Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 36
36 VIÐTAL TEXTI: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Íris er grjóthörð og kippir mér fljótt niður á jörðina aftur, sem er ynd-islegt. Þótt starf mitt krefjist þess að ég sé opinber persóna er það náttúrulega ekkert merkilegra en bara að vinna á leikskóla og ég reyni að of- metnast ekki,“ segir Sverrir Þór Sverr- isson, betur þekktur sem Sveppi, sem viðurkennir að velgengnin geti stig- ið honum til höfuðs. Sveppi er án efa einn af vinsælustu skemmtikröft- um og leikurum landsins þrátt fyrir að vera ómenntaður í listinni. Hann hafði tvisvar reynt að komast inn í leiklistarskólann en verið hafnað í bæði skiptin. Velgengnin sætari fyrir vikið „Ég viðurkenni að það hlakkar aðeins í mér, en ég geng ekkert inn í leikhús- ið og segi: „Ha ha! Ég sagði ykkur þetta aumingjarnir ykkar!“,“ segir Sveppi sem hefur verið í sjónvarpsþáttum á við Popptíví, Strákana, Stelpurnar, Svínasúpuna og Ríkið og leikið í fjölda leikrita eins og Fame, Kalla á þakinu, Gosa og Algjörum Sveppa. Þá eru ónefndar bíómyndirnar Astrópía, Al- gjör Sveppi og leitin að Villa og Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, sem er jafnframt fyrsta íslenska þrí- víddarmyndin. Sveppa-myndirnar hafa slegið rækilega í gegn og sat sú síðastnefnda í nokkrar vikur á toppn- um yfir aðsóknarmestu bíómyndir í íslensku kvikmyndahúsunum. „Það er enginn dauðadómur að komast ekki inn í leiklistarnámið og margir þurfa að reyna tvisvar, þrisvar áður en það tekst. Auðvitað fannst mér ósann- gjarnt og pirrandi að vera hafnað en velgengnin er sætari fyrir vikið. Það hættir samt að hlakka í mér þegar ég geng inn í leikhúsið og finn hvað allir eru ánægðir fyrir mína hönd. Ætli ég sé ekki fyrst og fremst búinn að sanna mig fyrir sjálfum mér.“ Athyglisjúkur og pirrandi Sveppa skaut fyrst fram á sjónarsvið- ið þegar hann gekk hringinn í kring- um landið undir yfirskriftinni Gengið of langt en uppátækið var hluti af dag- skrárgerð Simma og Jóa í þættinum 70 mínútur. Þar með höfðu dyrnar opn- ast og Sveppi lét tækifærið ekki fram hjá sér fara. „Ég var athyglissjúkur sem barn og örugglega mjög pirrandi á einhverjum tímapunkti. Ég var samt bara alltaf að reyna vera skemmtileg- ur og það sama á við í dag. Ég er ekki að skjóta á fólk og gera grín að því, af því að ég er illa innrættur heldur af því að ég er að reyna að vera fyndinn. Sem segir að ég sé góð manneskja,“ segir hann hlæjandi. Hann segir starfsvalið ekki hafa komið foreldrum hans á óvart. „Mamma og pabbi voru strax sátt og ánægð með að ég væri að gera eitt- hvað skemmtilegt. Þau horfa alltaf á þættina, þótt mamma forði sér ein- stöku sinnum inn í eldhús ef ég er að gera eitthvað skrýtið. Ég er samt ekkert að vara hana við og hringdi til dæmis ekki í hana þegar ég hljóp allsnakinn niður Laugaveginn. Ég lét það bara koma henni bara á óvart.