Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 5. nóvember 2010 föstudagur „Hann var einstaklega falleg sál“ n Íslendingurinn sem lést þegar hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi aðfaranótt laugardags hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987 og því 23 ára gamall þegar hann lést. Kjartan bjó í Noregi ásamt unn- ustu sinni en þau fluttu þangað í janúar á þessu ári ásamt syst- ur Kjartans og vinkonu þeirra. Þau vildu skipta um umhverfi og ákváðu því að freista gæfunnar í Noregi. „Hann var búinn að vinna tímabundið á nokkrum stöðum í Nor- egi áður en hann fékk hjá fastráðningu hjá Arctic Trucks fyrir fimm vikum og hann var mjög ánægður þar,“ segir Elín Björg Birgis- dóttir móðir Kjartans. „Hann hafði verið að skemmta sér með nýju vinnufélögunum sínum og var á leið heim.“ Þetta má ekki gerast n Ef fram fer sem horfir verða hjónin Ein- ar Jónsson og Guðrún Pétursdóttir aðskil- in vegna fyrirhugaðrar lokunar á legudeild Sundabúðar á Vopna- firði. Einar er 96 ára gamall og þarf að flytja í annað sveitarfélag til þess að fá umönnun. Hann er bjartsýnn og segist ekki hafa trú á því að þau verði aðskilin. Þau hafa verið gift í 60 ár. „Ég veit ekki hvert afi verður sendur, líklega eitthvert innan austurlands en það er mik- ill samhugur í fólki að stand vörð um elli- heimilið,“ segir Una Björk Kjerúlf, ung kona sem vakti athygli á áhrifum niðurskurð- ar í heilbrigðiskerfinu á Vopnafirði með skrifum sínum. Þar lýsir hún því hvernig afi hennar, Einar Jónsson, þurfi líklega að flytja í annað bæjarfélag og burt frá eiginkonu sinni ef af fyrirhugaðri lokun á legudeild Sundabúðar á Vopna- firði verður. Heiðar már til rannsóknar n Heiðar Már Guðjóns- son, fjárfestir og einn af hugsanlegum kaupend- um trygg- ingafélags- ins Sjóvár, ætlaði líklega að festa kaup á félaginu með aflandskrónum, íslenskum krónum sem keyptar eru á aflands- markaði. Slík viðskipti með gjaldeyri ganga út á að menn kaupa gjaldeyri á lægra verði á aflandsmarkaði í útlöndum en í landinu þar sem viðkomandi gjaldmiðill er notaður. Algengt er að menn geti sparað sér 10 til 40 prósent af verði gjaldeyris með því að kaupa hann á aflandsmarkaði. Seðlabankinn er stærsti núverandi hluthafi Sjóvár og á eftir að skrifa upp á söluna á tryggingafélaginu til Heiðars Más og viðskiptafélaga hans. Viðskiptin áttu að ganga þannig fyrir sig að íslenskt eignarhaldsfélag Heið- ars Más, Ursus capital ehf., gæfi út skuldabréf sem erlendur aðili keypti síðan með aflandskrónum, sem Heiðar Már á væntanlega erlendis. Þannig hefði aflandskrónunum verið komið til landsins á löglegan hátt þar sem undanþága hefur verið fyrir slík viðskipti í reglum Seðlabankans um gjald- eyrismál. 2 3 1 Kjartan varð fyrir lest í noregi: mánudagur og þriðjudagur 1. – 2. nóvember 2010 dagblaðið vísir 126. tbl.100. árg. – verð kr. 395 kardashian lögð í einelti: n fjórði hver norðurlandabúi vill samnorrænt ríki n ólafur stefán er bókstafstrúarmaður steinþór baldursson hættir hjá vestia: fær 8 milljónir frá almenningi n skilaði tapi og er leystur út með eingreiðslu „ÉG VAR SÖGÐ FEIT OG LJÓT“ sameinað ríki norðurlanda hraðbraut: BAUÐST TIL AÐ HÆTTA „FLATEYR- INGAR ERU Í SJOKKI“ fréttir 11 neikvæð ávöxtun: PENINGARNIR BRENNA UPP Í BANKANUM neytendur 14–15 bylting í erfðatækni: VÍSINDA- MENN RÆKTA LIFUR erlent 16–17 fréttir 10 „ALLAH OPNAÐI HJARTA MITT“ fréttir 12 fréttir 3 sviðsljós 28–29 fréttir 6 n hóf nÝtt líf í noregi n virðist hafa misst eitthvað á teinana n móðir kjartans: „einstaklega falleg sál“ „VAR BARA HRÆÐILEGT SLYS“ fréttir 4 Kjartan Björnsson F. 4 . j ú n í 1 9 8 7 – D . 3 0 . o k t ó b e r 2 0 1 0 Hjón um nírætt fórnar- lömb niðurskurðar: miðvikudagur og fimmtudagur 3. – 4. nóvember 2010 dagblaðið vísir 127. