Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 ERLENT 25 Ísbirninum Knúti líður illa í dýra- garðinum í Berlín, segir borgarfull- trúinn Claudia Hämmerling. Hún er dýralífssérfræðingur og situr fyr- ir Græningja í borgarstjórn þýsku höfuðborgarinnar. „Alþjóðlegir sér- fræðingar um birni hafa staðfest að honum líður ekki vel.“ Knútur hafði allt þangað til í september síðast- liðnum haft sitt eigið athafnasvæði þar sem honum leið vel. Fyrir tveim- ur mánuðum síðan var hann færður á sama svæði og hinir þrír ísbirnirn- ir sem eru í garðinum. Þar á meðal er móðir Knúts, sem hafnaði honum þegar hann var nýkominn í heim- inn, og tvær aðrar birnur. Lagður í einelti Hafa gestir dýragarðsins kvartað undanfarið yfir nýju sambýlingum Knúts og segja birnurnar leggja hann stöðugt í einelti. Hópast þær í kring- um hann og beita hótandi líkamstil- burðum sem Knútur kann afar illa við. Eyðir hann því tíma sínum mest- megnis aleinn úti í horni með þung- lyndissvip. Kanadíski ísbjarnarsér- fræðingurinn Else Poulsen sagði í viðtali við þýska blaðið Tagesspiegel að líf Knúts með hinum björnunum væri „einsleitt, úrelt og grimmilegt.“ Hún sagði að greinilegt væri að Knút- ur væri farinn að missa hár úr feldi sínum og að hann væri mun horaðri en venjulegir fjögurra ára ísbirnir. Hämmerling segir ástandið óviðun- andi: „Þegar fólk heimsækir dýra- garð á það að vera skemmtilegt en ekki valda sorg eða mótmælum. Það er dapurlegt fyrir Berlín ef dýravinir um heim allan þurfa að hafa áhyggj- ur af Knúti. Þessi gullni ísbjörn hefur oft og mörgum sinnum fært athygli heimsins að Berlín og skapað borg- inni ómældar tekjur.“ Of mörg dýr, of lítið pláss Hämmerling segir að vandamálið felist í því að Knútur fái ekki nægi- legt athafnarými og á það ekki að- eins við um Knút. Bendir hún á að dýrum í garðinum hafi fjölgað gífur- lega á síðustu árum, en þau eru nú rúmlega 23 þúsund en voru aðeins um tvö þúsund árið 2007. Í síðasta mánuði drapst til að mynda fíllinn Sabah eftir átök við annan fíl en að mati Hämmerling var það vegna þess að fílarnir voru geymdir á of litlu svæði. Að sama skapi drapst strútsdýr eftir að antilópa hafði étið af því fjaðrirnar á dögunum, en teg- undirnar tvær voru geymdar í sama rýminu. Bernhard Blaszkiewitz stýrir dýragarðinum í Berlín. Hann segir af og frá að dýrin þar fái of lítið at- hafnasvæði og segir að greinilegt sé að Hämmerling hafi ekki kynnt sér aðstæður nógu vel. Hann hafnaði því einnig að Knúti liði illa og sagði að samskipti hans við hina birnina væru eðlileg. Ísbjörninn Knútur, einn vinsælasti íbúi Berlínar frá upphafi er þunglyndur og líður illa. Borgarfulltrúi í Berlín segir að hann þurfi meira pláss og það sama eigi við um önnur dýr. KNÚTUR ÞJÁIST AF ÞUNGLYNDI BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Greinilegt væri að Knútur væri farinn að missa hár úr feldi sínum og að hann væri mun horaðri en venjulegir fjögurra ára ísbirnir. Ísbjörninn Knútur Varalinnuppafdýra- garðsstarfsmönnum eftiraðmóðirhans hafnaðihonum. Ban Ki-Moon vék að mannrétt- indamálum í Kína í ræðu sem hann hélt í flokksskóla kínverska komm- únistaflokksins í Peking á miðviku- dag. Moon lauk þar með nokk- urra daga opinberri heimsókn til Kína en þangað til á miðvikudag hafði hann þagað þunnu hljóði um mannréttindamál. Hlaut hann tals- verða gagnrýni fyrir það, ekki síst í ljósi nýlegrar útnefningar kínverska andófsmannsins og baráttumanns- ins Liu Xiaobo til friðarverðlauna Nóbels á dögunum. Moon skautaði hins vegar frá því að minnast á Liu með beinum hætti. „Kína er land á uppleið og breytingarnar í landinu hafa verið djúpstæðar. Áhrif þeirra eru orðin alþjóðleg og vald þeirra er ósvikið. Með svo miklum framför- um fylgja miklar væntingar og mik- il ábyrgð. Þegar horft er fram á veg- inn er nauðsynlegt að sameiginleg markmið okkar allra um mannrétt- indi um víða veröld verði meiri en einungis von, þau eru grundvöllur sáttar og samlyndis í heiminum.