Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 31
Helgi Björns syngur lög Hauks MortHens Nú á sunnudaginn heldur Helgi Björnsson sína fjórðu tónleika þar sem hann syngur lög sem Haukur Morthens gerði vinsæl á sínum langa ferli. Uppselt var á hina tónleikana og því hefur verið ákveðið að setja upp aukatónleika, 7. nóvember klukkan 20. Helgi hefur fengið til liðs við sig úrval íslenskra hljóðfæraleikara og söngvara til að gera þessum þjóðararfi íslenskra dægurlaga góð skil. Ásamt Helga koma fram þeir Einar Valur Scheving á trommur, Róbert Þórhallsson á bassa, Stefán Már Magnússon á gítar og Kjartan Valdemarsson á píanó. Pétur Már í reykjavík art gallery Laugardaginn 6. nóvember klukan 14.00 verður opnuð sýning á nýjum óhlutbundnum ljóðrænum málverkum Péturs Más Péturssonar í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu. Sýningin stendur til 19. nóvember og er Reykjavík Art Gallery opið alla daga vikunnar nema mánudaga klukkan 14–17.30. Pétur Már fæddist á Ísafirði árið 1955. Um fyrstu einkasýningu Péturs Más í Listasafni ASÍ árið 1984 skrifaði Valtýr Pétursson, listrýnir Morgunblaðsins, meðal annars: „Hæfileikar þessa pilts eru svo auð- sjáanlegir, að það er blindur maður sem ekki hrekkur við. Þarna er spenna og litameðferð sem sjaldan verður vart.“ Einnig standa yfir aðrar sýningar í galleríinu, meðal annars á ljósmyndum Árna Thorsteinson ljósmyndara og tónskálds sem nýlega átti 140 ára fæðingarafmæli. föstudagur n Palli og Sinfó Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur síðustu vikur haldið magnaða tónleikaröð og nú er komið að einum af þeim stóru. Páll Óskar Hjálmtýsson mun syngja með Sinfó í Háskólabíói bæði föstudags- og laugardagskvöld. Miðarnir kosta 4.400 og 4.700 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00 á föstudaginn. n Hjaltalín með kammersveit Hin stórbrotna hljómsveit Hjaltalín mun halda tónleika ásamt Kammersveit SN í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á föstudaginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 en miðinn kostar 4.000 krónur. Leikin verða lög af breiðskífum Hjaltalíns, Sleepdrunk Seasons og Terminal. n Datarock á Nasa Norska hljómsveitin Datarock sem sló rækilega í gegn á Iceland Airwaves um árið snýr nú aftur til Reykjavíkur og ætlar að halda tónleika á NASA á föstudags- kvöld. Þar munu einnig koma fram Retro Stefson og Berndsen. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 en miðinn kostar aðeins 1.500 krónur. laugardagur n Dúett með Hjaltalín Á laugardag verður Hjaltalín aftur með flotta tónleika. Hljómsveitin spilar þá ásamt sænska dúettnum Wildbirds & Peacedrums í Fríkirkjunni en tónleikarnir eru hluti af norrænu menningarhátíðinni Ting sem haldin er samhliða þingi Norð- urlandaráðs. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 en miðinn kostar 2.900 krónur. n Útgáfutónleikar Blaz Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, er loksins að gefa út sína fyrstu sólóplötu, KópaCapana. Útgáfu- tónleikar vegna hennar verða haldnir á NASA á laugardagskvöldið. Þeir hefjast klukkan 23.59 og kostar 1.500 krónur inn. Það vill enginn hip hop-haus missa af þessum tónleikum. n Greifarnir í Stapanum Hinir ólseigu Greifar spila í Stapanum í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið en tólf áru eru síðan þeir gerðu þar allt vitlaust síðast. Einnig eru 24 ár síðan Greifarnir spiluðu fyrst á Reykjanesi. DJ Alli og Valli sjá um stuðið í pásum en for- sala miða fer fram í Gallerí Hafnargötu. n Vinir vors og blóma á Players Það verður alvöru 90‘s-stemning á Play- ers á laugardagskvöldið en þá ætla Vinir vors og blóma að halda uppi fjörinu. Þar er lofað