Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 34
Ég fann að það var kominn tími til að
einbeita mér að öðrum verkefnum.“
Sama dag og henni var sagt upp
barst henni tölvupóstur frá gömlum
vini í Noregi sem spurði hvort hún
hefði færi á að koma út í atvinnuvið-
tal. „Ég hélt það nú. Fjórum dögum
seinna var ég farin út í atvinnuviðtal
og alfarin fjórum vikum síðar. Fyrst ég
var svo heppin að fá vinnu strax hafði
ég engan tíma til að velta mér upp
úr því hvort þetta væri leiðinlegt eða
ekki. Eða því að mér væri einhver vor-
kunn. Enda var mér engin vorkunn.
Því að ég veit að ég hefði ekki hugsað
mig tvisvar um þótt það hefði staðið
til boða að vera áfram í Kastljósi. Ég
hefði farið á nóinu. Tækifærið sem ég
fékk var bara svo ótrúlega spennandi.
Það var bara brandari að það skyldi
koma upp sama dag.“
Hættuleg heimildarmyndagerð
Fyrstu sex mánuðina vann hún með-
al annars að alþjóðlegu heimildar-
myndinni Telling Truths in Arusha ,
um þjóðarmorðin í Rúanda. „Sú
mynd er búin að fara út um allan
heim á kvikmyndahátíðir. Hún fjallar
um hvernig þjóðarmorðin í Rúanda
eru gerð upp við nýjan alþjóðlegan
mannréttindadómstól Sameinuðu
þjóðanna í Arusha í Tansaníu. Það er
mjög spennandi að gera heimildar-
myndir fyrir alþjóðamarkað.“
Önnur mynd sem Þóra hefur ver-
ið að vinna að með sömu konu, Be-
ate Arnestad, fjallar um ástand-
ið á Srí Lanka. „Ég held að sú mynd
verði algjör sprengja. Fólk heldur að
Srí Lanka sé paradís fyrir túrista en
í raun og veru ríkir þar miskunnar-
laus ritskoðun stjórnvalda. Í mynd-
inni er verið að skoða hvaða afleið-
ingar það hefur haft fyrir blaðamenn
að flytja fréttir af þessu ástandi. Rætt
er við blaðamenn sem eru í útlegð um
allan heim og hafa verið ofsóttir fyrir
það eitt að flytja fréttir af stríðsglæp-
um sem framdir voru undir lok stríðs-
ins í Srí Lanka. Ég fékk að vinna að
þessu í hálft ár með henni. Hún hættir
lífi sínu við að gera þessa mynd, það
er vitað.“
Annað verkefni sem Þóra hef-
ur fengist við er tólf þátta sería um
svikahrappa í verktaka- og bygginga-
bransanum. Þóra var svokallaður
eftir vinnsluritstjóri á þáttunum. „Við
erum að klára síðasta þáttinn í næstu
viku. Fyrir hvern þátt var rosaleg rann-
sóknarvinna og við beittum földum
myndavélum og alls konar brögðum
til þess að ná þessu. Síðan var kom-
ið upp um það hvernig þessir menn
höfðu svikið og prettað fólk í ára raðir
til þess að fara út í framkvæmdir sem
síðan voru unnar af ófaglærðu fólki.
Þetta eru mjög vinsælir þættir þarna
úti og ótrúlega gaman að fá að taka
þátt í þessu.“
Rótleysið sem einkennir hana
Draumurinn væri að geta unnið við
það að búa til heimildarmyndir, enda
lærði Þóra heimildarmyndagerð í
Noregi á sínum tíma. Hvað framtíð-
in ber í skauti sér er þó óráðið. „Ég er
þannig gerð að ég á erfitt með að sjá
framtíðina fyrir mér. Ég plana næstu
tvær vikurnar. Ég er að reyna að horfa
lengra til framtíðar og hugsa ár fram
í tímann en get það ekki. Núna er ég
samt að spá í að ákveða það að vera
í Noregi allavega út þennan vetur.“
Hún hlær dátt. „Ég veit ekkert hvern-
ig þetta verður. Ég hef alls konar lang-
tímamarkmið sem ég er að vinna að
en með reglulegu millibili tekst mér
alltaf að umbreyta lífi mínu og á ör-
ugglega eftir að gera það aftur.“
Hún skenkir sér kaffi og hellir smá
mjólk út í. „Ég hugsa að ég hafi flutt
um tuttugu sinnum á síðustu árum.
Ákveðið rótleysi einkennir mig, en
það er ekki slæmt. Ég á auðvelt með
að takast á við breytingar. Ég sæki í
breytingar. Ég á erfitt með að festa
rætur. Eðli mitt er eins og fiðrildanna.
