Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Page 8
8 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað Hárstofan Space er 5 ára Hárstofan Space er 5 ára og af því tilefni bjóðum við 25% afslátt af völdum Tigi hárvörum út mars. Hlökkum til að sjá ykkur! Eva, Pála, Bryndís, Þórir, Íris Thelma, Íris Hlín og Inga Starfsmaður Íslandsbanka með góð laun í leyfinu: Jóhannes stendur í ströngu Einn af framkvæmdastjórunum sjö hjá Íslandsbanka sem var með meira en 20 milljónir króna í árslaun í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi, heitir Jóhannes Baldursson. Jóhann- es er framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta hjá bankanum. Hann var sendur í leyfi frá störf- um í bankanum í október síðast- liðnum, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum Íslandsbanka, vegna meintrar aðildar að hugsanlegum brotamálum sem embætti sérstaks saksóknara rannsakar. Jóhannes tengist Stím-málinu svokallaða og ýmsum öngum þess, meðal ann- ars kaupum Glitnis á 1.200 milljóna króna skuldabréfi af Saga Capital í ágúst 2008. En Jóhannes tengist einnig öðr- um málum. Hann var einn þeirra starfsmanna Glitnis, fyrirrennara Ís- landsbanka, sem fékk kúlulán frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum árið 2008. Kúlulánið, 800 milljónir króna, hefur verið afskrifað. Jóhannes er sömuleiðis einn þeirra fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem gert hafa launakröfu í bú Glitnis. Mál Jóhannesar er nú rekið fyrir dómstól- um. Hann vill fá 68 milljónir króna úr þrotabúi Glitnis vegna samnings- bundinna launa. Jóhannes tengist því að minnsta kosti fjórum málum sem fjallað hef- ur verið um á gagnrýninn hátt eftir hrunið 2008: háum launum starfs- manna Arion banka og Íslands- banka, rannsóknum ákæruvaldsins á málefnum Glitnis, afskriftum á kúlu- lánum starfsmanna Glitnis og launa- kröfum starfsmanna í bú hins gjald- þrota banka. ingi@dv.is Kemur víða við Jóhannes Baldursson tengist mörgum málum sem komið hafa upp á yfirborðið frá bankahruninu árið 2008. Hann er einn launahæsti starfsmaður Íslandsbanka í dag en er í leyfi frá störfum vegna rannsóknar ákæruvaldsins á málum honum tengdum. n Íbúar dvalarheimilis aldraðra við Dalbraut eru óánægðir með fyrirhugaðar breyt- ingar á eldhúsi heimilisins n 120 skrifuðu undir mótmælaskjal og hvöttu velferð- arráð til að endurskoða ákvörðun sína n Ráðið hnikar ekki frá ákvörðuninni Eldri borgarar sjá eftir eldhúsinu „Björk Vilhelmsdóttir útskýrði þessi mál og þau eru ákveðin í að standa við þessa breytingu og leggja niður eldhúsið. Matreiðslumeistarinn sem þarna eldar matreiðir einstaklega vel heppilegan heimilismat fyrir þessa öldruðu einstaklinga. Það er því mikil ógæfa að raska því hefðbundna fyrir- komulagi sem verið hefur um áratuga- skeið og fólkið er svo sátt við,“ segir Ásgeir Nikulásson, íbúi í grennd við Dalbraut, sem hefur nýtt sér að fá mat í eldhúsinu. Hann segir eldhúsið að Dalbraut vera einingu sem hafi staðið undir sér og sem fólkinu líki vel við en að nú eigi að hrófla við þessu. „Þetta á að heita velferð en er í algjörri and- stæðu við orðið sjálft. Það er verið að taka hlunnindi sem fólki líkar vel við.“ Yfir hundrað undirskriftir Fyrirhugaðar breytingar á eldhúsi Dal- brautar snúast um að breyta því úr framleiðslueldhúsi í móttökueldhús. Maturinn verður eldaður á Lindargötu og sendur á Dalbraut þar sem hann verður framreiddur á diska. Þegar Ás- geir ákvað að kanna hug íbúa Dal- brautar og matargesta til breytinganna fyrr á árinu kom í ljós engum hafði verið tilkynnt um þær. Hann gekk því á milli íbúa og safnaði undirskiftum þar sem 120 manns mótmæltu breyt- ingunum. Í framhaldinu var haldinn fundur með Björk Vilhelmsdóttur, formanni velferðarráðs, ásamt fleir- um í lok nóvember. Sá fundur var full- skipaður íbúum og umræður urðu snarpar. Fundinum lauk með að því Björk var