Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 32
32 viðtal 5. nóvember 2010 föstudagur Í norðanáttinni leiðir lítil hnáta í rauðum lakkskóm móður sína inn á Hótel Holt. Þar er þeim mæðgum vísað inn í Skálholt, koníaksstofuna á Holtinu þar sem teikningar af ýmsum körlum prýða alla veggi. Undir málverkum í gyllt- um römmum tylla þær mæðgur sér í rauðan leðursófa í horni herbergisins. Þær Þóra Tómasdóttir og dóttir hennar Katla Þórarinsdóttir eru hingað komn- ar alla leið frá Noregi. Fjórum vikum eftir að Þóra hætti í Kastljósinu venti hún kvæði sínu í kross og flutti út með allt sitt hafur- task og einkadóttur sína, Kötlu. Katla er bara fjögurra ára gömul en væri eins og Lína langsokkur ef ekki væri fyrir ljósa hárið, með fléttur sem standa út í sitt- hvora áttina, í stuttum, þægilegum kjól og þykkum sokkabuxum. Móðir henn- ar var alin upp í því að vera sjálfstæð og óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljós, fylgja hjartanu og láta slag standa þótt því fylgdi að taka erfiðar ákvarðan- ir. Það þarf því engan að undra að Þóra hafi alltaf verið hálfgerður uppreisn- arseggur. Undir settlegu yfirborðinu leynist pönkari sem lætur ekki segjast, blóðheit kona sem gerir það sem henni sýnist. Enda er hún alin upp af miklum kvenskörungi, Guðrúnu Jónsdóttur talskonu Stígamóta, og Tómasi Jóns- syni, skíðamanni og sérkennslufulltrúa í Kópavogsbæ. Hún er systir þeirra Sól- eyjar Tómasdóttur og Kristínar Tómas- dóttur. Pólitíkin ógeðsleg Þótt Sóley sé áberandi í stjórnmálum höfða þau ekki til Þóru og þær systur ræða ekki um pólitík sín á milli. „Mér finnst pólitík ótrúlega óspennandi og ég óska engum þess að þurfa að fara í gegnum prófkjör og kosningar. Ekki einu sinni mínum versta óvini. Ég er búin að margbiðja hana um að hætta í pólitíkinni af því að þar mun hún ekki eignast raunverulega vini. Mér finnst þetta ógeðslegt og skil ekki hvernig fólk endist í þessu,“ segir Þóra og seg- ir að það sé nokkuð ljóst að hún muni aldrei fara út í pólitík. „Ekki nema ég stökkbreytist,“ segir hún og hlær. „Sól- ey er hins vegar uppfull af hugsjónum og lætur ekkert stöðva sig. Hún er kom- in með þykkasta skráp á Íslandi. Ég hef tröllatrú á henni og dáist að þrautseigju hennar.“ Setur fólk í frost Hún segir þær systur allar mjög ólíkar. „Mér hefur alltaf fundist ég mjög ólík systrum mínum. Þær eru miklu líkari hvor annarri. En við Kristín erum nær í aldri þannig að okkar samskipti hafa verið meiri í gegnum tíðina. Við bjugg- um til dæmis saman í Noregi á meðan Sóley bjó á Íslandi. Ég hef valið aðrar leiðir í lífinu en þær og lagt áherslu á aðra hluti. En við tölum saman daglega og erum miklar vinkonur.“ Annars eiga þær systur allar náið og gott systrasamband. „Við tölum bara um börnin okkar og eitthvað. Við erum all- ar blóðheitar, ég held að það sé rétt lýsing á okkur og stundum setjum við hver aðra í frost eða „silent treat- ment“, eins og við köll- um það. Það er ótrú- legt að það er engin í „silent“ núna,“ segir hún og hlær. „Þetta er mjög vanþróuð sam- skiptatækni sem ég beiti miskunnarlaust á fólkið í kringum mig.