Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Síða 24
24 ERLENT 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Kosningar fóru fram í Bandaríkjunum í vikunni. Demókratar töpuðu miklu fylgi í mikilli hægri sveiflu í bandarískum stjórnmálum. Úrslit- in eru mikið áfall fyrir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Obama nái endurkjöri árið 2012. FRAMTÍÐ OBAMA ÓLJÓS Þetta þýðir að mál komast ekki í gegnum þingið nema með miklum herkjum og í öldungadeildinni geta repúblikanar notað málþóf að vild. Repúblikanaflokkurinn var ótví- ræður sigurvegari í kosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum á þriðjudag. Í kosningunum, sem kallaðar eru miðannarkosningar, var kosið um öll 435 sætin í fulltrúa- deild þingsins, 37 sæti af 100 í öld- ungadeildinni og um 38 stöður rík- isstjóra. Einnig var kosið til þings í 46 ríkjum en auk þess voru fjölda- mörg mál tekin til kosninga á rík- is- og sýslustigi. Í öldungadeildinni halda demókratar naumum meiri- hluta með 52 sæti en repúblikanar hafa 47. Enn á eftir að skera úr um eitt sæti. Fyrir kosningarnar höfðu demókratar hins vegar þægilegan meirihluta með 59 sæti og hafa þeir því að minnsta kosti tapað sex sæt- um. Öllu alvarlegra fyrir demókrata eru úrslitin í fulltrúadeildinni, en þar beið flokkurinn afhroð. Alger viðsnúningur Fyrir kosningarnar voru demó- kratar með mikinn meirihluta í full- trúadeildinni. Höfðu þeir 257 sæti gegn 178 sætum repúblikana. Enn á eftir að skera úr um nokkur sæti eftir kosningarnar á þriðjudaginn, en ljóst er að repúblikanar unnu þar stórsigur. Þegar er ljóst að repúblik- anar hafa unnið 239 sæti á móti 186 sætum demókrata. Það þýðir að repúblikanar hafa að minnsta kosti bætt hlut sinn í fulltrúadeildinni um 61 sæti. Enn á eftir að skera úr um 10 sæti. Þýðir þetta að nýr forseti fulltrúadeildarinnar verður hinn íhaldsami John Boehner, repúblik- ani frá Ohio, en hann mun leysa af hólmi hina frjálslyndu Nancy Pel- osi, demókrata frá Kaliforníu. Segja stjórnmálaskýrendur vestanhafs að þetta sé skýr vísbending um þá hægri sveiflu sem nú á sér stað í bandarískum stjórnmálum. Áfall fyrir Obama Úrslit kosninganna eru mikið áfall fyrir Barack Obama, forseta Banda- ríkjanna. Eftir að hafa unnið örugg- an sigur í forsetakosningunum fyrir tveimur árum og með skilaboðum um breytingar virtist hann hafa náð að berja von í brjóst Bandaríkja- manna. Hann tók við embætti þegar demókratar höfðu meirihluta í báð- um deildum þingsins og var því í kjöraðstöðu til að koma á þeim um- bótum sem hann lofaði fyrir tveim- ur árum. Slæm staða í efnahags- kerfinu og mikið atvinnuleysi hafa hins vegar gert Bandaríkjamenn óþreyjufulla og bíða þeir enn eft- ir breytingum. Þá hafa umdeild og kostnaðarsöm frumvörp ekki hjálp- að til, en þar má helst nefna björg- unaraðgerðirnar handa stærstu bönkunum sem og heilbrigðisfrum- varpið Medicare. Framtíð Obama sem forseta er nú talin óljós og það gæti reynst honum erfitt að ná end- urkjöri í kosningunum 2012. Framtíðin óljós Blaðamaður DV hafði samband við Silju Báru Ómarsdóttur, að- júnkt í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands. Silja stundaði nám um margra ára skeið í Bandaríkj- unum og fylgist vel með gangi mála í bandarískum stjórnmálum. Hún segir að deila megi um afleiðingar kosninganna fyrir Barack Obama. „Persónulega hef ég alltaf talið ólík- legt að hann myndi ná endurkjöri, sérstaklega þegar demókratar höfðu stjórn á „öllu“ kerfinu. En með því að deila ábyrgðinni á ástandinu næstu tvö árin, þá er möguleiki á að honum verði ekki kennt jafnmik- ið um og að hann komi betur út að tveimur árum liðnum.