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 LÍfSStÍLL 22–23 „þetta MÁ eKKI GeRaSt“ fréttir 6 n „Óréttmætar SkuLdir“ Heimavarnarliðið ver Hús: SKULDaÐI 50 MILLJÓNIR Í YFIRDRÁtt ÁRIÐ 2007 n krabbameinSvaLdandi mengun vegna Lagna vatnið getur Skaðað Þig neytendur 14–15 FRÆGa FÓLKIÐ SKILUR fÓLkið 27 LIFIR ÞÚ LÍFINU? fréttir 4 seðlabankinn: VIÐSKIPtI HeIÐaRS Í RaNNSÓKN fréttir 2–3 n ÓtrúLegar fráSagnir af fram- komu knattSpyrnuStjÓra Stoke niðurLægir ÍSLendinga Sport 24–25 STURLA SNÝR AFTUR n bakið gaf Sig Í noregi fÓLkið 26 n 60 ára Sambúð gæti Lokið vegna niðurSkurðar 2 fréttir 3. nóvember 2010 miðvikudagur Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og einn af hugsanlegum kaupend- um tryggingafélagsins Sjóvár, ætlaði líklega að festa kaup á félaginu með aflandskrónum, íslenskum krónum sem keyptar eru á aflandsmarkaði. Slík viðskipti með gjaldeyri ganga út á að menn kaupa sér gjaldeyri á lægra verði á aflandsmarkaði í út- löndum en í landinu þar sem við- komandi gjaldmiðill er notaður. Algengt er að menn geti sparað sér 10 til 40 prósent af verði gjaldeyris með því að kaupa hann á aflands- markaði. Seðlabankinn er stærsti núverandi hluthafi Sjóvár og á eftir að skrifa upp á söluna á tryggingafé- laginu til Heiðars Más og viðskipta- félaga hans. Viðskiptin áttu að ganga þannig fyrir sig að íslenskt eignarhaldsfé- lag Heiðars Más, Ursus capital ehf., gæfi út skuldabréf sem erlendur að- ili keypti síðan með aflandskrón- um, væntanlega sem Heiðar Már á erlendis. Þannig hefði aflands- krónunum verið komið til landsins á löglegan hátt þar sem undanþága hefur verið fyrir slík viðskipti í regl- um Seðlabankans um gjaldeyrismál. Skaðlegt fyrir þjóðina Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í sumar, en blaðið var fyrsti fjölmið- illinn til að greina frá þessum ætl- uðu krónuviðskiptum Heiðars Más og Ursus og fleiri félaga, ákvað Seðla- banki Íslands hins vegar að koma í veg fyrir að hægt væri að koma af- landskrónum til landsins með þess- um hætti. Umrædd undanþága var í reglunum um gjaldeyrismál til að liðka til fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi og til að auðvelda að af- landskrónum væri komið í umferð, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Und- anþágan var væntanlega ekki í regl- unum svo innlendir aðilar gætu notað aflandskrónur til að stunda viðskipti á ódýrari hátt hér á landi en með því að festa kaup á krónum á Ís- landi. „Seðlabankinn fetti fingur út í það að aðrir aðilar en erlendir væru að taka krónur inn í landið með þess- um hætti. Á meðan einungis erlendir aðilar stunduðu það að taka aflands- krónur inn með þessum hætti fannst Seðlabankanum það bara fínt til að fá þetta fjármagn hingað inn. Svo hertu þeir reglurnar eftir að þeir komust að því að innlendir aðilar væru líka byrj- aðir að gera þetta,“ segir íslenskur bankamaður sem ekki vill láta nafns síns getið. Í frétt Viðskiptablaðsins kom enn frekar fram að eignarhalds- félögin hefðu ætlað að nota krónurn- ar til fjárfestinga hér á landi. Tekið skal fram að vegna áður- nefndrar undanþágu var ekki ólög- legt að taka krónur með þessum hætti hingað til lands en ef krónurn- ar hefðu verið keyptar hér á landi hefðu viðskiptin getað styrkt opin- bert gengi íslensku krónunnar. Þetta gerist hins vegar ekki ef um aflands- viðskipti með krónur er að ræða. Ef krónur eru keyptar í stórum stíl á af- landsmarkaði leiðir slíkt til styrking- ar krónunnar á viðkomandi markaði. Því má segja að aflandsviðskipti með krónur, sem síðar eru notaðar til fjár- festinga hér á landi, séu ekki í anda gjaldeyrishaftareglna Seðlabank- ans sem miða að því að styrkja gengi krónunnar hér á landi en ekki á af- landsmarkaði. Í svari Seðlabanka Íslands til DV um rannsóknina á fjármagnsflutn- ingunum segir að flutningur á af- landskrónum til landsins geti ver- ið skaðlegur fyrir alla landsmenn: „Flutningur á aflandskrónum til landsins er ógnun við stöðugleika í gengis- og peningamálum meðal annars sakir þess að þeim gæti ver- ið skipt á ný á álandsmarkaði með verulegum hagnaði á kostnað allra landsmanna.