Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 FRÉTTIR 23 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 8. nóvember, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Erró Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is á flugvellinum. Hann er með alla pappírana. Hann er sá sem hjálpar þér. Við flugum frá Möltu til Kaup- mannahafnar og þaðan til Íslands. Það var fyrir sex vikum síðan,“ seg- ir Yassin sem bíður nú svars frá Út- lendingastofnun, en hann mun að öllum líkindum verða sendur aft- ur til Möltu á grundvelli Dyflinnar- samkomulagsins, sem kveður á um að heimilt sé að senda hælisleitend- ur aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. Yassin komst inn í landið án þess að nokkur yrði þess var að hann væri með falsaða papp- íra. „Ég tók rútu frá flugvellinum til Reykjavíkur. Þar sem ég hafði engan samastað spurði ég bílstjórann hvar Rauði krossinn væri. Eftir að hann hafði bent mér á það fór ég þang- að, en þar var allt lokað. Ég reyndi að sofna fyrir utan en kona kom upp að mér og varaði mig við því að sofa úti, það yrði mjög kalt um nóttina og ég gæti einfaldlega dáið. Kon- an sagðist geta farið með mig á stað þar sem fólk fengi að gista frítt eina nótt og ég þakkaði henni fyrir. Hún fór með mig í húsnæði Hjálpræðis- hersins þar sem þeir spurðu mig um vegabréf frá Möltu. Eftir að ég hafði sagt þeim að ég væri flóttamaður hringdu þeir í lögregluna. Ég varð mjög hræddur þegar lögreglan kom, ég hélt að hún myndi handtaka mig. En eftir að lögreglumennirnir höfðu leitað í töskunni minni sögðu þeir mér að vera þarna umnóttina, þeir myndu sækja mig daginn eftir. Það gerðu þeir og keyrðu mig nið- ur á lögreglustöð þar sem þeir tóku fingraför af mér.“ Ísland og Malta eins Í kjölfarið fór lögreglan með Yassin á Fit Hostel. Í kjölfarið ræddi kona frá Útlendingastofnun við hann og spurði hvort fingraför hans væru skráð á Möltu, því ef svo væri yrði hann sendur aftur þangað. „Ég sagði henni sannleikann og að ég hefði sótt um hæli á Möltu. Þá sagði hún að þau myndu hafa samband við Möltu og ef þeir staðfestu sög- una yrði ég sendur aftur þangað. Ég spurði hana hvort hún vissi hvað væri að gerast á Möltu og hún svar- aði: „Við vitum hvað er að gerast á Möltu.“ Eftir þetta var ég niðurbrot- inn. Eftir að ég kom hingað og upp- götvaði hvernig var í pottinn búið sá ég að það eina sem var fram und- an var að fara aftur til Möltu. Ekkert starf, ekkert líf, ekki neitt. Ég kom til Íslands af því að ég hélt að hér væru mannréttindi virt. Satt best að segja þá sé ég engan mun á Ís- landi og Möltu í dag. Malta bauð mig velkominn með varðhaldsbúð- um og Ísland býður mig velkominn með því að senda mig aftur þangað. Þannig er Evrópa í dag.“  Landlaus og réttindalaus Yassin er ekki bjartsýnn fyrir vænt- anlega Möltuför. „Eina tilfinningin sem ég finn er vonleysi. En mað- ur verður að hugsa í lausnum. Og þegar við fórum til stjórnvalda í Möltu, þegar við fórum til þing- manna, þegar við fórum til útlend- ingaeftirlitsins, var svarið alltaf það sama: „Við getum ekkert gert fyr- ir þig.“ Evrópa sveik okkur og við getum ekkert gert vegna þess að ríkisstjórnir Evrópu vilja ekki taka við hælisleitendum frá Möltu. Það eina sem Malta býður okkur upp á eru tjöld og gámar í varðhaldsbúð- um. Það er ástæðan fyrir því að fólk er að hlaupa í burtu, það vill ekki sofa í tjöldum og gámum.