Mig langar til að flögra um og skoða
heiminn, prófa allt. Ég á mér drauma
sem mig langar að framkvæma. Sá
stærsti er að gera heimildarmyndir
um málefni sem brenna á mér En ég
er að pæla í því að fara til Singapúr,
svo langar mig í skóla í Danmörku og
að búa í Kanada. Það er erfitt að halda
í við mig. Núna er ég að læra menn-
ingarstjórnun í fjarnámi frá Bifröst.“
Reynir að hemja villinginn í sér
Katla fiktar í sykurmolunum og gerir
sig líklega til að stinga einum í munn-
inn. „Þú mátt ekki fá sykurmola,“ seg-
ir mamma hennar. Hún nær í iPhone
í töskuna, stillir á Gilligill og réttir
Kötlu. „Sestu svo þarna,“ segir hún og
bendir á næsta sófa. „Elsku stelpan
mín. Þú ert mjög dugleg.“ Katla hlýðir
með bros á vör.
Þóra segir að þær mæðgur séu ekki
líkar. „Við erum líkar að mörgu leyti
en Katla er miklu pottþéttari týpa en
ég. Ég er meiri villingur í mér. Ég hef
alltaf verið þannig. Ég hef aldrei ver-
ið dugleg við að hlýða því sem mér er
sagt að gera. Ég er ekki mikið fyrir það
að láta segja mér hvernig ég á að gera
hlutina. Ég á erfitt með að taka því ef
einhver er með eitthvert yfirboð gagn-
vart mér. Ég á erfitt með allt yfirboð.“
Í framhaldsskóla setti hún Íslands-
met í því að sofa
frameftir og vera lé-
legur námsmaður en
komast samt í gegn-
um prófin. „Í raun er
ótrúlegt að ég sé með
stúdentspróf. En ég
er alltaf pínu upp-
reisnargjörn þótt ég
sé að reyna að taka
á því og reyna að
verða dannaðri, þol-
inmóðari og þrosk-
aðri. Norðmenn geta
verið uppteknir af
reglum og ég hef að-
eins fengið að kyngja
pönkinu eftir að ég
fór út. Ég er alltaf að
reyna að haga mér
betur og betur. Hef samt tekið nokkur
geðköst, meðal annars á norska bíla-
stæðasjóðinn.“
Uppreisnargirnin snerist
upp í kjark
„Síðan held ég að þessi uppreisnar-
girni hafi snúist upp í kjark til þess að
segja það sem ég er að hugsa í dag. Ég
veit að það er jákvætt. Ég þori að segja
það sem mér finnst þótt ég sé inni á
ritstjórn þar sem allir eru ósammála
mér eða í skringilegum aðstæðum. Oft
er það illa liðið og túlkað sem óþekkt.
Ég lít ekki svo á. Mér finnst það bara
hluti af því að standa með sjálfum sér.
Í blaða- og fréttamennsku er mikil-
vægt að brjóta upp viðteknar venjur
og setja spurningarmerki við það af
hverju við gerum hlutina svona, við
fréttamat og val á viðmælendum. Hér
eru allir að tapa sér yfir fjármálakerf-
inu en enginn fjallar um það hvernig
kreppan bitnar á kvennastéttum. Það
er allavega ekki rætt
fram og til baka í um-
ræðuþáttum. Veist
þú hvernig skorið
verður niður á Land-
spítalanum? Eða
hvern ig menntakerf-
ið mun koma til með
að líta út eftir næstu
fjárlög? Vitum við
hvað er raunveru-
lega verið að taka út?
Ég held ekki, en við
vitum nákvæmlega
hvernig bankakerf-
ið er statt. Fréttamat
er eitthvað sem við
þurfum endalaust
að vera að skoða.
Við verðum að var-
ast það að verða samdauna því hvern-
ig hlutirnir hafa verið gerðir hingað
til. Fjölmiðlafólk þarf að endalaust að
krítisera sjálft sig.“
Katla er komin með hringjandi
síma í höndunum. Þóra svarar og seg-
ist ætla að hringja aftur eftir tíu mín-
útur. Katla spyr hvort þetta hafi verið
pabbi Þórarinn og Þóra játar því um
leið og hún réttir Kötlu símann aftur.
Álitin neikvæður nöldurseggur
Álit annarra á henni skiptir Þóru litlu
máli. „Ég er ekki mikið að velta mér
upp úr því hvort að ég sé gagnrýnd
eða ekki. Ef ég ætlaði að velta mér
upp úr því myndi ég kannski haga
mér dálítið öðruvísi. En ég viðurkenni
það alveg að ég hef verið hrædd við
að segja skoðanir mínar. Ég er bara
þannig gerð að ég sé alltaf kynjamis-
réttið en stundum hugsa ég með mér
að nú ætli ég bara að bíta í tunguna
á mér og reyna að fara ekki að nöldra
um þetta, því það er leiðinlegt og ég
er alltaf álitin neikvæða týpan og ein-
hver nöldurseggur, einsmálskona
sem einblínir bara á þetta. En mér
finnst spennandi að reyna að breyta
þessu og setja spurningarmerki við
það hvernig við gerum hlutina. Í raun
og veru væri mér ekkert kærkomnara
en að vita ekki af misréttinu sem ríkir
í samfélaginu því þá væri ég ekki allt-
af svona ógeðslega geðvond,“ segir
hún hlæjandi. „Því ég verð geðvond
að horfa upp á það að fólki þyki í lagi
að hafa þetta svona. Mér finnst það
ekki í lagi.“
Hún segir að þetta snúist ekki
um það að koma konum í toppstöð-
ur heldur að sjá verðmætin í báðum
kynjum. „Að veita öllum athygli, ekki
bara helmingi íbúanna. Ekki hampa
bara öðrum helmingi þeirra.“
Var skelfilega hrædd
Katla stendur uppi í sófa á bak við
móður sína og setur á hana trefil.