sveitaballastemningu eins og hún gerist best því leikin verður óbreytt stuðlagadagskrá frá árinu 1994. n ÁMS á Spot Magni og félagar í Á móti sól ætla að spila öll bestu lög sveitarinnar og auðvitað annarra á Spot í Kópavogi á laugardags- kvöldið. Þetta verður eina skiptið sem ÁMS kemur fram á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2010. Ekki missa af því. Rúnar Þórisson gefur út plötu og heldur útgáfutónleika: Ýmsir straumar og stefnur Tónlistarmaðurinn Rúnar Þóris- son, gítarleikari hljómsveitarinn- ar Grafík, heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói á þriðjudaginn klukk- an 20.30. Tónleikarnir eru í til- efni af plötunni Fall sem Rúnar gaf út á dögunum. Með Rúnari á tónleikunum verður einvalalið hljóðfæraleikara en einnig munu syngja með honum Hjörvar Hjör- leifsson, Lára Rúnarsdóttir og Margrét Rúnarsdóttir. Rúnar hefur hefur komið víða við á árinu, meðal annars á Ice- land Airwaves-hátíðinni og Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Einnig hef- ur hann spilað erlendis í ár, á Accademia della Cultura á Suð- ur-Ítalíu og á menningarhátíð- inni Nordischer Klang. Hann mun einnig koma fram ásamt Láru dóttur sinni í Fuglabúrinu á Ros- enberg síðar í nóvember. Plötuna segir Rúnar hafa verið í smíðum undanfarin tvö til þrjú ár en öll lög og textar eru sam- in af honum auk þess sem hann sá um útsetningar og upptöku- stjórn. „Platan ber þess merki að ég hef komið að ýmsum straum- um og stefnum í tónlist. Öfugt við síðustu plötu, Ósögð orð og ekkert meir, og það sem ég var að gera með Grafík er útgangspunkt- urinn ekki gítarleikur. Á þessari plötu spila ég jafnt á gítar og önn- ur hljóðfæri og legg mikið upp úr strengjaútsetningum auk söng- radda og blásturs.“ tomas@dv.is föstudagur 5. nóvember 2010 fókus 31 Hvað er að GERAsT? ÚtGÁfutóNleikaR Rúnar Þórisson er búinn að gefa út nýja plötu og heldur útgáfutónleika á þriðjudaginn klukkan 20.30. Vítamínsprauta fyrir vannærða þjóð er ekki hallað meira á einn en ann-an og þó að Dagur sé í samstarfi við Besta flokkinn þá fær hann líka rass-skellingu. Gaukur bendir á að myndin sé tekin upp sem algjörlega hlutlaus heimild og hann hafi ekki viljað endurskrifa söguna með myndinni. Fólk fái að upplifa kosningabarátt- una eins og það hafi verið flugur á vegg. Það kemur mér samt ekki á óvart að við séum stödd á þeim stað sem við erum á, því þrátt fyrir hrunið og þrátt fyrir kosningaúrslit þá virðist fólk ekki hafa lært neitt og það hefur ekki breytt neinu. Í besta falli hefur það skipt um fólk en það hefur ekki breytt um stefnu og það virðist eyða kröftum og tíma í niður- rif í staðinn fyrir að vinna saman og gera borgina okkar betri.“ Gaukur rifjar upp sögu sem hann heyrði innan úr Ráðhúsi og seg- ir hana vera gott dæmi um þessi neikvæðu vinnubrögð. „Stuttu eft- ir að Jón er kosinn borgarstjóri á hann að fara til Brussel í opinber- um erindagjörðum. Þetta vissu all- ir í borgarstjórn og það var búið að láta alla vita að hann þyrfti að fara upp á flugvöll í síðasta lagi klukk- an fjögur til að ná flugvélinni. Þá er sett af stað leikrit: Hanna Birna fer í pontu og talar og talar og talar. Hún talar þangað til að klukkan er orðin fjögur og Jón þarf að standa upp og fara. Og viti menn, einmitt á þessari stundu er ljósmyndari frá Morgun- blaðinu á staðnum sem tekur mynd og þessu er slegið upp eins og Jón hafi gengið út af fundi. Þetta segir manni svolítið um hvers konar vitl- eysa er í gangi.