Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 SPORT 55 Gareth Frank Bale er fæddur í höfuð- borg Wales, Cardiff, þann 16. júlí árið 1989. Þessi velski kantmaður ætlaði ekki að geta unnið leik þegar hann var keyptur til Tottenham og þurfti hann að bíða í tvö ár eftir fyrsta sigri sínum. Það tók hann langan tíma að sýna hvað hann virkilega getur en á þessu tímabili hefur hann verið óstöðvandi. Bale gæti verið leikmað- ur Manchester United en hann vildi frekar fara til Tottenham. Bale er nú þegar orðin stjarna með landsliði Wales og enn þurfa Englendingar að horfa upp á besta vinstri fótar mann Bretlands spila með Wales, rétt eins og með Ryan Giggs öll þessi ár. Næstyngstur í sögu Southampton Bale þótti strax frá unga aldri bera af í öllum íþróttum vegna vaxtar- lags síns en hann var alltaf gríðar- lega fljótur. Knattspyrnuhæfileikar hans leyndu sér ekki og var vinstri fóturinn strax orðinn magnaður þegar Bale var lítill. Bale æfði rúbbí, hokkí og keppti í langhlaupum en það var fótboltinn sem heillaði Bale hvað mest og hann heillaði alla með leikni sinni. Svo góður var hann að leikfimikennarinn í grunnskólan- um hans, geðþekkur maður að nafni Gwyn Morris, þurfti að semja sér- stakar reglur fyrir Bale. Þegar hann spilaði með öðrum krökkum mátti hann bara nota eina snertingu og aldrei spyrna boltanum með vinstri. Fyrst vakti Bale eftirtek níu ára að aldri þegar hann lék á barnamóti með fyrsta félaginu sínu, Cardiff Ci- vil Service Football Club. Seinna meir fór hann að æfa með akademíu Southampton en það var aldrei víst hvort Southampton byði honum samning vegna hæðar hans en Bale var lengi að ná þeim 183 sentímetr- um sem hann er í dag. Svo fór þó að Southampton samdi við hann og spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir liðið aðeins 16 ára og 275 daga gam- all, næstyngsti leikmaðurinn í sögu Southampton á eftir Theo Walcott. Tottenham frekar en United Bale spilaði aðeins eitt tímabil með Southamton í næstefstu deildinni, tímabilið 2006/2007. Hann stóð sig svo svakalega vel í vinstri bak- verðinum og í afleysingum á vinstri kantinum að stóru liðin voru tilbú- inn að kaupa hann, þá aðeins átján ára gamlan. Vinstri fóturinn vakti líka mikla hrifningu en hann skor- aði nokkur mörk með Southampton beint úr aukaspyrnu. Sir Alex Ferguson vildi fá pilt- inn til Manchester United enda hef- ur hann lengi verið með örvfættan vinstri kantmann í Ryan Giggs sem hefur þjónað félaginu vel. Bauð Manchester United Bale samn- ing sem því fannst henta átján ára pilti sem hafði aldrei spilað í efstu deild. Tottenham bauð honum þó meiri peninga og valdi Bale frekar peningana en að alast upp undir stjórn Alex Fergusons. Var pilturinn nokkuð gagnrýndur fyrir ákvörðun- ina, sérstaklega þar sem ljóst var að staða væri að losna á vinstri kant- inum hjá United og hafði Ferguson sagt Bale mögulegan arftaka landa síns, Ryans Giggs. Vann ekki leik Fyrstu árin hjá Tottenham voru Gar- eth Bale erfið því á honum hvíldi bölvun. Hlakkaði mikið í stuðnings- mönnum Manchester United sem sungu oft til Bale á White Hart Lane að peningar jafngilda ekki árangri. Það tók Bale hvorki meira né minna en tuttugu og fimm leiki að vera í sigurliði Tottenham í ensku úrvals- deildinni, alls þrjátíu og fjóra í öllum keppnum. Tölfræði sem er nánast lygileg hjá félagi sem vinnur nú fleiri leiki en það tapar á hverju ári. Það var þó ekki fyrr en síðasta vor að Bale fór virkilega að sýna hvað hann getur. Allt í einu var hann í liði vikunnar, viku eftir viku hjá öll- um helstu miðlum Bretlands en það var líka eftir að hann var endanlega færður á vinstri kantinn. Vinstri bak- vörðurinn virðist ekki henta honum jafnvel þó hann hafi byrjað feril sinn sem slíkur. Í dag er hann besti vinstri kantmaður ensku úrvalsdeildarinn- ar og lét hann Maicon, hægri bak- vörð Inter, líta út eins og fífl í Meist- aradeildinni í vikunni. Stjarna er svo sannarlega fædd á White Hart Lane. Með númerið hans Giggs Gareth Bale er fyrir löngu orðinn fastamaður í velska landsliðinu og nú orðin ein helsta stjarna þess. Hann náði að leika nokkra lands- leiki með Ryan Giggs sem hann sjálfur sagði hafa verið einn mesta heiður í lífi sínu. Hann er mikill að- dáandi Giggs og þegar sá gamli hætti að leika með landsliði Wales fékk Bale treyju númer ellefu, þá sömu og Giggs hefur gert garðinn frægan í síðustu átján árin. Ljóst er að Tottenham þarf að gera allt hvað það getur til að halda í þennan strák sem er að springa út á þessu tímabili. Stórliðin munu án efa bera víunar í hann og þyrfti eng- um að koma á óvart ef Ferguson vildi leysa gamlan Walesverja af með ein- um ungum þó það þyrfti risatilboð til. Gareth Bale hefur farið á kostum með Tottenham í byrjun tímabils og í vikunni gerði hann einn albesta hægri bakvörð heims, Maicon hjá Inter, að athlægi í Meistaradeildinni. Bale bauðst að fara til Manchester United en elti peningana til Tottenham. Hann vann ekki deildarleik með Tottenham fyrr en í 25. tilraun. Hinn nýiRyan Giggs MAGNAÐUR Gareth Bale lét Maicon líta illa út í Meistaradeildinni. NÚMER ELLEFU Bale fékk treyju Ryans Giggs hjá landsliðinu. MYND REUTERS GARETH FRANK BALE Fæddur: Cardiff, Wales 16.07. 1989 Staða: Vinstri bakvörður / vinstri kantmaður Lið: Tottenham Hotspurs (57 leikir og 7 mörk) Fyrri lið: Southampton (40 leikir og 5 mörk) Landsleikir: 27 (3 mörk) TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.