Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 40
40 ÆTTFRÆÐI UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR 70 ÁRA Á FÖSTUDAG Jakob R. Möller HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Í REYKJAVÍK Jakob fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum, fyrst við Landakots- túnið og síðan við Ægissíðuna. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólan- um í Reykjavík 1960, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands, 1967, öðlaðist hdl.-réttindi 1991, hrl.-rétt- indi 1995 og er löggiltur dómtúlkur úr og á ensku frá 1991. Jakob vann ýmis almenn störf á námsárunum, var m.a. í skreiðar- vinnu og saltfiskvinnslu hjá BÚR, vann í vörugeymslum hjá Eimskipum og Jöklum hf., var á hvalbát hjá Ingólfi Þórðarsyni skipstjóra og var háseti á flutningaskipum Jökla, auk þess sem hann var blaðamaður á Vísi sumr- in 1960 og 1961 og starfsmaður Stúd- entaráðs HÍ 1961–62. Jakob var fulltrúi hjá Erlendi Björnssyni, bæjarfógeta á Seyðisfirði og sýslumanni í Norður-Múlasýslu 1967, starfsmaður bandaríska sendi- ráðsins í Reykjavík 1967, ráðunautur framkvæmdastjórnar Íslenska Álfé- lagsins hf. um stjórnun starfsmanna- mála frá 1970 og starfsmannastjóri þar 1985–90, starfrækti eigin málflutn- ingsstofu í Reykjavík, ásamt öðrum frá 1991, síðast hjá Logos frá 2000. Jakob sat í stjórn Orators 1960–61, í stjórn Vöku, félagi lýðræðislegra stúd- enta 1960–61, í utanríkismálanefnd SUS og í málefnanefnd Sjálfstæðis- flokksins um utanríkismál 1970–72, var formaður Bridgefélags Reykjavíkur 1969–71, og 1979–81, sat í dómnefnd Bridgesambands Íslands 1979–83 og var varaforseti þess 1981–83, sat í sam- bandsstjórn VSÍ 1989–91, í stjórn Lög- mannafélagsins 1996–98 og formaður þess 1998–2000 og sat í Kjararáði, skip- aður af Hæstarétti 2006–2010. Jakob varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge 1973 og 1979, var þrisvar í bridge-landsliðinu, auk þess sem hann hefur verið þátttak- andi í ýmsum öðrum alþjóðamótum í bridge. Fjölskylda Eiginkona Jakobs er Margrét Hvann- berg, f. 23.4. 1951, skrifstofustjóri Menntaskólans í Reykjavík, dóttir Ebbu Fenger Hvannberg og Gunnars Hvannberg. Systkini Jakobs: Skúli Möller, f. 20.4. 1939, stýrimaður, kennari, fram- kvæmdastjóri og leiðsögumaður, kvæntur Kristínu Sjöfn Helgadóttur og er sonur þeirra Ingólfur Þórður en Skúli var áður kvæntur Ástu Högna- dóttur og áttu þau Huldu Brynhildi og Pétur Högna sem er látinn; Þóra Möll- er, f. 7.6. 1942, d. 14.8. 1969, var gift Jóni Þórhallssyni rakarameistara og er son- ur þeirra Ingólfur, prentari og leigubíl- stjóri; Elín Möller, f. 16.9. 1946, d. 14.2. 2009, húsmóðir, var gift Jóni G. Bald- vinssyni framkvæmdastjóra en börn þeirra eru Hildur Magnea, Baldvin, Þóra og Brynhildur; Anna Ragnheiður, f. 18.8. 1952, húsmóðir og skrifstofu- maður, gift Stefáni Hjaltested, starfs- manni Trefja, en dætur þeirra eru Þóra Margrét, Fríða og Anna Sif. Foreldrar Jakobs: Ingólfur Jakobs- son Möller, f. 13.2. 1913, d. 1.3. 