Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 50
50 LÍFSSTÍLL UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Segðu vömbinni stríð á hendur! Minna ummál hefur góð áhrif á kynlífið. Testósterón er brotið niður af fitufrumum og fitan sem staðsett er á kviðnum ræðst sérstaklega harkalega gegn hormóninu. Með því að grennast flæðir meira af testósteróni um líkama þinn. Gerðu hnébeygjur! Með æf- ingum sem reyna á líkamann fyrir neðan mitti eykst blóðflæði um mjaðmasvæðið. Borðaðu valhnetur! Eða möndlur. Eða annað sem inniheldur amínósýruna arginín svo sem baunir, túnfisk, lax, sojavörur og hafragrjón. Arginín kemur af stað ferli sem eykur blóðflæðið. Lækkaðu blóðþrýst- inginn! Dr. Oz segir fjölda margar ástæður fyrir því af hverju karlmenn ættu að líta of háan blóðþrýsting alvar- legum augum. Ef þú tekur á vandamál- inu skilar það sé í betra blóðflæði og þar af leiðandi meiri kynhvöt. Vertu vakandi! Er vont að pissa? Sérðu blóð? Er vont að setjast? Ef þú svarar þessum spurningum játandi og vandamálið hverfur ekki á næstu dögum skaltu tala við lækni. Skoðaðu þig! Þreifaðu á eistunum á sex mánaða fresti. Ef þú finnur þykkildi eða sársauka þarftu að tala við lækni. Farðu í læknisskoðun Láttu athuga blóðþrýstinginn, kólesterólið og magn testósteróns. Allt getur þetta haft áhrif á kynhvötina. 7 ráð dr. Oz við minnkandi kynhvöt karla Samkvæmt hinum heimsþekkta sál- fræðingi og sjálfshjálparhöfundi dr. Nathaniel Branden mun enginn bjarga okkur nema við sjálf þegar kemur að offitupúkanum. Hann seg- ir algengt að of feitt fólk kenni öðr- um um aðstæður sínar og noti setn- ingar á borð við: „Bara ef kærastinn sýndi mér meiri stuðning. Þá væri ekki svona erfitt að léttast,“ og „Ef eig- inmaðurinn tæki þátt í átakinu væri þetta ekkert mál“ eða „Konan verður að hætta að baka þessar kökur ef ég á að léttast“. Branden segir slíkar hugsanir og staðhæfingar skemma fyrir þeim sem raunverulega vilja léttast. Hann mælir með að við skiptum út þessum ásök- unum fyrir setningar á borð við: „Ég þarf virkilega að taka sjálfa/n mig í gegn. Ég ber 100 prósent ábyrgð á lík- ama mínum og því lífi sem ég hef búið mér til. Ég þarf að meta líkama minn og líf nægilega mikið svo ég velji holl- ari lífsstíl og lifi heilbrigðu lífi.“ Samkvæmt Branden náum við aldrei makmiðum okkar ef við kenn- um öðrum um. „Með þessum ásök- unum gefurðu öðrum völdin og ef þú gefur frá þér völdin afsalarðu þér um leið ábyrgðinni. Þegar þú tekur ábyrgð á eigin lífi nærðu völdunum aftur og þá fyrst muntu sjá árangur.“ Novafon -Fyrir þig og þína vellíðan »Hljóðbylgjumeðferð sem styður við náttúrulega starfsemi líkamans » Gefur tækifæri til fljótverkandi sjálfsmeðferðar » Nýtist við meðferð flestra tegunda verkja t.d.: » Vöðvaverkjum – gigt » Höfuðverk » Verk í hnakka » Eymsli í öxlum » Tennisolnboga » Þursabit » Íþróttameiðslum » Íslenskar leiðbeiningar » Geisladiskur fylgir sem sýnir hvernig á að nota tækið Novafon eða hljóðbylgjur voru fyrst uppgötvaðar sem læknanlegar bylgjur af þýskum prófessor Dr. Med. Erwin Schliepharke árið 1930 Skólavörðustíg 20 Fitan er þér að kenna: Taktu ábyrgð Ég hef alltaf haft gaman af tísku og íslensk hönnun er í sérstöku uppáhaldi hjá mér í dag,“ segir Nana Alfreds- dóttir söngkona Elektra, en sveitin er nýbúin að gefa út lagið Cobra on Heels. Uppáhalds íslensku hönnuð- ir Nönu eru Mundi og Forynja. „Ég á tvær peysur eftir Munda og langar alltaf í eitthvað frá honum. Það sama á við um Forynju. Þau tvö eru alveg toppurinn á tilverunni. Aðrir íslensk- ir hönnuðir sem ég held upp á eru Ási sem hannaði fyrir E-Label, hann er snillingur. Aftur-systur eru líka að gera flotta hluti og það er ótrúlega margt töff að finna í Volcano en ég var bara nýlega að uppgötva þá verslun.