“ Fyrirmynd og feluleikur Sveppi hefur hlotið gagnrýni fyrir að senda misvísandi skilaboð til að- dáenda sinna, sem flestir eru ung- ir krakkar. Í þættinum Auddi og Sveppi á Stöð 2 fíflast hann með Auð- uni Blöndal en birtist svo sem hinn hrekklausi Sveppi í barnatímanum á sömu stöð. „Ég er í rauninni bara vitl- eysingur úr Breiðholtinu sem finnst gaman að fíflast, fara með vinum á kaffihús og fá mér bjór og það er skrýtið að vera allt í einu orðinn fyr- irmynd,“ segir hann og viðurkennir að þótt hann geri sitt besta leiði kraf- an um að vera fyrirmynd stundum til ákveðins feluleiks. „Þetta getur verið smá puð en ég verð líka að fá að gera það sem mér finnst skemmtilegt. Þótt ég sé með barnaþátt á laugardags- og sunnudagsmorgnum get ég fengið mér bjór á kvöldin eða spilað póker við félagana þegar börnin eru sofn- uð. Það eru margir sem spyrja mig hvernig þessir tveir þættir fúnkera saman og þeir gera það eiginlega ekki. Þetta verður erfiðara með tím- anum en hingað til hef ég ekki spáð í að velja annan hvorn. Ég var beðinn um að vera með barnatímann og ætla að gera það eins vel og ég get og það sama á við þáttinn með Audda. Það kemur svo í ljós hvað verður. Ég hef heyrt að foreldrar banni börnum sín- um að horfa á okkur Audda og ég skil það vel. Ég leyfi börnunum mínum ekki að horfa á ákveðna þætti,“ segir hann en bætir við að hann hafi gam- an af því að skemmta krökkum. „Eftir að ég lék í Kalla á þakinu hef ég gert mikið af því og það hentar mér af- skaplega vel. Börn eru harðir gagn- rýnendur. Þau standa upp og fara eða byrja að tala saman ef þeim leiðist. Mér hefur þótt lítið mál að halda at- hygli þeirra. Ég er svo mikill bullari að ég næ til þeirra.“ Börnin breyta öllu Sveppi er í sambúð með Írisi Ösp Bergþórsdóttur en þau hafa verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn, strák og stelpu. Hann segir föðurhlut- verkið hafa haft sín áhrif og sér í lagi eftir að stelpan byrjaði í skóla. „Nú er þetta alvöru ábyrgð. Maður sefur ekk- ert út heldur þarf að mæta á morgn- ana, smyrja nesti og hjálpa til við að læra heima. Þetta hefur verið mjög þroskandi,“ segir hann og bætir við að þótt hann sé oft trúðurinn heima þá skipti það hann miklu máli að standa sig í stykkinu. „Maður var ekkert endi- lega tilbúinn að verða pabbi þegar að því kom. Ég get ekki sagt að ég hafi verið æstur í að fá að skipta á litlum frændum mínum áður en ég eignaðist mín börn. Þegar börnin koma breyt- ist allt. Þú bara gerir hlutina, skiptir um bleiur, ert þreyttur í vinnunni eft- ir andvökunætur og allt þetta vesen sem fylgir þessum blessuðu börnum. Ég vil vera skemmtilegur pabbi en er stundum alveg búinn á því þegar ég kem heim á daginn eftir kannski tvær sýningar. En ég reyni mitt besta og tek þátt í ábyrgðinni.“ Hann segir skólafélaga dótturinn- ar lítið kippa við að sjá hann í skólan- um. „Mörg þeirra hafa verið saman frá því í leikskóla en einstaka krakkar spyrja hana hvernig sé að eiga Sveppa fyrir pabba. Það eru því mismunandi samræður sem foreldrar þurfa að eiga við börnin sín. Ég þarf að setjast nið- ur með mínum börnum og segja þeim að ég sé bara venjulegur maður þótt ég sé alltaf að fíflast. Börnin mín hafa samt alist upp við þessa vinnu mína og þekkja ekkert annað,“ segir hann en bætir við að það geti farið í taugarnar á þeim þegar önnur börn gefi sig á tal við hann úti á götu. „Þeim finnst kannski eins og önnur börn eigi eitthvað í mér. Auðvitað vilja krakkar koma og spjalla við mann þegar þeir sjá mann. Það fylgir bara starfinu og maður reynir bara að vera kurteis. Ég er ekki búinn í vinnunni þótt ég sé stiginn niður af sviðinu. Við erum kannski í sturtu í sundi þegar einhver vill spjalla og það er allt í góðu. Maður tekur bara þann slag og hefur gaman af.