“ HallGRíMuR oG BuBBi Bæta eNGu Við Gaukur leggur áherslu á að myndin sé ekki gerð til að gera lítið úr öðr- um heldur fyrst og fremst til að sýna hvernig manneskja Jón er og hvern- ig aðkoma hans í stjórnmál sé í raun lýsandi fyrir Jón sem listamann. „Fólk sér það kannski ekki fyrr en eftir tíu ár þó að það séu margir sem sjá það núna að þetta er fram- lag hans til okkar og borgarinnar. Mörgu fólki líður ekkert vel. Flestir hafa áhyggur af framtíðinni og fjár- málunum og fólk er búið að missa trúna. Jón vill bara gleðja og gera borgina skemmtilegri, því fólk er ekki bara að flýja land út af atvinnu- leysi, margir eru líka að fara af land- inu því það er bara svo rosalega leið- inlegt að búa hér.“ Gauki finnst merkilegt að fylgjast með hvernig nokkrir af þekktustu listamönnum landsins hafa hag- að sér eftir hrun og nefnir Hallgrím Helgason og Bubba Morthens í því samhengi. „Hallgrímur Helgason birtist á Al Jazeera og öskrar Dav- íð Oddsson. Bubbi Morthens held- ur tónleika fyrir utan Seðlabank- ann og öskrar Davíð Oddsson, en hvers konar framlag til samfélags- ins er það frá mikilsmetnum lista- mönnum? Það bætir engu við, það vita allir hvaða þátt Davíð Oddsson átti í hruninu. Og hvað? Mér finnst það bera vott um heigulshátt að öskra bara Davíð, Davíð. Jón reyn- ir að nýta sköpunarkraft sinn til að búa til eitthvað fallegt og gera eitt- hvað uppbyggilegt.“ ValHöll BloGGaR Á BaRNalaNDi Undanfarið hefur verið nokkuð hörð gagnrýni á Jón Gnarr og Besta flokkinn úr ýmsum áttum þar sem talað hefur verið um að Jón valdi ekki starfinu og minnihluti borg- arstjórnar hefur gagnrýnt Jón op- inberlega. Það hlýtur að vera erfitt að vinna undir þessum kringum- stæðum. „Maður finnur það dálítið núna að Valhöll er í yfirvinnu við að blogga á Barnalandi og skrifa inn á DV.is. Allt í einu er fólk inni á Barna- landi að skrifa hluti eins og „vanhæfi trúðurinn“ og vitna í fréttir af Jóni og margir sem virðast hafa yfirgrips- mikla þekkingu á fjármálum borg- arinnar eru byrjaðir að skrifa þarna inn. Það er verið að reyna að búa til þá ímynd að hann hugsi bara um sjálfan sig, sé kærulaus og vitlaus. Hanna Birna talar niður til hans í útvarpinu, Júlíus Vífill kemur á ÍNN og kallar hann bjána eða eitthvað álíka. Þetta er eins og í Fávitanum eftir Dostojevskíj, ef þú kemur með hreint hjarta og fullur af Krist og kærleik þá ertu bara talinn fáviti. En ég veit að hann er að gera sitt allra besta og staðreyndin er sú að þetta fólk er búið að gera svo miklu, miklu verr heldur en hann.“ VítaMíN fyRiR VaNNæRða Þjóð Gaukur er mjög spenntur fyrir frumsýningunni og segir að hún muni verða sem vítamínsprauta fyrir þjóð sem er andlega vann- ærð. „Myndin er mjög skemmti- leg en á sama tíma sér maður líka hugsjónirnar sem Jón hefur, þær skína alveg í gegn. Þessi mynd gefur manni alveg rosalegan inn- blástur og ég er mjög ánægður með hana. Það verður ekki hjá því komist að labba út í góðu skapi eft- ir að hafa horft á hana. Jón er alveg ótrúlega fyndinn maður sem segir mjög skemmtilega frá og hefur frá mörgu að segja. Ég held að mynd- in eigi líka eftir að vekja mikla um- ræðu um hugsjónir, eru einhverjar hugsjónir eftir?“ Myndin er eitt það skemmti- legasta sem Gaukur hefur gert og hann segir það koma greinilega fram í myndinni. „Getur þú ímynd- að þér hvernig það er að vakna og sofna með Jóni Gnarr? Hver einasti dagur er ævintýri, þannig er bara viðhorf hans gagnvart lífinu. Hann er alveg brjálæðislega frískandi og allir sem sjá myndina verða glaðir í að minnsta kosti viku. Og þá fer fólk bara aftur að sjá hana,“ segir Gaukur og brosir. Mörgu fólki líð-ur ekkert vel. Flestir hafa áhyggur af framtíðinni og fjármál- unum og fólk er búið að missa trúna. Myndin brjálæðislega frískandi „Það verða allir glaðir í að minnsta kosti viku eftir að hafa horft á myndina.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.