“ Viðræður á milli Heiðars Más og viðskiptafélaga hans við fyrirtækja- ráðgjöf Íslandsbanka, sem sér um söluna á Sjóvá, hafa staðið yfir um margra mánaða skeið. Viðræðurnar stóðu meðal annars yfir í sumar þeg- ar Ursus gaf út umrædd skuldabréf. Ekki er vitað til þess að Heiðar Már sé í öðrum fjárfestingarhugleiðingum hér á landi. Líkt og DV hefur greint frá á liðn- um vikum skipulagði Heiðar Már stórfellda skortsölu fyrirtækja Björg- ólfs Thors Björgólfssonar á íslensku krónunni og íslenskum hluta- og skuldabréfum í hagnaðarskyni á ár- inu 2006 auk þess sem hann tók stöðu gegn íslensku krónunni árið 2007 og tapaði á styrkingu hennar á árinu. Heiðar svaraði fréttaflutningi DV á þann veg að um áhættuvarn- ir hefði verið að ræða og að ætlunin hefði verið að verja fyrirtæki Björg- ólfs Thors fyrir gengislækkun ís- lensku krónunnar. Kanna brot á reglum Í frétt Viðskiptablaðsins kom einnig fram að Seðlabankinn væri að kanna hvort „reglur um gjaldeyrishöft hafi verið brotin þegar eignarhaldsfélög gáfu út skuldabréf sem hægt væri að kaupa fyrir aflandskrónur“, líkt og Heiðar Már gerði. Haft var eftir Má Guðmundssyni seðlabankastjóra að komið hefði í ljóst að einhver „mis- notkun“ væri í gangi á þessari und- anþágu frá reglunum um gjaldeyris- mál og að tekið yrði á þessum brotum ef þau teldust sönnuð. „Síðan hefur komið í ljós að það var einhver mis- notkun þarna,“ hafði blaðið eftir Má. Meðal annarra fyrirtækja sem Seðlabankinn var að skoða sam- kvæmt fréttinni var Magma Energy sem gaf út skuldabréf í apríl síðastlið- inn sem kaupa átti fyrir aflandskrónur sem síðar átti að nota til að fjármagna kaupin á HS Orku. Viðskiptablaðið hafði eftir Má að útlendingar mættu kaupa það sem þeim sýndist hér á landi og að engin höft væru á erlendri fjárfestingu. Hins vegar yrðu þeir „að skipta gjaldeyri yfir í krónur“ til að fjármagna kaup sín. Samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn DV um málið er þessi at- hugun á viðskiptunum ennþá í gangi: „Seðlabanki Íslands hefur mál eins og þau sem um er rætt í fréttinni til skoð- unar en ekki liggur fyrir niðurstaða þeirrar athugunar.“ Viðskipti tengd Heiðari Má hafa því verið til athug- unar í Seðlabankanum í meira en tvo mánuði. Skuldabréf fyrir hálfan milljarð Samkvæmt lista Verðbréfaskráningar Íslands um útgefin skuldabréf á árinu 2010 voru skuldabréf Úrsus ehf. gef- in út þann 21. júní 2010. Nafnverð á hverja einingu í skuldabréfaútgáfunni var ein milljón króna. Samkvæmt upplýsingum frá Verðbréfaskráningu voru gefnar út 490 einingar. Væntan- legt söluandvirði skuldabréfanna er því 490 milljónir króna. Verðbréfa- skráning getur hins vegar ekki gefið út hversu mikið af bréfunum hefur ver- ið keypt né hver keypti skuldabréfin. „Við getum eingöngu gefið upp mjög takmarkaðar upplýsingar um þessi viðskipti til þriðja aðila,“ segir starfs- maður Verðbréfaskráningar. Líklegt má telja að Heiðar hafi með þessum viðskiptum ætlað að koma með tæplega hálfan milljarð króna af aflandskrónum hingað til lands og að tilgangur hans hafi ver- ið að nota þessar krónur til að greiða fyrir hluta af hlutabréfum Seðla- banka Íslands og Íslandsbanka í Sjóvá . Seðlabankinn virðist hins veg- ar hafa stöðvað þessi viðskipti, líkt og önnur sambærileg. Má því ætla að Heiðar og Ursus þurfi að verða sér út um íslenskar krónur með öðrum