Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Síða 21
Fréttir | 21Helgarblað 11.–13. mars 2011 Karlotta Lind Skúladóttir lenti fyrst í einelti í Melaskóla þar sem hún var útskúfuð frá þriðja bekk og út þann sjöunda. Hún fór síðan í gagnfræða- skólann í Hagaskóla þar sem hún náði sér á strik og eignaðist vini. Hennar leið var að herða sig upp og sýna af sér hörku. Í lok áttunda bekkjar flutti Karlotta enn á ný og þá til Hveragerðis þar sem hún stundaði nám við grunn- skólann. Eftir eineltið í Melaskóla var hún feimin og óörugg en þegar hún varð aftur fyrir aðkasti náði reiðin tök- um á henni. Enn í dag upplifir hún djúpa skömm út af eineltinu. Aftur á botninn Karlotta ólst upp í Vesturbænum, var í Melaskóla og Hagaskóla, en flutti síð- an til Hveragerðis eftir 8. bekk. „Mér leið eins og ég væri að fara úr gagn- fræðaskóla aftur í barnaskóla. Ég var vandræðaunglingur og passaði ekki í hópinn. Ég eignaðist vini í vand- ræðabekknum og bað um að ég yrði flutt í hann því mér leið illa þegar ég fór í tíma. Krakkarnir horfðu á mig og settu upp svip. Kannski var ég feimin eftir einelt- ið í Melaskóla. Þar var ég aldrei tekin inn í hópinn og var alltaf ein. Kannski áttuðu krakkarnir sig ekki á því en það vildi aldrei neinn leika við mig. Það var þannig frá þriðja bekk og upp í sjötta bekk.“ Í Hagaskóla var ég búin að byggja mig aðeins upp aftur og komin með fínan front. En þegar ég lenti í því í tölvutíma í Grunnskólanum í Hvera- gerði að það var búið að taka mynd af mér og setja andlitið á mér á annan líkama fór ég beint á botninn aftur til- finningalega. Kennarinn gerði lítið úr þessu og sagði mér að láta ekki svona. Viðbrögðin voru alltaf þannig. Ekki það, sumir kennarar voru mjög fínir. En það var aldrei tekið á þessu.“ Uppnefnd karlrotta Hún man alltaf eftir óttanum sem hún upplifði á hverjum morgni. „Rödd í hausnum á mér spurði: Hvað gerist í dag? Ég vissi aldrei á hverju ég ætti von. Krakkarnir gerðu grín að föt- unum sem ég klæddist því foreldr- ar mínir voru ekkert mjög efnaðir. Mér var strítt af því að ég var öðruvísi. Ég var alveg þybbin, ég á það alveg, en mér finnst samt algjör óþarfi að krakkar stríði mér á því. Ég var kölluð karl, karlrotta, kar, baðkar og svo þetta týpíska, göltur og allt þetta. Þetta er frekar ljótt.“ Lagði önnur börn í einelti Reiði var hennar vörn. „Ég lét eins og nagli. Ég byrjaði að reykja og eftir á að hyggja var það eina leiðin til þess að eignast einhverja vini þarna. Síð- an sneri ég vörn í sókn og veit til þess að krakkar voru hræddir við mig. Ég held að þetta verði svona vítahringur. Krakkar sem lenda í einelti fara í vörn, setja upp þessa brynju og eru leiðin- legir við aðra til að losna undan þessu sjálf. Ég man alveg eftir tilfellum þar sem ég var leiðinleg við aðra krakka og það nagar mig í dag. Ég hitti reglulega strák sem ég var leiðinleg við þegar ég var yngri, ég tók af honum strætómiða, klink og snúða og alls konar. Hann lætur alltaf eins og það sé ekkert að. Mig langar oft að segja fyrirgefðu og mun pottþétt gera það. Ég man líka eftir öðru skipti þar sem við hópuðumst þrjár eða fjórar vinkonur fyrir framan stelpu og slóg- um hana utan undir. Mér líður hræði- lega illa yfir því.