Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Page 11
Fréttir | 11Helgarblað 11.–13. mars 2011 Vefuppboð í Galleríi fold Fjöldi listaverka eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar verða boðin upp, þar á meðal Tryggva Ólafsson, Harald Bilson, Helga Þorgils, Magnús Kjartansson, Valtý Pétursson, Louisu Matthíasdóttur og Jóhannes S. Kjarval. Þá verða einnig boðin upp verk eftir Stórval og Picasso. Gallerí Fold er leiðandi uppboðshús á Íslandi og hefur staðið fyrir listmunauppboðum frá 1996. Nú hefur galleríið hannað frá grunni hugbúnað fyrir vefuppboð þar sem kaupendum og listunnendum býðst tækifæri að bjóða í listaverk á vefnum. Rétt eins og á venjulegum uppboðum býður Gallerí Fold upp á úrval verka eftir íslenska listamenn á vefuppboðum. Hægt er að skoða verkin og bjóða í á vefnum www.uppbod.is Fyrsta vefuppboð Gallerís Foldar hefst laugardaginn 12. mars kl. 12 og lýkur 26. mars kl. 12. Grunur um stórfelld lögbrot í Sigurplasti lét Sigurplast greiða fyrir sig er að finna fjölmargar færslur þar sem Sigurður virðist hafa látið fyr- irtækið greiða fyrir kostnað við framkvæmdir við heimili sitt á Suður mýri á Seltjarnarnesi. Þess- ar greiðslur nema verulegum fjár- hæðum. Til að mynda greiddi Sigurplast rúmlega 2,2 milljóna króna kostnað vegna lagnavinnu og framkvæmd- ir við snjóbræðslukerfi. Í skýringu endurskoðenda segir að enginn starfsmaður Sigurplasts kannist við umræddar framkvæmdir hjá fyrir- tækinu en að vitað hafi verið að Sigurður hafi staðið í framkvæmd- um við hús sitt þegar þetta var. Þá benda endurskoðendurnir á að í einhverjum tilfellum hafi heimil- isfang Sigurðar verið nefnt á reikn- ingum sem skoðaðir voru, fyrir ým- iss konar byggingarefni. Til dæmis kom heimilisfang Sigurðar í Suður- mýri fram á rúmlega 500 þúsund króna reikningi vegna brunndælu og lagfæringar á rafmagni og þá greiddi Sigurplast fyrir sand frá Steypustöðinni sem sendur var heim til Sigurðar. Fjölmarga reikn- inga frá Byko er að finna í bókhald- inu vegna kaupa á byggingarefni en samtals námu greiðslur frá Sig- urplasti vegna þessara verkefna nærri 6 milljónum króna. Hugsanlegt er að umrædd viðskipti flokkist sem brot á auðg- unarbrotakafla hegningarlaga. Sigurplast borgaði 200 þúsund krónur hjá Gilbert Þá er einnig að finna yfirlit yfir færslur á kreditkorti Sigurðar sem Sigurplast borgaði fyrir hann. Þessar greiðslur námu nærri 9 milljónum króna á árunum 2007 til 2010. Umræddur kostnaður var bókaður á ýmsa gjaldalykla í bók- haldi Sigurplasts og telja endur- skoðendurnir að um sé að ræða „persónulegan kostnað“ Sigurðar. Meðal þess sem Sigurplast greiddi fyrir Sigurð samkvæmt þessu yfirliti var 200 þúsund króna úr hjá Glibert úrsmið á aðfangadag 2009, 34 þúsund króna skjalataska í Tösku- og hanskabúðinni sama dag og 130 þúsund krónur vegna „American harley 6.5“ en ætla má að sá reikningur hafi verið vegna vöru eða þjónustu sem tengist mótorhjólum. Almennt séð er þó um að ræða nokkur þúsund til tugþúsunda króna neyslu af ýmsu tagi, svo sem veitinga og annars slíks, sem Sigurplast virðist hafa greitt fyrir Sigurð samkvæmt end- urskoðendunum. Þessi viðskipti með fjármuni Sigurplasts gætu einnig flokkast sem brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga. Deilur Arion banka og Sigur- plasts Eftir að forsvarsmenn Sigurplasts óskuðu eftir því við Arion banka í fyrrahaust að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta var nokkuð rætt um meinta aðgangshörku íslenskra banka í garð fyrirtækja í kjölfar efna- hagshrunsins. Forsvarsmenn Sigur- plasts héldu því fram að Arion banki hefði ekki sýnt fyrirtækinu nægjan- lega mikinn sveigjanleika í ljósi þess að skuldir félagsins höfðu hækkað gríðarlega vegna gengisfalls krón- unnar og í reynd keyrt það í þrot. Bankinn greindi þá frá því að starfs- menn hans hefðu ekki séð sér fært að starfa áfram með forsvarsmönn- um fyrirtækisins og að fyrir því lægju efnislegar og alvarlegar ástæður. Meðal þess sem bankinn benti á í því sambandi var stofnun Viðarsúlu og að Sigurplast hefði greitt starfs- mönnum þess félags laun af ein- hverjum ástæðum. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Sigurplasts, sagði þá, við fyrirspurn RÚV um málið, að ekkert ólöglegt væri við það að eigendur Sigurplasts hefðu stundað aðra atvinnustarf- semi. Samkvæmt skýrslu Ernst og Young eru endurskoðendurnir ekki sammála þessu mati Tryggva. Auk þess ber að geta að svo virðist sem Sigurplast hafi ekki verið gjaldfært í um tvö og hálft ár áður en félagið varð formlega gjaldþrota. Farið verður yfir skýrsluna á væntanlegum kröfuhafafundi Sigur- plasts. Þar er Arion banki lang- stærsti kröfuhafinn. Í millitíðinni mun lögreglan væntanlega halda áfram að rannsaka málefni félags- ins, og Sigurplast, fyrirtæki Arion banka, og Viðarsúla, fyrirtæki Sig- urðar L. Sævarssonar, munu halda áfram að eiga í samkeppni á þessum plastmarkaði. Lögbrot rannsökuð Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsakar meint lögbrot eiganda iðnfyrirtækisins Sigurplasts, Sigurðar L. Sævarssonar. Svört endurskoðendaskýrsla um starfsemi Sigurplasts liggur fyrir. Myndin er af höfuðstöðvum Sigurplasts í Mosfellsbæ en Arion banki rekur fyrirtækið í dag. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.