hætti til að greiða fyrir hlutinn í Sjóvá ingi f. vilhjálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is HEIÐAR MÁR TIL RANNSÓKNARSeðlabankinn hefur rannsakað hvort heiðar már guðjónsson, og ýmsir aðrir fjárfestar, hafi brotið reglur um gjaldeyrisvið- skipti þegar þeir ætluðu að láta kaupa skuldabréf af íslenskum eignarhaldsfélögum sínum með aflandskrónum. Salan á Sjóvá til Heiðars og viðskiptafélaga hans hefur verið til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum en báðar stofnanirnar virðast hafa efasemdir um viðskiptin. Heiðar Már ætlaði líklega að koma með hálfan milljarð af aflandskrónum til landsins. nÍársreikningiUrsuscapitalehf.fyrirárið2009kemurframaðfélagiðskuldarHeiðarinærri98milljónirkróna.Þettaerlangstærstihlutiskuldafélagsinssemallsnemaum108milljónumkróna.Ekkiertekiðframhvernigþessiskuldertilkomin.AfársreikningnumaðdæmaerekkiaðsjáaðUrsusogHeiðarhafigefiðúteðaseltskuldabréfáárinu2009ogþvímáætlaaðskuldabréfaútboðiðísumarséhiðfyrstasemUrsusferímeðþessumhætti. StaðaUrsuseralmenntséðágæt.Félagiðskilaðihagnaðiuppárúmamilljónífyrra.Eigiðféfélagsinsnemur99,9milljónum.Áhættufjármunirfélagsinsnemanærri190milljónum,þaraferuverðbréfoghlutabréfstærstihlutinn,ogheildar-eignirfélagsinserutæplega208milljónirkróna.Skuldirnareru,líktogáðursegir,um108milljónirkrónaogeruaðmestuviðHeiðarsjálfan. Skuldar Heiðari nærri 100 milljónir nSérfræðingurígjaldeyrismálumsemDVræddi viðsegiraðviðskiptimeðkrónuráaflandsmarkaði (off-shore)hafiveriðmjögalgengáðurenSeðla- bankiÍslandshertireglurumgjaldeyrisviðskiptií kjölfarbankahrunsinsárið2008.Hannsegiraðtvö gengiséuákrónunni:opinbertgengi(on-shore)og svogengiðáaflandsmarkaði.Hannsegiraðviðskipti meðkrónuráaflandsmarkaðistyrkigengiðáþeim markaðienleiðihinsvegartilþessaðfyrirvikið styrkistopinbertgengikrónunnarekki. nSérfræðingurinnsegiraðmarkmiðSeðlabankaÍslandsmeðgjaldeyrishaftalög-unumhafiveriðaðreynaaðstyrkjagengikrónunnará„on-shore“-markaðnumogslíkviðskiptimeðkrónunaáaflandsmarkaðigrafivissulegaundanþessariviðleitni.Þvímásegjaaðkrónuviðskiptiáaflandsmarkaðifarigegnanda gjaldeyrishaftalaganna.Seðlabankinnviljihelstaðöllviðskiptimeðkrónunafariframá„on-shore“-markaðnum.Hinsvegarséerfittaðeigaviðslíkaviðskiptahættiþarsemekkiséólöglegtaðkaupakrónuráþennanhátt. Hannsegiraðfyrirtækigetisparaðsér10til40prósentákaupverðigjaldeyrismeðþvíaðkaupahannáaflandsmarkaði.Fyrirtækisemþurfaaðkaupasérkrónurgetaþvísparaðsérumtalsverðarupphæðirmeðþvíaðgeraþaðáaflandsmarkaði. Krónuviðskipti á aflandsmarkaði nEignirEignasafnsSeðlabankaÍslandserubókfærðarsemtæplega491 milljarðurkrónaíársreikningifélagsins2009semskilaðvartilársreikningaskráríoktóber.TilgangurfélagsinseraðfarameðeignarhaldáfullnustueignumogkröfumSeðlabankaÍslandssemstafaafbankahruninuáÍslandiogfallaekkiundirreglubundnastarfsemibankans.EinafnúverandieignumEignasafnsinser73prósentahluturinníSjóváenríkissjóðurþurftiaðleggjatryggingafélaginutil12milljarðakrónaífyrratilaðbjargaþvífrágjaldþroti.HelstueignirEignasafnSeðlabankaÍslandseruskuldabréfaeignogaðrarlangtímakröfur,samtalsrúmlega200milljarðarkrónaogveðkröfurágjaldþrotafjármálafyrirtæki,tæplega250milljarðarkróna.VeðkröfurnarerutilkomnarvegnaveðlánannasemSeðlabankiÍslandsveittiíslenskubönkunumígegnumaðrarlánastofnanir,sérstaklegaIcebank.FullyrðamáaðþegartryggingafélagiðverðurseltmunieignasafniðekkifáþáfjármunitilbakaaðfullusemlagðirvoruinníSjóvá. Þurfa að afskrifa út af Sjóvá Tvíþætt staða Seðlabankans Staða SeðlabankaÍslandsíSjóvár-viðskiptun- umersérstökþvíbankinnerbæðiað seljastærstahlutinníSjóváenhefur einnigveriðaðrannsakaviðskiptieins fjárfestisins,HeiðarsMásGuðjónssonar, meðaflandskrónurfyrrísumar.Már Guðmundssonerseðlabankastjóri. vildi nýta sér undanþágu