“ Um eiginn stíl segist Nana alltaf hafa verið rokkari inn við beinið. „Það fólk sem ég horfi mest upp til þegar kemur að fötum og tísku er flest rokkarar en ég veit ekki hvort það skili sér í mitt fataval. Ég held samt að minn stíll sé svona snyrtilegt rokk,“ segir hún brosandi. Aðspurð segist hún ekki elta strauma og stefnur í tísku í blindni. „Örugglega fylgi ég þeim að einhverju leyti þótt mig langi að segja nei. Tískubylgjur hafa alltaf einhver áhrif en ég stekk sjaldnast til og kaupi bara af því að eitthvað er í tísku. Alveg síðan ég var lítil hef ég ekki viljað vera eins og allir hinir og keypti mér aldrei buxur eða annað ef ein- hver í bekknum átti svoleiðis fyrir,“ segir hún en Nana verslar flest sín föt á Íslandi og elsk- ar að fara á flóamarkaði. „Ég hef ekki farið í verslunarferð til útlanda lengi en er á leiðinni til New York og býst við að versla þar. Ég hef aldrei verið mikið fyrir verslanir eins og H&M og Zöru. Það er eitthvað við tuttugu eins peys- ur í stafla sem virkar fráhrindandi á mig. En auðvitað kemur það fyrir að maður kaupir eitthvað hversdags í þessum búðum.“ Nana segist ekki halda upp á nein merki nema þegar komi að íþrótta- fatnaði. „Í ræktinni er ég algjör merkja- hóra og geng oftast í Nike, Adidas eða einhverju álíka. Ég veit eiginlega ekki af hverju, ætli það séu ekki bara bestu og þægilegustu íþróttafötin. Vanalega þoli ég ekki þegar lógóið er sýnilegt á flíkinni en þegar kemur að íþrótta- fatnaði skiptir það ekki jafn miklu máli.“ Þegar hún er spurð út í mesta tískuslysið er hún fljót til svars: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt en ég viður- kenni að ég fæ smásting í magann þegar ég sé myndir af mér í Buffalo-skóm og Fruit of the Loom-peysum. Ætli það hafi ekki verið mesta tískuslysið.“ indiana@dv.is Tónlistarkonan Nana Alfreðsdóttir hefur alltaf haft gaman af tísku en þessa dagana er íslensk hönnun í uppáhaldi hjá henni. Nana forðast að elta tískustrauma í blindni og stórir staflar af eins fötum virka fráhrindandi á hana. Verstu tískuákvarðanir henn- ar tengjast Buffalo-skóm og Fruit of the Loom-peysum SKAMMAST MÍN EKKI FYRIR NEITT Slá úr Garðinum „Ég fékk þessa slá í afmælisgjöf frá fjölskyldunni og hún hefur verið í miklu uppáhaldi síðan. Sláin er eftir íslenskan hönnuð sem heitir Kristjana og býr í Garðinum.“ MYNDIR SIGTRYGGUR ARI E-Label Fatahönnurðurinn Ási gerði þessa flottu kápu. Nana hafði horft á hana lengi þangað til hún leyfði sér loksins að kaupa hana. Sjúskaðir en kúl Stígvélin fékk Nana í fyrsta Idol-þættinum sem sýndur var úr Smáralind og hefur verið í þeim síðan. Ævintýraskórnir „Þessir bláu glimmerskór er u ein- hvers konar „ball-room“-skór. Svo þægilegir að það er eins og að klæðast gönguskóm. Ég nota þá m ikið, fer bæði í þeim á djammið og spila líka oft í þeim .”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.