Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 29
föstudagur 5. nóvember 2010 umræða 29 Stækkun friðlands norðan Þjórs- árvera er nú í farvatninu og hefur umhverfis- ráðherra sagt það „eitt mikilvægasta náttúruverndar- mál á Íslandi til langs tíma“. Um- rætt svæði er gríð- arstórt og nær stækkunin til svæða sem veiði- menn og ferðafólk hefur stundað útivist á í áratugi, ef ekki árhundruð. Ýmis rök hafa verið tínd til rökstuðnings friðuninni en tilgangur- inn er, eins og allir vita, að koma í veg fyrir að landið fari undir miðlunarlón. Eins og svo oft áður er kemur að stefnumótun umhverfismála á Ís- landi er markmiðið háleitt, en er und- irbúningsvinnan í samræmi við það? Því miður er það svo að ráðamenn umhverfismála hafa á undanförnum árum og áratugum tekið áhrifamiklar ákvarðanir án þess að taka tillit til hags- muna útivistarfólks og veiðimanna. Upp hefur risið „umhverfiselíta“ sem hefur tekið þann pól í hæðina að allt sem ekki er hægt að gera á tveimur jafnfljótum skuli helst bannað. Þessi hópur virðist hafa mikil völd og ná til stjórnvalda með sínum málflutningi. Hægt og bítandi hafa stór svæði verið friðlýst án samráðs við hagsmunaðila og án málefnalegrar umræðu. Almenningur ekki velkominn Og tilgangurinn? Í upphafi virtist hann vera sá að koma í veg fyrir fjölg- un vatnsaflsvirkjana með tilheyrandi miðlunarlónum. Svæði á stærð við Reykjanesskagann var friðað norðan Hofsjökuls væntanlega í þeim tilgangi en undir yfirskini sérstakra jarðrústa og gróðurfars. Í leiðinni var svo skellt á algeru veiðibanni, banni við lausa- göngu hunda og hjólreiðum. Skila- boðin: „Almenningur ekki velkominn – Bækurnar á bókasafninu eru ekki ætlaðar almenningi til lestrar“. Það hefur verið átakanlegt að hlusta á hóp fólks sem telur sig til elítunnar standa á stalli og fyrirskipa hvað má og hvað ekki varðandi nýtingu og umgengni við náttúruna. Á hvaða forsendum telja þessir aðilar sig geta skilgreint sig sem hina einu sönnu náttúrusinna? Er skynsamleg og sjálfbær nýting þess sem landið gefur allt í einu orðið eitt- hvað sem ekki má? Hvers vegna? Íslendingar byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúruauðlinda. Í fyrsta lagi á fiskveiðum og tengd- um greinum og hins vegar á orku sem fallvötn og jarðhiti gefa af sér. Veiðar hafa verið stundaðar hér frá landnámi og kjöt af villibráð er eitt hollasta og besta kjöt sem völ er á. Hvers vegna á að banna veiðimönnum að nýta villi- bráð sér til matar og koma í veg fyrir þá útiveru og náttúruupplifun sem fylg- ir veiðum? Hugmyndafræði einhvers- konar „Disney-ævintýralíffræði“ virðist hafa skotið hér rótum og menn virðast sviptir þekkingu á hverju Íslending- ar lifa og hafa gert. Það er vægast sagt slæm þróun enda byggja slík sjónarmið á fáfræði og meinsemd í garð annarra, í þessu tilfelli veiðimanna og þeirra sem hafa áhuga og tök á að nýta sér það sem landið gefur af sér. Áratuga skipulagsleysi Annað stórmál á sviði umhverfismála hefur verið áberandi síðastliðna mán- uði en það er Stjórnunar- og verndar- áætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Nú hefur stjórn þjóðgarðsins sent um- hverfisráðherra tillögur sínar, sem ráð- herra á eftir að staðfesta. Geri hún það munu Íslendingar upplifa mikla skerð- ingu á því ferðafrelsi sem þeir hafa haft. Hinn almenni veiðimaður, sem ekki á sérútbúin jeppa eða hefur fulla vasa fjár til að leigja sér gæsa- eða rjúpna- veiðiland, mun missa góðar veiðilend- ur og þarf að horfast í augu við að mega ekki hefja veiðar innan norðan Vatna- jökuls fyrr en eftir að stór hluti heiðar- gæsa er farinn af svæðinu. Þrátt fyrir að stofninn sé firnasterkur og stækki enn. Rjúpnaskyttum verður meinað aðgengi að hlíðum Snæfells í þeim til- gangi að vernda gróður. Gönguhóp- ar munu hins vegar fá að fara þar um allan ársins hring hvort sem frost er í jörðu eða ekki. Dæmi svo hver fyrir sig um tilganginn: gróðurvernd í verki! Nei, nú er nóg komið! Hingað og ekki lengra. Það eru hvorki eigendur jeppa eða veiðimenn sem ógna hálendi og umhverfi