HeiðarMárvildinýtasérund- anþáguígjaldeyrishaftalögunumtilaðkomaaflandskrónum tilÍslandssíðastliðiðsumar.Seðlabankinnvarekkihrifinnaf slíku,frekarenítilfellumnokkurraannarraþekktraaðila. en hann hefur sagt að hann hyggist kaupa um þriðjung þeirra hlutabréfa í Sjóvá sem í boði eru. Í svari Seðlabankans við spurn- ingum DV um málið kemur fram að Seðlabankinn sé meðal annars að skoða hvort hægt sé að heimila viðskipti eins og Heiðar ætlaði að stunda án þess að þau grafi unda gjaldeyrishaftalögunum. „Seðla- bankinn hefur hins vegar til skoð- unar hvort hægt sé að heimila að löglega fengnar aflandskrónur séu fjárfestar til lengri tíma í innlendu at- vinnulífi eða öðrum verkefnum hér á landi. Þá þarf að búa svo um hnútana að aðgerðin grafi ekki undan höft- unum að öðru leyti. Slík fjárfesting verður hins vegar ekki lögleg fyrr en viðeigandi breytingar hafa verið til- kynntar opinberlega. Löglega fengn- ar aflandskrónur í framangreindum skilningi eru krónur sem aðili hefur eignast fyrir 28. nóvember 2008, þeg- ar takmörkunum eða stöðvun á til- teknum flokkum fjármagnshreyfinga var komið á með reglum um gjald- eyrismál.“ Samkvæmt þessu svari þarf það því að hafa verið þannig að Heiðar Már og aðrir fjárfestar sem ætluðu að koma krónum til landsins með þessum hætti hafi keypt þær fyrir lok nóvember árið 2008. Ef það var ekki raunin eru krónurnar ekki fengn- ar með löglegum hætti og þá getur bankinn ekki heimilað viðskiptin. Einkennileg staða Seðlabankans Seðlabanki Íslands er því í afar ein- kennilegri stöðu vegna sölunn- ar á Sjóvá. Á sama tíma og bankinn er stærsti einstaki hluthafi Sjóvár, hann á um 73 prósenta hlut í gegn- um Eignasafn Seðlabanka Íslands, þá hefur hann einnig verið að at- huga hvort einn úr fjárfestahópnum sem á í viðræðum við Íslandsbanka um að kaupa félagið hafi brotið regl- ur um gjaldeyrismál þegar hann kom með fjármagn hingað til lands til að kaupa tryggingafélagið. Seðlabank- inn kemur að því að sölunni á Sjóvá á að minnsta kosti tvenns konar hátt: annars vegar sem seljandi og hins vegar sem eftirlitsaðili með þeim að- ferðum sem notaðar hafa verið til að fjármagna kaupin. Ljóst er því að Már Guðmundsson virðist vera í nokkuð erfiðri stöðu og mun líkast til vilja ganga úr skugga um að engar reglur Seðlabanka Ís- lands hafi verið brotnar við fjármögn- unina á Sjóvá áður en hann skrifar upp á söluna fyrir hönd bankans. Fjármálaeftirlitið er einnig að at- huga hvort Heiðar Már og viðskipta- félagar séu hæfir til að fara með virk- an eignarhluta í tryggingafélagi eins og Sjóvá áður en af kaupunum verð- ur þarf stofnunin að kvitta upp á hæfi þeirra. Heiðar Már hefur sagt að um- fjöllun DV um stöðutökur hans gegn krónunni kunni að hafa áhrif á þetta mat Fjármálaeftirlitisins. Að sama skapi er líklegt að fjármögnun Heið- ars á Sjóvár-hlutnum kunni að hafa áhrif á skoðun Más og Seðlabankans á því hvort Heiðar og félagar hans fái að kaupa tryggingafélagið af Seðla- bankanum, íslenska ríkinu. Seðlabankinn gat ekki svarað þeirri spurningu DV hvort þessi við- skipti Heiðars Más myndu hafa áhrif á sölu Seðlabankans á Sjóvá til hans og viðskiptafélaga hans. miðvikudagur 3. nóvember 2010 fréttir 3 Hæfi eigenda – hluti 43. greinar laga um vátryggingafélög: „Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sé hæfur til að eiga hlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs vátryggingafélags. Við mat á hæfi viðkomandi skal m.a. höfð hliðsjón af eftirfarandi: 1. Orðspori þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut.