Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 33
ar ég hætti í Kastljósi að þá væru kom- in tímamót á ýmsum vígstöðum. Með- al annars á milli okkar. Ég held að það hafi verið eina og besta leiðin. Við vor- um bæði sátt við að gera þeta svona. En ég var ástfangin af honum.“ Hún ræskir sig. „Við höfðum til mjög skemmtilegra þátta í fari hvort annars og það er eitt- hvað sem er enn til staðar. Við kunnum alveg að meta hvort annað og höfum sameiginlegan húmor. Það er erfitt að lýsa því en það er ákveðinn broddur í okkur báðum. Ég held að við séum bæði pínu pönkarar inni í okkar sem er skemmtilegt. Sem betur fer lifir það áfram, því við erum enn í samskiptum þar sem við eigum alltaf slatta í börn- um hvort annars.“ Flókið að skilja barnshafandi Sigmari kynntist hún þegar hún var barnshafandi að Kötlu, tveimur mán- uðum eftir að hún sleit sambúð við barnsföður sinn. Bæði hafa þau komið fram í fjölmiðlum og lýst þeirri reynslu, en Sigmar var með henni í fæðingunni og stóð þétt við bakið á henni allt þar til hún ákvað að fara til Noregs. „Ég er mjög pirrandi raunsæ og trúi hvorki á tilviljanir, æðri mátt eða annað slíkt, því miður, en það er eitt sem ég er algjör- lega sannfærð um, ef ég mæti mótlæti kemur eitthvað gott og betra í staðinn, jafnvel þótt ég þurfi að bíða aðeins eftir því. Þetta hefur alltaf gerst hjá mér og ég held að þetta sé lögmál. Ef eitthvað fokk kemur upp er það góðs viti.“ Aðspurð hvort hún taki þá fagnandi á móti vandamálum segir hún: „Ég segi það nú ekki. En ef ég lít til baka þá hefur þetta alltaf gerst þegar ég fer í gegnum erfiðustu tímabil lífsins. Eins og þeg- ar ég ákvað að hætta í sambandi þeg- ar ég var ólétt. Það var mjög flókið. En ég ákvað bara einn daginn að ég ætlaði ekki að búa með barnsföður mínum og efaðist aldrei um að sú ákvörðun væri rétt. En auðvitað voru það ákveðin von- brigði að komast að því þegar ég gekk með mitt fyrsta barn að ég hafði tekið ranga ákvörðun. En ég varð að standa með sjálfri mér.“ Grét í níu mánuði Því miður er það svo að allt of marg- ir festast í slæmum samböndum. En ekki Þóra. Hún stendur með sjálfri sér og heldur alltaf áfram að leita ham- ingjunnar. Sterk tengsl við fjölskylduna hjálpa henni að taka ákvarðanir sem þessar. „Ekki bara systur mínar heldur líka frænkur mínar og bara fjölskyldan öll, það má ekki gleyma pabba og öll- um sem kasta öllu frá sér um leið og eitthvað kemur upp á, bruna á stað- inn og díla við það með ráðum og dáð. Þetta gerum við öll. Æ, er ekki alltaf leiðinlegt að hætta með manni? Ég held það. Auðvitað var það aðeins erfiðara þegar ég var ólétt en okkur varð fljótt ljóst að við ætluð- um ekki að vera saman til æviloka og þá var eins gott að ljúka þessu.“ Auk þess að hætta með kærastan- um komin tvo eða þrjá mánuði á leið reyndist meðgangan Þóru erfið. „Mér fannst ógeðslega leiðinlegt að vera ólétt. Allt sem gerðist eftir að barn- ið fæddist var yndislegt en ég myndi frekar afplána vist á Kvíabryggju en að verða ólétt aftur,“ segir hún og hlær. „Fólk heldur oft að ég sé sterk og kúl en ég var algjör grenjuskjóða á meðan ég gekk með Kötlu. Ég grenjaði alla með- gönguna. Enda held ég að það sé alveg hægt að finna auðveldari aðstæður en þær sem ég var í.“ Ástin veldur óöryggi Þjónninn færir henni kaffi og kon- fekt. Katla horfir löngunaraugum á girnilega súkkulaðimolana og móðir hennar býður henni að gjöra svo vel. „Þú mátt smakka.“ „Hvað er þetta?“ spyr Katla. „Þetta er konfekt.“ „Hvað er þetta?“ spyr Katla aftur og bendir á einn molann. „Smakkaðu bara.“ „En hvað er þetta?