Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 38
38 bækur 5. nóvember 2010 föstudagur Jónína S. Lárusdóttir ráðu-neytisstjóri hafði sagt mér um sumarið að áratugahefð væri fyrir því að viðskipta- ráðherra og Seðlabankastjór- ar ættu fund um stöðu mála ár hvert og um haustið hringdi Ingi- mundur Friðriksson í Jón Þór [Sturluson, aðstoðarmann Björg- vins G., innskot blaðamanns] til að koma fundinum á. Þessi hefð hafði haldist þrátt fyrir að málefni Seðlabankans hefðu verið flutt frá viðskiptaráðuneytinu áratug áður til forsætisráðuneytisins. Hún lagði eðlilega til að við héldum þessum sið. Ég tók því með opnum huga og taldi þarft að við færum yfir stöð- una með bankastjórunum þrem- ur. Samráðið innan stjórnsýslunn- ar var ekki svo mikið að það litla sem fast væri í hendi mætti missa sín. Einn þáttur í því ósamræmi, sem kom fram í stjórnsýslunni í aðdraganda bankafallsins, var sú illa grundaða ráðstöfun að skipta málefnum fjármálamarkaða upp á milli margra ráðuneyta og stofn- ana í stað þess að hafa þennan viðkvæma og mikilvæga málaflokk undir einni stjórn. Undir einum ráðherra og einni stjórn með góða yfirsýn og nægar valdheimildir til þess að bregðast við. Í staðinn hafði málefnum banka og eftirlitsstofnana verið skipt á milli forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneyta. Forysta fyrir stjórn efnahagsmála var á hendi forsætisráðherra. Það gilti um verkstjórnarvald yfir málaflokkn- um í heild, en jafnframt heyrði Seðlabankinn undir hann. Þegar á hólminn kom reyndist þetta fyr- irkomulag ekki vel. Við þær afleitu aðstæður sem sköpuðust í stjórn- sýslunni árin fyrir hrun skapaði það samráðsleysi og þokukennda sýn yfir stöðu mála og þróun. En mér var þetta ekki ljóst þegar ég tók við embætti árið 2007. Ég bar engan kala til Davíðs Oddssonar þegar ég kom í við- skiptaráðuneytið. Ég gerði mér grein fyrir því að hann var and- snúinn samstarfi síns gamla flokks við Samfylkinguna, og vissi auð- vitað eins og þjóðin öll um and- stöðu hans við Evrópusambandið. Ég bar samt virðingu fyrir honum sem gömlum pólitískum foringja. Þegar ég kom í ráðuneytið taldi ég engin vandkvæði á því að koma á góðu samstarfi milli þess og bank- ans. Ég var því meira en jákvæður fyrir því að fara til fundarins við Davíð í nóvember. Að ýmsu leyti var ekki jafnlangt á milli skoðana okkar á mikilvæg- um atriðum. Davíð var til dæm- is einn fárra sem gerði sér grein fyrir hlutfallsvandanum, sem ég eygði líka sem skugga yfir fjár- málakerfinu og gerði oft að um- talsefni. Davíð vildi hins vegar leysa hlutfallsvandann öðruvísi. Það kom best fram ári síðar, þegar hann vildi koma bönkunum burt, a.m.k. þeim stærsta, Kaupþingi. Það var í sjálfu sér sjónarmið. Mér fannst það þó ekki ríma við and- stöðu hans við ýmislegt sem bank- arnir vildu gera til að auðvelda sér stöðuna, s.s. að meina Kaupþingi að gera upp í evrum, sem bankinn sótti fast. Fundur okkar var vægast sagt skrautlegur. Að sama skapi var hann erfiður fyrir þá sem voru viðstaddir. Millum okkar Dav- íðs spannst harkalegt rifrildi, eins og glöggt má sjá af lýsingu Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra á fundinum í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. Þar segir: „Hann var erfiður, hann var stormasam- ur. Þeir fóru í pólitíska umræðu, viðskiptaráðherra og formaður bankastjórnar, um upptöku evru eða inngöngu í Evrópusamband- ið, þannig að það var erfitt að sitja þann fund.