Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 FRÉTTIR 21 50 ÞÚSUND SÍMTÖL Í HJÁLPARSÍMANN Hjálparstofnanir- og samtök hafa þungar áhyggjur af versnandi líðan skjólstæðinga sinna. Hringt hef- ur verið rúmlega 50 þúsund sinnum í hjálparsíma Rauða krossins. Forráðamenn hjálparsamtaka telja óboðlegt að fólk bíði í röðum eftir mat í borginni. Undir það sjónarmið tekur Jón Gnarr borgarstjóri Reykvíkinga. Hringt hefur verið rúmlega 50 þús- und sinnum í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, frá hruninu í okt- óber 2008. Hátt í 18 þúsund sím- töl hafa borist frá ársbyrjun 2010 og stefnir því í metfjölda símtala þetta árið. Karen Theódórsdóttir, hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins, segir flest þeirra hafa snúist um vanlíðan tengda heilsubresti, geð- rænum vanda eða erfiðum heimil- isaðstæðum en nú í ár finni starfs- menn hjálparsímans fyrir mun meiri þunga og alvarlegri vanda þeirra sem biðja um hjálp eða ráð við vanda sínum. Mörg símtalanna snúa að atvinnumissi, ótryggri bú- setu, þunglyndi, vonleysi og fátækt. Sálgæsla mikilvæg Karen segir starfsmenn hjálparsím- ans skrá niður tvær meginástæður þess að fólk hringi inn og því megi glöggt sjá áherslubreytingar frá ár- inu 2008. „Við gefum fólki yfirsýn yfir þau úrræði sem eru í boði og við finnum í auknum mæli fyrir því að fólk hefur þegar reynt að sækja sér úrræði en er komið á ákveðna endastöð þar sem vonleysið ríkir. Starfsfólk hjálparlínunnar greinir frá þessu og þetta er eitthvað sem þarf að skoða vel. Eru virkilega eng- in úrræði fyrir ákveðinn hóp þessa þjóðfélags? Ef svo er ekki, þá þarf að bregðast við því.“ Karen segir nokk- ur símtöl berast þar sem fólk segist vera að svelta og geti engar bjargir sér veitt. Meðal annars vegna þess að það komist ekki úr húsi vegna veikinda eða félagsfælni. Starfsfólk reyni að bregðast við og gefa slíku fólki haldgóð ráð. Karen segir allar líkur á að þess- um símtölum fjölgi eftir því sem nær dregur jólum. Hún bendir á að sálfræðiþjónusta og áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg en matargjaf- ir og fjárhagsaðstoð. Best væri að þetta tvennt fylgdist sterklega að í góðri samvinnu allra aðila. Það er von Helga Halldórsdóttir hjá Rauða krossinum segir árið hafa reynst mörgum á Íslandi afar erfitt og að þörfin fyrir aðstoð og íhlutun Rauða krossins aukist eftir því sem líður á árið. Nýir einstaklingar séu að bætast í hópinn. Þeir hafi reynt að þrauka allan þennan tíma en séu nú komnir í þrot. „Hingað til hafa menn alltaf séð fyrir sér lausn- ir frá stjórnvöldum og haft miklar væntingar til þeirra. Fólk er hætt að trúa og treysta og því er líðan þess mun verri síðustu vikurnar. Það er engum samboðið að bíða í röð eftir mat í ríku landi eins og Ís- land raunverulega er og auðvitað þarf að finna mannúðlegri lausnir þar sem virðing er borin fyrir fólki. Ég held samt að einmitt núna sé ákveðin von til þess að bætt verði úr líðan og aðstæðum þessa fólks. Það er kallað eftir auknu samstarfi hjálparsamtaka og þau hafa brugð- ist við og hittast nú á stórum fund- um og skipuleggja samhæfingu starfs síns. Eins finnum við fyr- ir vilja stjórnmálamanna þótt við gagnrýnum mjög hæga ákvarðana- töku þeirra.“ Barnafólki líður sérstaklega illa Vilborg Oddsdóttir veitir innan- landsdeild Hjálparstarfs kirkjunn- ar forstöðu og segir hljóðið sér- staklega þungt í barnafólki. Hún tekur undir með Karen og Helgu hjá Rauða krossinum og Ragnhildi hjá Mæðrastyrksnefnd og segir al- veg ljóst að nú sé kominn sá tíma- punktur hjá hópi fólks þar sem því finnist engrar björgunar að vænta. „Fólk er búið að reyna að þreyja þorrann í tvö ár, löngu búið að finna botninn en sér ekki ljósið. Því finnst sér allar bjargir bannaðar og ég skynja sérstaklega versnandi líðan barnafólks. Það tekur bjarg- arleysið nærri sér barnanna vegna. Því langar til að geta veitt börnum sínum ákveðin lífsgæði og sér ekki fram á að geta gert það.