Hún vefur honum vandlega um háls
Þóru, hring eftir hring og svo um höf-
uð hennar. Þóra situr þolinmóð og
ræðir málin á meðan Katla dundar
sér við þetta en stoppar hana að lok-
um af. Segir henni að fara að klæða
sig í sokkana og skóna. Þær séu að
verða búnar.
Það er ekki hægt að sleppa þeim
mæðgum lausum án þess að spyrja
út í atvik sem gerðist rétt eftir að
þær fluttu til Ósló. Faðir hennar var
í heimsókn og hann hafði komið út
með hjólið hennar. „Það var aðeins
tekið að vora undan þessum þunga
vetri. Í fyrsta skipti ákvað ég að hjóla
með Kötlu í leikskólann. Ég var síðan
á leiðinni þaðan og í vinnuna sem var
alveg niðri í bæ þegar risastór vöru-
bíll keyrði yfir mig. Ég hugsaði bara,
„Guð minn góður, núna á Katla enga
mömmu lengur.“ Ég hélt að ég væri
dáin þar sem ég lá undir vörubílnum.
En ég var með fullri meðvitund allan
tímann og ég var skelfilega hrædd.
Þetta gerðist mjög hægt. Hann beygði
fyrir mig og ég lenti í dauða vinklinum
hjá honum. Hann keyrði yfir hjólið og
mölvaði það í spað. Ég var klemmd
undir hjólinu þannig að hann þurfti
að bakka ofan af mér á meðan ég var
dregin undan honum. Sem betur fer
gerðist þetta úti á miðri götu þar sem
fullt af fólki var til staðar og gat bæði
stoppað hann og hjálpað til. Svo var
þetta bara ekki neitt. Ég slapp með
fótbrot en þetta var ótrúlegt sjokk.
Í eitt andartak var ég hrædd um að
deyja en áttaði mig strax á því að það
væri allt í lagi með mig. Ég gæti hreyft
hálsinn og efri hluta líkamans. Að ég
væri bara meidd í fætinum. Þannig
að þetta var bara áminning um að
fara varlega,“ segir hún einlæg og
bætir því við að hún hafi ekki þorað
að hjóla í Ósló síðan.
Sjokkerandi lífsreynsla
„Ég var í sjokki í marga daga eftir
þetta. En það hjálpaði mér að pabbi
var á staðnum. Hann hjálpaði mér
líka með Kötlu. Að komast svona ná-
lægt því að vera keyrð í spað er svaka-
leg lífsreynsla. Mér varð hugsað til
allra þeirra sem sleppa ekki svona vel
og hvað ég er ótrúlega heppin. Þetta
var eitt af þessum atvikum þar sem ég
fatta hvað ég hef það gott og hvað það
væru margir sem væru tilbúnir til að
skipta á öllum sínum áhyggjum fyr-
ir mínar. Því það er ósköp lítið að hjá
mér. En því miður hefur þessi reynsla
ekki breytt mér. Kannski er ég örlít-
ið þakklátari fyrir að vera á lífi en ég
mætti alveg sýna enn meira þakklæti.
Bara það að fá að búa í einu ríkasta
landi heims og vinna að einhverju
sem tengist menntun minni og ég
hef metnað fyrir eru forréttindi. Eins
að eiga heilbrigt barn og fjölskyldu.
Ég veit að það er algjör klisja en það
eitt að vera fædd á Íslandi þýðir að ég
er í forréttindahópi. Lífsgæði mín eru
betri en flestra jarðarbúa.“
ingibjorg@dv.is
34 viðtal 5. nóvember 2010 föstudagur
Ég grenjaði dálítið yfir
þessu og hugsaði að
þetta andskotans
fokkings Ríkissjón-
varp mætti fara til
fjandans. Innst inni
var ég samt glöð því
mig hafði lengi lang-
að til að hætta í
Kastljósinu.
SambandSSlitin Að hætta með barnsföður sínum ólétt var
það erfiðasta sem Þóra hefur gert en hún segir að það hafi verið
eins gott að ljúka þessu fyrst þau ætluðu ekki að vera saman alla
ævi. Skömmu síðar kynntist hún Sigmari sem var með henni í
fæðingunni og allt þar til hún fór til Noregs.
mynd SigtRyggUR aRi
tækifæRin í noRegi Í Noregi hefur Þóra öðlast nýtt og betra líf þar sem hún hefur meiri tíma fyrir dóttur sína og fær tækifæri til þess
að vinna að alþjóðlegum heimildarmyndum. Hún segir það lögmál að allt sem komi upp á leiði til einhvers betra. mynd SigtRyggUR aRi