Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 FRÉTTIR 17 Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis • Margar viðartegundir og litir. • Mikið úrval á lager - skammur afgreiðslufrestur • Rennihurðir smíðaðar eftir máli • Íslensk framleiðsla á góðu verði! FATASKÁPADAGAR 75 Ára 1935-2010 m ag gi @ 12 og 3. is 1 74 .0 22 Allar nánari upplýsingar í síma 535 4300 1.– 7. NÓVEMBER! Í tilefni af 75 ára afmæli AXIS bjóðum við vandaða fataskápa á sérstöku afmælisverði. Opnunartími: Mánud.–föstud. 9–18 • Laugard. 10–16 • Sunnud. 11–16. AÐLÖGUNIN VAR VIÐSPYRNA var svívirðilega mikill. Ástand ríkisfjármála í Svíþjóð er auk þess með því besta sem gerist í allri Evrópu um þessar mundir.“ Sænski sagnfræðingurinn Gunn- ar Wetterberg hefur sett fram hug- myndir um nánari samvinnu norrænu ríkjanna og boðar jafn- vel sambandsríki. Þetta er reist á mikilli og áratugalangri sam- vinnu og samstarfi Norðurland- anna. Hann nefnir einnig að að- lögun allra norrænu ríkjanna að regluverki og lagaramma Evr- ópusambandsins með aðild að ESB eða EES-samningi stuðli að þessu framtíðarríki. Hvað segir þú um þessar hugmyndir? „Þetta er nú ekki alveg svona einfalt. Það má ef til vill segja að samvinna þjóðanna innan Evr- ópusambandsins hafi orðið til þess að ýta við norræna sam- starfinu. Það er miður að það hafi þurft til. Okkur mistókst að koma á fríverslunarsambandi innan Norðurlandanna, slíku samstarfi var komið á fót í nafni ESB. Okkur tókst ekki að koma á tollabanda- lagi meðal Norðurlandanna. Slíku var komið á innan Evrópu- sambandsins. Okkur mistókst að koma á fót sameiginlegum mark- aði innan Norðurlandanna. Hon- um var komið á fót á vegum ESB. Á þessum sviðum verðum við að skoða þetta í evrópsku samhengi. Og það er einmitt til sameigin- legs markaðar ESB sem norrænu hagkerfin sækja kraft sinn. Norð- urlöndin eru í raun of lítil ein og sér. En innan þessa evrópska ramma styrkjum við seint og snemma samstarf Norðurland- anna. Fundur norrænu utanrík- isráðherranna hér á Íslandi er að- eins eitt dæmi um þá samvinnu. Hér hefur verið fjallað um sam- eiginlega hagsmuni Norðurland- anna í utanríkismálum og aukna samvinnu um utanríkisþjónustu og öryggismál.“ Læknar á Íslandi voru 1.170 árið 2008 en eru nú um 1.070. Eyjólfur Þorkelsson, formað- ur félags almennra lækna, segir að verkum fækki ekki þótt læknum fækki. Eðlilegt sé að læknar leiti út fyrir landsteinana til að tryggja betur kjör sín og atvinnuöryggi. Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir eru meðal lækna sem hafa flust búferlum Læknahjónin Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir eru flutt til Hafnarfjarðar eftir 10 ára búsetu vestur á fjörðum þar sem þau störfuðu við heimilislækning- ar. Lýður trúir því að þeir ungu læknar sem flýi land séu ekki aðeins að flýja ótryggt ástand eða bág launakjör held- ur þykkju og sundrung. Eyjólfur Þorkelsson, formaður fé- lags almennra lækna, segir læknum á aldrinum 30–45 ára fækka mikið á Ís- landi. Það sé vegna þess að laun lækna hrökkvi illa til þess að greiða af lánum og atvinnuöryggi sé lítið. „Læknar taka á sig byrðar vegna efnahagssamdráttar eins og aðrir þjóð- félagsþegnar,“ segir Eyjólfur. „Við horf- um á verðlag hækka, við erum með ung börn og lán og því er það eðlilegt að í ótryggu atvinnuástandi, þegar okk- ur bjóðast betri kjör, að við leitum út fyrir landsteinana.“ Verkin hverfa ekki Eyjólfur segir helsta ókostinn við að starfa í íslensku heilbrigðiskerfi vera ótryggt atvinnuástand. „Niðurskurður í kjarnaþjónustu er mikill. Mig minnir að niðurskurður á störfum almennra lækna sé nærri 20 prósentum, við erum ekki ráðin nema tímabundið og því auðvelt að láta starfsfólk hverfa á pappírum.“ Eyjólfur segir lækna í auknum mæli fara fyrr til útlanda í sérfræðinám og þá fari þeir til Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Noregs. Sérfræðingar fari til þeirra landa sem þeir lærðu áður í. Verk- in hverfi hins vegar ekki þótt læknum fækki umtalsvert. „Þeir sem eftir eru verða að hlaupa hraðar,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að læknar séu eins og aðrir þegnar í samfélaginu og beri sömu byrðar. „Við höfum tek- ið á okkur kjaraskerðingar og teljum okkur hafa dregist aftur úr öðrum rík- isstarfsmönnum með álíka menntun. Þá nefni ég sem dæmi lögfræðinga.