistjórnendum hafi verið sagt upp og einum þeirra hafi verið boð- ið annað starf innan fyrirtækjasam- stæðunnar. „Með fækkun stjórnenda mun launakostnaður fyrirtækisins vegna stjórnenda hins vegar lækka verulega.“ Mistök voru gerð Pétur segir töluverðar breyting- ar hafa verið gerðar á skipuriti Sím- ans og Skipta og að þær muni hafa hagræðingu í för með sér sem nem- ur hundruðum milljóna króna. „Eft- ir breytinguna verða til dæmis eng- ir framkvæmdastjórar hjá Skiptum heldur taka yfirmenn eininga starfs- heiti eftir hlutverki og hjá Símanum fækkar stjórnendum í skipuriti um sex. Með fækkuninni taka núverandi starfsmenn að sér aukin verkefni og í sumum tilfellum er þetta ekki mikil breyting á starfssviði og hefur því eðli málsins samkvæmt ekki í för með sér launalækkun viðkomandi,“ segir Pétur. Hann segir að reynt hafi verið að finna störf fyrir einstaklingana sem var sagt upp innan samstæðunnar og það hafi tekist í einhverjum tilfellum. Hann viðurkennir að mistök hafi verð gerð í tilfelli þess starfsmanns sem tók þátt í uppsögnunum og fékk síðan sjálfur uppsagnabréf. „Já, því miður voru gerð mistök og mannauðsstjóri hefur beðið viðkomandi starfsmann afsökunar og skýrt málið gagnvart starfsfólki. Í þessu tilfelli var ekki búið að gefa upp alla von með að tækist að finna starf innan samstæðunnar fyrir viðkomandi. Það breytir því ekki að viðkomandi hefði ekki átt að taka þátt í uppsögnum við þessar aðstæður og það voru mistök. Það var markmiðið að standa þannig að uppsögnunum að starfsfólki væri sýnd virðing og reyna að gera ferl- ið eins sársaukalítið og mögulegt var fyrir þá starfsmenn sem í uppsögnum lentu.“ TÓK ÞÁTT Í UPPSÖGN- UM OG VAR SAGT UPP 40 starfsmenn misstu vinnuna hjá Sím- anum og Skiptum í síðustu viku. Starfs- maður Símans segist hafa upplifað margt ósmekklegt í uppsagnarferlinu og að reiði ríki meðal starfsfólks. Einn starfsmaður sem tók þátt í uppsögnunum fékk síðan sjálfur uppsagnarbréf eftir daginn. Pétur Þorsteinn Óskarsson, upplýsingafulltrúi Skipta, segir að mistök hafi verið gerð. SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Já. Því miður voru gerð mis- tök og mannauðsstjóri hefur beðið viðkomandi starfsmann afsökunar. Fjöldauppsagnir 40manns hjáSímanumogSkiptumfengu uppsagnarbréfísíðustuviku. Á góðum launum SævarFreyr Þráinsson,forstjóri Símans,varmeð fimmoghálfa milljónímánaðar- tekjurárið2009. Forstjóri Skipta Brynjólfur Bjarnasonlepurekkidauð- annúrskelmeðrúmar4 milljónirímánaðartekjur. Keypti Neyðarkall Dagfinnur Stefánsson, sem var flugmaður á Geysi er fórst á Bárð- arbungu árið 1950, keypti fyrsta Neyðarkall björgunarsveita á fimmtudaginn og með því hófst formlega þessi árlega fjáröflun björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Dagfinnur sagði við þetta tækifæri að björgunarmenn þeir er fyrstir komu að flugvélinni á Bárðarbungu hafi skilað sínu hlut- verki vel en ljóst sé að björgunar- sveitir í dag séu mun betur í stakk búnar til að takast á við stór verkefni, eins og fluglys eða náttúruhamfarir. Magnús Hallgrímsson og Gutt- ormur Þórarinsson sáu um sölu Neyðarkallsins til Dagfinns en Magnús er einn af stofnendum Flug- björgunarsveitarinnar á Akureyri, sem var ein af fjölmörgum sveitum er stofnaðar voru í kjölfar Geys- isslyssins, og faðir Guttorms var í fyrsta björgunarhópnum sem kom að flakinu. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélags- ins Landsbjargar munu selja Neyð- arkallinn um land allt um helgina. Verða þeir við verslanir, verslana- miðstöðvar, útsölustaði ÁTVR og víðar. Einnig verður á sumum stöð- um gengið í hús. „Kolaportið í jakkafötum“ Sölutorgið Markaðurinn verður opnað á Korputorgi á laugardaginn. Á Markaðnum geta einstaklingar og fyrirtæki selt ýmsar vörur, hvort sem þær eru nýjar, notaðar, eigin hönn- un, matvæli eða í raun hvað sem er. Opnunarhátíð hefst klukkan eitt á laugardaginn en þar verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði fyrir fjöl- skylduna. Nadia Tamimi, markaðs- stjóri Markaðarins á Korputorgi, segir í tilkynningu að Markaður- inn sé eins og Kolaportið í jakkaföt- um þar sem allt umhverfið sé mjög snyrtilegt. Hún segir viðtökurnar hafa verið góðar og að byrjað sé að taka pantanir fram á næsta ár. Opið verður í Markaðnum á milli 11 og 18 á laugardögum og 11 og 17 á sunnudögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.