“ Hún hlær enn dátt. „Þegar mér verð- ur heitt í hamsi er ágætt að kæla mál- ið aðeins og heyrast bara eftir nokkra daga. Sennilega eru til diplómatískari leiðir til þess að takast á við ágreining. En ég er ekki að alltaf að rjúka upp, það er ekki rétt lýsing á mér. Ég er blóðheit að því leyti að ég læt mál mig varða. En mér rennur fljótt reiðin og er alls ekki langrækin. Þannig að ég á enga óvini,“ segir Þóra kankvís. Nú hafa þær Kristín skrifað saman bók. „Við bjuggum hvor í sínu landinu. Stundum sagði hún eitthvað leiðinlegt og þá skellti ég bara á hana og hringdi seinna,“ segir Þóra og hlær stríðnislega áður en hún bætir því við að Krist- ín hafi skrifað miklu meira í bókina þannig að hún eigi miklu meira í henni en hún sjálf. Hlý vinkvennaráð Bókin fjallar um ástina, útlitið, vinkon- ur, peninga, áhugamál, fjölskylduna og allt hitt fyrir ungar forvitnar stelpur og heitir Stelpur! Og þótt bókin hefj- ist á orðum Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur segir Þóra að þetta sé ekki feminísk bók. „Ég myndi segja að þetta sé fyrst og fremst bók um það hvað það er fyndið og skemmtilegt að vera stelpa. Við hvetjum til ýmiss konar uppá- tækjasemi. Þetta er líka uppflettirit þar sem þú getur fengið svör við spurningum sem þú þorir ekki að spyrja um. Mörg ráð- in eru ekkert endilega vísindaleg en koma úr reynslubanka okkar vinkvenna. Þetta eru hlý vinkvennaráð sem við vildum koma á framfæri. Af því að það er svo lítið gert úr stórum vanda- málum stúlkna á aldrinum tíu til tutt- ugu ára, sem eru samt sem áður raun- veruleg.“ Skammaðist sín fyrir mömmu Katla leikur sér að augnskuggaboxi blaðamannsins og notar pensilinn til að mála með litunum í litla svarta minnisbók, líkt og um vatnsliti væri að ræða. Allt í einu snýr hún sér að móður sinni og biður hana um að teikna sig. Þóra gerir tilraun til þess en segir um leið að hún myndi aldrei leyfa dóttur sinni að leika sér með Helena Ruben- stein-vörur. Móðir hennar sagði eitt sinn að þegar þær systur voru litlar hefði hún sungið fyrir þær Vögguvísur róttækr- ar móður í stað Sofðu unga ástin mín. Þess vegna væru þær svona brjálaðar, í þeirri meiningu að þær væru sterk- ar og sjálfstæðar konur með skoðanir. „Ég man nú reyndar ekki eftir því að mamma hafi nokkurn tímann sung- ið fyrir mig,“ segir hún og hlær. „Ég var tvítug þegar ég hætti að skammast mín fyrir mömmu. Mig dreymdi um að hún ynni í fatabúð og væri settleg kona eins og hinar mömmurnar. Hún var bara ekki þannig og það var mjög pirrandi. Aftur á móti var hún ótrúlega plássfrek týpa sem talaði hátt og mikið. Var bara ekki eins og hinar mömmurnar en það var draumur minn eins og allra stelpna á þessum aldri að falla í hópinn. Vera eins og hinir. Þannig að mér fannst þetta óþægilegt,“ segir hún. „En þetta er fínt í dag. Ég er dauðfegin því að hún hafi valið þessa leið í lífinu. Það er nú ekkert til þess að skammast sín fyrir. Ég þekki allavega ekkert annað,“ segir hún og hlær dátt. Enginn sunnudagaskóli heima Þóra segir það kannski ekki alveg rétt að þær systur hafi verið aldar upp í því að vera óþekkar. „En það var klár- lega enginn sunnudagaskóli heima hjá okkur. Ég fékk mjög frjálst uppeldi og það hafði engar svakalegar afleiðingar þótt við værum pínulítið óþekkar. En að vera sjálfstæð, það var það sem mér var kennt, allt frá því að ég var pínulítil. Ég var alltaf hvött áfram. Eins var mér ansi snemma bent á að stelpur þyrftu kannski að hafa svolítið meira fyrir hlutunum ef þær ætluðu að ná langt. Þannig að allt frá tíu ára aldri var ég undirbúin fyrir þann slag.