Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Side 22
22 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR DV1010274065 REUTERS MYNDIR SEM SENDAR VORU Á UMBROT@DV.IS - HVER MYND BER MYNDATEXTA Á ENSKU -KORT AF EVRÓPU OG AFRÍKU. STRIKA LEIÐ YASSINS FRÁ SÓMALÍU TIL ÍSLANDS. KARL MEÐ PENINGA Í LÍBÍU. KARL MEÐ PENINGA Á MÖLTU. KARL MEÐ PENINGA Á ÍSLANDI- Yassin, 32 ára Sómali, hefur ferðast yfir hálfan hnöttinn í leit að hæli fyrir sig og fjölskyldu sína. Hann segist vera orðinn langþreyttur á því meinta ofbeldi sem hælisleitendur í Evrópu mega þola. Hann kom til Íslands fyrir sex vikum en verður að öllum líkindum sendur aftur til Möltu á grundvelli Dyflinnar- samkomulagsins. Hann borgaði sem svarar til 230 þúsunda króna fyrir fölsuð skilríki til þess að komast til landsins. „Við borguðum líbískum manni 900 dollara hvert fyrir að flytja okkur yfir hafið. Hann á marga báta og gerir út á það að flytja flóttamenn frá Afr- íku og yfir til Evrópu. Eftir þriggja daga siglingu með fjörutíu manns á bátnum komum við loks til Möltu og báðum um hæli. Það fyrsta sem lögreglan gerði var að taka fingraför af okkur, eftir það var okkur komið fyrir í varðhaldsbúðum [e. detention center].“ Svo mælir Yassin Hassan Yass- in, sem er 32 ára gamall Sómali, einn af þúsundum flóttamanna sem sóttu um hæli á Möltu af mannúð- arástæðum árið 2009. Árlega fer fjöldi fólks yfir Miðjarðarhafið á illa búnum bátum og freistar þess að koma undir sig fótunum í Evrópu. Fjöldi hælisleitenda er hvergi meiri í heiminum en á Möltu, sé miðað við höfðatölu, og hafa stjórnvöld biðl- að til annarra ríkja um aðstoð vegna þessa. Mannréttindastofnun Sam- einuðu þjóðanna hefur sakað Möltu um að standa ekki við alþjóðlegar skuldbindingar þegar kemur að því að vernda mannréttindi hælisleit- enda. Yassin var, eins og mörgum þeim sem fara þessa leið, haldið í lokuð- um varðhaldsbúðum á Möltu fyrsta árið. Nú um stundir er hann hér á landi og heldur til á Fit Hostel í Njarðvík, þar sem hann bíður þess að fá svar frá Útlendingastofnun varðandi umsókn hans um hæli hér á landi, en hann flúði hingað stuttu eftir að hann losnaði úr búðunum. Blaðamaður DV ræddi við hann um ástandið í heimalandinu Sóm- alíu, ferðalagið yfir hálfan hnöttinn, aðstæður hælisleitenda í Evrópu, og lífið í einum af hinum fjölmörgu varðhaldsbúðum álfunnar, Hal Far- varðhaldsbúðunum: Of margar spurningar „Umhverfis okkur var stór veggur og umhverfis hann var gaddavírsgirð- ing og umhverfis hana var önnur gaddavírsgirðing. Blaðamenn mega koma að ystu gaddavírsgirðingunni en þeir mega ekki koma að þeirri næstu vegna þess að þar eru stórir hundar. Á daginn eru 16 hundar á verði í kringum búðirnar en á næt- urnar eru þeir 22. Þeir gefa þér rúm og teppi og mánaðarlega gefa þeir þér sápu svo þú getir þvegið þér og fötin þín. Þú getur ekki hringt í fjöl- skylduna. Þú getur ekki farið út. Þú getur ekki spilað fótbolta. Það eina sem þú getur gert er að sofa og borða. Þú spyrð lögreglumennina hvers vegna þú sért í haldi og þeir segja þér að það sé vegna þess að þú spyrjir of margra spurninga, þú spyrð þá aftur og þeir láta hundinn urra á þig, ef þú heldur áfram að spyrja taka þeir þig og setja í lítið herbergi þar sem þú sérð ekkert. Þar verðurðu að standa vegna þess að þar er of lítið pláss til þess að setjast. Þú getur ekki farið á klósettið. Þú færð vatn á þriggja tíma fresti. Þarna ertu látinn dúsa í 28 tíma þar til þér er sleppt, en þá eru fæturnir svo dofnir að þú getur ekki staðið. Ég man að ég hugsaði stund- um: Er þetta Evrópa í dag?