Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Síða 20
20 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR MÓÐ STJÓRN EN ÓSÁR Ríkisstjórnarflokkarnir búa við vax- andi vantraust kjósenda og hefur fylgi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnar- innar ekki verið minna frá því hún tók fyrst við völdum í byrjun febrúar 2009. Fylgi Samfylkingarinnar er minna en það hefur nokkru sinni verið í fylgis- könnunum Capacent undanfarin 8 ár eða 18 prósent. Fylgi VG er einnig 18 prósent í nýjustu könnun Capac- ent og hefur vart verið minna síðan í ársbyrjun 2008. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur hins vegar 36 prósenta fylgis og hefur stuðningurinn við flokkinn ekki verið meiri síðan snemma árs 2008, hálfu ári fyrir bankahrunið. Flokkur- inn hefur samkvæmt þessu jafn mik- ið fylgi og VG og Samfylkingin sam- anlagt. Hrammur kreppunnar Hrakfarir ríkisstjórnarinnar varðandi ímynd sína og stuðning kjósenda eru því miklar. Þær tóku á sig sýni- lega mynd með mótmælunum fyrir framan Alþingishúsið í byrjun októb- er. Enn á ný voru tunnur barðar fyr- ir utan þinghúsið þegar Alþingi kom saman í vikunni. Viðbrögð úr her- búðum stjórnarinnar við andstreym- inu hafa verið fremur lítil: Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra taldi þó í samtali við blaða- og fréttamenn að fjölmiðlar bæru hér nokkra sök: „(Það) má ekki tala okkur algerlega niður úr gólfinu.“ Því verður seint haldið fram að viðfangsefni ríkisstjórnarinnar séu auðveld úrlausnar. Liðlega tveim- ur árum eftir bankahrun ríkir enn óvissa um skuldakreppu heimila og fyrirtækja. Dæmum fjölgar um neyð fjölskyldna sem eiga ekki aðra kosti en að stilla sér upp í raðir sem bíða eftir matargjöfum hjá Mæðrastyrks- nefnd, Fjölskylduhjálp og hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar. Stórfelldur niður- skurður í ríkisfjármálum leggst þungt í fólk sem í senn hugsar um skerðingu heilbrigðisþjónustunnar og atvinnu- öryggi. Stjórnarliðar tala ekki ein- um rómi um fjárlögin og þær radd- ir gerast háværari í röðum þeirra að ógerlegt sé að skera niður opinbera þjónustu jafn mikið og jafn hratt og ætlunin er og ráð er fyrir gert í samn- ingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Þess má geta að þjóðinni var hlíft við óumflýjanlegum niður- skurði í fyrra samkvæmt samkomu- lagi stjórnvalda og AGS. Núningur og sundrung Á sama tíma og ríkisstjórnin vinn- ur að „tiltekt eftir hrunverjana“, eins og sumir stjórnarliðar orða það, fær hún æ oftar á sig þann stimpil að hún sé sjálf völd að hörmungunum og skuldavanda heimilanna. Stjórnar- andstaðan gengur af samráðsfundum um úrræði í atvinnulífinu. Sjálfstæð- isflokkurinn, stundum talinn arkitekt ófaranna, hefur meira en þriðjungs- fylgi þjóðarinnar og lagði fram í vik- unni ítarleg drög að þingsályktun- artillögu alls þingflokksins um von fyrir heimilin og úrræði fyrir atvinnu- lífið. Flokkurinn vill lækka skatta á ný, auka þorskveiðikvótann um 36 þúsund tonn og telur sig geta fjölgað störfum um 22 þúsund á næstu þrem- ur árum. Málefnalegur núningur milli stjórnarflokkanna og sundrung inn- an VG, eru áþreifanleg. Fylkingarnar með og á móti umsókninni um aðild að ESB takast á opinberlega og telja sér ekki lengur skylt að leysa ágrein- ingsmálin innan flokksins. Grænir andstæðingar aðildar úr VG stilla sér upp með Heimssýnarmönnum ásamt þjóðernissinnum, einkum úr Sjálf- stæðisflokknum. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum DV gekk svo langt að félagar í Frjálshyggjufélaginu mættu á fundinn í Reykjavíkurfélagi VG þar sem NEI-hreyfing VG-manna virðist hafa náð undirtökunum. Inn- an þingflokks VG vilja menn eins og Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson, Árni Þór Sigurðsson, Álf- heiður Ingadóttir, Svandís Svavars- dóttir, Björn Valur Gíslason og Þur- íður Backman taka umsóknarferlið allt til enda. Á móti eru menn eins og Ásmundur Einar Daðason og Jón Bjarnason og njóta meðal annars stuðnings Hjörleifs Guttormssonar og Ragnars Arnalds innan vébanda Heimssýnar og hundraðmenning- anna svonefndu sem lögðu fram áskorun gegn ESB-stefnu stjórnvalda á málefnafundi VG í Reykjavík dag- ana 24. og 25. október síðastliðinn. Hvar liggur valdið? Átökin snúast ekki aðeins um að- ildarumsóknina sem nýtur reyndar meirihlutastuðnings á þingi. Einhug- ur ríkir ekki um lausn Icesave-deil- unnar, um breytingar á