Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 40
40 ÆTTFRÆÐI UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
70 ÁRA Á FÖSTUDAG
Jakob R. Möller
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Í REYKJAVÍK
Jakob fæddist í Reykjavík og ólst upp
í Vesturbænum, fyrst við Landakots-
túnið og síðan við Ægissíðuna. Hann
lauk stúdentsprófi við Menntaskólan-
um í Reykjavík 1960, embættisprófi
í lögfræði frá Háskóla Íslands, 1967,
öðlaðist hdl.-réttindi 1991, hrl.-rétt-
indi 1995 og er löggiltur dómtúlkur úr
og á ensku frá 1991.
Jakob vann ýmis almenn störf á
námsárunum, var m.a. í skreiðar-
vinnu og saltfiskvinnslu hjá BÚR, vann
í vörugeymslum hjá Eimskipum og
Jöklum hf., var á hvalbát hjá Ingólfi
Þórðarsyni skipstjóra og var háseti á
flutningaskipum Jökla, auk þess sem
hann var blaðamaður á Vísi sumr-
in 1960 og 1961 og starfsmaður Stúd-
entaráðs HÍ 1961–62.
Jakob var fulltrúi hjá Erlendi
Björnssyni, bæjarfógeta á Seyðisfirði
og sýslumanni í Norður-Múlasýslu
1967, starfsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í Reykjavík 1967, ráðunautur
framkvæmdastjórnar Íslenska Álfé-
lagsins hf. um stjórnun starfsmanna-
mála frá 1970 og starfsmannastjóri
þar 1985–90, starfrækti eigin málflutn-
ingsstofu í Reykjavík, ásamt öðrum frá
1991, síðast hjá Logos frá 2000.
Jakob sat í stjórn Orators 1960–61, í
stjórn Vöku, félagi lýðræðislegra stúd-
enta 1960–61, í utanríkismálanefnd
SUS og í málefnanefnd Sjálfstæðis-
flokksins um utanríkismál 1970–72,
var formaður Bridgefélags Reykjavíkur
1969–71, og 1979–81, sat í dómnefnd
Bridgesambands Íslands 1979–83 og
var varaforseti þess 1981–83, sat í sam-
bandsstjórn VSÍ 1989–91, í stjórn Lög-
mannafélagsins 1996–98 og formaður
þess 1998–2000 og sat í Kjararáði, skip-
aður af Hæstarétti 2006–2010.
Jakob varð Íslandsmeistari í
sveitakeppni í bridge 1973 og 1979,
var þrisvar í bridge-landsliðinu, auk
þess sem hann hefur verið þátttak-
andi í ýmsum öðrum alþjóðamótum
í bridge.
Fjölskylda
Eiginkona Jakobs er Margrét Hvann-
berg, f. 23.4. 1951, skrifstofustjóri
Menntaskólans í Reykjavík, dóttir
Ebbu Fenger Hvannberg og Gunnars
Hvannberg.
Systkini Jakobs: Skúli Möller, f.
20.4. 1939, stýrimaður, kennari, fram-
kvæmdastjóri og leiðsögumaður,
kvæntur Kristínu Sjöfn Helgadóttur
og er sonur þeirra Ingólfur Þórður en
Skúli var áður kvæntur Ástu Högna-
dóttur og áttu þau Huldu Brynhildi og
Pétur Högna sem er látinn; Þóra Möll-
er, f. 7.6. 1942, d. 14.8. 1969, var gift Jóni
Þórhallssyni rakarameistara og er son-
ur þeirra Ingólfur, prentari og leigubíl-
stjóri; Elín Möller, f. 16.9. 1946, d. 14.2.
2009, húsmóðir, var gift Jóni G. Bald-
vinssyni framkvæmdastjóra en börn
þeirra eru Hildur Magnea, Baldvin,
Þóra og Brynhildur; Anna Ragnheiður,
f. 18.8. 1952, húsmóðir og skrifstofu-
maður, gift Stefáni Hjaltested, starfs-
manni Trefja, en dætur þeirra eru Þóra
Margrét, Fríða og Anna Sif.
Foreldrar Jakobs: Ingólfur Jakobs-
son Möller, f. 13.2. 1913, d. 1.3. 1997,
skipstjóri og deildarstjóri hjá Eim-
skipafélagi Íslands, og k.h., Brynhild-
ur Skúladóttir Möller, f. 19.1. 1915, d.
10.12. 1995, húsmóðir.