Íslands. Válynd veður, eld- gos og næringarsnauður jarðvegur úr gosösku hefur mest áhrif á gróðurfar hálendisins. Áhrif manna skipa líkan stóran þátt en uppistöðulón og ofbeit á hálendi Íslands er ekki veiðimönnum og ferðafólki að kenna! Vandinn ligg- ur í áratuga skipulagsleysi á hálendi Íslands (í boði stjórnvalda), áhuga- leysi þegar kemur að merkingum veg- slóða og skilningsleysi á eðli veiðanna sem þar fara fram. Í stað þess að heyja stríð við einhverja mestu unnendur ís- lenskrar náttúru, fólk sem þekkir land- ið sitt eftir ótal ferðalög og veiðiferðir á slóðir sem aðrir hafa sjaldan eða aldrei erindi á, væri nær að stjórnvöld réttu fram sáttarhönd og fengju þennan hóp í lið með sér til að að skipuleggja sjálfbæra nýtingu og vernda hálendi Íslands. Umhverfisráðherra er tíðrætt um jafnrétti kynslóðanna. Sviptum ekki komandi kynslóðir möguleikanum til að stunda veiðar og ferðast um land- ið líkt og okkar kynslóð hefur verið svo gæfusöm að njóta. Ferðafrelsi og veið- ar einkennir okkur sem þjóð og tak- markanir á því á ekki að samþykkja þegjandi og hljóðalaust. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og verkefnastjóri - MPM - að mennt Ferðafrelsið í hættu! Elvar Árni lund varaformaður Skotveiði- félags Íslands skrifar Sviptum ekki komandi kyn- slóðir möguleikanum til að stunda veiðar og ferðast um landið líkt og okkar kynslóð hefur ver- ið svo gæfusöm að njóta. aðsent Stofninn sterkur Elvar Árni segir að veiðimenn muni ekki geta veitt heiðagæs norðan Vatnajökuls ef fer sem horfir. mynd flickr / Andy hAwkinS Jóhanna einangruð n Örlög Jóhönnu Sigurðardóttur í íslenskri pólitík virðast ætla að verða þau að vera sá einstaklingur sem rústaði áratugagömlum draum vinstri manna um að stjórna Íslandi með jöfnuð og velferð þegnanna að leiðarljósi. Ríkisstjórn Jóhönnu lét fyrsta hluta draumsins rætast en nú er martröðin að myndgerast. Jóhanna hefur komið fylgi Samfylkingar niður fyrir 20 prósent og stjórnin nýtur fádæma lítils stuðnings. Innan úr Samfylkingu heyrist að Jóhanna einangrist stöðugt meir. Nánasti og nær eini ráðgjafinn sé hrannar B. Arnarson, áhugamaður um máva og mótmælendur. horft til Össurar n Gegnheilir samfylkingarmenn eru þegar teknir að svipast um eftir arftaka Jóhönnu Sigurðardóttur. Þykir mönnum nokkurn veginn óhætt að afskrifa varaformanninn dag B. Eggerts- son sem liggur lágt eftir að hafa komið Besta flokknum form- lega til valda. Árni Páll Árnason ráðherra var lengi vel vonarpeningur en ýmis óþægileg mál á borð við skipan umboðsmanns skuldara hafa skákað honum út af borðinu. Beinast þá augu manna að gamla leiðtoganum, Össuri Skarp- héðinssyni, sem á sínum tíma skilaði Samfylkingunni með 32 prósenta fylgi. Vandi hans er sá helstur að hafa fleytt Árna mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, í hæstu stöðu í Róm. eiður velkominn vestur n Þau örlög Eiðs Smára Gud- johnsens, einnar stærstu knatt- spyrnuhetju Íslendinga, að húka á varamannabekk Stoke eru mein- leg. Íslendingar fylgjast með því frá degi til dags hvernig hann koðnar niður á útleiðinni frá glæstum ferli. Eiður virðist ekki ráða við að komast í það form að verða gjaldgengur í Stoke. Einhverjir eru að spá því að hann muni snúa heim til Íslands í vor og spila þar í sumar. Vitað er að Guðjón Þórð- arson og félagar hans í BÍ á Ísafirði hafa einlægan áhuga á að fá Eið í sínar raðir. Hann mun ekki verma bekkinn þar. heilÖg síða seld n Jafnvel hörðustu lesendur Morgunblaðsins voru gáttaðir þegar þeir flettu föstudagsblaði davíðs Oddssonar í síðustu viku. Veittu margir því athygli að fyrsta opna blaðsins var undirlögð feikistórri auglýsingu frá olíufélaginu N1. Í Hádegismóum hefur síða tvö löngum verið álitin heilög fréttasíða og laus við auglýs- ingar. En Engeyjarveldið átti auðvelt með að kaupa sig inn í það allra heilagasta hjá fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins sem stendur frammi fyrir gríðarlegum taprekstri á blaðinu. sandkorn Hver hefði búist við því að tveim- ur árum eftir hrun yrði þjóðkirkj- an