Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Carl Bildt utanríkisráðherra á lang- an feril í sænskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var forsætisráð- herra í ríkisstjórn borgaraflokkanna í Svíþjþóð árið 1991 til 1994 þegar Sví- ar gengu í gegnum þrengingar djúpr- ar bankakreppu. Hann var formaður sænska Miðjuflokksins (Moderaterna) í þrettán ár, frá 1986 til 1999, en hann er systurflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hér á landi. Bildt hefur verið ut- anríkisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2006 þegar ríkisstjórn Fredriks Rein- feldts, flokksbróður hans, tók við völdum í landinu í kjölfar kosninga- sigurs. Carl Bildt og flokkur hans Mod- eraterna héldu naumlega velli með stuðningi annarra hægriflokka í þingkosningunum í Svíþjóð í sept- ember. Staðan í sænskum stjórnmál- um er allflókin þar sem andstæðingar innflytjenda, Sverigesdemokraterna, náðu oddastöðu á sænska þing- inu. Flokkar til hægri og vinstri hafa bundist eins konar samtökum um að halda flokknum í skefjum af ótta við vaxandi útlendingahatur og félags- leg og pólitísk vandamál því samfara. Bildt og félagar eru því í minnihluta- stjórn sem nýtur stuðnings annarra flokka, ekki síst vegna sameiginlegra pólitískra hagsmuna í innflytjenda- málum. Öryggi og eftirlit Eftir að Carl Bildt lét af embætti for- sætisráðherra og Göran Persson, leiðtogi sænskra jafnaðarmanna tók við af honum eftir þingkosningarnar 1994, var Bildt gerður að sérstökum sáttasemjara á vegum Evrópusam- bandsins í stríðinu í fyrrverandi ríkj- um Júgóslavíu. Blaðamaður DV náði tali af Carl Bildt eftir blaðamannafund norrænu utanríkisráðherranna síðastliðinn miðvikudag. Bildt hafði þá um morg- uninn setið fund með starfssystk- inum sínum þar sem fjallað var um möguleika á nánara samstarfi Norð- urlandanna um utanríkisþjónustu, öryggismál og rekstur eftirlitskerfis um gervihnetti. Hér á eftir fara spurningar blaða- manns og svör Carl Bildts við þeim. Endurreisn og stöðugleiki Þú varst forsætisráðherra þegar bankakreppa skall á í Svíþjóð í byrj- un níunda áratugarins. Hvaða að- gerðir til endurreisnar skiluðu mest- um árangri? „Þetta var margt sem leiddi til þess að okkur tókst að ná okkur upp úr kreppunni á þeim tíma. Eftir á að hyggja heppnaðist okkur vel að end- urreisa bankakerfið sjálft og leysa vandann sem því fylgdi. Við grip- um til ýmissa yfirgripsmikilla kerfis- breytinga. Þetta fór síðan saman við inngöngu okkar í Evrópusamband- ið. Það leikur enginn vafi á því að eft- ir að við vorum gengin í ESB hafði það góð áhrif og stuðlaði að auknum stöðugleika efnahagslífsins og þróun þess. Þetta fólst sem sagt í aðgerðum innan fjármálakerfisins, umbótum í efnahagslífinu og inngöngu í Evr- ópusambandið.“ Íslendingar eru í þeim fasa að reyna að ná sér á strik eftir bankahrun og hafa sótt um aðild að Evrópusam- bandinu. Umsóknin er umdeild og mætir andstöðu til dæmis innan sjávarútvegs og landbúnaðar. Hvern- ig hefur sænskum landbúnaði vegn- að innan ESB? „Sænskum landbúnaði vegnar mjög vel innan Evrópusambandsins. Hann hefur fengið sinn stuðning og jafnvel of mikla aðstoð því hún er kostnað- arsöm. En almennt séð má segja að aðlögunin að Evrópusambandinu á sínum tíma hafi veitt viðspyrnu og hafi gefið sænsku efnahagslífi aukið þrek. Ef við berum alþjóðakreppuna nú saman við kreppuna snemma á tíunda áratugnum má sjá að Evr- ópa kemst miklu betur frá henni nú en þá. Þetta má rekja til miklu nán- ari samvinnu landanna innan ESB. Þetta var miklu erfiðara þá en nú og það má rekja beint til samstarfsins innan Evrópusambandsins.