Ætt
Föðursystkini Jakobs: Gunnar Jens
Möller, hrl. og forstjóri Sjúkrasamlags
Reykjavíkur, faðir Jakobs Þ. Möller,
fyrrv. skrifstofustjóra mannréttinda-
nefndar SÞ, og Jóhönnu Möller söng-
konu; Baldur Möller ráðuneytisstjóri,
faðir Markúsar Möller, hagfræðings
hjá Seðlabankanum; Þórður Möll-
er, yfirlæknir við Kleppsspítalann, og
Helga, ekkja Thors R. Thors.
Ingólfur var sonur Jakobs R.V.
Möller, ritstjóra, ráðherra og sendi-
herra, sonar Ole Peter Christian Möll-
er, kaupmanns á Hjalteyri, bróður Jó-
hanns Georgs Möller, kaupmanns á
Blönduósi, langafa Kristjáns Möller,
alþm. og fyrrv. ráðherra. Móðir Jakobs
var Ingibjörg Gísladóttir. Móðir Ingólfs
var Þóra Guðrún Guðjohnsen, systir
Stefáns, föður Jakobs Guðjohnsen raf-
magnsstjóra, föður Stefáns Guðjohn-
sen, framkvæmdastjóra og bridges-
pilara. Þóra Guðrún var dóttir Þórðar
Guðjohnsen, kaupmanns á Húsavík,
sonar Péturs Guðjohnsen, dómorg-
anista og söngstjóra í Reykjavík og
ættföður Guðjohn senættar. Móðir
Þórðar á Húsavík var Guðrún Sigríð-
ur Knudsen, systir Kristjönu Knudsen
sem Jónas Hallgrímsson orti til ljóðið
Söknuð. Þær voru dætur Lauritz Mi-
chael Knudsen, kaupmanns í Reykja-
vík og ættföður Knudsenættar, og
Andreu Hölter. Móðir Þóru Guðrúnar
var Þuríður Indriðadóttir, b. í Presta-
hvammi Davíðssonar.
Móðursystkini Jakobs: Þorvaldur
listmálari, Theódór yfirlæknir, Arndís,
húsmóðir í Reykjavík, og Guðrún, hús-
móðir í Danmörku.
Brynhildur var dóttir Skúla, kaup-
félagsstjóra á Blönduósi, sonar Jóns
Þórðarsonar, b. í Auðunnarstaðakoti í
Víðidal, og Guðrúnar Kristmundsdótt-
ur. Móðir Brynhildar var Elín Theó-
dórsdóttir, verslunarstjóra á Borðeyri
Ólafssonar.
70 ÁRA Á SUNNUDAG
Hreiðar er fæddur á
Helgastöðum í Reykjadal
í Suður-Þingeyjarsýslu og
ólst upp í foreldrahúsum
þar og í Pálmholti í sömu
sveit. Hreiðar var tvö ár
til sjós á fiskibát, starf-
aði síðan hjá SÍS á Akur-
eyri og hjá Akureyrarbæ.
Hann flutti til Reykjavík-
ur 1971 og hóf þar starf hjá Ásbirni
Ólafssyni og hefur verið þar sölu-
maður síðan.
Hreiðar hefur sungið mikið
með karlakórum. Hann hóf að
syngja með Karlakór Reykdæla
1956, söng síðan með Karlakór
Akureyrar í tólf ár og hefur sung-
ið með Karlakór Reykjavíkur frá
því hann flutti suður. Hann hefur
verið einsöngvari með karlakór-
um í áraraðir og þess utan sungið
einsöng við ýmis tækifæri. Hann
stundaði söngnám við Söngskóla
Reykjavíkur í tvo vetur, hjá Kristni
Hallssyni þar sem hann lauk
fimmta stigi í söngnámi.
Fjölskylda
Hreiðar kvæntist 30.12. 1961 Evu
Elsu Sigurðardóttur, f. 10.2. 1939,
húsmóður sem jafnframt starfaði
við aðhlynningu á dvalarheimil-
inu Skjóli og Laugaskjóli. Foreldr-
ar Evu voru Sigurður Þórðarson,
bifreiðastjóri í Reykjavík, og Svava
Einarsdóttir frá Brekkuvöllum á
Barðaströnd, lengst af húsmóðir á
Patreksfirði en þau eru bæði látin.
Sonur Hreiðars og Evu er Pálmi
Rafn, f. 1.2. 1973, verslunarmaður,
búsettur í Kópavogi.
Systkini Hreiðars eru Snjólf-
ur Hörður Pálmason, f. 12.2.
