Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Side 18
Svína- og alifuglakjötsframleiðendur í landinu eiga aðeins 2 fulltrúa af 49 á Búnaðarþingi þótt samanlagt standi þeir undir 56 prósentum af öllum kjötmarkaðnum í landinu. Kúa- og sauðfjárbændur eiga samanlagt átta fulltrúa, en auk þess koma flestir fulltrúar búnaðarsambandanna um land allt úr röðum sauðfjár- og kúa- bænda. Hvorki svínakjöts- né kjúkl- ingaframleiðendur eiga fulltrúa í stjórn Bændasamtakanna. Samkvæmt heimildum DV leggj- ast fulltrúar sauðfjárbænda gegn áformum svínabænda um að fá heimild til að flytja út svínakjöt. Svínakjötsframleiðendur hafa óskað eftir því að flytja tollfrjálst út 200 tonn af svínakjöti á ESB-markaðinn á móti samsvarandi magni sem flutt er inn enda sé samningurinn um tollkvóta gagnkvæmur. Auk þess hafi bor- ist fyrirspurnir, meðal annars vegna hagstæðs gengis. Árið 2007 var hins vegar búið svo um hnútana í samn- ingum að aðeins yrði heimilt að flytja út lambakjöt á markaði Evrópusam- bandsins. Svínakjötsframleiðendum þykir þetta súrt í broti og hafa ósk- að eftir aðstoð stjórnvalda við að fá þessu breytt. Gegn þessum áformum lögðust sauðfjárbændur á Búnaðar- þinginu sem lauk í vikunni. Eftir því sem DV kemst næst eru rök þeirra þau að sauðfjárbændur séu í meiri þörf fyrir útflutningskvóta heldur en svínakjötsframleiðendur. Styrkir í bak og fyrir Sauðfjárbændur framleiða 50 pró- sentum meira af dilkakjöti en neytt er innanlands. Nálægt 3.500 tonn- um – það er umframframleiðslan – var flutt út á síðasta ári fyrir um 2,1 milljarð króna. Þegar allt er talið fá sauðfjárbændur hins vegar liðlega 4 milljarða ár hvert í beingreiðslur og markaðsstyrki. Sérhvert meðalsauð- fjárbú fær í sinn hlut 2,3 milljónir króna á ári í beingreiðslur sem tekn- ar eru af skattfé almennings. Ætla má að raunverulega séu greiddar 447 krónur með hverju framleiddu kílói af lambakjöti innan greiðslu- marks. Eins og fram kom í DV fyrr í vikunni eru liðlega 400 milljónir króna af beingreiðslum raunveru- lega útflutningsbætur til sauðfjár- bænda. Er svínakjötsframleiðsla vandinn? Þótt sauðfjárræktin njóti mikilla framlaga úr ríkissjóði og meðal- sauðfjárbú sé rekið með 3 til 4 millj- óna króna tapi ár hvert minntist Jón Bjarnason landbúnaðararráð- herra ekki orði á vanda greinarinnar í ræðu sinni við setningu Búnaðar- þings. Aftur á móti gerði hann svínakjötsframleiðslunni sérstök skil og kvaðst á næstunni ætla að leggja fram lagafrumvarp sem mið- aði að því að svínarækt yrði stunduð í auknum mæli á fjölskyldubúum. Aðeins um eða innan við 10 framleiðendur standa nú undir allri svínakjötsframleiðslu í landinu, en það er einmitt fákeppnin sem vek- ur ugg í brjósti ráðherrans. Hann vill að búseta, fæðuöryggi og félags- leg sjónarmið ráði ferðinni í kjöt- framleiðslunni og spurði hvort fleiri búgreinar gætu fetað slóð svína- kjötsframleiðslunnar með tilheyr- andi afleiðingum fyrir búsetu og at- vinnu á landsbyggðinni. „Ég tel að snúa verði af þessari braut og svína- rækt á Íslandi eigi að reka á sömu forsendum og aðrar búgreinar ís- lensks landbúnaðar. Við framleiðslu í landbúnaði ber að taka mið af fæðuöryggi þjóðarinnar og hollustu afurðanna ásamt samfélagslegum áhrifum búgreinanna hvað varðar verðmætasköpun, aukna atvinnu og það hlutverk að treysta byggð í land- inu. Það er stefnt að því að frumvarp um svínaræktina komi til afgreiðslu Alþingis á yfirstandandi þingi.“ Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, telur nauðsynlegt að skapa skilyrði til heilbrigðrar samkeppni í svína- kjötsframleiðslunni. Sú framleiðsla sé auk þess burðarás kjötvinnslunn- ar þar sem mestur sé virðisaukinn. „Það er varla réttlátt að semja svo um að ekki megi flytja út svínakjöt á móti því svínakjöti sem flutt er inn til landsins.“ Við blasir að aukin neysla á ódýru svínakjöti og kjúklingi hefur ýtt undir kreppu sauðfjárbúskapar. Með skipulagðri hagsmunavörslu og fulltingi stjórnvalda hefur vand- anum verið mætt meðal annars með beingreiðslum úr vösum skatt- greiðenda. Það að sínu leyti dregur úr ávinningi landsmanna af neyslu ódýrara kjöts á borð við svínakjöt og hagræðingu í sauðfjárbúskap. Þess má geta að svínabændur njóta engra framleiðslustyrkja eða bein- greiðslna. 18 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað Kindakjöt Nautakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt Ár 1985 41,5 10,7 6,6 7,2 1990 33,8 11,2 9,9 5,5 1995 26,7 11,8 12,2 6,4 2000 25,7 12,9 17,0 11,5 2008 23,6 11,4 21,0 23,4 Kjötsala, kg á íbúa á ári 1985–2008 Kjötframleiðsla í tonnum 1970–2008 15000t 12000t 9000t 6000t 3000t 0t 1970 1980 1990 2000 2005 2006 2007 2008 Kindakjöt Nautgripakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt n Svína- og kjúklingaframleiðendum nær úthýst á Búnaðarþingi n Svínakjötsframleiðsla er vandinn að mati landbúnaðarráðherra n Ætlar að gera svínarækt að fjölskyldubúskap n Ráðherrann minnist ekki á kreppu sauðfjárræktar n Sauðfjárbændur einoka útflutningskvóta á kostnað svínabænda SVÍNABÆNDUR UNDIR HÆL SAUÐFJÁRBÆNDA Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Ódýrt kjöt Svínakjöts- og kjúklingaframleiðsla nýtur ekki framlaga úr styrkjakerfi landbúnaðarins. „ Hvorki svínakjöts- né kjúklingaframleiðendur eiga fulltrúa í stjórn Bændasamtakanna. Svínabú sem fjölskyldubú- skapur Jón Bjarnason landbúnað- arráðherra vill að svínarækt treysti einnig byggð í landinu. Úr ESB-ályktun Búnaðarþings „Búnaðarþing 2011 ítrekar andstöðu sína við aðild að Evrópu- sambandinu. Miklir atvinnuhagsmunir bændastéttarinnar eru í húfi og telur þingið þessum hagsmunum betur borgið utan þess. Hagsmunir og afkoma bænda tengjast ótvírætt hagsmunum íslenskra neytenda og byggðum landsins. Búnaðarþing telur að fæðuöryggi þjóðarinnar verði því aðeins tryggt að fullu með því að Ísland standi utan sambandsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.