“ Hæfi eigenda Fjárfestahópurinn sem vill kaupa Sjóvá: n Heiðar Már Guðjónsson n Ársæll Valfells n Guðmundur Jónsson n Berglind Jónsdóttir n Frjálsi lífeyrissjóðurinn n Stefnir – eignastýringarfyrirtæki Arion banka Fjárfestarnir n Eignasafn Seðlabanka Íslands: 73 prósent n SAT – eignarhaldsfélag Glitnis: 17,7 prósent n Íslandsbanki: 9,3 prósent Hluthafar í Sjóvá Síðan hefur kom-ið í ljós að það var einhver misnotkun þarna. DV sendi Seðlabanka Íslands spurn- ingar um viðskiptin sem greint var frá í Viðskiptablaðinu í ágúst og stöðuna á rannsókninni á þeim. DV: „Hver er afstaða Seðlabanka Íslands í dag til slíkra viðskipta og af hverju hefur bankinn þá afstöðu sem hann hefur?“ SÍ: „Afstaða Seðlabanka Íslands til slíkra viðskipta er óbreytt enda fer afstaða Seðlabanka Íslands saman við túlkun á þeim reglum um gjaldeyrismál sem í gildi eru á hverjum tíma.“ DV: „Leit Seðlabankinn á slík viðskipti sem brot á gjaldeyrishaftalögum?“ SÍ: „Viðskipti sem eru ekki í samræmi við það sem heimilað er í gjaldeyrisreglum og leiðbeiningum við þau teljast brot á gjaldeyrisreglum.“ DV: „Í fréttinni kemur fram að undan- þága hafi verið í reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti sem heimilaði aðilum að kaupa skuldabréf íslenskra fyrirtækja með aflandskrónum. Er sú undanþága enn til staðar?“ SÍ: „Engin undanþága er í gjaldeyr- isreglunum sem heimilar kaup á fjármálagerningum með aflandskrón- um. Hins vegar er ákveðin ívilnun veitt í leiðbeiningum með reglunum til handa erlendum fjármálafyrirtækjum. Erlendum fjármálafyrirtækjum er heimilt að kaupa fjármálagerninga (sem Seðlabanki Íslands hefur metið hæf til tryggingar í viðskiptum við bankann, sbr. 11. gr. reglna nr. 553/2009 um við- skipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands) útgefna í innlendum gjaldeyri og greiða fyrir þau kaup með millifærslu af svokölluðum Vostro reikningum sínum. Í því felst að fyrirtækjunum er heimilt að greiða fyrir slíka fjármála- gerninga með aflandskrónum. Heimild þessi er bundin við kaup hinna erlendu fjármálafyrirtækja fyrir eigin reikning og er þeim aðeins heimilt að kaupa fjármálagerninga sem Seðlabankinn hefur metið hæf til tryggingar, sbr. nánar hér á eftir: n Samkvæmt heimild í bráðabirgða- ákvæði í lögum nr. 87/1992, um gjald- eyrismál, setti Seðlabanki Íslands reglur um gjaldeyrismál í þeim tilgangi að tak- marka og stöðva tímabundið fjármagns- hreyfingar og gjaldeyrishreyfingar teldi bankinn slíkar hreyfingar fjármagns til og frá landinu valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. núgildandi reglna um gjaldeyrismál, nr. 370/2010, eru allar fjármagnshreyf- ingar á milli landa í innlendum gjaldeyri óheimilar. Þó eru samkvæmt 3. tölulið ákvæðisins undanþegin viðskipti með fjármálagerninga sem útgefnir eru í inn- lendum gjaldeyri, fari greiðsla fram með úttektum af reikningi í eigu kaupanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. n Seðlabanki gaf út leiðbeiningar með framangreindum reglum 4. maí 2010 með viðbótum 13. ágúst 2010. Í þeim kemur fram að forsenda þess að fjármagnshreyfingar á milli landa í innlendum gjaldeyri, sem undanþegnar eru bannákvæði 3. mgr. 2. gr. reglnanna, geti átt sér stað sé að greiðsla þeirra fari fram með úttektum af reikningi í eigu greiðanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Millifærsla af Vostro reikningi í innlendum gjaldeyri í eigu fjármálafyrir- tækis, sem er erlendur aðili, og reiknings viðskiptavinar hjá fjármálafyrirtæki hér á landi, hvort sem hann er innlendur eða erlendur aðili, telst ekki greiðsla sem fram fer með úttektum af reikningi í eigu kaupanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Þegar um er að ræða viðskipti hér á landi með fjármálagerninga sem Seðlabanki Íslands hefur metið hæf til tryggingar í viðskiptum við bankann, sbr. 11. gr. reglna nr. 553/2009 um við- skipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands, útgefna í innlendum gjaldeyri, skulu reikningar erlendra fjármálafyr- irtækja (Vostro reikningar) þó teljast til reikninga hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Þannig getur erlent fjármálafyr- irtæki keypt slíkan fjármálagerning hér á landi útgefinn í innlendum gjaldeyri og greitt fyrir hann með millifærslu af Vostro reikningi sínum.