“ Pabbi dæmdur til dauða Yassin er fæddur og uppalinn í Sóm- alíu, en hann starfaði á munaðar- leysingjahæli föður síns þegar bók- stafstrúaðir íslamistar komust til áhrifa í landinu. „Þeir kölluðu sig íslamska réttinn,  í dag kallast þeir Al-Shabaab,  þeir vildu gera Sóm- alíu að bókstafstrúuðu íslömsku ríki. Árið 2006 tóku þeir yfir höfuð- borgina Mógadisjú og í kjölfarið bönnuðu þeir alþjóðlegar hjálpar- stofnanir eins og UNICEF og Rauða krossinn. Þeir sökuðu stofnanirnar um að koma með peninga kristinna Vesturlandabúa inn í landið. Sam- tökin hans pabba voru háð styrkj- um frá Evrópulöndum þannig að þeir komu heim til hans og sögðu honum að hann yrði að hætta. Pabbi bað þá um að sanna tengsl samtak- anna við kirkjuna en þeir sögðu að ef hann hætti ekki myndu þeir drepa hann.“ Yassin segir þá feðga hafa haldið uppteknum hætti og ekki látið hót- anirnar stöðva sig. Sjálfur eigi hann konu og tvö börn, og hafi þess vegna þurft að sjá fjölskyldunni farborða. Eftir ítrekaðar hótanir var pabbi hans dreginn fyrir Al-Shabaab-rétt- inn og dæmdur til dauða. „Áður en þeir drápu pabba komu þeir aftur heim og leituðu að mér. Ég var ekki heima en Awed Hassan, yngri bróðir minn, var það og þeir skutu hann í brjóstið. Þegar ég frétti af því vissi ég að ég þyrfti að flýja. Það væri engin leið fyrir mig að snúa aftur til Sóm- alíu fyrr en lýðræðislega kjörin rík- isstjórn væri búin að ná völdum. Þessir menn voru að leita að mér og dræpu mig ef ég kæmi aftur þangað. Þannig að ég lagði af stað.“ Á heima- síðunni globalsecurity.org  segir að á bilinu 350 þúsund til ein milljón Sómala hafi látist í átökum sem geis- að hafa í landinu frá árinu 1991. Þá hefur hálf milljón flúið land, líkt og Yassin. Gist í tjöldum og gámum Móðir Yassins seldi lítinn landskika og peningana notaði hann til þess að flýja land. Hann byrjaði á því að fara til Eþíópíu en þar eru mann- réttindi hælisleitenda lítil sem eng- inn svo hann hélt áfram til Súdan. Þar hefur ríkt borgarastyrjöld í 22 ár þannig að hann hélt áfram til Líbíu. Þar var honum sagt að væri hann ekki með vegabréf yrði hann að fara aftur til Sómalíu. En þá ákvað hann að flýja yfir til Evrópu. Yassin borgaði sem fyrr segir 900 dollara fyrir bátsferðina yfir haf- ið, en hún tók þrjá sólarhringa. Við komuna til Möltu var honum kom- ið fyrir í varðhaldsbúðum á með- an verið var að vinna úr máli hans. Yassin segir að í varðhaldsbúðun- um hafi verið komið fram við fólk eins og það væri dýr, og ekki hafi ástandið batnað neitt sérstaklega þegar honum var sleppt þaðan. Eft- ir að hafa verið í lokuðum búðum í ár var honum komið fyrir í svoköll- uðum opnum varðhaldsbúðum. Þar eru hælisleitendur frjálsir ferða sinna og fá gistiaðstöðu í tjöldum og gámum. Yassin segir að það sé nánast ómögulegt fyrir flóttamenn á Möltu að fá vinnu, enda fái þeir ekki atvinnuleyfi og þurfi því að reyna að vinna fyrir sér á svarta markaðn- um. Til að byrja með vann hann sér inn nokkra dollara á dag með því að þrífa kirkjurúður