1997, skipstjóri og deildarstjóri hjá Eim- skipafélagi Íslands, og k.h., Brynhild- ur Skúladóttir Möller, f. 19.1. 1915, d. 10.12. 1995, húsmóðir. Ætt Föðursystkini Jakobs: Gunnar Jens Möller, hrl. og forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, faðir Jakobs Þ. Möller, fyrrv. skrifstofustjóra mannréttinda- nefndar SÞ, og Jóhönnu Möller söng- konu; Baldur Möller ráðuneytisstjóri, faðir Markúsar Möller, hagfræðings hjá Seðlabankanum; Þórður Möll- er, yfirlæknir við Kleppsspítalann, og Helga, ekkja Thors R. Thors. Ingólfur var sonur Jakobs R.V. Möller, ritstjóra, ráðherra og sendi- herra, sonar Ole Peter Christian Möll- er, kaupmanns á Hjalteyri, bróður Jó- hanns Georgs Möller, kaupmanns á Blönduósi, langafa Kristjáns Möller, alþm. og fyrrv. ráðherra. Móðir Jakobs var Ingibjörg Gísladóttir. Móðir Ingólfs var Þóra Guðrún Guðjohnsen, systir Stefáns, föður Jakobs Guðjohnsen raf- magnsstjóra, föður Stefáns Guðjohn- sen, framkvæmdastjóra og bridges- pilara. Þóra Guðrún var dóttir Þórðar Guðjohnsen, kaupmanns á Húsavík, sonar Péturs Guðjohnsen, dómorg- anista og söngstjóra í Reykjavík og ættföður Guðjohn senættar. Móðir Þórðar á Húsavík var Guðrún Sigríð- ur Knudsen, systir Kristjönu Knudsen sem Jónas Hallgrímsson orti til ljóðið Söknuð. Þær voru dætur Lauritz Mi- chael Knudsen, kaupmanns í Reykja- vík og ættföður Knudsenættar, og Andreu Hölter. Móðir Þóru Guðrúnar var Þuríður Indriðadóttir, b. í Presta- hvammi Davíðssonar. Móðursystkini Jakobs: Þorvaldur listmálari, Theódór yfirlæknir, Arndís, húsmóðir í Reykjavík, og Guðrún, hús- móðir í Danmörku. Brynhildur var dóttir Skúla, kaup- félagsstjóra á Blönduósi, sonar Jóns Þórðarsonar, b. í Auðunnarstaðakoti í Víðidal, og Guðrúnar Kristmundsdótt- ur. Móðir Brynhildar var Elín Theó- dórsdóttir, verslunarstjóra á Borðeyri Ólafssonar. 70 ÁRA Á SUNNUDAG Hreiðar er fæddur á Helgastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp í foreldrahúsum þar og í Pálmholti í sömu sveit. Hreiðar var tvö ár til sjós á fiskibát, starf- aði síðan hjá SÍS á Akur- eyri og hjá Akureyrarbæ. Hann flutti til Reykjavík- ur 1971 og hóf þar starf hjá Ásbirni Ólafssyni og hefur verið þar sölu- maður síðan. Hreiðar hefur sungið mikið með karlakórum. Hann hóf að syngja með Karlakór Reykdæla 1956, söng síðan með Karlakór Akureyrar í tólf ár og hefur sung- ið með Karlakór Reykjavíkur frá því hann flutti suður. Hann hefur verið einsöngvari með karlakór- um í áraraðir og þess utan sungið einsöng við ýmis tækifæri. Hann stundaði söngnám við Söngskóla Reykjavíkur í tvo vetur, hjá Kristni Hallssyni þar sem hann lauk fimmta stigi í söngnámi. Fjölskylda Hreiðar kvæntist 30.12. 1961 Evu Elsu Sigurðardóttur, f. 10.2. 1939, húsmóður sem jafnframt starfaði við aðhlynningu á dvalarheimil- inu Skjóli og Laugaskjóli. Foreldr- ar Evu voru Sigurður Þórðarson, bifreiðastjóri í Reykjavík, og Svava Einarsdóttir frá Brekkuvöllum á Barðaströnd, lengst af húsmóðir á Patreksfirði en þau eru bæði látin. Sonur Hreiðars og Evu er Pálmi Rafn, f. 1.2. 