Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Á netinu hefur verið stofnuð Face- book-síða undir nafninu Mótmæl- um mosku á Íslandi. Nöfn stofn- enda síðunnar er hvergi að finna, en rúmlega 800 manns eru nú skráðir á henni. Margir hafa skrifað ummæli á síðuna og eru flest þeirra mjög gróf og lýsa heiftarlegum for- dómum í garð múslima. Yousef Ingi Tamimi kom fram í fréttum Stöðvar 2 á mánudags- kvöld ásamt systur sinni þar sem þau fordæmdu síðuna og sögðu hana bera mikinn vott um fá- fræði og vitleysu. Systkinin, sem eru bæði múslimar, eru börn Sal- manns Tamimi, formanns félags múslima á Íslandi, og þau eru fædd og uppalin á Íslandi. Eftir fréttina skrifaði einhver sem kallar sig SlummaTytringsson ummæli á síðuna sem beindust persónulega að þeim systkinum. „Það var viðtal við einhvern Tali- bana á Íslandi í fréttunum á stöð 2, hann sagði að íslendingar þyrftu að kynna sér þetta. Við þurfum þess ekki neitt, hann getur bara drullað sér heim til sín.“ Um þessi ummæli, segir Yousef: „Þegar hann segir farðu heim þá get ég bara farið heim upp í Breið- holt, þar sem ég er uppalinn.“ Ekki miklar áhyggjur af öfgaöflum „Það er ekki eins og múslimar séu að gera eitthvað besta PR-stunt í heimi. Það er hægt að tengja hryðjuverk og islam og það er stað- reynd, en vandinn er ofbeldið, vandinn er ekki trúin, og við þurf- um öll að taka okkur saman og berjast gegn því.“ Í heiminum er um einn og hálf- ur milljarður múslima og af öllum þeim fjölda er ákaflega fámenn- ur hópur öfgamúslima sem er há- vær og aðhyllist hryðjuverk. Yousef Ingi segir menn hafa framið glæpi í nafni trúarinnar alla tíð og mús- limar séu ekki þeir fyrstu sem gera það. „Þetta er ekkert nýtt í heimin- um en þetta eru bara svona brjál- æðingar sem nýta sér veikgeðja fólk til að fremja ódæðisverk í nafni trú- arinnar.“ Hann segir tólf til þrett- ánhundruð múslima búa á Íslandi og veit ekki til þess að það sé mikið um glæpi á meðal þeirra. „Auðvit- að þarf að hafa eftirlit með hugsan- legum öfgahópum, ef þeir eru látn- ir afskiptalausir þá nærum við bara öfgarnar.“ Yousef Ingi hefur þó ekki miklar áhyggur af því sem stendur að öfga- öfl nái að skjóta rótum hér á Íslandi. „Það er alltaf ákveðið áhyggjuefni og það má aldrei gleyma því að slíkt getur auðvitað gerst, en ég held að það séu mjög litlar líkur á því. Sam- félagið hefur hingað til tekið vel á móti fólki og öfgahópar eru svo gríðarlega mikill minnihluti mús- lima.“ Múslimar hafa aðlagast vel Hann telur að múslimar hafi al- mennt aðlagast vel á Íslandi og að flestir séu virkir í samfélaginu. „Þeir reka sínar eigin verslanir, eru húsasmíðameistarar, bifvélavirkj- ar, rafiðnaðarmenn, veitingastjórar og fleira. Auðvitað eru einhverjir sem eiga erfiðar með aðlagast en það er þá bara okkar hlutverk að hjálpa þeim.“ Yousef Ingi segist ekki þekkja neitt dæmi þess að músli- mar hér á landi séu andsnúnir ís- lenskum gildum og neiti að aðlag- ast. Hann segir að slík hegðun væri bara vitleysa. „Ég held að aðlög- un sé ekki gríðarlegt vandamál en það er mikið hlutverk stjórnvalda og félagsmálayfirvalda að auð- velda nýbúum að aðlagast í samfé- laginu. Þetta getur verið gríðarlega stórt skref fyrir fólk að koma hingað enda ólík menning.“ Fólk á að kynna sér hlutina „Fólk hefur fullan rétt á að vera á móti byggingu mosku en þetta er komið út í einhverjar öfgar. Þarna eru menn sem eru að næra á hatri gagnvart ákveðnum hópi,“ segir Yousef Ingi. Hann bendir á að þeir sem eru á móti síðunni séu síður en svo að berjast gegn tjáningar- frelsi fólksins, en tjáningarfrelsinu fylgi mikil ábyrgð og ekki megi níða ákveðinn hóp. „Þetta er hatur sem er ekki byggt á neinum grunni, fólk þarna inni er að apa eftir tveimur, þremur mönnum sem eru búnir að hafa það sem markmið sitt að níðast á islam.