“ Hún segist halda að hjálpar- samtökin eigi eftir að láta frekar til sín taka á næstunni. „Í síðustu viku sátu hjálparsamtök landsins heils- dagsráðstefnu með ríki og sveitar- félögum til þess að finna lausn á vandanum og á mánudaginn verð- ur annar fundur þar sem öll áhersla verður lögð á skjóta úrvinnslu. Við vitum að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu og því munu hjálparsamtökin beita sér sérstak- lega þangað til. Við þurfum að svara eftirfarandi spurningu: Hvað getum við gert til að mæta því fólki af virðingu sem þarf aðstoð þang- að til þessi framfærsla þeirra lægst launuðu verður hækkuð?“ Verkin tala „Við erum tilbúin til að taka þátt í umræðum um það sem betur mætti fara,“ segir Ragnhildur Guð- rún Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um aukna þörf fólks fyrir aðstoð og þá niður- lægingu sem fylgir því að bíða í röð eftir mat. Hún ítrekar að raðirnar séu tilkomnar vegna raunverulegr- ar neyðar fólks. Aðspurð hvort hægt sé að leysa vandann tímabund- ið með því að deila út debetkort- um með innistæðu í matvöruversl- unum, segist hún alls ekki vilja slá slíka lausn út af borðinu. „Það þarf að hafa um þetta vitræna umræðu og sjá hvort þetta er eitthvað sem gæti verið til bóta. Það þarf líka að fara í saumana á þessum vanda og hann hverfur ekki með yfirlýsingum og slagorðum. Það eru verkin sem tala.“ Hún segist vilja benda Jóni Gnarr borgarstjóra og öðrum sem að brýnasta vandanum koma að hækka launin hjá þeim lægst laun- uðu hjá Reykjavíkurborg og þeim sem eru á framfærslu félagsþjónust- unnar. „Það segir mér margt að það hefur ekki verið gerð neyslukönn- un, hún myndi leiða það í ljós hvað fjögurra manna fjölskylda þarf til að spila úr.“ Desemberuppbót og hækkun fjárhagsaðstoðar á borðinu „Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa lagt fram tillögu í velferðarráði um hækkun fjárhagsaðstoðar,“ seg- ir aðstoðarmaður borgarstjóra, S. Björn Blöndal. Hann segir tillög- una kalla á aukaútgjöld upp á 350 milljónir króna á ársgrundvelli. Til- lagan var lögð fram á fundi velferð- arráðs fimmtudaginn 4. nóvember en afgreiðslu tillögunnar frestað og borgarráð þarf að samþykkja hana samhliða fjárhagsáætlun borgar- innar næsta ár. „Jafnframt var lögð fram til- laga þess efnis að 1. desember 2010 verði foreldrum sem fá fjár- hagsaðstoð í desember greidd sér- stök desemberuppbót vegna hvers barns, 12.640 kónur. Í tillögunni felst einnig að þeir sem hafa feng- ið fulla fjárhagsaðstoð í 3 mánuði eða lengur fái desemberuppbót frá Reykjavíkurborg, 31.385 krónur, og er þetta rýmkun þar sem skilyrð- ið áður voru 6 mánuðir.“ S. Björn segir Jón Gnarr meðvitaðan um að ráðast þurfi að vandanum í heild. „Jón Gnarr borgarstjóri hefur talað fyrir því að bæta kjör þessa hóps sem á undir högg að sækja í samfélaginu. Þetta er mikilvægt skref en leysir ekki vandamálið í heild. Varðandi raðir sem mynd- ast þegar góðgerðarfélög úthluta matargjöfum þá er það algjörlega óviðunandi. Það hafa verið nefnd- ar ýmsar lausnir til dæmis sérstök debetkort. En það hlýtur að vera einfaldara að fólk fái vörurnar í verslununum.“ KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Jón Gnarr, borg-arstjóri, hefur talað fyrir því að bæta kjör þessa hóps sem á undir högg að sækja í samfélaginu. Raðir eftir mat eru óviðunandi JónGnarrtelureinfaldaraaðfólkfái vörurnaríverslunum. Sultur í borginni SímtölíhjálparsímaRauða krossinssnúastíauknummæliumvonleysi oguppgjöf.Starfsfólkhjálparsímanstekurá mótisímtölumþarsemfólksegistsveltaen ekkigetastaðiðíbiðröðeftirmat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.