Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 46
Önnur bók Þorbjargar Öldu Birkis Marinósdóttur, Dömusiðir, kemur í búðir um helgina. Hún skrifar nú framhald af bókinni Makalaus. Tobba er „royal“ í eldhúsinu og segir ástina mikilvægasta, hvort sem er ást á lífinu eða belgísku súkkulaði. Nafn og aldur? „Þorbjörg Alda Birkis Marinósdóttir – Tobba Marinós.“ Atvinna? „Fráfarandi blaðakona Séð og Heyrt – tilvonandi kynningarfulltrúi Skjás Eins og rithöfundur.“ Hjúskaparstaða? „Skotin í Karli Sigurðssyni.“ Fjöldi barna? „Núll – hálfur hundur. Hann heitir Ella. Ég deili forræðinu með mömmu minni sem á engin barnabörn. Eldri bróðir minn gaf henni Ellu til að losna undan barnapælingum.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já – nokkra gullfiska, hest og hund.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Með þremur röddum á Faktorý. Það var æði og eitt af fyrstu deitum mínum og kærastans.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, en ég hef deitað löggu. Telst það með?“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Lopapeysan mín. Hún er íslensk og gerð af ást. Amma mín er snillingur.“ Hefur þú farið í megrun? „Já – en kalla þetta aðhald núna. Það er dulbúningur fyrir megrun.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já. Fyrir nokkrum vikum, með latte, á háum hælum. Mér fannst ég feik.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já, og Nýtt Líf. Það er gott blað.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég kann óvart lag með Justin Bieber utan að. Það veldur mér stundum sárri niðurlægingu – á það til að muldra textann. Are we an item? Girl quit playing. We’re just friends, what are you saying?“ Hvaða lag kveikir í þér? „Silvia með Miike Snow.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Jólanna og hádegisins – þá fæ ég mat.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Coming to America með frænda mínum Eddí Mörfí. Hún er einfaldlega of hress! Já og Death at a Funeral – bresku útgáf- una. Hvað er ekki smart við bíómynd með samkynhneigðum dverg? “ Afrek vikunnar? „Fékk mína aðra bók úr prenti. Hún fer í verslanir um helgina Whoop! Dömusiðir heitir hún og er oggulítið fyndin.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já. Ellý vinkona mín Ármanns hressir stundum upp á sálina mína með því að spá fyrir mér.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, úkúlele og fiðlu. Og einstöku sinnum á harmonikku sem samstarfskona mín á.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Ég get ekki svarað þessu. Svar mitt hefur alltaf verið nei en í dag hreinlega veit ég ekki. Ég treysti mér ekki í fleiri föst sambönd í augna- blikinu. Af hverju getur Ísland ekki deitað ESB í nokkra mánuði – að skrá sig strax í fast samband er svolítið brútal. “ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Ástin. Hvort sem það er á lífinu, listinni, fjölskyldunni eða belgísku súkkulaði. Og það að reyna að njóta – ekki bíða eftir að þú grennist, hittir draumaprinsinn, fáir betra djobb ... bara reyna að njóta augnabliksins og hætta að bíða. Við gætum verið dáin á morgun!“ Hvaða íslenska ráðamann myndir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Vigdísi Finnboga – og koma henni saman við Magga Jóns í GusGus. Það væri sko menningarlegt par. Hún þarf einhvern yngri, held ég.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Eddí Mörfí – og spyrja hann af hverju hann var svona leiðinlegur við Mel B!“ Hefur þú ort ljóð? „Já – ég botnaði vísu fyrir Orð skulu standa með Kalla Th. í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu. Það var svona: „Friðarsúlu brennur bál í boði Orkuveitu. Veldur þetta mikla mál maka mínum streitu.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég laug að Röggu blaðakonu á Séð og Heyrt sem vinnur með mér að Einar Örn borgarfulltrúi hefði sungið Hjálpaðu mér upp fyrir Damon Albarn í Ráðhúsinu. Ég slefaði svo úr hlátri þegar hún hringdi í Einar greyið til að spyrja hann út í þetta uppátæki.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Ég hef bæði heyrt að ég sé lík Pacas og einhverri kínverskri sápuleikkonu.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég get sett allan hnefann upp í munninn á mér og ég kann að mála og teikna – og er „royal“ í eldhúsinu. Kalli þyngist með hverjum deginum.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei fyrst M&M og Skitlers er komið er okkur ekkert að vanbúnaði.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Fiskmarkaðurinn fyrir sushi og Prikið fyrir spil og hláturköst. Svo er eldhúsið hennar mömmu best fyrir hjartans mál.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? ,„Bý til málshátt og kyssi Kalla góða nótt. Í gær var það til dæmis: Betri er brosandi dvergur, en þykkur eyrnamergur.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Hurðin fyrir neðan „exit“-skiltið.“ Mótmælti á háum hælum með latte M Y N D IR S IG TR Y G G U R A R I 46 HIN HLIÐIN 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.