“ Hann vill endilega að fólk kynni sér hlutina áður en það fari að mótmæla. „Í dag er svo auðvelt að afla sér upplýsinga að heimska er val. Ef þú vilt vera fávís þá geturðu verið það.“ Ekki var við mikla fordóma Yousef segir varla hægt að taka ummælin á mótmælasíðunni per- sónulega. „Okkur var kennt það í islam að sýna svona mótlæti þol- inmæði. Það er eitthvað sem allir ættu að temja sér.“ Aðspurður segist Yousef Ingi þó almennt ekki verða fyrir neinum fordómum á Íslandi. „Íslendingar eru mjög móttækilegir fyrir mikl- um og nýjum breytingum og þeg- ar maður skoðar netið þá sér mað- ur að þeir sem eru á móti einhverju eru alltaf háværastir, en heildarvið- mótið er bara mjög jákvætt,“ segir Yousef. Hann segist aldrei hafa orð- ið fyrir áreiti úti á götu. „Ég held að það sé ekki mikið af því á Íslandi. Við Íslendingar erum náttúrulega bara svo ótrúlega opin og skemmti- leg þjóð og það er alið upp í okkur flestum.“ Mörg harkaleg ummæli hafa verið skrifuð á Facebook-síðu undir nafninu Mótmælum mosku á Íslandi. Yousef Ingi Tamimi hefur fordæmt umræðuna sem fer fram á síðunni en finnst þó eðlilegt að fólk nýti rétt sinn til að mótmæla. SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR blaðamaður skrifar: solrun@dv.is MÚSLIMUM SAGT AÐ FARA „HEIM“ Allir velkomnir YousefIngi hveturallatilaðlítaviðhjáfélagi múslimaíÁrmúlaogkynnasér islamámálefnaleganhátt. Uppalinn í Breiðholti YousefIngi geturekkifariðlengraenuppíBreiðholt þegareinhversegirhonumaðfaraaftur heimtilsín. Nokkur ummæli notenda á Facebook- síðunni Mótmælum mosku á Íslandi. n„Fyrrmunégdauðurliggjaenað sjáMoskurísaáÍslandi.STOPPUM MÚSLIMAINNRÁSINA!!!ÍSLAND FYRIRÍSLENDINGA!!!“ n„Eingasandsurtaávíkingaslóðir!“ n„efviðbyrjummeðmoskuáíslandi byrjumviðlíkameðhryðju- verk,,neiitakk“ n„Íslamerógeð.“ n„Múslimar:BURT!Þaðættiaðhefja svonabaráttuför,Múslimanaheim.“ *Öll ummæli eru tekin beint af síðunni með stafsetningar- og málfarsvillum. UMMÆLI UMFANGSMIKIÐ FÍKNIEFNAMÁL: Fimm í varðhaldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á miðvikudaginn karlmann á þrítugsaldri. Hann er grunað- ur um aðild að máli sem lög- reglan rann- sakar og snýr að framleiðslu fíkniefna, sölu þeirra og dreif- ingu. Maðurinn var á fimmtu- dag úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 11. nóvem- ber. Fjórir aðrir karlar á þrítugs- og fertugsaldri voru handteknir í síð- asta mánuði vegna sama máls og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það gæsluvarðhald hefur sömuleiðis verið framlengt. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir. Fimm hús- leitir voru framkvæmdar í tengslum við rannsókn málsins í þremur sveit- arfélögum, Reykjavík, Reykjanesbæ og Grímsnesi. Amfetamín, kókaín, marijúana og sex milljónir króna í reiðufé fundust í þeim húsleitum. Við áðurnefndar aðgerðir naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar lögreglunnar á Selfossi og Suðurnesjum auk lögreglumanna frá embætti ríkislögreglustjóra. Fréttamaður styrkir mæðrastyrksnefnd Fréttamaðurinn Elín Hirst afhenti Ragnhildi Guðmundsdóttur, for- manni Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur, fyrsta eintakið af DVD-diski heimildarmyndar sinnar Síðasta ferðin á fimmtudag. Myndin fjallar um íslenska vesturfara. Elín hefur ákveðið að 300 krónur af söluand- virði hvers disks renni til hjálpar bágstöddum sem þurfa að leita til Mæðrastyrksnefndar eftir matarað- stoð. Myndin, sem verður til sölu í verslunum um land allt, fjallar um það þegar Elín fann fyrir tilviljun ljósmynd frá 1890 af íslenskri fjöl- skyldu í Vesturheimi á Vesturfara- setrinu á Hofsósi. Ljósmyndin leiddi Elínu óvænt á slóðir fjölskyldu sinn- ar sem flutti úr Fellum á Héraði til Nýja Íslands í Manitóba árið 1878.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.