1973, verslunarmaður, búsettur í Kópavogi. Systkini Hreiðars eru Snjólf- ur Hörður Pálmason, f. 12.2. 1938, leigubifreiðastjóri, nú bú- settur í Svíþjóð; Magnús Pálma- son, f. 14.4. 1943, fyrrv. bóndi að Syðra-Samtúni í Glæsibæjar- hreppi; Brynja María Pálmadóttir, f. 31.8. 1947, húsmóðir í Garðabæ; Inga Jónasína Pálmadóttir, f. 19.7. 1955, d. 8.1. 2005, var búsett á Ak- ureyri. Foreldrar Hreiðars voru Sigfús Pálmi Jónasson, f. 23.7. 1918, d. 11.4. 2005, bóndi að Helgastöðum í Reykjadal og síðan Pálmholti, og k.h., Kristjana Hrefna Ingólfsdótt- ir, f. 13.11. 1914, d. 10.3. 1994, hús- móðir. Ætt Sigfús var sonur Jónasar, b. á Helgastöðum, bróður Jóns, móð- urafa Jóns A. Baldvinssonar, fyrrv. sendiráðsprests. Systir Jónasar var Júlíana, móðir Stefáns Haralds- sonar yfirlæknis. Jónas var sonur Friðriks, b. og landpósts á Helga- stöðum Jónssonar, b. á Krauna- stöðum í Aðaldal Jónssonar, b. í Máskoti Sigurðssonar í Vind- belg. Móðir Jóns á Kraunastöð- um var Herborg Helgadóttir, b. á Skútustöðum, og ættföður Skútu- staðaættar Ásmunds- sonar. Móðir Jónasar var Guðrún, systir Jónasar í Hraunkoti, föður Eg- ils, skálds á Húsavík, föður Herdísar rithöf- undar og Þorgerðar á Grímsstöðum, móður Friðriks Steingrímsson- ar hagyrðings. Guðrún var dóttir Þorgríms, b. í Hraun- koti í Aðaldal Halldórssonar, b. á Bjarnastöðum í Bárðardal Þor- grímssonar, b. í Hraunkoti Mart- einssonar, b. í Garði og ættföður Garðsættarinnar Þorgrímssonar. Móðir Halldórs var Vigdís Hall- grímsdóttir, ættföður Hraunkot- sættarinnar Helgasonar. Móðir Sigfúsar Pálma var Marja, systir kaupfélagsstjór- anna Péturs á Borðeyri og Sig- urðar Bjarklind á Húsavík. Marja var dóttir Sigfúsar, b. á Halldórs- stöðum Jónssonar, smiðs og b. á Sveinsstöðum í Mývatns- sveit Jónssonar, b. á Skútustöð- um Helgasonar, b. þar og ætt- föður Skútustaðaættarinnar Ásmundssonar. Móðir Sigfúsar var Marja Gísladóttir frá Skörð- um en móðir hennar var Guðrún Jónsdóttir, pr. í Reykjahlíð. Móðursystir Hreiðars var Hanna, kona Matthíasar Johann- essen skálds, en móðurbróð- ir Hreiðars er Baldur mennta- skólakennari. Kristjana Hrefna var dóttir Ingólfs, b. á Víðihóli á Hólsfjöllum Kristjánssonar, b. á Grímsstöðum á Fjöllum Sig- urðssonar, b. á Hólum í Laxár- dal Eyjólfssonar, bróður Þuríðar, langafa Sigurðar, föður Sigurðar dýralæknis. Móðir Kristjáns var Arnbjörg Kristjánsdóttir, syst- ir Árna, afa Aðalgeirs Kristjáns- sonar skjalavarðar. Annar bróðir Arnbjargar var Kristján, langafi Jónasar Jónssonar búnaðarmála- stjóra og Kristjáns Árnasonar dósents. Móðir Kristjönu Hrefnu var Katrín Magnúsdóttir, b. í Böðv- arsdal í Vopnafirði Hannesson- ar, b. í Böðvarsdal Magnússon- ar, b. í Böðvarsdal Hannessonar. Móðir Magnúsar eldra var Guð- ný Björnsdóttir, stúdents í Böðv- arsdal Björnssonar og Guðrúnar Skaftadóttur, systur Árna, lang- afa Magðalenu, ömmu Ellerts B. Schram. Móðir Magnúsar yngri var Guðrún Jónsdóttir, b. í Syðri- vík Einarssonar og Guðrúnar Stefánsdóttur, systur