Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 39
föstudagur 5. nóvember 2010 bækur 39
Neyðarlagadeginum gleyma líklega fáir Íslendingar sem komnir eru á legg. Mánu-dagurinn 6. október 2008.
Ein helsta niðurstaða fundahalda
undangenginnar helgar var umfangs-
mikil lagasetning, svokölluð neyðar-
lög sem byggðust á frumvarpsdrögum
sem Fjármálaeftirlitið hafði undirbú-
ið, en fáir vissu af.
Vorið 2008 var þegar hafin vinna
Fjármálaeftirlitsins og viðskipta- og
fjármálaráðuneyta við að undirbúa
viðbrögð með lagasetningu ef til þess
kæmi að fjármálakreppan harðnaði.
Fyrir kerfishruni óraði engan þá, en
nú kom sá undirbúningur sér vel.
Stærstur hluti laganna heyrði und-
ir viðskiptaráðuneytið en hluti undir
fjármálaráðuneytið. Þegar málið tók
á sig mynd frumvarps til laga þenn-
an mánudag var því um svokallað-
an bandorm að ræða, frumvarp sem
náði yfir mörg málasvið. Þar með var
eðlilegt að forsætisráðherra mælti fyr-
ir frumvarpinu á þingi, en ekki fagráð-
herra viðskipta eða fjármála. Þannig
er hefðin með mikilvæga lagaband-
orma.
Vildi að Björgvin flytti
frumvarpið
Geir lagði samt til að ég flytti frum-
varpið og mælti fyrir því. Öðrum ráð-
herrum sem þátt tóku í aðdragand-
anum þótti það ekki rétt. Um væri að
ræða svo stórt og afdrifaríkt mál að
ekki væri tækt annað en að forsætis-
ráðherra sjálfur mælti fyrir því. Sjálf-
ur var ég til í að flytja málið, en Össuri
þótti fráleitt að láta ungan fagráðherra
um þessa pólitísku sprengju sem
hann auðvitað skynjaði að gæti ver-
ið stórhættuleg. Þú flytur þetta mál,
Geir, sagði hann ákveðinn. Annað er
ekki sæmilegt. Þetta eru neyðarlög og
allt getur farið á annan endann, bætti
hann við.
Niðurstaðan var sú að Geir flutti
frumvarpið, en fyrst var komið að
honum að ávarpa þjóðina í beinni út-
sendingu.
Geir gagnrýndur
Atgangurinn og spennan í þinghús-
inu var mikil. Fjölmiðlar lágu auðvit-
að ekki á heimsendaspádómum eins
og efni stóðu til miðað við stígand-
ina í hörmulegri atburðarás. Fæstir
vissu hvað var nákvæmlega að gerast
og ennþá síður hverjar afleiðingarnar
yrðu.
Þingflokkur Samfylkingarinnar var
að mestu samankominn í þingflokks-
herberginu á meðan Geir flutti ávarp
sitt í sjónvarpinu. Hann talaði ekki
beint út um hvaða banki væri að falla
né með hvaða afleiðingum. Mörgum
þingmönnum fannst hann of óskýr og
menn supu hveljur yfir því að forsæt-
isráðherra notaði orðið þjóðargjald-
þrot í ávarpinu. Engu okkar hafði til
hugar komið að þjóðargjaldþrot væri
hugsanlegt. Fyrir þetta var hann gagn-
rýndur í þingflokknum dagana á eftir.
Óvissa um framhaldið
Eftir fundinn var þinghúsið fullt af fjöl-
miðlafólki. Við gengum á milli þeirra
til þess að freista þess að útskýra fyrir
þjóðinni hvað væri að gerast og hverj-
ar afleiðingarnar yrðu. Ávarp Geirs
hafði verið nokkuð loðið og fjölmiðla-
mennirnir skildu ekki nákvæmlega
hvað hann var að fara.
Voru allir bankarnir að hrynja og
hvað með spariféð? var spurt í óvissu
og örvæntingu. Þarna var ekki ljóst
hvaða bankar lifðu af og auðvitað gat
Geir ekki dæmt þá lifandi eða dauða,
og því stóðu efni til þess hvernig hann
háttaði ávarpi sínu. Við ráðherrarnir
reyndum að skýra myndina fyrir al-
menningi eftir því sem á leið. Hvað
yrði varið, sparifé, íbúðalán og allt
sem laut að brýnustu hagsmunum al-
mennings.
