Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 30
Jónsi vekur athygli Tónlistarmaðurinn Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, er núna staddur í Bandaríkjunum á heimstónleikaferða- lagi sínu í kjölfar útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar Go í apríl. Um miðjan október hélt Jónsi tónleika í hinu sögufræga Wiltern Theater í Los Angeles.Tónleikar þessir voru nokkuð merkilegir fyrir þær sakir að National Public Radio, NPR, í Bandaríkjunum sóttist eftir að sýna beint frá þeim á netinu og var það í fyrsta skipti sem NPR sýndi beint frá tónleikum og því mikill heiður fyrir báða aðila. Núna er búð að setja saman 5 mínútna „timelapse“- bút frá tónleikunum sem spannar öll lög tónleikanna á ógnarhraða með lag Jónsa Sinking Friendship yfir. Hægt er að horfa á bútinn á heimasíðu Jónsa: jonsi.com. Davíð Örn með nýJa sýningu Laugardaginn 6. nóvember opnar Davíð Örn Halldórsson einkasýningu sína, Faunalitir, í Gallerí Ágúst. Þetta er önnur einka- sýning Davíðs Arnars í galleríinu en sýning hans absalút gamall kastale, vakti gríðarlega mikla athygli árið 2008. Davíð Örn Halldórsson útskrifaðist frá myndlistadeild Listahá- skóla Íslands árið 2002. Hann vakti strax athygli fyrir sérstaka efnisnotkun og heillandi myndheim í verkum sínum. Hann hefur verið sérlega ötull myndlistarmaður og á að baki fjölda sýninga, bæði hérlendis sem erlendis. Davíð Örn hefur einnig kennt myndlist og verið ráðgjafi útskriftarnema í Listaháskólanum, unnið að hönnun fyrir hljómsveitirnar Múm, Hjálma og Hjaltalín ásamt því að koma að sviðsmynda- og kvikmyndagerð. Kvöldverðarleikhús í Veisluturninum: Matargestir taka þátt Nú er í gangi áhugavert kvöldverð- arleikhús í Veisluturninum sem skartar meðal annars stórtenórnum Gissuri Páli Gissurarsyni en verk- ið ber nafnið Gríman fellur. Fyrsta sýning var á mánudaginn og önnur sýningin verður í kvöld, föstudag. Mikið er sungið í sýningunni þar sem matargestir taka virkan þátt í upplifuninni. Sýningin er dregin tilbaka til Viktoríutímans þannig að allar konurnar eru í glæsilegum kjólum í stíl þess tíma og með hár- kollur. Það er gestgjafinn, Victoria von Weinhaus, leikinn af Signýju Sæ- mundsdóttur sópransöngkonu, sem tekur á móti gestunum í kvöld en sögusviðið er kvöldverðarboð sem hún hefur boðið til og eru matargest- ir og aðrir leikendur veislugestirnir. Ýmislegt skondið kemur upp á hjá heiðursgestum kvöldsins sem eru leikendur og sitja við há- borðið hjá fröken Victoriu og frú- in þarf nokkrum sinnum að afsaka óvæntar uppákomur en hún hefur lifað lífinu á yfirborðskenndan hátt og þarf því sífellt að klóra yfir það sem miður fer. Er þetta form algjörlega ný upp- lifun fyrir listunnendur því mat- argestir eru þátttakendur á með- an þeir njóta fordrykkjar og síðan þriggja rétta veislukvöldverðar sem framreiddur er af matreiðslumönn- um Veisluturnsins. Aðrir leikend- ur eru Gissur Páll Gissurarson ten- ór sem Rómeó, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari sem Anna Schumann, Hörn Hrafnsdóttir mezzósópran sem prinsessa Catarina, Margrét Grétars dóttir sópran sem Júlía og Jó- hann Smári Sævarsson, bassi. Frekari upplýsingar um pantan- ir og sýningartíma er hægt að fá í síma 575 7500 eða með því að hafa samband við pantanir@veislu- turninn.is. tomas@dv.is 30 fókus 5. nóvember 2010 föstudagur Breytir íBúðinni