1938, leigubifreiðastjóri, nú bú-
settur í Svíþjóð; Magnús Pálma-
son, f. 14.4. 1943, fyrrv. bóndi
að Syðra-Samtúni í Glæsibæjar-
hreppi; Brynja María Pálmadóttir,
f. 31.8. 1947, húsmóðir í Garðabæ;
Inga Jónasína Pálmadóttir, f. 19.7.
1955, d. 8.1. 2005, var búsett á Ak-
ureyri.
Foreldrar Hreiðars voru Sigfús
Pálmi Jónasson, f. 23.7. 1918, d.
11.4. 2005, bóndi að Helgastöðum
í Reykjadal og síðan Pálmholti, og
k.h., Kristjana Hrefna Ingólfsdótt-
ir, f. 13.11. 1914, d. 10.3. 1994, hús-
móðir.
Ætt
Sigfús var sonur Jónasar, b. á
Helgastöðum, bróður Jóns, móð-
urafa Jóns A. Baldvinssonar, fyrrv.
sendiráðsprests. Systir Jónasar var
Júlíana, móðir Stefáns Haralds-
sonar yfirlæknis. Jónas var sonur
Friðriks, b. og landpósts á Helga-
stöðum Jónssonar, b. á Krauna-
stöðum í Aðaldal Jónssonar, b.
í Máskoti Sigurðssonar í Vind-
belg. Móðir Jóns á Kraunastöð-
um var Herborg Helgadóttir, b. á
Skútustöðum, og ættföður Skútu-
staðaættar Ásmunds-
sonar. Móðir Jónasar var
Guðrún, systir Jónasar
í Hraunkoti, föður Eg-
ils, skálds á Húsavík,
föður Herdísar rithöf-
undar og Þorgerðar á
Grímsstöðum, móður
Friðriks Steingrímsson-
ar hagyrðings. Guðrún
var dóttir Þorgríms, b. í Hraun-
koti í Aðaldal Halldórssonar, b.
á Bjarnastöðum í Bárðardal Þor-
grímssonar, b. í Hraunkoti Mart-
einssonar, b. í Garði og ættföður
Garðsættarinnar Þorgrímssonar.
Móðir Halldórs var Vigdís Hall-
grímsdóttir, ættföður Hraunkot-
sættarinnar Helgasonar.
Móðir Sigfúsar Pálma var
Marja, systir kaupfélagsstjór-
anna Péturs á Borðeyri og Sig-
urðar Bjarklind á Húsavík. Marja
var dóttir Sigfúsar, b. á Halldórs-
stöðum Jónssonar, smiðs og
b. á Sveinsstöðum í Mývatns-
sveit Jónssonar, b. á Skútustöð-
um Helgasonar, b. þar og ætt-
föður Skútustaðaættarinnar
Ásmundssonar. Móðir Sigfúsar
var Marja Gísladóttir frá Skörð-
um en móðir hennar var Guðrún
Jónsdóttir, pr. í Reykjahlíð.
Móðursystir Hreiðars var
Hanna, kona Matthíasar Johann-
essen skálds, en móðurbróð-
ir Hreiðars er Baldur mennta-
skólakennari. Kristjana Hrefna
var dóttir Ingólfs, b. á Víðihóli á
Hólsfjöllum Kristjánssonar, b.
á Grímsstöðum á Fjöllum Sig-
urðssonar, b. á Hólum í Laxár-
dal Eyjólfssonar, bróður Þuríðar,
langafa Sigurðar, föður Sigurðar
dýralæknis. Móðir Kristjáns var
Arnbjörg Kristjánsdóttir, syst-
ir Árna, afa Aðalgeirs Kristjáns-
sonar skjalavarðar. Annar bróðir
Arnbjargar var Kristján, langafi
Jónasar Jónssonar búnaðarmála-
stjóra og Kristjáns Árnasonar
dósents.
Móðir Kristjönu Hrefnu var
Katrín Magnúsdóttir, b. í Böðv-
arsdal í Vopnafirði Hannesson-
ar, b. í Böðvarsdal Magnússon-
ar, b. í Böðvarsdal Hannessonar.
Móðir Magnúsar eldra var Guð-
ný Björnsdóttir, stúdents í Böðv-
arsdal Björnssonar og Guðrúnar
Skaftadóttur, systur Árna, lang-
afa Magðalenu, ömmu Ellerts B.