“ Moon sagði einnig hluta af grunninum að mannréttindum vera virðingu fyrir tjáningarfrelsi og að þeir hljóti vernd sem haldi því á lofti. Moon hitti forseta Kína, Hu Jintao, á mánudag en láðist að spyrja hann um ástand mála hjá Liu Xiaobo, eða á mannréttindamál- um í Kína yfirleitt. Mannréttinda- frömuðir um víða veröld fordæmdu vanrækslu Moons, og sögðu að með henni væri hann að gera lít- ið úr mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna – sáttmála sem Kínverjar eru aðilar að. Talsmaður Moons sagði aðalritarann hafa oft vakið máls á mannréttindamálum við leiðtoga Kínverja, þegar stund- in væri viðeigandi. Á þriðjudag var hins vegar kínverskur maður í suð- urhluta Kína, Guo Xianling, hand- tekinn fyrir að dreifa fréttum um Nóbelsverðlaunaútnefningu Lius Xiaobos. Mun hann verða ákærður fyrir niðurrifsstarfsemi gegn ríkinu. Moon og Hu Jintao, forseti Kína Þaðfór velámeðþeim ámánudag. Gáfu risavinning Kanadísk hjón á áttræðisaldri, sem unnu 1,2 milljarða króna í lottói í sumar, hafa gefið alla upphæðina til vina, góðgerðarsamtaka og sjúkra- húsa. Þvert á það sem margir kynnu að halda segja hjónin, þau Allen og Violet Large, að vinningurinn hafi valdið þeim miklu hugarangri. „Þú munt aldrei sakna þess sem þú hefur aldrei átt,“ segir hin 78 ára gamla Violet í samtali við Toronto Star. Í stað þess að fara á eyðslufyll- erí ákváðu hjónin að gefa þeim vinn- inginn sem virkilega þurfa á honum að halda. Allen og Violet hafa verið gift í 36 ár en þau hættu bæði að vinna árið 1983. Þá ákváðu þau að flytja frá Ontario til smábæjarins Lower Truro í Nova Scotia. Allen starfaði sem rafsuðumaður en Violet starfaði í sælgætisverksmiðju lengst af. „Við erum ágætlega stödd fjár- hagslega, engir milljónamæring- ar en eigum samt nóg,“ segir Allen sem er 75 ára. Þegar þau unnu þann stóra var Violet í meðferð vegna krabbameins á sjúkrahúsinu í Lower Truro. Sjúkrahúsið var meðal þeirra stofnana sem nutu góðs af vinningn- um. Engar kókoshnetur Indversk stjórnvöld ætla ekki að taka neina áhættu þegar kemur að öryggi Baracks Obama Bandaríkja- forseta í heimsókn hans til landsins í næstu viku. Þau hafa til að mynda tínt kókoshnetur úr trjám í nágrenni við fyrrverandi heimili Gandhi, en Obama mun heimsækja heimilið. Þó að það kunni að hljóma und- arlega í eyrum Íslendinga að gera slíkar ráðstafanir þá teljast þær nauðsynlegar á Indlandi. Kókos- hnetur sem falla úr trjám valda fjölda alvarlegra slysa, og jafnvel fjölda dauðsfalla, á hverju ári í land- inu. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu. Lokuðu útvarps- stöð nýnasista Þýsk stjórnvöld hafa handtekið tutt- ugu og þrjá einstaklinga víðs vegar um Þýskaland vegna gruns um aðild að áróðursútvarpsstöð nýnasista. Lögreglan réðst inn á tuttugu og tvö heimili í tíu mismunandi fylkjum til að framkvæma handtökurnar. Nokkrir hinna handteknu munu koma fyrir rétt í dag, föstudag, en talskona þýsku alríkislögreglunn- ar vildi ekki tjá sig um ákærurnar á hendur þeim. Ljóst er þó að að- ilarnir tóku þátt í rekstri útvarps- stöðvarinnar Widerstand-Radio, eða Andspyrnu-útvarpið, sem útvarpaði áróðri nýnasista. Ban Ki-Moon gagnrýndur fyrir að þegja um mannréttindabrot Kínverja: Mannréttindi verði virt í Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.