“  Yassin er ekki einn á Fit Hostel í Njarðvík. Þar halda fjölmargir hælisleitend- ur til og bíða úrlausna sinna mála. Allt þetta fólk á sér ólíka sögu, það kemur frá ólíkum löndum, en allir eiga það sameiginlegt að hafa kom- ið til Evrópu í þeirri von að geta lif- að eðlilegu lífi. Margir hverjir verða sendir aftur úr landi. En hvað finnst Yassin um kerfi sem stuðlar að því að fólk eins og hann búi við skert mannréttindi svo árum skipti? „Það er ekki hægt að segja að stjórnvöld viti ekki hvað sé að gerast. Þjóðverjar vita hvað er að gerast á Möltu. Ítalir vita hvað er að gerast á Möltu. Frakkar vita hvað er að gerast á Möltu. Norðmenn vita. Finnar vita. Svíar vita. Við erum með fjölmiðla, við lifum á 21. öldinni. Það vita allir hvað er að gerast á Möltu en þetta er eitthvað sem evrópskar þjóðir samþykkja að gera við okk- ur. Við forðuðum okkur frá borgara- styrjöld í heimalandinu og nú sitjum við uppi landlaus og réttindalaus.“ Biður fólk um að vakna Yassin segist ekki hafa kosið sér líf flóttamannsins. Ef lýðræðislega kjörin ríkisstjórn væri í Sómalíu og mannréttindi virt þar myndi hann helst af öllu vilja vera þar með fjöl- skyldu sinni: „Börnin mín, konan mín og bróðir minn eru í Sómalíu. Þau búa við stríð hvern einasta dag. Líttu á fréttirnar í dag. 17 manns dóu í Mógadisjú á einum degi. Gleymdu öllum öðrum dögum, þau búa í eyðileggingarlandi. Ég er ekki flótta- maður sem er að leita að lífi, ég er flóttmaður sem er að leita að fólkinu mínu, ég þarf fólkið mitt.“ Yassin segir að nú sé honum ljóst að mannréttindahugtakið risti ekki djúpt í Evrópu: „Hver segir að þessi þjóð beri virðingu fyrir mannrétt- indum? Þegar konan frá Útlend- ingastofnun sagði mér að þau vissu hvað væri að gerast á Möltu en ég yrði samt sendur þangað, þá vissi ég að þetta snýst ekki um mannrétt- indi. Öllum er sama um mannrétt- indi. Allir eru að hugsa um sjálfa sig. Fólkið hérna er mjög vinalegt en það verður að líta dýpra og sjá hvernig komið er fram við okkur, hvernig við lifum. Fólk þarf að sjá hvers vegna við erum hér.“ Yassin segir að ef fólki sé annt um mannréttindi þurfi það að taka af- stöðu og segja: „Þetta er rangt. Lok- ið þessum varðhaldsbúðum. Ef fólk kemur, leyfið þeim að lifa eins og í öðrum löndum.“ „Ég bið Evrópubúa og ríkisstjórn- ir að sjá hvernig komið er fram við hælisleitendur í Evrópu og hvern- ig við lifum. Ég óska þess að Íslend- ingar sem og aðrir Evrópubúar vakni og fari að berjast fyrir mannréttind- um. Við erum ekki dýr.“ „DREPA MIG EF ÉG KEM AFTUR“ Dómsmála- og mann- réttindaráðherra hefur ákveðið að stöðva að svo stöddu endursendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar. Þessi ákvörðun var tekin í ljósi nýrra tilmæla Mannréttindadómstóls Evr- ópu til Noregs og breytinga á afstöðu norskra stjórnvalda í kjölfar þeirra. Umsóknir um hæli sem ella bæri að taka til efnismeðferðar í Grikklandi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar verða því afgreiddar hér á landi þar til annað verður ákveðið. Aðstaða hælisleitenda á Ítalíu og Möltu hefur einnig verið gagnrýnd en vegna legu landanna eru þau fyrsti viðkomustaður fjölda flóttamanna. „Við höf- um áhyggjur af ástandinu á Möltu, við vitum að það er ekki gott,“ segir Atli Viðar Thorstensen, fulltrúi Rauða krossins á Íslandi, í samtali við DV. Hann segir þó að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki gefið út sambærileg tilmæli varðandi Möltu og því hafi ekki verið tekið fyrir endursendingar á hælisleitendum þangað. Deilur ríkisstjórna Ítalíu og Möltu hafa vakið athygli en löndin hafi lengi deilt um það hvorri þjóðinni beri að bjarga flóttamönnum sem eru í lífsháska á hafi úti. Árið 2009 endaði þetta illa en 70 afrískir hælisleitendur týndu lífi vegna þess að hvorug þjóðin taldi sig bera ábyrgð á að þeim yrði bjargað. ENGINN SENDUR TIL GRIKKLANDS Og fólk segir: „Við eigum okk- ur ekkert líf, það er eng- in leið héðan, Evrópa ákveður þetta allt fyrir okkur. Einn af mörgum Yassin Hassan er einn af fjölmörgum sem flúið hafa borgarastyrjöldina í Sómalíu. MYND EGGERT JÓHANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.