“ DV: „Ef sú staða kæmi upp að sannað væri að aðili myndi reyna að kaupa eitt- hvað, til dæmis fyrirtæki, af Seðlabanka Íslands eða öðrum aðila eða aðilum, með krónum sem komnar væru til landsins með þessum hætti, hvað myndi Seðlabanki Íslands þá gera? Myndi hann heimila kaupin eða ekki?“ SÍ: „Þar sem spurningin er full af óvissuþáttum er engin leið er að svara henni með ákveðnum hætti. Almennt gildir hins vegar að verði Seðlabanki Íslands var við það sem gætu verið óheimil viðskipti samkvæmt gjaldeyr- isreglum aflar hann upplýsinga um viðskiptin og grípur til þeirra úrræða sem bankinn hefur samkvæmt lögum um gjaldeyrismál, telji hann að um brot á gjaldeyrisreglum hafi verið að ræða.“ DV: „Getur þú útskýrt, í einföldu máli, hvaða áhrif það hefur á hagkerfið almennt séð að stunda viðskipti með slíkum aflandskrónum á Íslandi, til dæmis að kaupa fyrirtæki, en ekki með krónum sem keyptar hafa verið hér á landi?“ SÍ: „Reglur um gjaldeyrismál eru settar í þeim tilgangi að takmarka og stöðva tímbundið fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast til og frá landinu séu slíkar hreyfingar fjármagns að mati Seðlabanka Íslands taldar valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peninga- málum. Seðlabankinn hefur lagt bann við fjármagnshreyfingum á milli landa í innlendum gjaldeyri nema með sérstökum undantekningum sem nánar eru tilgreindar í gjaldeyrisreglunum. Flutningur á aflandskrónum til landsins er ógnun við stöðugleika í gengis- og peningamálum meðal annars sakir þess að þeim gæti verið skipt á ný á álandsmarkaði með verulegum hagnaði á kostnað allra landsmanna. Seðlabank- inn hefur hins vegar til skoðunar hvort hægt sé að heimila að löglega fengnar aflandskrónur séu fjárfestar til lengri tíma í innlendu atvinnulífi eða öðrum verkefnum hér á landi. Þá þarf að búa svo um hnútana að aðgerðin grafi ekki undan höftunum að öðru leyti. Slík fjárfesting verður hins vegar ekki lögleg fyrr en viðeigandi breytingar hafa verið tilkynntar opinberlega. Löglega fengnar aflandskrónur í framangreindum skilningi eru krónur sem aðili hefur eignast fyrir 28. nóvember 2008, þegar takmörkunum eða stöðvun á tilteknum flokkum fjármagnshreyfinga var komið á með reglum um gjaldeyrismál. Viðskipti tveggja erlendra aðila með krónur eru ekki takmarkaðar af gjaldeyrisreglunum. Hins vegar er óheimilt að flytja slíkar krónur til Íslands.“ DV: „Eru þessi mál sem um ræðir í fréttinni enn til rannsóknar hjá bankanum? Már gaf það út að þau yrðu skoðuð. Hver var niðurstaðan í athugun Seðlabankans á umræddum málum?“ SÍ: „Seðlabanki Íslands hefur mál eins og þau sem um er rætt í fréttinni til skoðunar en ekki liggur fyrir niðurstaða þeirrar athugunar.“ Getur verið slæmt fyrir Íslendinga Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Óvenjulegt er að sjá tjöld á tjaldsvæðum landsins á þessum árstíma en Nýsjálendingurinn Dave Dinnison lætur snjó og kulda ekki stoppa sig í útilegu. Dave hefur dvalið und- anfarna daga á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri og kvartar ekki undan kulda. hitt málið Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 23.