“ Á sama tíma áttaði hún sig á því hvað hún vildi taka sér fyrir hendur í lífinu. „Ég hef alltaf vitað hvað ég vill verða þegar ég verð stór. Það hjálpaði mér. Ég hef það umfram vinkonur mín- ar sem hafa verið að díla við einhvers konar „hver er ég?“ krísu. Ég hef sjald- an verið í slíkri krísu því ég hef alltaf vitað hver mín áhugamál eru og hvað ég vil verða. Bara alltaf,“ segir Þóra og leggur áherslu á orð sín. „Allavega frá því að ég var tíu ára. Mér þóttu fjöl- miðlar alltaf spennandi. En það snerist aldrei um það að mig langaði að verða fræg eða vinna í sjónvarpi. Það var ekki þannig. Ég var bara heilluð af þessum miðli. En síðan ákvað ég að heimild- armyndir væru form sem ég vildi læra meira um.“ Katla smjattar á jarðaberjakara- mellu en Þóra spyr þjóninn sem kemur aðvífandi hvort hann eigi kaffi og hvort hún geti þá fengið kaffi með mjólk. Katla grípur inn í og spyr hvort þetta sé karamellutyggjó. „Þetta er bara kara- mella,“ segir Þóra og heldur áfram með söguna. Leið illa eftir útsendingar Eftir margra ára starf í sjónvarpi lítur Þóra ekki svo á að hún sé fræg. „Nei, ég lít ekki á mig sem fræga. Mér fannst bara gaman að vinna í sjónvarpi. En það er langt frá því að mér hafi alltaf liðið vel í sjónvarpinu. Ég hef stund- um hugsað að það að hafa verið í sjón- varpi frá því að ég var tuttugu og eitt- hvað hafi verið eins og að vera í skóla í beinni útsendingu. Eftir á að hyggja hefði ég frekar viljað fara fyrst í skóla og síðan í beina útsendingu. Ég lærði allt í beinni útsendingu og ég er ótrú- lega fljót að dæma mig. Mér finnst eig- inlega allt glatað sem ég geri. Þannig að mér leið eiginlega alltaf illa eftir út- sendingu og mér leið eiginlega alltaf illa eftir að hafa séð sjálfa mig á skján- um. Ég meina það ekki þannig að ég hafi ekki haft trú á mér, ég hafði það en ég gat eiginlega alltaf fundið eitt- hvað sem ég gat rifið mig niður fyrir. Oftast voru 100.000 manns að horfa á. Sá hluti sjónvarpsvinnunnar er ekkert mjög spennandi. Mig langar ekki til að vera sjónvarpsandlit. Ég get verið ansi fljót að koma auga á eigin veikleika og velt mér mjög lengi upp úr þeim. Það gat alveg tekið til klukkan ellefu um kvöldið að jafna mig á því.“ Uppsögnin niðurlægjandi Aðspurð hvort hún myndi vilja fara aft- ur í þetta starf svarar Þóra ákveðið „Nei. Ertu að meina hvort mig langi að fara aftur í Kastljósið? Nei. Bara alls ekki,“ segir hún og hlær. „Mér fannst mjög erfitt að fá uppsagnarbréf. Ég held að öllum sem hafi verið sagt upp hafi lið- ið eins og þeim væri hafnað. Það var líka svo mikil umfjöllun um það í fjöl- miðlum að mér hefði verið sagt upp og það hafði áhrif á mig. Mér fannst þetta ákveðin niðurlæging. En mér fannst líka erfitt að hætta af því að eins