Hágrátandi út af
peningamarkaðssjóðunum
Stórri spurningu var þó ósvarað:
Hvað með peningamarkaðssjóðina?
Tugþúsundir áttu sparifé í þeim og
sá sparnaður upp á hátt í tvö hundr-
uð milljarða króna var í fullkominni
óvissu. Þetta var eitt erfiðasta úrlausn-
arefni næstu vikna og góð ráð voru
dýr.
Eftirminnilegt atvik frá neyðar-
lagakvöldinu tengdist þessu beint og
hafði mikil áhrif á mig. Einstæð móðir
með tvö börn, ung kona sem ég kann-
aðist við úr starfi Samfylkingarinnar,
hringdi í mig. Ég var að stökkva upp
stigann í þinghúsinu, úr þingflokks-
herberginu upp í sal til þess að tala í
1. umræðu um neyðarlögin. Fyrir al-
gjöra tilviljun svaraði ég í símann. Í
honum var unga konan í miklu upp-
námi. Hún hafði ekki skilið annað á
ávarpi forsætisráðherra stundu áður
en að allt væri fallið og allt fé tapað.
Hún hafði nýverið selt íbúðina sína.
Var að leita að nýrri og leigði í milli-
tíðinni. Hafði sett sparnaðinn og al-
eiguna, 20 milljónir, inn í peninga-
markaðssjóð Landsbankans að hans
ráði. Er allt farið? hrópaði hún á mig
hágrátandi.
Vertu róleg, sagði ég við hana, ekk-
ert er tapað fyrirfram. Við verðum að
sjá til og vona það besta í uppgjöri
bankanna, bætti ég við og fann að ég
náði aðeins að slá á óttann sem hafði
gripið hana. Þetta var fyrsta samtal af
hundruðum næstu vikur og mánuði
frá örvæntingarfullu fólki sem taldi sig
hafa tapað öllu og sumt verra en það.
Í kjölfar neyðarlaganna varð að
taka fjölmargar lykilákvarðanir án
þess að mikið tóm gæfist til þess að
ígrunda þær. Meðal þeirra var skipun
bráðabirgðastjórna bankanna eftir að
þeir voru endurreistir hver af öðrum.
Þær voru hugsaðar til nokkurra daga
og í mesta lagi vikna á meðan var ver-
ið að koma skikki á hlutina. Að sama
skapi voru þær mikilvægar enda urðu
bankarnir strax að verða starfhæfir.
Bráðabirgðastjórnanna biðu margar
ákvarðanir um afdrif stórra fyrirtækja
og ekki síður uppgjör peningamark-
aðssjóðanna.
Styrinn um sjóðina
Ákvörðun nýrra stjórna bankanna um
að slíta og gera í kjölfarið upp pen-
ingamarkaðssjóðina var mjög mikil-
væg, en varð bæði umdeild og hulin
þoku rangfærslna og þvælu. Sjóðun-
um var slitið á markaðslegum for-
sendum, sem byggðar voru á mati
tveggja óháðra aðila á eignum þeirra.
Oft var því haldið fram að ég hefði
fyrirskipað upplausn sjóðanna á
ákveðnum forsendum og nokkrir fjöl-
miðlamenn eltu mig mánuðum sam-
an með það mál. Því fór fjarri að svo
væri enda kostaði þetta uppgjör ríkið
ekki krónu eins og fram hefur komið í
skriflegu svari á Alþingi. Ég veit heldur
ekki af hverju í veröldinni ég hefði átt
að gera það, eigandi enga hagsmuna
að gæta annarra en að tryggja að rétt-
látlega og sanngjarnt væri að málum
staðið.
