Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 27
Sænski prófessor-
inn Gunnar Wett-
erberg lagði fram
bók sína Sam-
bandsríki Noður-
landa (Förbunds-
staten Norden)
á þingi Norð-
urlandaráðs í
Reykjavík nú í vik-
unni. Í henni er að
finna nánari út-
listun á grein um
svipað efni sem
hann birti í sænska dagblaðinu Da-
gens Nyheter fyrir um ári. Í bókinni,
sem er um leið ársrit Norðurlandaráðs
árið 2010, leggur hann til að Danmörk,
Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð
ásamt sjálfstjórnarsvæðunum, Álands-
eyjum, Færeyjum og Grænlandi, sam-
einist í einu yfirþjóðlegu sambandsríki.
Jóhann Hauksson, blaðamaður, gerði
góða grein fyrir tillögum Wettebergs
hér í blaðinu síðastliðinn mánudag
sem óþarfi er að endurtaka en sitthvað
fleira er athyglisvert við málið.
Einkenni og gildi
Eins og ég nefndi í grein í The Guardian
í vikunni eru hugmyndir Wettebergs að
vísu ekki nýjar af nálinni þótt samein-
ingardraumarnir hafi vissulega legið í
láginni undanfarna áratugi. Allt frá því
að Kalmarsambandið – sem varði frá
1397 til 1523 og náði yfir konungsdæmi
Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar auk
Finnlands, Færeyja, Grænlands, Hjalt-
landseyja, Íslands og Orkneyja – leið
undir lok, hafa margvíslegar útfærslur
verið lagðar til um nánari samþættingu
Norðurlandaríkjanna.
Röksemdirnar eru ekki aðeins sögu-
legar heldur hafa orðið til á Norður-
löndunum samfélög sem hafa svip-
uð einkenni og byggja á keimlíkum
gildum. Til viðbótar við samevrópsk
einkenni og gildi á borð við lýðræði,
mannréttindi, kristna trú, þjóðernis-
kennd, velferðarkerfi og nána ríkjasam-
vinnu hafa Norðurlöndin einnig ákveð-
in sérkenni eða afmarkaða vitund eða
sjálfsmynd sem auk velferðarkerfisins
byggist meðal annars á hugmyndum
um virka þjóðfélagsþátttöku almenn-
ings, kvenfrelsi, samráði við verkalýðs-
félög og lítilli og persónulegri stjórn-
sýslu. Í Norðurlandaríkjunum er einnig
samstaða um háa skatta, ríkin eru land-
fræðilega á milli voldugra nágranna,
eiga sameiginlega sögu, tala svipuð
tungumál, þar ríkir kristin mótmæl-
endatrú með lúterskri ríkiskirkju, löng
hefð er fyrir kerfisbundinni og náinni
norrænni samvinnu, og þar er traust
réttarfar þar sem allir eru jafnir fyrir
lögum. Hugsanlega má bæta við þessa
upptalningu tiltölulega sterkri menn-
ingarlegri þjóðernishyggju. Og á heldur
neikvæðari nótum; fordómum gagn-
vart útlendingum.
Höfn enn á ný?
Semsé, sagan og svipuð samfélags-
gerð hafa valdið því að margir hafa séð
hag í auknum samruna Norðurlanda-
ríkjnna. Gunnar Wetterberg gengur þó
lengra en flestir aðrir því hann leggur
til að þjóðríkin Danmörk, Finnland,
Ísland, Noregur og Svíþjóð verði bók-
staflega lögð niður og verði að fylkjum
í hinu nýja sambandsríki. Ekki síst þess
vegna er athyglisvert að 42 prósent að-
spurðra á Norðurlöndunum skuli hafa
tekið vel í hugmyndina. Norrænu félög-
in hafa í ályktun tekið henni fagnandi.
Bók Wetterbergs hefur einnig verið vel
tekið á Íslandi, svo langt sem takmörk-
uð umræðan um hana hefur náð. Ef-
laust sjá margir Norðurlandaríkið sem
valkost við Evrópusambandið en Wett-
erberg tekur það sjálfur skýrt fram að
hann telji að Sambandsríki Norður-
landa eigi þvert á móti að verða ein
meginstoð Evrópusambandsins. Ísland
yrði því ekki aðeins hluti af Evrópusam-
bandinu heldur um leið innlimað í nor-
rænt yfirríki – sem ugglaust væri nú ekki
öllum að skapi.