og oft þá gerði ég mjög dramatískar breyt- ingar á lífi mínu. En ég var mjög fljót að jafna mig á því. Af því að um leið og ég hætti fór ég til útlanda, í mitt gamla umhverfi og fékk að blómstra aftur. Þetta var gjörsamlega frábær breyt- ing á mínu lífi. Allt í einu er ég farin að fást við verkefni sem eru miklu meira spennandi en það sem ég var að fást við áður. Ég myndi ekki vilja fyrir nokk- urn mun snúa við og fara aftur í sama farið. Ekki að ræða það. Mig langar ekkert til að koma heim aftur.“ Eftir ör- stutt hik bætir hún við: „Eða, þú veist. Ekki í bráð.“ Heilbrigðara verðmætamat Í Noregi hefur Þóra sterkt tengslanet og þar eru hennar bestu æskuvinkon- ur. „Ég kynntist þeim þegar ég var tíu ára og hef alltaf haldið sambandi við þær síðan. Það er líka ótrúlega gott að vera laus við þetta ástand, þetta and- lega volæði, sem ríkir hér. Það er ekki til staðar úti í Noregi. Jákvæður, fjöl- skylduvænn og heilbrigður hugsunar- háttur einkennir Norðmenn. Þar þyk- ir sjálfsagt að hætta að vinna klukkan fjögur eða fara með barninu á ballet- sýningar. Kannski hljómar þetta eins og leti en það er ekki þannig. Þetta er bara önnur forgangsröðun. Þeirra verðmætamat er heilbrigðara en hér á landi. Þarna ríkir allt annar hugsunar- háttur sem mér finnst gott að komast inn í. Núna á ég á hverjum einasta degi marga klukkutíma með dóttur minni. Á meðan ég var í Kastljósi saknaði ég þess. Ég eignaðist dóttur mína þegar ég var rétt byrjuð þar og vann þar til hún varð fjögurra ára. Þótt þetta hafi vissu- lega verið sveigjanlegur vinnustaður þá var þetta alltaf kvöldvinna sem er mjög óhentugt fyrir fólk með lítil börn. En ég sé ekki eftir þessum tíma. Ég fann það bara að það var kominn tími á að skipta um gír og lifa aðeins skipulagð- ara lífi. Ég hélt að ég myndi aldrei segja það en rútína er æðisleg.“ Pönk í þeim báðum Á þessum tíma var hún í sambandi með Sigmari Guðmundssyni sem er nú ritstjóri Kastljóssins. Þau unnu saman og bjuggu saman. „Við fengum bæði mikið út úr því. Ég ákvað það þeg- Þóra tómasdóttir segir frá niðurlægingunni sem hún upplifði þegar henni var sagt upp í Kastljósinu, örlagaríkum ákvörðunum – þegar hún ákvað að hætta með barnsföður sínum er hún bar barn hans undir belti og síðar sigmari guðmundssyni og þegar hún flutti til Noregs. Hún segir einnig frá því í viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur þegar hún lenti undir vörubíl og hélt að dóttir hennar væri orðin móðurlaus, bókinni sem hún var að skrifa og stormasömu sambandi við systur sínar. „Ég HÉlt að Ég v ri dáiN“ Mér þykja það forréttindi að fá að vera ein með dóttur minni. Við mæðgurnar lifum algjöru dúkkulísulífi. Líf mitt hefur einfaldast um mörg hundruð prósent. Samrýndar SyStUr Þóra og Kristín skrifuðu saman bók fyrir ungar stelpur þar sem þær hvetja til alls kyns uppátækja. Þær voru sjálfar aldar upp til að verða sjálfstæðar og óhræddar við að láta slag standa. Enda segja þær að það sé betra að sjá eftir því sem maður hefur gert en því sem maður hefur ekki gert. Hér eru þær með Kötlu dóttur Þóru. mynd SigtryggUr ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.