afhentur undirskriftalistinn ásamt erindi íbúa og matargesta að Dalbraut þar sem skorað var á velferð- arráð og borgarstjórn að endurskoða ákvörðun sína. Hnika ekki frá ákvörðuninni Annar fundur var haldinn á fimmtu- dag og þar mættu Björk Vilhelmsdótt- ir, Hörður Hilmarsson, fjármálastjóri velferðarsviðs, og Aðalbjörg Trausta- dóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Var þar tilkynnt að eftir að ráðið hefði farið yfir málið að nýju hefði verið ákveðið að ekki yrði hnikað frá upp- haflegri ákvörðun. „Ég lofaði að end- urskoða þessa ákvörðun en erindi ykk- ar var lagt fyrir á fundi velferðarráðs og ákveðið að halda þessari breytingu. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þið eruð ósátt og þið hafið skorað á okkur að endurskoða þetta. Við erum búin að því og það er komin sú niðurstaða að við getum ekki sleppt þessu þótt fólk sé ósátt,“ sagði Björk á fundinum. Hún sagði að maturinn sem boðið yrði upp á þætti fullgóður um alla borg og hún vonaði að heimilisfólk og matar- gestum yrði ekki meint af. Eins að hún tryði því að þau yrðu sátt við matinn þegar hann kemur. Endurskoða þetta ekki aftur „Við erum að breyta öllu kerfinu í Reykjavík, við höfum miklu minni tekjur og miklu meiri útgjöld en áður og það kemur í ljós fljótlega að þessi sparnaður sem við erum að fara í núna er ekki einu sinni nægur. Við þurfum að gera meira og mér bregður ekkert við það að hitta óánægða íbúa hér því að það eru svo margar stórar og erfið- ar ákvarðanir sem við erum að taka. Sjálfri finnst mér ekkert erfitt að bjóða upp á þennan mat. Það er ekki eins og við séum að taka af ykkur þjónustu. Ég stend bara keik við þessa ákvörðun og við erum ekki til í að endurskoða þetta aftur. Við erum búin að því margoft,“ sagði Björk. Hún afsakaði að vera ekki með ljósrit af útreikningum en það hefði gleymst vegna anna. „Ég er búin að vera á fundum um sparnað, bara svo það komi fram. Ég er í þessu alla daga, þetta er bara veruleikinn í dag.“ Verður að taka mannlega þáttinn inn í Ásgeir er að vonum óánægður með útkomuna en segir að fundurinn hafi verið góður og endað í friði og spekt. „Það var mikið talað um hvað þetta verður mikil hagræðing en hún er þó hverfandi finnst mér. Ég sagði að það mætti jú sýna manni einhverjar tölur í sambandi við skipulag og hagræðingu en þarna væri um að ræða manneskj- ur sem þarf að fara varlega með. Flest eru þau komin hátt á fullorðinsárin og það verður að taka þann mannlega þátt inn í. Það er ekki hægt að reikna allt út í peningum,“ segir hann. Að- spurður um viðbrögð heimilisfólks- ins sagðist hann hafa fundið hjá þeim þakklæti fyrir að standa með þeim og gagnrýna þessa ákvörðun. Hann seg- ir marga eldri borgara ekki eiga sér málsvara. Einnig sé leiðinlegt að vita til þess að þessi ágæti kokkur verði færður til eða látinn fara. Hann muni þó ekki beita sér meira í þessu máli og segir að lokum að hann sé glaður að hafa getað vakið máls á þessu. Matreiðslumað- urinn Valur Svein- björnsson hefur rekið eldhúsið á Dalbraut í fimmtán ár. „Reksturinn er búinn að vera í góðu standi og því finnst mér skrýtið að þessar breytingar eigi að skella á okkur núna. Gamla fólkið er ánægt með matinn og vill ekki þessar breytingar.“ Valur segir að allt upp undir 140 manns séu hjá honum í mat en auk hans starfa sex aðrir í eldhúsinu. „Þau munu ekki segja upp starfsmönnunum en ég mun ekki starfa hér áfram sem matreiðslu- maður.“ Hann skilur ekki hvernig spara eigi 12,5 milljónir króna með þessu breytingum og sér í lagi í ljósi þess hagnaðar sem hann hefur sýnt fram á. Valur SveinbjörnssonGunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Ásgeir Nikulásson Ásgeir barðist fyrir því að eldhúsið á Dalbraut yrði starfrækt áfram. MYND RÓBERT REYNISSON Frá fundinum Íbúar Dalbrautar mættu margir á fundinn á fimmtudag. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.