“ Hann segir baráttuhug í læknum og þá sérstaklega ungum læknum og mikill vilji sé til þess að leysa úr aðsteðjandi vanda. „Fólk með fjölskyldu hér á Ís- landi fer ekki svo auðveldlega úr landi. Margir kjósa að vera hér heima og sjá hvað setur.“ Flutt eftir 10 ára búsetu Læknarnir Íris Sveinsdóttir og Lýð- ur Árnason fluttu frá Bolungarvík til Hafnarfjarðar eftir að heilsugæslan í Bolungarvík var sameinuð Heilbrigð- isstofnun Vestfjarða með aðalstöðvar á Ísafirði. Lýður hætti störfum við heilsu- gæsluna fyrir nokkru síðan og hefur frá þeim tíma verið starfandi við kvik- myndagerð. Þau hjón höfðu búsetu fyrir vestan í 10 ár. Lýður segir engan heimilislækni starfa á Vestfjörðum eft- ir að þau hjón fluttu suður. „Það var lítið gert til þess að halda í okkur fyrir vestan. Kerfið er miðstýrt og það er til- hneiging til þess að steypa alla í sama mót,“ segir Lýður Vel settir læknar Lýður segist ekki sammála því að læknar séu með léleg laun og að staða þeirra sé sérlega slæm eftir efnahags- hrunið. Miðað við marga aðra hópa samfélagsins, séu þeir vel settir. „Þeir fá til dæmis greitt meðan þeir stunda sérnám og fá fljótt tækifæri til þess að vinna og saxa á námslánin. Mér finnst það því ofsagt að þeir eigi sérlega bágt eftir efnahagshrunið þó vissulega kreppi að læknum eins og öðrum.“ Hann segir það hins vegar freist- andi fyrir lækna að flytja úr landi. „Það er gott að vera læknir í dag og um margt að velja. Skiljanlegt er að margir flytji út til þess að tryggja frekar afkomu sína.“ Lýður segist halda að vandamál- ið í hnotskurn sé að á Íslandi sé keyrt um of á sérfræðiþjónustu. „Einnig á ríkið sem kaupandi að ákveða kaup þjónustunnar, ekki seljandinn. Grunn- þjónustuna þarf að efla og láta hana um að stýra farvegi sjúklinganna. Þá er það svo að við erum í djúpum dal og verðum að hemja hærri launakröfur uns birtir á ný.“ Lýður trúir því að þeir ungu lækn- ar sem flýi land séu ekki aðeins að flýja ótryggt ástand eða bág launakjör. „Það er þykkjan og sundrungin sem flæm- ir fólk úr landi. Hver ráðherra starfar á eigin forsendum og tíð skipti þeirra skaðar framtíðarstefnumótun heil- brigðismála á Íslandi. Þetta gerir það að verkum að fólk missir von, verður þreytt og flyst á brott. En þetta á auðvit- að ekki bara við um lækna,“ bætir Lýð- ur við, „fólk úr öllum stéttum flytur úr landi. Niðurstaðan er því færri læknar og færri Íslendingar.“ KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Þá er það svo að við erum í djúp- um dal og verðum að hemja hærri launakröf- ur uns birtir á ný. Flótti vegna þykkju og sundrungar HjóninLýðurÁrnasonogÍrisSveinsdótt- irlæknarerukomintilReykjavíkureftir margraárastarfáVestfjörðum. Læknareigaauðveldaraenflestiraðrirmeðaðfástörfíútlöndum.Flestirhafa þeirlærterlendisoghafastarfsreynsluþaðan,þekkjaþvítilheilbrigðiskerfisinsog talatungumálstaðarins.Víðaereinnigmikileftirspurneftirlæknum,tildæmisá Norðurlöndunumoglaunakjörineftirþví: Meðallaun lækna úti á landi 1.450 þúsund á mánuði ÁlfheiðurIngadóttirsagðiívornauðsynlegtaðtakaálaunaójöfnuðinumsem þrífstíheilbrigðiskerfinutilaðverjaþjónustunaogbendiráaðmeðallaunlækna áheilbrigðisstofnunumútiálandiséuíkringum1.450þúsundámánuði.Ekki stæðitilaðhækkalaunlækna. Laun lækna í Noregi um fjórar milljónir á mánuði ÍDanmörkufaramargirdanskirlæknartilvinnuíNoregivegnagóðralaunakjara. NokkurlæknaskorturervegnaþessaíDanmörku.Danskirlæknarsegjastfáum55 þúsundnorskarkrónurávikusemsamsvararúmumfjórummilljónumíslenskra krónaámánuði. 20-30% launahækkun að lágmarki FyrirtækiðHvítirsloppar,semrekursamnefndavefsíðu,ervinnumiðlunfyrir lækna.Fyrirmilligöngufyrirtækisinshafamargirtugiríslenskralæknafariðí tímabundinstörferlendisáþessuári,ekkisístheilsugæslulæknar.Þeirlæknar semhafafariðutanávegumfyrirtækisinssegjalaunakjörinaðlágmarki20%–30% hærri.Oftarenekkimunimeiraenhelmingiogsérílagiþegargengisþróunin bætistvið. UM LAUN LÆKNA 100 LÆKNAR FARNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.