“ Fordæmi eru hins vegar fyrir því að forseti demókrata hafi tekið við embætti með völd í báðum deildum þings- ins. Það var Bill Clinton þegar hann tók við embætti 1993 en í miðann- arkosningum ári síðar missti hann völdin yfir þinginu, með þeim af- leiðingum að mjög erfitt reynd- ist að koma málum hans í gegn. Obama bíður nú svipað verkefni: „Þetta þýðir að mál komast ekki í gegnum þingið nema með miklum herkjum og í öldungadeildinni geta repúblikanar notað málþóf að vild. Fordæmið frá 1994 er ógnvekjandi, en Boehner er almennt talinn nokk- uð skynsamur og því möguleiki á minni átökum en ella.“ Sárabót fyrir demókrata Þrátt fyrir stórt tap demókrata í kosningunum geta þeir huggað sig við að hafa náð aftur völdum í Kali- forníu, einu stærsta og ríkasta fylki Bandaríkjanna. Eftir sjö ára setu tortímandans Arnolds Schwarzen- eggers á fylkisstjórastóli tókst Jerry Brown að ná stólnum aftur fyr- ir demókrata. Hann hefur reyndar verið fylkisstjóri í Kaliforníu áður, eða frá 1975 til 1983 en hann bar sig- urorð af frambjóðanda repúblikana, Meg Whitman, sem þó eyddi gífur- legum fjármunum í framboð sitt en hún er ein ríkasta kona Bandaríkj- anna. Þá tókst demókrötum einn- ig að verja öldungardeildarsæti Barböru Boxer og til fulltrúadeild- arinnar voru 32 demókratar kosnir gegn 19 repúblikönum. Frjálslyndir Bandaríkjamenn spyrja sig þó hvort enn megi kalla Kaliforníu frjáls- lynda fylkið, eftir að tillögu um lög- leiðingu marijúana, sem einnig var kosið um, var hafnað. Margir muna eftir því fyrir tveimur árum, þeg- ar tillögu um hjónaband samkyn- hneigðra var einnig hafnað í Kali- forníu. Fleiri konur hjá repúblikönum Silju Báru er umhugað um hlut kvenna í stjórnmálum og segir hún að þeim hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að hlutur þeirra í Bandaríkjun- um sé almennt mjög rýr. „Þeim gekk vel hjá repúblikönum en nú voru til að mynda fyrsta svarta konan og fyrsta konan sem er ættuð frá Suð- ur-Ameríku kosnar sem fylkisstjór- ar í Suður-Karólínu annars vegar og Nýju-Mexíkó hins vegar. Þá virðist Lisa Murkowski ætla að halda sæti sínu í Alaska, þrátt fyrir að hafa tap- að í forkosningum repúblikana fyrir karlframbjóðanda. Þau úrslit liggja hins vegar ekki fyrir enn sem kom- ið er.“ En hvað með Söruh Palin, er hún orðin líklegri núna til að bjóða sig fram til forseta? „Palin hugar ör- ugglega að framboði og það kemur væntanlega í ljós snemma á næsta ári hvað hún ætlar að gera. Þá er spurning hvort þessi árangur rep- úblikana verður eignaður henni að nógu miklu leyti til að gera hana að trúverðugum frambjóðanda hjá flokknum öllum. Um það þori ég þó ekki að spá.“ n Ástæða þess að enn á eftir að skera úr um eitt sæti til öldungadeildarinnar í Kaliforníu er einkennileg, svo ekki sé meira sagt. Jennifer Oropeza, sem var kjörin árið 2006 með 62 prósent atkvæða, lést 20. október eða að- eins tveimur vikum fyrir kosningar. Nafn hennar var hins vegar ennþá að finna á kjörseðlum í Kaliforníu og hlaut hún aftur brautargengi kjósenda, þótt það sé næsta víst að kjósendur fái ekki að njóta krafta hennar í þetta sinn. Minnir þetta óneitanlega á söguþráð kvikmyndarinnar Distinguished Gentleman, grínmynd með Eddie Murphy. Í myndinni kemst persóna Murphys á þing, vegna þess eins að hann var alnafni nýlátins öldungadeildarþing- manns. Fólk kaus bara nafnið, af gömlum vana. DÁIN, EN SAMT KOSIN Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt Framtíð Obama veltur mikið á samstarfi hans við Boehner. MYND KARL PETERSSON BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Barack Obama Úrslit kosninganna voru ekkert ánægjuefni fyrir forsetann. MYND REUTERS Nýr þingforseti John Boehner frá Ohio-fylki mun taka við sem forseti fulltrúadeildarinnar. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.