“ Styðjum endurreisnina einarðlega Íslendingar vinna nú að því að endurreisa efnahagslífið eftir bankahrunið, meðal annars með fjárhagslegri aðstoð Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Norðurlandanna. Hér hefur gætt óvildar í garð Svía og þeir verið gagnrýndir fyrir óbilgirni og óþolinmæði gagnvart Íslending- um og vanda þeirra. Þessi gagnrýni hefur meðal annars komið úr her- búðum Sjálfstæðisflokksins, systur- flokks ykkar hér á landi. Hverju svar- ar þú þessu? „Nei, þetta passar ekki. Við höfum beitt okkur fyrir norrænum stuðningi við Ísland. Sá stuðningur tengist að sínu leyti stuðningi Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins við endurreisnina á Íslandi og þessi samstilling hefur verið mik- ilvæg. Við höfum lagt til fé til viðbót- ar lánum frá AGS. Þau eru svo aftur háð aðgerðum sem samist hefur um milli íslenskra stjórnvalda og AGS. Þetta er mikilvægt og ég segi þetta út frá eigin reynslu. Það eru heildrænu áhrifin á allt efnahagslífið sem skipta máli. Ég kannast ekki við þessa gagn- rýni frá systurflokki okkar, hann hef- ur að minnsta kosti ekki komið henni á framfæri við mig.“ Vel sloppið Sænskt efnahagslíf hefur náð sér vel á strik að undanförnu þótt nokkuð sé í að tala megi um góðærisástand. Hverju þakkar þú þennan árangur? „Hagvöxturinn í Svíþjóð er nú 4 til 5 prósent. Það einnig gert ráð fyr- ir góðum hagvexti á næsta ári. Þetta má meðal annars rekja til umbóta sem gerðar voru á tíunda áratugn- um sem gerir að verkum að kerfis- leg staða okkar nú er miklu betri en annars hefði verið. Við erum reynsl- unni ríkari um það hvernig komast eigi í gegn um fjármálakreppur. Við lærðum margt á þeim tíma. Kostnað- urinn hjá okkur við að halda banka- kerfinu stöðugu í kreppunni nú var því miklu minni en víða annars staðar, til dæmis í Bretlandi þar sem kostnaður hins opinbera við að fleyta bankakerfinu í gegn um kreppuna AÐLÖGUNIN VAR VIÐSPYRNA JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Það má ef til vill segja að sam- vinna þjóðanna innan Evrópusambandsins hafi orðið til þess að ýta við norræna sam- starfinu. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að Evrópusambandinu hafi tekist það sem Norðurlöndunum mistókst; að koma á fríverslun og sameiginlegum markaði. Í viðtali við DV fer Bildt orðum um endurreisn sænska efnahagslífsins á níunda áratugnum í kjölfar bankakreppu en hann var þá forsætisráðherra lands- ins. Hann segir að sænskum landbúnaði vegni vel innan Evrópusambandsins, jafnvel svo mjög að kostnaðarsamir styrkir til hans séu óþarflega miklir. „SænskurlandbúnaðurhefurnúaðmestusamlagastEvrópumarkaðnum, brugðistviðaukinnisamkeppniognýttsérnýtækifæri.Semstendurerþróun- inámarkaðnumfyrirbúvöruframleiðslunamjögjákvæð,jafnvelíhnattrænu samhengi.Tildæmisberáaukinnieftirspurneftirnýjumorkugjöfumsem byggjaálandbúnaðarframleiðslueneinniggætiraukinnareftirspurnará sjálfummatvörumarkaðnum.Fyrirlandbúnaðinnverðurstaðanaðteljastmjög jákvæðsemstendurogsænskirbændurhafamiklarogjákvæðarvæntingar umframtíðina.Þeirerubjartsýnirogmargirleggjanúífjárfestingarogeru byrjaðiraðskipuleggjaaukinumsvif.“ (Peter Lundberg – sérfræðingur hjá sænsku bændasamtökunum í viðtali við DV í apríl 2007) HVAÐ SEGJA SÆNSKIR BÆNDUR? Kunnáttumaður um kreppustjórnmál „Enalmenntséðmásegjaaðaðlöguninað Evrópusambandinuásínumtímahafiveitt viðspyrnuoghafigefiðsænskuefnahagslífi aukiðþrek,“segirCarlBildt.MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Utanríkisráðherrar þinga Norðurlöndumtókstekkialltí sinnisamvinnu,enþákomESBtilskjalannasegirCarlBildt (t.h).NæsthonumsiturAlexanderStubbfráFinnlandi,þá LeneEspersenDanmörku,JonasGahr-StörefráNoregiog ÖssurSkarphéðinsson(t.v.).MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.