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 „Mér verður stundum kalt á nóttunni en það er ekki oft, svefnpokinn er hlýr,“ segir Nýsjálendingurinn Dave Dinnison sem hefur dvalið í litlu tjaldi á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri undanfarna daga. Óvana- legt er að sjá tjöld á þessum árstíma á tjaldsvæðum landsins og á Akureyri er allt á kafi í snjó þegar blaðamann ber að en þrátt fyrir kuldann ber tjaldbú- inn sig vel. Sinnir vinnu úr tjaldinu „Ég vissi að það væri snjór hér á landi og sérstaklega svona norðarlega. Ég hef líka heyrt að snjórinn hafi komið óvenju seint í ár. Ég dvaldi fyrst í Mý- vatnssveit og fékk þá mjög gott veður, allt upp í 20 stiga hita, svo ég hef ver- ið heppinn,“ segir Dave og bætir við að þrátt fyrir snjó og frost sé ótrúlega hlýtt inni í tjaldinu enda sé hann vel búinn. „Það er allavega fimm gráð- um heitara inni í tjaldinu en úti og síðustu nætur hef ég ekki einu sinni þurft að renna upp svefnpokanum mínum,“ segir Dave sem er tengdur rafmagni á tjaldsvæðinu. Rafmagnið notar hann til að tengjast netinu til að geta sinnt vinnu og spjallað við vini og fjölskyldu. Þrátt fyrir að hitastigið hafi verið við og undir frostmarki síðustu daga er ekki að finna ofn eða hitara í tjaldinu. Áhyggjufullar búðarkonur „Ég kom hingað til að ferðast um land- ið. Flestir sem koma til Íslands dvelja hér í mesta lagi í tvær vikur og reyna að sjá sem mest á sem stystum tíma. Ég vil ferðast rólega um á milli þess sem ég vinn í tölvunni minni enda er ég ekki bundinn neinum tímaramma. Ég hef ekki ákveðið hvað ég verð lengi. Mig langar til að fara til Reykjavíkur áður en ég held áfram og býst við að gera það. Svo er ég að hugsa um að taka Norrænu til Danmerkur.“ Tjaldsvæðið er staðsett við hlið- ina á versluninni Samkaup Strax við Byggðaveg. Þar sem svæðið er lokað á þessum árstíma notar hann sund- laugina til að komast á salernið og er einnig duglegur að heimsækja Amts- bókasafnið. Hann segist vera farinn að þekkja til afgreiðslukvennanna í versl- uninni og segir þær hafa sýnt honum mikla umhyggju. „Þær hafa miklar áhyggjur af mér og ég held að þær hafi einu sinni hringt í lögregluna til að láta athuga um mig. Þá hafði ég verið upp- tekinn í vinnu í nokkra daga og ekkert kíkt á þær. Nú hef ég lofað þeim að láta þær vita af mér á hverjum degi,“ segir hann brosandi og bætir við að marg- ir Íslendingar hafi gefið sig á tal við hann. „Fyrst þegar ég kom var eng- inn snjór og þá komu gjarnan krakk- ar hingað á túnið að leika sér. Það eru allir búnir að vera mjög vingjarnlegir. Ég lenti samt í því að brotist var inn í tjaldið mitt og það rifið. Ég talaði við lögregluna vegna trygginga og lögregl- an var mjög almennileg. Bæði löggan og tjaldverðir vita af mér en leyfa mér að vera hér í friði enda er ég ekki fyrir neinum.“ Berst við náttúruöflin Dave sinnir eigin fyrirtæki úr tjald- inu. Um vefsíðu- og tölvuþjónustu er að ræða en Dave hefur komið því svo fyrir að geta sinnt starfinu hvar sem er í heiminum. Hann á fjölskyldu heima á Nýja-Sjálandi sem hann segir að komi uppátækið ekki á óvart. „Þau þekkja mig og finnst þetta bara fynd- ið. Þau vita að ég elska útilegur og er vanur að gista úti í heimalandi mínu í hvaða veðri sem er. Miðað við þá pen- inga sem ég vinn mér inn þessa dag- ana hentar mér best að vera í tjaldi en ástæðan er líka tengd ævintýra- mennsku. Ég elska að berjast við nátt- úruöflin.“ Býr í tjaldi í snjónum inDíana ÁSa hreinSDóttir blaðamaður skrifar: indiana@dv.is Það er allavega fimm gráðum heitara inni í tjaldinu en úti og síðustu nætur hef ég ekki einu sinni þurft að renna upp svefnpok- anum mínum. í útilegu í nóvember Dave segirfjölskyldusínabrosaað uppátækinu.Hannsévanur aðgistaítjaldiíheimalandi sínuíhvaðaveðrisemer. mynDir Bjarni eiríkSSon Vinnur í tjaldinu Daverekureigið fyrirtækiúrtjaldinu. Hannrekurvefsíðu- ogtölvuviðgerðar- fyrirtækisemhann getursinntallsstað- araðúrheiminum. Líkaúrsnjónumá Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.