Schram. Móðir Magnúsar yngri
var Guðrún Jónsdóttir, b. í Syðri-
vík Einarssonar og Guðrúnar
Stefánsdóttur, systur Svanborg-
ar, langömmu Halldórs, föð-
ur Kristínar, fyrrv. alþm. Bróðir
Guðrúnar var Guðmundur, fað-
ir Stefáns, langafa Agnars, föður
Guðrúnar Agnarsdóttur, lækn-
is og fyrrv. alþm., og Gunnlaugs
Snædals prófessors. Móðir Guð-
rúnar var Sólveig Björnsdóttir,
systir Guðnýjar frá Böðvarsdal.
Hreiðar Pálmason
SÖLUMAÐUR OG EINSÖNGVARI
Jón Magnússon
KENNARI Á AKUREYRI
Jón fæddist að Miðtúni í Presthóla-
hreppi, sem var, á Melrakkasléttu.
Hann ólst upp á Raufarhöfn á hápunkti
síldaráranna, lauk skyldunámi á Rauf-
arhöfn, miðskólaprófi frá Lundi í Öx-
arfirði og útskrifaðist úr Kennaraskóla
Íslands 1973. Hann lauk einnig rétt-
indanámi til skipstjórnarkennslu (30
tonn) frá Stýrimannaskóla Íslands.
Jón kenndi við Grunnskólann á
Raufarhöfn 1973–86 og var þar af skóla-
stjóri 1978–86. Þá stundaði hann sjó-
róðra flest sumur með kennslunni og á
námsárum sínum, mest á eigin bátum.
Einnig stundaði hann afleysingarstörf
á flugvöllunum á Raufarhöfn og Kópa-
skeri um árabil.
Jón hefur tekið þátt í fuglarannsókn-
um frá sumrinu 1986 ásamt því að vera
drjúgur við fuglamerkingar á liðnum
árum. Hann flutti til Akureyrar með fjöl-
skyldu sína 1986 og hóf störf hjá Tölvu-
tækjum-Bókvali hf. sem sölumaður og
síðar verslunarstjóri, var markaðsfull-
trúi Tæknivals á Akureyri um skeið, hóf
síðan kennslu við Grunnskóla Akur-
eyrar 2002 og hefur verið kennari við
Hlíðarskóla síðan. Þá hefur hann kennt
skútusiglingar flest sumur frá 2000.
Jón er einn stofnenda Hettumáva-
vinafélags Íslands 1999.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns er Katrín Hermanns-
dóttir f. 21.12. 1951, frá Ási í Keldu-
hverfi, starfsmaður Landsbanka Ís-
lands á Akureyri. Móðir Katrínar var
Hanna Sæfríður Ingólfsdóttir, húsmóð-
ir á Akureyri sem er látin, og faðir Katr-
ínar var Hermann Sigurðsson í Keflavík
sem einnig er látinn. Jón og Katrín hófu
sambúð 1968 og giftu sig í september
1972.
Dætur Jóns og Katrínar eru Hulda
Sæfríður, f. 5.2. 1969, bankastarfsmaður
og viðskiptafræðingur í Danmörku, gift
Flemming Möller Jensen og eru synir
þeirra Kristján Snær og Hákon Snær;
Hugrún, f. 30.6. 1978, kennari á Akur-
eyri, gift Sean Scully og eru börn henn-
ar Alexandra Ósk og Hrafn Michael.
Systkini Jóns eru Margrét Guðný
Magnúsdóttir, f. 24.4. 1952, búsett á Ak-
ureyri og starfar við öldrunarþjónustu
en maður hennar er Hreinn Grétars-
son frá Kálfagerði í Eyjafirði og eiga þau
tvær dætur, Björgu og Írisi; Magnús Örn
Magnússon, f. 28.8. 1957, trésmiður hjá
Virkni á Akureyri og eru börn hans Brí-
et og Rúnar; Valur Magnússon. f. 22.5.
1959, rannsóknarlögreglumaður á Ak-
ureyri, kvæntur Kristínu Björnsdóttur
frá Húsavík en dætur Vals og Birnu Sig-
urðardóttur frá Þórshöfn eru Sandra og
Sunna.
Foreldrar Jóns: Magnús Anton Jóns-
son f. 29.11. 1923, frá Skálum á Langa-
nesi, nú búsettur að Hvammi á Húsa-
vík, og Hulda Jónsdóttir, f. 24.7. 1933, d.
í janúar 1995, frá Reykjavík. Þau bjuggu
lengst af á Raufarhöfn.
60 ÁRA Á SUNNUDAG