Svanborg- ar, langömmu Halldórs, föð- ur Kristínar, fyrrv. alþm. Bróðir Guðrúnar var Guðmundur, fað- ir Stefáns, langafa Agnars, föður Guðrúnar Agnarsdóttur, lækn- is og fyrrv. alþm., og Gunnlaugs Snædals prófessors. Móðir Guð- rúnar var Sólveig Björnsdóttir, systir Guðnýjar frá Böðvarsdal. Hreiðar Pálmason SÖLUMAÐUR OG EINSÖNGVARI Jón Magnússon KENNARI Á AKUREYRI Jón fæddist að Miðtúni í Presthóla- hreppi, sem var, á Melrakkasléttu. Hann ólst upp á Raufarhöfn á hápunkti síldaráranna, lauk skyldunámi á Rauf- arhöfn, miðskólaprófi frá Lundi í Öx- arfirði og útskrifaðist úr Kennaraskóla Íslands 1973. Hann lauk einnig rétt- indanámi til skipstjórnarkennslu (30 tonn) frá Stýrimannaskóla Íslands. Jón kenndi við Grunnskólann á Raufarhöfn 1973–86 og var þar af skóla- stjóri 1978–86. Þá stundaði hann sjó- róðra flest sumur með kennslunni og á námsárum sínum, mest á eigin bátum. Einnig stundaði hann afleysingarstörf á flugvöllunum á Raufarhöfn og Kópa- skeri um árabil. Jón hefur tekið þátt í fuglarannsókn- um frá sumrinu 1986 ásamt því að vera drjúgur við fuglamerkingar á liðnum árum. Hann flutti til Akureyrar með fjöl- skyldu sína 1986 og hóf störf hjá Tölvu- tækjum-Bókvali hf. sem sölumaður og síðar verslunarstjóri, var markaðsfull- trúi Tæknivals á Akureyri um skeið, hóf síðan kennslu við Grunnskóla Akur- eyrar 2002 og hefur verið kennari við Hlíðarskóla síðan. Þá hefur hann kennt skútusiglingar flest sumur frá 2000. Jón er einn stofnenda Hettumáva- vinafélags Íslands 1999. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Katrín Hermanns- dóttir f. 21.12. 1951, frá Ási í Keldu- hverfi, starfsmaður Landsbanka Ís- lands á Akureyri. Móðir Katrínar var Hanna Sæfríður Ingólfsdóttir, húsmóð- ir á Akureyri sem er látin, og faðir Katr- ínar var Hermann Sigurðsson í Keflavík sem einnig er látinn. Jón og Katrín hófu sambúð 1968 og giftu sig í september 1972. Dætur Jóns og Katrínar eru Hulda Sæfríður, f. 5.2. 1969, bankastarfsmaður og viðskiptafræðingur í Danmörku, gift Flemming Möller Jensen og eru synir þeirra Kristján Snær og Hákon Snær; Hugrún, f. 30.6. 1978, kennari á Akur- eyri, gift Sean Scully og eru börn henn- ar Alexandra Ósk og Hrafn Michael. Systkini Jóns eru Margrét Guðný Magnúsdóttir, f. 24.4. 1952, búsett á Ak- ureyri og starfar við öldrunarþjónustu en maður hennar er Hreinn Grétars- son frá Kálfagerði í Eyjafirði og eiga þau tvær dætur, Björgu og Írisi; Magnús Örn Magnússon, f. 28.8. 1957, trésmiður hjá Virkni á Akureyri og eru börn hans Brí- et og Rúnar; Valur Magnússon. f. 22.5. 1959, rannsóknarlögreglumaður á Ak- ureyri, kvæntur Kristínu Björnsdóttur frá Húsavík en dætur Vals og Birnu Sig- urðardóttur frá Þórshöfn eru Sandra og Sunna. Foreldrar Jóns: Magnús Anton Jóns- son f. 29.11. 1923, frá Skálum á Langa- nesi, nú búsettur að Hvammi á Húsa- vík, og Hulda Jónsdóttir, f. 24.7. 1933, d. í janúar 1995, frá Reykjavík. Þau bjuggu lengst af á Raufarhöfn. 60 ÁRA Á SUNNUDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.