“ spyr hún og bendir á annan mola. „Örugglega eitthvað gott,“ segir Þóra. Katla vandar valið og velur hvítan súkkulaðimola. Eftir einn bita missir hún áhugann. Molinn reyndist ekki eins góður og hann var girnilegur. Allavega ekki í huga Kötlu. Hún bein- ir athygli sinni að mjólkinni en miss- ir áhugann á henni líka þegar móðir hennar segir að þetta sé kaffimjólk og dregur sódavatnsflösku upp úr tösku móður sinnar og sýpur á henni. Þóra snýr sér síðan aftur að blaða- manni og ræðir almennt um ástina sem hefur oftar en ekki hitt hana í hjartastað. Eins og áður sagði var hún í leikskóla þegar hún varð fyrst ást- fangin. „Ég meina ástfangin og ást- fangin. Ég veit það ekki. Ég hef þúsund sinnum orðið ástfangin en misalvar- lega og það voru stórar og litlar krísur í kringum það. Yfirleitt upplifi ég það þá hvað ég er óörugg með mig. Þeg- ar mig langar til að einhverjum líki vel við mig, hvað þá að hann verði skotin í mér, er ég ansi fljót að sjá alla mína veiku hlekki og bresti.“ Kvölin og pín- an sem fylgir ástinni er samt ekki eins slæm núna og áður. „Ég hef ósköp litlar áhyggjur af þessu í dag. Ég er enn mjög meðvituð um alla mína galla en ólíkt því sem áður var þegar ég var ungling- ur þá er ég líka mjög meðvituð um all- ar mína sterku hliðar. Ég veit núna að það er allt í lagi að ég sé ekki skipulagð- asta manneskja í heiminum og að það er allt í lagi þótt ég sé skapstór og fljót- fær. Af því að oft eru gallarnir mínir líka mínir stærstu kostir.“ Einfaldara líf Karlmenn veita Þóru ekki öryggi. „Ég á bæði sterkar vinkonur og sterkar systur.“ Um leið og hún sleppir orðinu hringir síminn. „Hringir ein þeirra. Best að skella á hana,“ segir hún hlæj- andi, enda ekki í aðstöðu til að taka símann núna. „Ég þarf ekki að eiga kærasta til þess að upplifa mig ör- ugga. Ég þarf ekki heldur að skríða upp í rúm til mömmu og pabba. Ég veit bara að þetta reddast einhvern veginn. Ég verð líka seint sökuð um að vera öryggisfíkill en sem betur fer hef ég þroskast með aldrinum og er löngu hætt að vera spennufíkill.“ Hún hlær. „Sem betur fer. Ég er sátt við mitt líf í dag. Mér þykja það forréttindi að fá að vera ein með dóttur minni. Við mæðgurnar lifum algjöru dúkkulísu- lífi. Líf mitt hefur einfaldast um mörg hundruð prósent. Ég er ekki ástfangin í dag og mér finnst það gott. Stundum er gott að einfalda líf sitt. Í geðorðun- um tíu stendur: „Flæktu ekki líf þitt um of.“ Ég er bara að reyna að fylgja því. Það kom svo margt í staðinn fyrir það sem ég hélt að yrði erfitt að snúa baki við og fara frá og eitthvað sem ég hafði ekki reiknað með. Þannig að ég get sagt það í fullri einlægni að ég er mjög sátt við þær ákvarðanir sem ég hef tekið.“ Spennandi tækifæri „Kannski var ég pínulítið brotin þeg- ar ég fór út til Noregs en ég held að það hafi ekki enst nema í þrjá daga. Ég grenjaði dálítið yfir þessu og hugsaði að þetta andskotans fokkings Ríkis- sjónvarp mætti fara til fjandans. Innst inni var ég samt glöð því mig hafði lengi langað til að hætta í Kastljósinu, því þetta var erfitt og krefjandi starf. föstudagur 5. nóvember 2010 viðtal 33 „Ég hÉlt að Ég væri dáin“ framhald á næstu síðu Varð Fyrir Vörubíl Þegar Þóra lenti undir vörubíln- um hugsaði hún bara: „Guð minn góður, núna á Katla enga mömmu lengur.“ Hún var skelfilega hrædd og eitt andartak hélt hún að hún væri dáin. mynd SiGtryGGur ari Mér finnst eiginlega allt glatað sem ég geri. Þannig að mér leið eiginlega alltaf illa eftir útsendingu og mér leið eiginlega alltaf illa eftir að hafa séð sjálfa mig á skjánum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.