í gallerí „Ég flyt út til þess að koma sýning- unni inn,“ segir Birgir Sigurðsson, raf- virki og listamaður, en hann heldur úti vægast sagt óhefðbundnu galleríi í íbúð sinni að Þúfubarði 17 í Hafnar- firði. Um helgina heldur Birgir sína aðra sýningu í galleríinu, en á þeirri fyrstu komu meðal annarra fram Þor- valdur Þorsteinsson, Helena Jóns- dóttir og Bjarni Þór Sigurbjörnsson. „Ég fór í rosalegt hreinsunarátak eftir að ég fékk hugmyndina að gallerí- inu og gaf eða henti nánast öllu sem ég átti. Núna tekur mig um það bil korter að flytja út,“ segir Birgir létt- ur og bætir við: „Rúmið mitt er það stærsta sem ég á.“ Birgir segir ótrú- lega gefandi að halda úti galleríinu. „Fólk hefur tekið svo vel í þetta og er að leggja mikið í verkin.“ Um helgina verða, meðal annarra, þau Ragn- heiður Jóhannsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir og Ingvar H. Ragnarsson. „Ragnheiður verður með klósettið og Hekla svefnherbergið svo eitthvað sé nefnt.“ Þá mun Ragnar Kjartansson sýna hjá Birgi í febrúar næstkomandi. Sýningin verður opnuð klukkan 14 á laugardag og sunnudag og verður opin til klukkan 17.00. tölvuleikir medal of honor Með þessum nýja Medal of Honor leik gekk það ekki upp hjá framleiðendun- um að toppa Modern Warfare og leikurinn vart meira en skammgóður vermir í því úrvali tölvuleikja sem fyrir er. mælir með... mælir ekki með... söngleikur dísa ljósálfur Góð saga líður fyrir slappt handrit og leikstjórn. Tónlist Gunnars Þórðarsonar er ljúf en tilþrifalítil. kvikmynd machete Eins og að hlæja að sama brandaran- um aftur og aftur í 105 mínútur. Ágæt á sinn hátt en allt of löng. Grínið staldrar stutt við og eftir standa örfá ýkt hasaratriði. kvikmynd the switch The Switch er áhugaverð í upp- hafi, en þegar á líður verður hún frekar þvinguð og óeðlileg þó svo að sögusvið- ið og heillandi leikarahópur leggi sitt af mörkum til að gera þessa mynd áhorfanlega. Fríður hópur söngvara Fólkið fær að taka þátt í kvöldinu með söngvurunum. Gaukur Úlfarsson er mað-urinn á bak við myndina um Jón Gnarr. Mynd-skeið sem sýnt hefur verið úr myndinni sem verður frum- sýnd 12. nóvember hefur strax vald- ið miklum titringi innan Ráðhússins og hefur Gaukur verið sakaður um að leggja ákveðna borgarfulltrúa í einelti. Gaukur segir tilgang mynd- arinnar alls ekki vera þann að kasta rýrð á ákveðna flokka eða mann- eskjur heldur fjalli myndin fyrst og fremst um Jón Gnarr og hugsjónirn- ar á bak við Besta flokkinn. sett aF stað leikrit „Mér finnst mjög ódýrt að segja að það sé einelti í myndinni. Það er fullt af fólki lagt í einelti sem á það ekki skilið. Eins og börn í skóla og fólk á vinnustöðum sem er ekkert að ota sínum tota. En sum gagnrýni á alveg rétt á sér,“ segir Gaukur og bætir við: „En fyrir það fyrsta þá er þetta mynd um Jón Gnarr. Þetta er ekki mynd um Sóleyju Tómasdóttur, Hönnu Birnu eða Dag B. Eggertsson. En þau koma öll fyrir í myndinni og eiga öll jafnstóran hlut í henni. Það Gaukur Úlfars- son frumsýnir mynd sína um Jón Gnarr þann 12. nóvember. Hann talar við Hönnu Ólafsdóttur um tilgangslaus mót- mæli Hallgríms Helgasonar og Bubba Morthens og gagnrýnir tvö- feldni innan borg- arstjórnarinnar. Vítamínsprauta fyrir vannærða þjóð Ódýrt að tala um einelti „Það er ekki hallað meira á einn en annan.“ myndir sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.