“ Kann ekki að vera einn Þegar Sveppi er ekki að skemmta eyð- ir hann tímanum með fjölskyldunni. „Núna í seinni tíð hefur fjölskyldan orðið aðaláhugamálið. Maður vinnur á skrýtnum tíma, oft um helgar og á kvöldin og því finnst okkur gaman að gera eitthvað saman þegar tími gefst. Við höfum voða gaman af því að fara út í garð og reyta arfa, reyna að smíða kofa eða slá garðinn. Svo förum við líka upp í sumarbústað og ferðumst út á land. Ég hef líka gaman af því að vera með vinum og kunningjum og við Íris höldum mikið af matarboðum. Við erum afskaplega miklar félagsverur og heimilið er stundum eins og lest- arstöð. Ég kann ekki að vera einn. Ef ég er ekki með hóp vina í kringum mig veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera og leiðist bara.“ Hann segist hanga með sömu strákunum og í æsku, sem sé hópur af strákum víðsvegar úr samfélaginu. „Ég á mjög marga góða vini, stráka sem voru með mér í sex ára bekk. Svo hef- ur maður kynnst og eignast fleiri vini í gegnum vinnuna, eins og Jóa, Simma, Audda, Huga og Pétur. Þetta eru allt góðir vinir mínir og mun meira en bara vinnufélagar. Breiðholtsstrákarn- ir eru samt mínir bestu vinir. Við get- um rætt um allt milli himins og jarðar og það eru oft krísufundir í Heiðar- gerðinu þar sem ég bý þar sem farið er yfir stöðuna. Við erum eins og versti saumaklúbbur. Ég er mjög heppinn með vini og það er gaman hvað við erum ólík- ir. Ég er alls ekkert viss um að við vær- um vinir ef við vær- um að hittast fyrst núna en af því að við kynntumst ungir sit- ur maður uppi með þá og þeir sitja uppi með mig.“ Aðspurður seg- ir hann þá Audda ná mjög vel sam- an. „Auðvitað dett- ur inn leiði hjá okk- ur af og til en samt furðu sjaldan miðað við hvað við höfum hangið mikið sam- an. Við höfum mörg sömu áhuga- mál, erum saman í keiluliði, horfum saman á fótbolta og deilum svipuð- um húmor. Við erum ótrúlega líkir og þótt við heyrumst kannski ekkert alla vikuna getum við hist fimm mínútum fyrir útsendingu og ákveðið hvern- ig þátturinn á að vera. Þetta gengur af því að við þekkjum svo vel inn á hvorn annan,“ segir hann og bætir við að þótt þeir hafi oft hrekkt hvorn ann- an illa hafi aldrei reynt á vinskapinn. „Ég get sagt allt við hann og hann allt við mig. Ef vinskapurinn er ekta skiptir ekki máli hvað maður gerir eða segir.“ Fyndið bónorð Sveppi og Íris eru ógift en munu halda upp á tíu ára samband sitt í janúar. „Ég er búinn að biðja hennar og hún sagði já og allt. Við eigum bara eftir að finna stóra daginn. Kannski á næsta ári. Við erum voðalega lítið stressuð yfir þessu,“ segir hann og bætir við að bónorðið hafi verið borið upp daginn sem þau fluttu í nýja húsið sitt. „Ég var með hring og fór niður á hnéð og allt en þetta var samt ekkert rómantískt. Frekar bara fyndið og asnalegt. Það er samt gaman að hafa prófað þetta. Maður hefur svo oft séð þetta í bíó- myndum þar sem það virðist afskap- lega rómantískt en við hlógum bara,“ segir hann en bætir við að hann geti átt sínar rómantísku stundir. „Hugtak- ið rómantík er svo vítt. Það er hægt að vera rómantískur á svo margan hátt. Það getur verið rómantískt að elda matinn áður en konan kemur heim úr vinnu og stuttur göngutúr getur líka verið rómantískur og líka það að koma með kaffi latte handa henni í vinnuna. Þannig lagað dettur alveg inn hjá mér en ég er enginn sérstakur kertakarl. Ég kveiki til dæmis afar sjaldan á kertum og hlusta á George Michael.