“ Neitaði að mæta Hún ætlaði að gera allt sem í henn- ar valdi stóð til þess lenda ekki aftur í þessu sjálf. „Ég ætlaði ekki að verða aftur fyrir einelti og þess vegna neitaði ég að fara í skólann. Ég ætlaði ekki að fara þangað til að lenda í þessu ein- elti. Þannig að þetta varð barnavernd- armál og félagsþjónustan greip inn í. Enn í dag er ég að reyna að ná sjálfs- traustinu almennilega upp. Það var svo mikil skömm í mér að ég vildi ekki segja frá því af hverju ég neitaði að fara í skólann. Ég vildi ekki að mamma þyrfti að skamm- ast sín fyrir mig. Ég skammaðist mín svo mikið yfir þessu sjálf. Þannig að þetta var mjög erfitt. Greyið mamma, skildi ekkert í þessu. Ég öskraði bara á hana og þessa konu frá féló þegar þær reyndu að senda mig í skólann. Mér leið mjög illa og líður enn illa yfir þessu. Ég er mjög fljót að fara aftur inn í skelina þegar einhver segir eitt- hvað við mig. Þetta er rosalega leið- inlegt, því núna er ég með einhvern front sem ég á erfitt með að brjóta, þó að ég sé að gera það núna. En þrátt fyrir allt held ég að þetta hafi gert mig að manneskjunni sem ég er í dag. Í dag á ég mína vini og lífið hefur breyst til hins betra.“ n Lagði í einelti til að losna sjálf Var kölluð karlrotta „Síðan sneri ég vörn í sókn og veit til þess að krakkar voru hræddir við mig. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is n Sonurinn lagði aðra í einelti í sex ár n Reyndi allt til að ná til hans n Var við það að bugast n :Þjökuð af sektarkennd n „Sonur minn er ekkert skrímsli“ n Skilur ekki af hverju hann gerði þetta n „Það vill enginn vera vondur“ „Ég var að reyna að vera aðalgæ- inn fyrir strákana. Þeim fannst þetta flott,“ segir Garðar Ingi Guð- mundsson, 14 ára drengur sem lagði bekkjarfélaga sína í einelti í fyrstu bekkjum grunnskóla. „Það var mjög heimskulegt að gera þetta og ég fékk ekkert út úr þessu.“ Villingur með strákapör Strax í fyrsta bekk var hann villingur sem ekki vildi læra og framdi ýmis strákapör. Lengi vel vissi hann ekki hvað hann var að gera. Það var ekki fyrr en seinna sem hann áttaði sig á því hvaða áhrif framkoma hans hafði á aðra. Í fjórða bekk voru þeir félagarn- ir alltaf að stríða krökkum sem voru vinafáir en Garðar Ingi kann eng- in svör við því af hverju hann gerði þetta, ekki nema þau að hann vildi ganga í augun á hinum strákunum. „Ég veit ekki hvort mér leið eitt- hvað illa en ég man samt að þetta byrjaði fyrir alvöru á sama tíma og pabbi var að giftast fósturmömmu minni, sem ég fílaði ekkert á þeim tíma. Hjá okkur mömmu var samt ekkert að.“ Gleymir aldrei svipnum Hann segir frá strák sem var lagður í mikið einelti og laminn reglulega. „Ég held að ég hafi einu sinni tekið þátt í að lemja hann en annars not- aði ég frekar andlegt ofbeldi.“ Í sjötta bekk varð ástandið veru- lega slæmt, segir hann, einkunn- irnar hröpuðu og ný stelpa kom í skólann sem hann beitti alvarlegu einelti. „Við strákarnir gerðum grín að henni, notuðum orð sem særðu hana. Í fyrstu vissi ég ekki hvað ég var að gera og mér leið ekki illa á meðan ég var að gera það, því þá snerist þetta bara um að vera flott- ur og reyna að vera aðalgæinn. Ég var ekkert að pæla í öðrum. En ég gleymi því aldrei þegar ég áttaði mig. Þá var þessi stelpa alveg nið- urbrotin og grét í skólanum. Ég sá hvað hún var leið og fékk sting í hjartað. Allt í einu áttaði ég mig á því hvað ég hafði gert og hætti því. Mér fannst þetta of mikið. Um leið fór mér að líða illa með þetta. Samt hafði ég farið margoft til skólastjórans og rætt við foreldra hennar en það var ekki fyrr en ég sá hana brotna niður að ég gerði mér grein fyrir þessu. Bæði mamma og skólinn reyndu allt til þess að hjálpa mér en ég held að það hefði ekki verið hægt. Ég hafði ekki þroska til að skilja hvað ég var að gera.“ Baðst afsökunar Í kjölfarið baðst Garðar Ingi afsökun- ar á framferði sínu. „Bæði hana og alla aðra sem ég gerði grín að. Ég marg- baðst fyrirgefningar. Mér fannst það erfitt en það var þess virði.