orðinn þjóð- aróvinur númer eitt, að minnsta kosti í sumum kreðsum? Tákn- rænt dæmi um þetta var þegar útrásarvíkingarn- ir voru fjarlægðir úr pissurennum skemmtistaðarins Sódómu (nafnið á hér vel við) og mönnum boðið upp á að míga á andlit látins biskups í stað- inn. Nú er það ekki ætlun mín að verja glæpi biskupsins heitins, sem eru óverjandi. Eigi að síður er það undar- legt að biskupinn látni skuli hafa tekið við af mönnunum sem settu þjóðina á hausinn sem sá sem okkur stendur mest ógn af. Þær raddir sem krefjast aðskilnaðar ríkis og kirkju gerast æ háværari og þó að þessi tvö mál séu ekki óskyld er þó ekki endilega svo að eitt leiði af öðru. Uppljóstranirn- ar um afbrot biskupsins eru líklega sá logi sem kveikti í púðurtunnunni. Það má þó leiða líkur að því að púðrið hafi verið þarna til að byrja með. En hversu hættuleg er þjóðkirkjan sam- félaginu? Besta leiðin til að trúa ekki Vissulega hafa ótal illvirki verið fram- in í nafni trúarbragða svo lengi sem sagan hefur verið skráð og því mið- ur virðist því langt í frá lokið. En þó að ýmislegt misjafnt geti leynst inn- an veggja hennar er hæpið að nokkur fari að fremja óhæfuverk í nafni þjóð- kirkjunnar í dag. Vissulega var afstaða hennar gegn hjúskap samkynhneigðra neyðarleg og varð til þess að margir misstu trú á henni. En einmitt þetta sýnir kosti þjóðkirkju. Sem ríkisstofn- un er henni óheimilt að mismuna fólki og því neyddist hún á endanum til að láta undan. Það er erfiðara að koma böndum yfir aðra og óháðari kristna söfnuði, þar sem andúð á samkyn- hneigðum er oft og tíðum landlæg. Þau ríki sem hafa haft þjóðkirkjur eru fyrst og fremst lúterstrúarlöndin í Norður-Evrópu, ekki síst Norðurlönd- in. Líklega er það ekki tilviljun að ein- mitt í þessum löndum er kirkjusókn hvað minnst og fólk upp til hópa lítt trúað. Þegar kirkjan var færð undir ríkisvaldið á 16. öld tók ríkið líka yfir skyldur hennar, svo sem að hjálpa fá- tækum. Líklega er það því heldur ekki tilviljun að það var einmitt í þessum ríkjum sem hugmyndin um velferðar- kerfið kom fram. Um leið og Guð var tekinn út úr myndinni varð ábyrgðin mannanna. Í Bandaríkjunum er engin þjóð- kirkja. Þar er velferð einnig af skorn- um skammti. Á hinn bóginn eru þar ótal söfnuðir sem keppa um sálirnar á opnum markaði. Og við Íslending- ar ættum að vita það manna best að einkavæðing getur haft hættur í för með sér. Skortur á ríkisaðstoð gerir það að verkum að fólk þarf stundum að leita á náðir ýmissa safnaða, sem gerir það aftur að verkum að Guð og krafta- verk hans verða almenningi sýnilegri. Ef til vill er þetta ástæðan fyrir því að Bandaríkjamenn eru mun trúaðri en aðrar iðnvæddar þjóðir. Besta leiðin til að takmarka trúarofstæki virðist því vera að halda drottni innan vébanda ríkisins. Þjóðkirkjan styður trúleysingja Ef til vill eru þó aðrar ástæður en sögu- legar fyrir því að reiði fólks brýst nú út gegn kirkjunni í þessum mæli. Mörg- um finnst réttilega að ríkisstofnanir jafnt sem bankar hafi brugðist þeim, afhelgun gagnvart yfirvaldinu hefur átt sér stað í hugum fólks, og því kannski ekki að undra að sú reiði nái að lok- um til þeirrar stofnunar þar sem heil- agleikinn er helst í hávegum hafður, kirkjunnar. Vafalaust er það heilbrigt að taka stofnanir samfélagsins til endurskoð- unar við og við. Þó er ekki laust við að mann gruni að hér séu einnig aðr- ar kenndir að verkum. Íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum miklar hamfar- ir undanfarið, verið beitt miklu mis- rétti og séð fá dæmi um réttlæti í sam- félaginu. Því má vera að reiðin gegn kirkjunni sé að einhverju leyti birting- armynd máttlausrar reiði þjóðar sem hefur þurft að þola margt gegn almátt- ugu afli sem hún hvorki sér né skilur. En vandamál okkar eru ekki Guði að kenna. Þau eru mannanna verk. Þetta vita allir góðir guðleysingjar. til hvers að hata kirkjuna? valur Gunnarsson rithöfundur skrifar Um leið og Guð var tekinn út úr myndinni varð ábyrgðin mannanna. kjallari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.