Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 -108 RVK Sími: 517-2040 Góðir skór á börnin www.xena.is St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- Ársreikningur eignarhaldsfélags Heiðar Más Guðjónssonar, Ursus capital ehf., sýnir fram á umtals- verðan hagnað á þeim árum fyrir hrun þar sem krónan féll, árið 2006 og 2008. Að sama skapi sýna reikn- ingarnir fram á umtalsvert tap þeg- ar gengi krónunnar styrktist árið 2007. Í ársreikningunum kemur fram að megintilgangur félagsins sé fjárfestingar í afleiðusamning- um. Þegar menn veðja á hækkandi eða lækkandi gengi tiltekinna gjald- miðla, taka stöðu með eða gegn gjaldmiðli, gera þeir það gjarnan með slíkum afleiðusamningum. Líkt og komið hefur fram í DV á síðustu vikum mælti Heiðar Már með stórfelldri skortsölu á íslensku krónunni, hlutabréfum og skulda- bréfum við Björgólf Thor Björgólfs- son, sem hann starfaði hjá í fjárfest- ingarfélaginu Novator, árið 2006 þegar krónan féll um nærri fjórð- ung á fyrstu mánuðum ársins. Einn- ig mælti hann með því árið 2007 að Björgólfur Thor sæi til þess að Landsbankinn byrjaði að gera bók- hald sitt upp í evrum því að um 30 prósent lækkun á gengi krónunnar væri yfirvofandi. Heiðar Már sagði einnig að árás erlendra vogunar- sjóða á íslensku krónuna væri yfir- vofandi í febrúar en hann fundaði með tveimur bandarískum áhættu- fjárfestum í lok janúar 2007 og var ein niðurstaða hans af þeim fundi að það freistaði þeirra að ráðast á íslensku krónuna. Heiðar Már hefur varið sig með þeim rökum að um áhættuvarnir hafi verið að ræða, að tilgangurinn hafi verið að verja félög Björgólfs fyrir óhjákvæmilegu falli krónunn- ar, en ekki græða á falli hennar. 62 milljóna tap – „mer blaedir“ Heiðar Már sendi annan tölvupóst í mars 2007 þar sem hann sagðist ekki skilja hvernig gengi krónunn- ar héldist eins hátt og raun bar vitni því hann hefði verið viss um að geng- ið myndi lækka um 20 prósent og að hann tapaði fjármunum á þessu sterka gengi krónunnar. „Eg trui ekki odru en thetta breytist en mer bla- edir a hverjum degi. Thetta er eins og kinversk pyntingaradferd. 2% tap a hverjum manudi, jafnt og thett.“ Útskýring Heiðars Más á þessari staðhæfingu var eftirfarandi í DV: „Þegar mér blæðir, þá er það "option speak" þá er það þannig að trygging- ar sem ég hef keypt, til að verja stöðu mína með krónunni, eru að renna út... Það segir ekkert um það að ég sé að veðja á móti einhverju. Einungis að varnir mínir séu að þverra. Þegar þú býst við slysi, en ert með trygg- ingu, viltu ekki að tryggingin renni út. Það kostar hins vegar að tryggja sig, og það er það sem við er átt með „option bleed". Krónan var að fara að lækka, og við vildum takmarka eins og hægt var tjónið af því. Á ár- inu 2007 kostaði það mikið að skulda í krónum, frekar en erlendum gjald- eyri. Það er það sem átt er við með "blæðir". Á hverjum degi kostaði það mig mun meira að vera með inn- lenda fjármögnun, en erlenda.“ Skoðun á ársreikningi Ursus fyrir árið 2007 sýnir hugsanlega enn frek- ar fram á hvað Heiðar Már átti með- al annars við með þessum orðum en þá var tap félags hans 62 milljónir króna. Helsti tilgangur félags Heið- ars var, líkt og áður segir að fjárfesta í afleiðusamningum. Í ársreikningn- um kemur jafnframt fram að hann hafi keypt verðbréf, en afleiðusamn- ingar er ein tegund verðbréfa, fyrir 85 milljónir króna á árinu en selt slíka pappíra fyrir 30 milljónir króna. Heiðar Már hafði sömuleiðis bent yfirmanni sínum, Björgólfi Thor, á það árið 2007 að krónan væri að fara falla í verði og að hann ætti að gera ráðstafanir vegna þess. Einhver af félögum Björgólfs Thors, til dæm- is Samson, móðurfélag Landsbank- ans, ætluðu svo að tryggja sig gegn yfirvofandi falli krónunnar með því að veðja á lækkun hennar. Samson tapaði hins vegar meira en 15 millj- örðum