“ Flestir tóku afsökunarbeiðninni vel. „Ég sé gríðarlega eftir þessu,“ seg- ir hann og hikar: „Mjög mikið. Það er miklu betra að vera þessi rólegi gaur og mér finnst að það ætti enginn að stríða. Ég sé mest eftir því hvað við gerðum mikið grín að þessari stelpu. Við stríddum henni á því hvernig hún leit út, hvernig hún klæddi sig og hvernig hún var. Við ákváðum að taka hana fyrir af því að hún var ný og okk- ur fannst hún eitthvað asnaleg. Stund- um reyndi hún að svara fyrir sig, eins og pabbi hennar sagði henni að gera, en það varð alltaf til þess að við brugð- umst við af alefli og við vorum miklu sterkari en hún. En þótt ég hefði hætt héldu aðrir áfram að leggja hana í einelti þannig að hún flutti úr bæn- um. Við vorum hópur af strákum sem gerðum þetta saman. Sumir strákar eru enn að stríða og halda að þeir séu svalir.“ Reynir að hjálpa Að endingu flutti Garðar Ingi úr bæn- um og til föður síns þar sem hann vildi nýtt upphaf. „Ég fór í annan skóla og ákvað að byrja upp á nýtt þar. Þar náði ég einkunnunum upp og kom mikið rólegri til baka eftir veturinn. Þegar ég kom aftur sáu kennararnir allt annan nemanda. Ég hef ekki lagt neinn í ein- elti síðan. Þetta er miklu betra og ég ætla að klára skólann hér. En ég verð samt að viðurkenna að ég er með svakalegt skap og get alveg brjálast ef það er eitthvað að bögga mig. Ég reyni samt að hemja mig.“ Kennararnir segja Garðar Inga alltaf hafa verið leiðtogann í hópnum þannig að þeir hafa reynt að fá hann til þess að hjálpa þeim sem verða undir. Sjálfur lítur hann ekki á sig sem leið- toga. „Um leið og ég hætti að stríða þessum strák sem ég talaði um áðan hættu hinir því líka. Kennarinn sagði að fullt af krökkum liti upp til mín en ég skil það ekki því ég er enn með krökkum í bekk sem ég gerði grín að á sínum tíma. En það er allt breytt. Ég er skemmtilegur við alla núna. Ég hef þroskast og skil þetta loksins.“ Ekkert töff við einelti Eftir að hann áttaði sig var ekki erfitt að hætta. „Ég vildi ekki halda þessu áfram. Það er tilgangslaust að leggja aðra í einelti. Þú færð ekkert út úr því. Þú verður bara hataður af fólkinu í kringum þig. Ef einhver heldur að það sé hægt að verða töff á því að leggja aðra í einelti er það misskilningur. Það er alls ekkert svalt. Ég fékk miklu meira diss á mig á meðan ég lagði aðra í ein- elti en eftir að ég hætti því. Stelpurnar fíluðu mig til dæmis ekki því þær vissu að ég gat verið leiðinlegur við þær eða vinkonur þeirra. Ef einhver er einmana í skólanum er eðlilegra að leyfa honum að komast í hópinn og reyna að kynnast honum en að útskúfa honum fyrir að vera sér- stakur,“ segir hann og bætir því við að það eigi líka við um það þegar krakk- ar komi nýir inn í skólann. Hann tekur aftur dæmi af sama stráknum. „Það er nefnilega merkilegt að hann var svolít- ið sérstakur en um leið og við ákváð- um að bjóða honum að vera með okk- ur og kynnast honum varð hann bara venjulegur.“ Óttast afleiðingarnar Að lokum segir hann að það sé erfitt að segja frá þessu. „Ástæðan fyrir því að ég geri það er sú að mig langar til þess að krakkar átti sig á því hvað þetta er heimskulegt. Það á enginn að gera þetta. Ég vil að það átti sig allir á því að einelti hefur afleiðingar. Fólk hefur framið sjálfsmorð eftir einelti. Því vildi ég biðja fórnarlömb mín fyrirgefning- ar og veita þeim fullvissu um að ég myndi ekki gera þetta aftur. Ég vil ekki sitja uppi með það að einhver fremji sjálfsmorð vegna mín. Ég gæti ekki lifað með því og veit að það gæti það enginn, þannig að það ætti enginn að gera þetta.“ „Ég sá hvað hún var leið og fékk sting í hjartað“ 14 ára strákur lagði bekkjarfélaga í einelti: „Ég vil ekki sitja uppi með það að einhver fremji sjálfsmorð vegna mín. Drengurinn sér mest eftir eineltinu sem hann beitti bekkjarsystur sína. Karlotta Lind Reiði var hennar vörn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.