“ Davíð tók hressilega á móti okkur þremur, mér, Jónínu ráðu- neytisstjóra og Jóni Þór Sturlu- syni. Brosið fór þó fljótlega af hon- um. Hann dembdi því yfir mig, að væri hann í sporum Geirs Haarde sem forsætisráðherra myndi hann aldrei líða hve opið og frjálst við töluðum um ágreiningsmál á milli flokkanna. Taldi hann Evrópumál- in þar sérstaklega til og hvorki gat né reyndi að leyna hneykslan sinni á málflutningi mínum um mikil- vægi þess að taka upp sterkan og stöðugan gjaldmiðil í stað krón- unnar. Síðan upphóf hann reiðilest- ur um þá fráleitu og afspyrnu- vondu hugmynd að Ísland gæti með nokkru móti átt heima í Evr- ópusambandinu. Hann messaði látlaust yfir okkur um hríð. Ég sat svipbrigðalítill undir lestrinum, en í gegnum huga mér fór: Ef hann lendir þessu rugli ekki fljótlega með einhverju viti þá geng ég héð- an orðalaust út. Undir lok þessa lesturs var ég búinn að ákveða að ganga út af fundinum. Ég þurfti ekki annað en að líta á svipbrigði sessunauta Davíðs, Ingimundar Friðrikssonar og Eiríks Guðnasonar, til þess að sannfærast um það. Þegar ég komst loks að til að svara var orðið býsna þungt í mér. Ég svaraði honum fullum hálsi. Við þessi viðbrögð kom á hann og ég sá að honum varð nokk- uð um. Enda líklega ekki vanur að þeir sem sætu undir aðfinnsl- um hans svöruðu í sömu mynt. Hvernig í ósköpunum á Ísland að komast af í framtíðinni með litla fljótandi mynt sem hvaða ábyrgð- arlaus vogunarsjóður sem er getur kolfellt hvenær sem er og þar með risastórt alþjóðlegt bankakerfi? Hvernig ætlum við að verja kerfið ef það lendir í krísu? Þannig vatt „samtalinu“ fram með töluverðum eldglæringum og hækkandi raddstyrk okkar beggja. Aðrir lögðu ekki orð í belg á með- an þessari liðlega hálftíma löngu sennu stóð. Eftir á sögðu starfsmenn mín- ir að við hefðum nánast hróp- að hvor á annan. Svo var eins og bráði af Davíð og hann fann leið til að lenda hávaðanum og binda endi á rifrildið. Eftir það tók við hefðbundin yfirferð bankastjór- anna þriggja um stöðu bankans og bankakerfisins. Síðan lauk fundin- um í þokkalegum friði. „Ég svaraði honum fullum hálsi“ Bók Björgvins G. Sigurðsson-ar, þingmanns samfylkingar-innar og fyrrverandi viðskipta- ráðherra, um ráðherratíð sína og hrunið 2008 kemur út í næstu viku. dV birtir hér brot úr bókinni þar sem Björgvin g. lýsir fundi sem hann átti með Davíð Oddssyni og hinum seðla- bankastjórunum tveimur haustið 2007. Kaflinn sýnir hversu stirð sam- skipti Björgvins g. og davíðs voru og þann mikla mun sem var á skoð- unum þeirra um efnahagsmál. Ef hann lendir þessu rugli ekki fljótlega með einhverju viti þá geng ég héðan orðalaust út. Þungt í Björgvin Þungt var í Björgvin undir lestri Davíðs sem „messaði yfir“ ráðherr- anum. Björgvin segist þó hafa svarað Davíð fullum hálsi og bent á að Ísland gæti ekki notast við litla fljótandi mynt sem hvaða vogunarsjóður sem er gæti kolfellt. Dramatískur fundur Björgvin lýsir því í bókinni hvernig hann sat svipbrigðalítill undir reiðilestri Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um Evrópusambandið og íslensku krónuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.