“ Hann segir ákveðna vinnu að við- halda neistanum eftir áratugalangt samband. „Það er vinna að vera með lífsförunaut og mikilvægt að muna að tala saman. Sem betur fer hefur hún ekki fengið leið á fíflaskapnum í mér, allavega ekki þannig að það hafi skapað eitthvað vesen. En það er það sama og með börnin. Hún hefur líka alist upp við þetta með mér. Hún fær samt í magann yfir sumu sem ég geri og finnst ég ekkert alltaf fyndinn. Þegar ég geri eitthvað sem ég veit að henni á ekki eftir að líka, svona eins og að hlaupa nakinn niður Laugaveginn, þá er ég ekkert að segja henni frá því og passa að hún sjái mig ekki í sjón- varpinu. En svo fréttir hún það í vinn- unni daginn eftir en þá reyni ég bara að gera lítið úr hlutunum og tala um eitthvað annað.“ Dildó og mennta- skólakrakkar Þeir Auddi hafa nokkrum sinnum þótt fara yfir strik- ið í gríninu. „Simmi og Jói bjuggu til 70 mínútur og þeg- ar við Auddi tókum við vildum við ganga lengra, bæði til að ögra okkur sjálfum og viðhalda áhorfi. Í svona daglegum þætti þarf maður allt- af að vera að endur- nýja sig til að verða ekki leiðinlegur. Um daginn vorum við að skoða gamlar upp- tökur og fengum kjánahroll af ýmsu sem var alveg glatað en ég sé ekki eft- ir neinu.“ Hann segir þáttinn þar sem þeir voru með íssmökkun í mennta- skóla hafa ollið mestu fjaðrafoki. „Við bundum fyrir augun á krökkunum og vorum með fullan poka af íspinnum. Krakkarnir áttu svo að giska á bragð- tegundina. Við stungum hins veg- ar dildó upp í þá,“ segir hann hlæj- andi. „Þetta var ógeðslega fyndið en auðvitað langt yfir strikið. Annar um- deildur þáttur var þegar við gerðum tilraun með hund í ól á hlaupabretti. Við fengum póst frá lögfræðingi dýra- verndunarsamtaka og vorum sakað- ir um að níðast á dýrinu. Við pössuð- um samt upp á hundinn. Eða þannig séð. Kannski gerðum við okkur ekk- ert grein fyrir hvað við vorum að gera. Þetta er eins og þegar pabbi segir að ég tali vitlaust. Það er bara af því að ég tala miklu meira en annað fólk. Það sama er með sjónvarpsþættina. Þegar þú ert með þátt á hverjum degi er eðli- legt að eitt og eitt atriði fari fyrir brjóst- ið á einhverjum.“ Með myntkörfulán og dótarí Sveppi er lítið að velta sér upp úr BÓNORÐIÐvar fyndið og asnalegt Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, er á toppi ferilsins en kvikmyndir hans hafa setið á toppnum í íslensk- um bíóhúsum. Sveppi er gífurlega vinsæll á meðal barna og hefur hlotið gagnrýni fyrir að senda aðdáendum sínum misvísandi skilaboð, en milli þess sem hann skemmtir krökkum fíflast hann með Auðuni Blöndal og oft þykir grínið ganga of langt. Hann segir furðulegt að vera allt í einu fyrirmynd krakka enda sé hann bara vitleysingur úr Breiðholtinu. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Sveppa um ferilinn, fjölskylduna, ástina og ástandið í landinu. Það getur líka ekki verið létt að ætla að gera góða hluti þegar þú ert alltaf með einhvern á bakinu, berjandi í tunnu og öskrandi á þig hversu mikill hálfviti þú sért. Þetta hlýtur að vera ömurlegt starf. HLAKKAR Í HONUM Sveppi viðurkennir að velgengnin geti stigið honum til höfuðs. Hann segist þó fyrst og fremst hafa sannað sig fyrir sjálfum sér. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.