Hins vegar biðu hátt í fimmtíu þús-
und Íslendingar á milli vonar og ótta
um afdrif sjóðanna sem þeir höfðu
lagt sparnað sinn í og þeirri óvissu
skipti máli að eyða. Ég spurðist strax
fyrir um stöðu sjóðanna og í ljós kom
að hún var misjöfn. Hægt væri að slíta
þeim og borga fólki út allt frá 60% af
eign þess upp í tæp 90%, að talið var á
þessum tíma. Því var ákveðið að FME
mælti fyrir um slit sjóðanna og að
uppgjör þeirra skyldi byggjast á áliti
tveggja óháðra aðila. Í kringum þessi
slit og uppgjörið varð mikið fjaðrafok
og átök. Það mæddi því mjög á bráða-
birgðastjórnum bankanna að standa
vel og réttilega að málum.
Sífelldum ósannindum var síðan
dreift um uppgjör sjóðanna mánuð-
um saman. Hæst náði það með full-
yrðingum í blöðum um að það hefði
kostað ríkið 200 milljarða að slíta sjóð-
unum vegna pólitískra tilmæla frá
mér og fleirum. Við reyndum að koma
staðreyndum á framfæri, en þær týnd-
ust í þvarginu og sívaxandi tilhneig-
ingu fjölmiðla að álíta allt, sem frá
stjórnvöldum kæmi, ýmist ósannindi
eða spuna.
Sannleikurinn kemur þó alltaf
fram um síðir. Hið rétta um slit pen-
ingamarkaðssjóðanna kom fram einu
og hálfu ári síðar í svari fjármálaráð-
herra, Steingríms J. Sigfússonar, til
Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar, um að
kostnaður ríkissjóðs vegna uppgjörs
sjóðanna var enginn.
Leitaði til góðvinar sem lést
skömmu síðar
Þegar komið er í slíkan fellibyl leit-
ar maður eðlilega fyrst til þeirra sem
maður hefur kynnst í lífinu og treyst-
ir best. Einn þeirra var Guðjón Ægir
Sigurjónsson lögfræðingur á Selfossi.
Hann var gamall vinur minn sem ég
treysti í hvívetna. Þegar við vorum að
manna nýja stjórn Glitnis hringdi ég
í Guðjón seint um kvöld og bað hann
að taka sæti í stjórninni. Hann sagði
strax já enda vissi hann manna best
að miklu skipti að þetta gengi greitt
fyrir sig. Guðjón reyndist mér síðan
einstaklega vel sem ráðgjafi og vinur
næstu mánuði á eftir. Ég átti við hann
mörg samtöl til þess að fá góð ráð og
glöggva mig á aðstæðum, sem oft voru
æði flóknar.
Sá hörmulegi atburður varð síðan
í byrjun janúar 2009 að Guðjón Ægir
lést í skelfilegu umferðarslysi rétt fyr-
ir utan Selfoss, daginn eftir 38 ára af-
mæli sitt. Þetta var reiðarslag sem
hafði satt að segja talsverð áhrif á þá
ákvörðun mína að segja af mér emb-
ætti skömmu síðar. Eftir því sem vik-
unum frá hruni fjölgaði og álagið og
ágangurinn jókst fann ég glöggt hvaða
toll þetta var að taka.
*Stytt útgáfa af kafla í bókinni um
setningu neyðarlaganna. Millifyrir-
sagnir eru samdar af ritstjórn.
„Er ALLT FArIÐ?“
Í bók Björgvins G. Sigurðssonar eru
dramatískar lýsingar á setningu neyðarlag-
anna í bankahruninu 2008. samfylkingar-
fólk gagnrýndi Geir H. Haarde fyrir orða-
val í ávarpi sínu til þjóðarinnar. geir vildi
að Björgvin flytti neyðarlagafrumvarpið en
Össuri Skarphéðinssyni þótti það fráleitt.
Björgvin fékk símtal frá hágrátandi konu
sem óttaðist að missa aleiguna sem hún
hafði sett í peningamarkaðssjóð.
Össuri þótti fráleitt að láta
ungan fagráðherra
um þessa pólitísku
sprengju.
Tveimur dögum síðar Geir H.
Haarde og Björgvin G. Sigurðsson
sjást hér á blaðamannafundi í Iðnó
þann 8. október 2008, tveimur dög-
um eftir setningu neyðarlaganna.
Björgvin lýsir setningu neyðarlag-
anna í ítarlegu máli í bók sinni.