kvótakerfinu, stóriðjumál og niðurskurð opinberr- ar þjónustu. Mörgum svíður meint sjálftaka og völd sem skila- og slita- stjórnir fjármálafyrirtækjanna hafa. Sem stendur er engu líkara en að best sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn að gera ekki neitt; stefnu hans í stóriðjumál- um, fiskveiðistjórnunarmálum, í Ic- esave-deilunni, gjaldmiðils- og Evr- ópumálunum er framfylgt ýmist með stuðningi Samfylkingarinnar eða VG. Og völdin liggja hjá skila- og slita- stjórnum sem að mestu leyti hallast að Sjálfstæðisflokknum. Deilt var á ríkissstjórnina í fyr- irspurnartíma á Alþingi í vikunni. „Það gerist aldrei neitt hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, á fundinum og krafðist aðgerða í atvinnumálum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svar- aði því meðal annars að ríkisstjórnin væri opin fyrir erlendu eignarhaldi á orkufyrirtækjum þó með meirihluta- forræði Íslendinga. Óvíst er hins veg- ar um stuðning VG við slíkt sjónar- mið. Batinn mælist ekki í auknu fylgi Fylgishrun ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna veldur nú stjórn- arliðum umtalsverðum áhyggjum þótt margir þeirra segi að stjórn- in sé nú öllu vön og þoli allt. Eng- inn veit hvort þolinmæli kjósenda er raunverulega á þrotum og hvort þeir veiti ríkisstjórninni lögmæti og vinnufrið úr því sem komið er. Þetta er að sumu leyti þversagnakennt. Stýrivextir eru komnir úr 18 pró- sentum niður í 5,5 prósent. Verð- bólga er komin niður fyrir langþráð mark Seðlabankans frá 2001 og er nú innan við 4 prósent. Atvinnu- leysi er minna en ráð var fyrir gert og skuldatryggingaálag hefur lækk- að um helming. Útreikningar Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessor og samstarfs- manna hans benda til þess að tek- ist hafi að verja kaupmátt láglauna- fólks undir ágjöf bankahrunsins. „Þeim var hlíft við áhrifum skatta- hækkana,“ segir hann í nýju frétta- bréfi Þjóðmálastofnunar. „Þrátt fyrir að kjaraskerðing hæstu tekju- hópanna sé mest nú í kreppunni þá njóta þeir enn þess mikla forskots sem þeir nutu á alla aðra tekjuhópa á áratugnum fyrir hrun,“ segir þar ennfremur. Ríkisstjórn „nýja Íslands“? Fregnir af batamerkjum og ein- hverjum árangri kafna jafnharðan í umræðunni um ýmsar ávirðing- ar einstakra ráðherra, fum, mistök, klíkuskap og slaka viðleitni til þess að bæta stjórnsýslu og siðferði. Nefna má stuðning Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra við Árna Mathiesen, starfsbróður sinn úr ríkisstjórn Geirs H. Haarde, til starfa hjá Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna og stuðning Katrínar Jakobsdótt- ur, samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórninni, við áframhaldandi setu Halldórs Ásgrímssonar í fram- kvæmdastjórastól hjá norrænu ráð- herranefndinni í Kaupmannahöfn. Vandræðagangur við ráðningu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs og fleiri stöðuveitingar mætti nefna. Þá sætti það gagnrýni að margir ráð- herrar hlífðu fyrrverandi samráð- herrum sínum við ákærum í anda niðurstöðu rannsóknarnefndar Al- þingis og þingmannanefndar Atla Gíslasonar. Fleira mætti telja. Að öllu samanlögðu er að sjá sem núverandi ríkisstjórn takist illa að sannfæra kjósendur um að hún geti fært þjóðinni „hið nýja Ísland“. Það breytir hins vegar engu um að hún stæði af sér vantrauststillögu yrði hún borin upp á þingi nú. Órói og sundrung innan stjórnarflokkanna, jafnvel auglýsingar í blöðum um andstöðu innan VG við forystu flokksins í Evrópumálum, reytir fylgið af ríkisstjórninni. Hremmingar heimila í skuldakreppu og ásakanir stjórnarandstöðunnar um aðgerðarleysi stjórnvalda hafa auk þess stuðlað að einu mesta fylgistapi ríkis- stjórnar í manna minnum. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Að öllu saman-lögðu er að sjá sem núverandi ríkis- stjórn takist illa að sann- færa kjósendur um að hún geti fært þjóðinni „hið nýja Ísland“. ÞJÓÐARPÚLS CAPACENT: nSjálfstæðisflokkurinn nSamfylkingin nVG nFramsóknarflokkur nAðrir FYLGI STJÓRN- MÁLAFLOKKA 36% 18% 18% 12% 9% Hið góða sem ég geri Verkinvirð- astekkitalamáliJóhönnuSigurðar- dótturogSteingrímsJ.Sigfússonar, oddvitastjórnarflokkanna. MYND RÓBERT REYNISSON Enn mótmælt Kjósendurvirðastekkifinna tilsamsemdarmeðríkisstjórnjafnaðar-og vinstrimannasemneyðisttilaðskeraniður velferðískuldakreppuheimilanna. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.