króna vegna þess að gengi krónunnar lækkaði ekki á árinu líkt og þeir höfðu gert ráð fyrir. Þvert á móti styrktist gengið. Tap Ursus kann því að vera blæð- ingin sem Heiðar Már vísaði til í árs- byrjun 2007 þegar hann sagðist ekki skilja af hverju gengi krónunnar héldist svo hátt. 160 milljóna hagnaður 2006 og 2008 Öfugt við tapreksturinn árið 2007 skilaði félagið samtals tæplega 160 milljóna hagnaði árin 2006 og 2008: Tæplega 55 milljóna hagnaði árið 2006 og 105 milljóna hagnaði árið 2008 – árið sem íslenskan krónan hrundi ótrúlega í verði í aðdraganda bankahrunsins. Árið 2008 keypti félagið verðbréf fyrir 316 milljónir króna en seldi slík bréf fyrir tæplega 272 milljónir króna. Ursus skilaði því hagnaði ef íslenska krónan féll í verði á þessum árum. Sem fyrr segir var helsta eign fé- lagsins öll árin þrjú verðbréf og virð- ist helsti tilgangur Ursus hafa verið að fjárfesta í afleiðum með það fyr- ir augum að græða á því. Staða fé- lagsins stóð og féll með því hvernig afleiðuviðskiptin gengu. Ekkert í árs- reikningunum bendir til að mark- mið Úrsus og Heiðars Más með af- leiðusamningunum hafi verið að verja aðrar eignir gegn falli íslensku krónunnar en líkt og komið hef- ur fram þá taldi Heiðar Már óhjá- kvæmilegt að hún myndi falla í verði og spáði því reyndar öll árin þrjú. Afleiðurnar sjálfar voru helsta eign félagsins og fáar aðrar stærri eignir inni í félaginu sem Heiðar gat verið að verja með þeim. DV sendi Heiðari Má spurningar um Ursus og hagnað félagsins og tap sem hann svaraði ekki. Ársreikningar eignarhaldsfélags Heiðars Más Guðjónssonar sýna fram á að hann græddi peninga á þeim árum þegar krónan lækkaði en tapaði peningum þegar hún hækkaði. Helsti tilgangur félagsins var að fjárfesta í afleiðum. Heiðar hefur ekki svar- að spurningum DV um fjárfestingar eignarhaldsfélagsins. GRÆDDI 105 MILLJÓNIR 2008 INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Eg trui ekki odru en thetta breytist en mer bla- edir a hverjum degi. 1.ÍhverjuvarUrsusaðfjárfestaá þessumárum?Tekjuroghagnaður, ogtapárið2007,orsakastafafleiðu- samningumíöllumreikningunum. Megintilgangurfélagsinsvirðistvera aðstundaviðskiptimeðafleiður. 2.Snéristfjárfestingþíníafleiðu- samningunumumaðveðjaálækkun íslenskukrónunnar?Árið2006græðir þú,þáféllkrónan;árið2007taparþú, þástyrktistkrónanogþérblæddi; árið2008græðirþú,þáféllkrónan. 3.VissiBjörgólfurThorafþessum viðskiptumþínumsamhliðastarfi þínufyrirhann? 4.Snérustþessarfjárfestingarþínar inniíUrsusaðeinhverjuleytium áhættuvarnir?Égspyrþvíþúhefur sagtaðtapoghagnaðurfélaga semþúráðlagðiráþessumárum hafisnúistumáhættuvarniren ekkihagnaðartækifæri.Varþaðlíka rauninhér? SPURNINGAR TIL HEIÐARS MÁS: Græddi og tapaði HeiðarMárGuðjónsson græddipeningaþegargengikrónunnar lækkaði,árin2006og2008,entapaði peningumþegargengikrónunnarhækkaði. Þettasýnaársreikningareignarhaldsfélags hans,Ursuscapital. MÓTMÆLT VIÐ AUSTURVÖLL: Ögmundur rólegur Ögmundur Jónasson ráðherra gekk rólega framhjá og fylgdist með mót- mælendum við Alþingishúsið. Á þriðja hundrað mótmælendur voru samankomnir fyrir utan þinghúsið og börðu á tunnur. Krafa mótmæl- endanna var að forsetinn skipaði utanþingsstjórn. Ögmundur virtist ekki hafa áhyggjur af því að kröfum mótmælendanna yrði mætt. Ef svo yrði hins vegar gert myndi Ögmund- ur tapa nýfengnum ráðherrastól. Ögmundur átti sæti í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna sem tók við eftir búsáhaldabyltinguna. Nú situr Ögmundur hinum megin við borðið og mótmælin beinast gegn honum og öðrum ráðherrum. Ögmundi er ætlað að taka við sam- einuðu innanríkisráðuneyti um ára- mótin. Það ráðuneyti mun fara með málefni sem nú tilheyra samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, og dómsmála- og mannréttindaráðu- neytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.