Í greininni í Guardian leyfði ég mér
því að efast um að Íslendingar, Norð-
menn og Finnar sem háðu langvinna
og tilfinningaríka sálfstæðisbaráttu til
að komast undan Dönum og Svíum
muni á ný vilja undirgangast sameig-
inlegt yfirvald í Kaupmannahöfn eða
Stokkhólmi.
Skemmtileg hugarleikfimi
Þó svo að tillaga Wettebergs sé því
kannski ekki sérlega raunhæf er hún
hins vegar bæði áhugaverð og bráðs-
kemmtileg sem hugarleikfimi. Í þeim
anda legg ég til Stokkhólm sem höf-
uðstað, að við sópum öllum prins-
um, prinsessum, kóngum og drottn-
ingum undir dönsku krúnuna,
þvingum Skandinavana til að læra á ný
hina ástkæru ylhýru einu sönnu tungu
norrænna manna og læsum svo klón-
um í norsku olíukrónuna áður en við
látum af núningi og naggi og samein-
umst þess í stað, hönd í hönd, undir
finnsku flaggi.
StEinunn Hlíf
GuðmundSdóttir er 17 ára nemi
við Verzlunarskóla Íslands og yngsti
fulltrúinn á Þjóðfundinum sem
haldinn verður um helgina. Steinunni
líst ekki of vel á ástandið í samfélaginu
og þurfti ekki að hugsa sig um þegar
hún fékk boð um að mæta á fundinn.
Vonast til að
læra eitthVað
myndin
Hver er konan?
„Steinunn Hlíf Guðmundsdóttir, 17
ára nemi í þriðja bekk í Verzlunarskóla
Íslands.“
Hvar ertu uppalin?
„Ég er alin upp í Mosfellsbæ.“
Hvað drífur þig áfram?
„Fjölskyldan mín drífur mig áfram og
vinir mínir.“
uppáhaldsmatur?
„Það er fahitas sem pabbi minn gerir.
Hann er duglegur að elda.“
Hvar líður þér best?
„Heima hjá mér við matarborðið með
fjölskyldunni.“
Átt þú þér fyrirmynd?
„Já, frænku mína hana Elínu Örnu. Hún
er svo rosalega dugleg.“
fylgistu vel með pólitík?
„Nei, ég fylgist ekkert voðalega mikið
með.“
Hvernig líst þér á ástandið í
landinu?
„Ekkert voðalega vel. Það má eflaust
bæta margt.“
Áttu þér uppáhaldsstjórnmála-
mann?
„Nei, engan.“
Hvar gætirðu hugsað þér að búa ef
þú yrðir að flytja frá íslandi?
„Þá myndi ég vilja búa í Bandaríkjunum
eða einhvers staðar annars staðar þar
sem er heitt.“
Hverju vonastu til að Þjóðfundurinn
skili?
„Fyrir mig sjálfa vonast ég til að læra
eitthvað af því að taka þátt. Í heildina
vona ég að með því að koma fólki saman
fáum við breiðara sjónarhorn á það
hvernig stjórnarskráin ætti að vera.“
Kom ekkert annað til greina en að
þiggja boðið?
„Nei, ég ákvað bara strax að segja já.“
Hvað er fram undan?
„Það sem er fram undan er skólinn, dans
og söngur. Svo eru prófin í lok nóvember
og þau verða örugglega erfið.“
maður dagsins
„Mér líst rosavel á snjóinn, bjartur og
fallegur.“
Þóra BjörK SmitH
37 ára, StJórNMálaFræðiNGur
„Mjög vel.“
anna Guðrún Gröndal
21 árS, NEMi
„Mér líst vel á snjóinn. Mér finnst fallegt
að fá snjóinn yfir.“
SiGríður SmitH
80 ára, aFMæliSBarN
„Mér líst mjög vel á snjóinn.“
aron rEyniSSon
46 ára, lEiðSÖGuMaður
„Bara æðislega.“
jEnný Hildur HólmarSdóttir
21 árS, FrÍStuNdalEiðBEiNaNdi
Hvernig líst þér á snjóinn?
dómstóll götunnar
föstudagur 5. nóvember 2010 umræða 27
Bandaríki Norðurlanda
dr. eiríkur
bergmann
stjórnmálafræðingur skrifar
Ísland yrði því ekki aðeins hluti
af Evrópusambandinu
heldur um leið innlimað
í norrænt yfirríki.
kjallari
ísland norrænt yfirríki? Frá Norðurlandaráðsþingi
sem fram fór í reykjavík á dögunum.
fólk á öllum aldri Enn var mótmælt við austurvöll í gær. Þar var að finna fólk á öllum aldri. Þessi unga stúlka barði tunnur og blés í flautu. mynd EGGErt jóHannESSon