Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 48
48 ÚTLIT UMSJÓN: INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR ingibjorg@dv.is 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Elite-módelskrifstofan leitar að nýjum andlitum fyrir RFF og Elite Model Look. Tækifæri fyrir ný módel Elite-módelskrifstofan leitar að nýj- um andlitum fyrir Elite Model Look sem fram fer í mars á næsta ári. Eins er leitað að nýjum og ferskum and- litum fyrir Reykjavík Fashion Festival sem fer einnig fram í mars. Tinna Að- albjörnsdóttir hjá Elite segir að leitað sé að stelpum sem eru orðnar 15 ára gamlar. „Við leitum að stelpum frá 170 sentímetrar á hæð. Helstu kostir góðs módels eru til dæmis hvernig líkam- inn samsvarar sér og hvernig mann- eskjan kemur fyrir en auðvitað er það misjafnt eftir hverju er leitað hverju sinni. Yfirleitt er ákveðið útlit í tísku.“ Alþjóðlegt net Tinna segir jafnframt að Elite sé orð- in stærsta módelskrifstofan í heim- inum og reki skrifstofur í 37 löndum í fimm heimsálfum. „Stelpur sem eru á samning hjá okkur eru tengdar al- þjóðlegu neti sem er myndað af þess- um skrifstofum auk nokkurra systur- skrifstofa Elite. Þeir sem skrá sig hjá okkur eru auk þess á skrá fyrir aug- lýsingatökur og bíómyndir. Fram- undan eru mörg verkefni þannig að við hvetjum bæði stelpur og stráka til að koma og skrá sig. Það er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja starfa sem módel og reyna að komast út í heim að vinna.“ Sýndi fyrir Marc Jacobs Marteinn er einn af þeim strákum sem eru á skrá hjá Elite. „Hann hef- ur ferðast um heiminn og tekið þátt í tískusýningum fyrir fjölmarga hönn- uði. Meðal annars fyrir Marc Jacobs, Hugo Boss og Henrik Vibskov. Þá sat hann fyrir í Look Book fyrir Marc Jac- obs, tískuþætti í V-Magazine og öðr- um spennandi verkefnum. Og hún Anna Jia, sem vann Elite keppnina hér heima í síðastliðnum september, fór til Kína í alþjóðlegu keppnina sem haldin var í október. Var hún á meðal þeirra fimm stúlkna sem valdar voru til þess að sitja fyrir í kínverska Elle. Hún var líka ein af fjórum sem fylgst var með allan undirbúningstímann fyrir keppnina með upptökum fyrir Elite.“ Prufur fara fram á laugardaginn á milli 15.00 og 18.00. Fara þær fram á skrifstofu Elite sem er til húsa á Klapparstíg 25–27 á 3. hæð. Verslunarkeðjan H&M er helst þekkt fyrir lág verð, trendí fatnað og samstarf sitt við heimsþekkta hönnuði, nú síðast Sonia Ryki- el. Lanvin er nýjasta tískuhúsið til þess að setja nafn sitt við verlsunarkeðjuna en Al- bert Elbaz aðalhönnuður Lanvin hannaði ansi metnaðarfulla línu fyrir bæði konur og karla. Notaði hann aðalsmerki tískuhússins til þess að gera hverja flík að sannri Lanvin- flík. Snið kjólanna eru ótrúlega fögur og lit- irnir glaðlegir, auk þess sem flíkurnar eru fullar af Parísar-glamúr. Það á einnig við um skartið sem fylgir línunni. Herralínan er klassísk með skemmtilegu tvisti, smók- ingjakki sem hægt er að nota hversdags við jogging-buxur gefur sportlegum klæðn- aði nýja merkingu. „Hvað þýðir munaður í dag?“ spyr Albert Elbaz. „Getur munaður verið takmarkaður og fyrir lýðinn á sama tíma? Hvernig getum við fært kjarna mun- aðarins til breiðari hóps? Veröldin breytist hratt og ég stend mig að því að spyrja mig æ oftar að þessu. Verk hönnuðar eru yfir- leitt sniðin að litlum hópi fólks, en H&M- línan snýst um að reyna að færa drauminn um munað til fjöldans. Það var líkt og að fara aftur í skóla.“ Þann 23. nóvember kemur á markað ný lína frá Lanvin fyrir H&M fyrir dömur og herra. Farsæll Marteinn hefur ferðast um allan heim og setið fyrir í myndatökum fyrir stærstu hönnuði heims svo sem Marc Jacobs, Henrik Vibskov og Hugo Boss. Tískubloggið Á Puntsvín fjallar Auður Karítas um ýmislegt sem hún hefur eftir- læti á, tísku, fegurð, tónlist, kvik- myndir og allt sem kveikir hjá henni áhuga, vekur upp löngun eða er einfaldlega bara fallegt. Sjá hér: http://puntsvin.tumblr.com Skór: 10.800 kr. á HM.com Kjóll: 21.700 kr. Skór: 10.800 kr. Kjóll: 21.700 kr. Jakki: 16.250 kr. Buxur: 6.550 kr. Skór: 8.600 kr. Kjóll með belti: 27.100 kr. Bleikt hálsmen: 4.350 kr. Steinamen: 3.300 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.