og annað tilfall- andi, en eftir tvo mánuði fór hann að hugsa sér til hreyfings. Hræðilegt ástand En hvernig upplifði Yassin vistina á Möltu og ástandið hjá öðrum hælis- leitendum. „Það sem þú upplifir er að fólk verður geðveikt. Það er verið að fara með fólk á spítalann á hverj- um degi. Áður en ég fór fyrirfóru tveir hælisleitendur sér vegna þess að þeir vissu ekkert hvert þeir áttu að fara eftir að umsókn þeirra hafði verið hafnað. Það sem þú upplifir er að þú sérð fólk drekka áfengi hverja einustu nótt og þú spyrð hvað það sé eiginlega að gera, hvers vegna það sé að eyðileggja líf sitt? Og fólk svara- ar: „Við eigum okkur ekkert líf, það er engin leið héðan, Evrópa ákveð- ur þetta allt fyrir okkur. Við getum ekki farið aftur til Sómalíu, þannig að hvað eigum við að gera? Þetta er það eina sem við höfum.“ Þú upplifir fullt af hlutum. Sem dæmi þá upp- lifir þú að sjá móður sem á tveggja ára barn hinum megin girðingarinn- ar, móður sem hrópar yfir til dóttur sinnar á hverju kvöldi af því að hún var tekin frá móður sinni og færð yfir í opnu búðirnar. Klikkaðar sögur. En það fyrsta sem þú þarft að hugsa er: Komdu þér í burtu! Farðu og finndu þér annan stað. Það hlýtur að vera til betra líf en þetta.“  Á vefsíðu Human Rights Watch er sérstaklega fjallað um aðbúnað hæl- isleitenda á Möltu. Þar segir að árið 2009 hafi ríkisstjórn Möltu haldið áfram að halda hælisleitendum, þar á meðal munaðarlausum börn- um, óléttum konum og heilsulitlu fólki, til langs tíma í varðhaldsbúð- um. Tafir við vinnslu hælisumsókna og skortur á aðgangi að lögfræðiað- stoð er einnig viðvarandi. Útsendar- ar Sameinuðu þjóðanna heimsóttu landið í janúar 2009 og komust að þeirri niðurstöðu að stefna lands- ins í málefnum hælisleitenda sam- ræmdist ekki alþjóðalögum og var ástandið í tvennum varðhaldsbúð- um sagt hræðilegt.  Atli Viðar Thorstensen, fulltrúi Rauða krossins á Íslandi, segir að það sem hafi verið sérstaklega gagn- rýnt á Möltu sé slæmur aðbúnaður í flóttamanna- og varðhaldsbúðum og þá sérstaklega skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá hafa lækn- ar án landamæra fullyrt að aðbún- aður á Möltu sé óásættanlegur. Níu óháð hjálparsamtök hafa biðlað til yfirvalda á Möltu um að vekja máls á kynþáttaofbeldi í landinu eftir að ráðist var á tvo Sómala í júlí 2009 með þeim afleiðingum að þeir end- uðu á spítala. Íslandsförin Yassin borgaði 1.500 evrur fyr- ir fölsuð skilríki til þess að komast til Íslands. „Það er fólk sem býður þér aðstoð við að komast til ann- arra Evrópuríkja. Ég borgaði manni 500 evrur fyrirfram og 1.000 evrur við komuna til Íslands. Hann bjó til skilríki fyrir mig, hann gerði allt. Ég þurfti ekki að gera neitt. Þú læt- ur bara eins og þú sért heyrnarlaus „DREPA MIG EF ÉG KEM AFTUR“ Sómalía Líbía Ísland Malta LEIÐ YASSINS FRÁ SÓMALÍU TIL ÍSLANDS Þú spyrð lög-reglumennina hvers vegna þú sért í haldi og þeir segja þér að það sé vegna þess að þú spyrjir of margra spurn- inga, þú spyrð þá aftur og þeir láta hundinn urra á þig, ef þú heldur áfram að spyrja taka þeir þig og setja í lítið herbergi þar sem þú sérð ekkert. Við forðuðum okkur frá borg- arastyrjöld í heima- landinu og nú sitjum við uppi landlaus og réttindalaus. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.