Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Qupperneq 23
Nærmynd | 23Helgarblað 11.–13. mars 2011
SLÉTTUR OG FELLDUR Í ÓLGUSJÓ
ið í tilkynningu: „Það er ljóst að ekki
var farið eftir reglum í ákveðnum til-
fellum á þessum áratug sem tekinn
var til rannsóknar.“ Páll Gunnar Páls-
son, forstjóri Samkeppniseftir litsins,
sagði í samtali við Morgunblaðið á
sínum tíma að málið hefði verið með
þeim umfangsmeiri sem eftirlitið
hefði tekið fyrir.
Kærður af femínistum
Á þeim tíma sem Höskuldur starf-
aði fyrir Eimskip í Hollandi kenndi
Sigríður kona hans meðal ann-
ars íslensku og lauk Human Re-
source Management-prógrammi
frá Erasmus- háskólanum í Rotter-
dam. Síðar héldu þau aftur heim
og eftir árin sautján hjá Eimskip tók
Hös k uldur við stöðu forstjóra kredit-
kortafyrirtækisins VISA (síðar Valit-
or) og sinnti henni þar til hann var
ráðinn til Arion banka, en Valitor er
einmitt að meirihluta í eigu bankans.
Þrátt fyrir að oft og tíðum hafi
Höskuldur siglt lygnan sjó í stjórn-
unartíð sinni hefur hann stundum
þurft að svara áleitnum spurningum
fyrir hönd þeirra fyrirtækja sem hann
starfar fyrir. Femínistafélag Íslands
lagði árið 2007 fram kæru á hend-
ur honum og stjórn Valitor – fyrir
að stuðla að og taka þátt í dreifingu
kláms, en fyrirtækið sér um færslu-
hirðingu fyrir marga erlenda klám-
vefi. Í því felst að þegar fólk kaupir
klám með VISA-korti sér Valitor um
innheimtuna. DV fjallaði um málið
á sínum tíma en í þeirri umfjöllun
kom fram að stór hluti tekna VISA á
Íslandi á erlendri grundu væri vegna
viðskipta við netfyrirtæki sem bjóða
viðskiptavinum sínum upp á klám.
En hagnaður fyrirtækisins vegna
þessara viðskipta eru hundruð millj-
óna króna ár hvert, samkvæmt heim-
ildum DV.
Deilt um klám
„Ég neita því ekki að ákveðinn velta
hjá okkur tengist þessum viðskipt-
um en þetta er ekki fókusatriði hjá
okkur. Ég held að það sé í einhverj-
um mjög litlum mæli og nái ekki
einu prósenti af veltu okkar,“ sagði
Hös k uldur í samtali við DV á sínum
tíma. Aðspurður um málið vísaði
hann til þess að erfitt gæti verið að
fylgjast með þessum viðskiptum og
vita nákvæmlega hvað verið væri að
versla með kortunum öllum tímum.
Auður Magndís, talskona Femínista-
félagsins, gaf lítið fyrir þær skýringar
að eftirlit væri erfitt og sagði ótækt að
fyrirtækið væri hugsanlega að hagn-
ast á því, beint eða óbeint, að börn og
konur væru seld í vændi.
Þegar DV bað Höskuld um upp-
lýsingar um veltu Valitor vegna við-
skipta við fyrirtæki sem bjóða klám-
efni á netinu, kvaðst hann engar
upplýsingar geta gefið og vísaði til
bankaleyndar. „Hjá okkur hefur ekki
orðið nein stefnubreyting og við
leggjum okkur fram við að vera í lög-
legum viðskiptum. Við erum með
ákveðnar reglur og þar er tekið á því
hvaða viðskipti við viljum ekki. Klám
er ekki ólöglegt en við höfum ekki
áhuga á að vera með gróft eða ólög-
legt klámefni í viðskiptum,“ sagði
Höskuldur.
Þess má geta að eftir að Höskuld-
ur hvarf á braut frá Valitor lokaði
VISA á fjárframlög til Wikileaks. Eng-
ar sannanir hafa ennþá fundist fyrir
því að fjáröflun síðunnar brjóti í bága
við lög.
„Fjölmörg tækifæri“
Laun Höskuldar hafa hækkað jafnt
og þétt undanfarin ár en samkvæmt
tekjublaði Mannlífs var hann með
958 þúsund krónur í laun þegar
hann starfaði fyrir VISA árið 2006.
Árið 2007, þegar hann gengdi stöðu
forstjóra Valitor, hafði hann hækkað
umtalsvert í launum og var kominn
með 1,9 milljónir á mánuði. Launin
hækkuðu enn frekar árið 2008 en þá
hafði hann 2,6 milljónir króna í mán-
aðartekjur. Nú er svo komið að hann
er með 2,9 milljónir króna í laun hjá
Arion banka, sem er að 13 prósent-
um í eigu íslenska ríkisins.
„Ég hlakka til að takast á við þau
krefjandi verkefni sem bíða mín sem
bankastjóra Arion banka. Við erum á
afar mikilvægu uppbyggingarskeiði
í íslensku samfélagi og sú uppbygg-
ing felur í sér fjölmörg tækifæri. Mitt
fyrsta verk verður að kynnast nýju
samstarfsfólki og setja mig inn í þau
verkefni sem fyrir liggja. Ég mun síð-
an vinna að áframhaldandi þróun á
framtíðarsýn og markmiðum Arion
banka í góðri samvinnu við stjórn og
starfsfólk bankans,“ sagði Höskuldur
í tilkynningu eftir að hann var ráðinn
bankastjóri.
Laun margra verkamanna
Eins og þekkt er orðið voru laun
Finns Sveinbjörnssonar, fyrrver-
andi bankastjóra Arion banka lækk-
uð niður í 1.750 þúsund krónur eftir
að upp komu háværar raddir þess
efnis að laun hans væru úr takti við
það sem almennt gerðist í samfélag-
inu. Höskuldur er því með 119 pró-
sent hærri laun en bankinn greiddi
bankastjóranum árið 2009.
Þessi hækkun bankastjóralaun-
anna hefur vakið umtalsverð við-
brögð og gagnrýni. Vilhjálmur
Birgis son, formaður Verkalýðsfé-
lags Akraness, benti meðal annars á
það í samtali við DV á dögunum að
hækkunin ein og sér væri ígildi launa
fjölda verkamanna á lágmarkslaun-
um, en þau eru 165.000 krónur á
mánuði. Þá kom fram í DV á dögun-
um að þann 1. júní, eða sama dag og
Höskuldur tók til starfa fyrir Arion
banka, hafi 2,5 prósenta hógværar
launahækkanir tekið gildi hjá al-
mennu launafólki.
Leynd yfir umsækjendum
Eins og áður segir fékk Höskuldur 10
milljónir króna fyrir það eitt að hefja
störf hjá bankanum. Fulltrúi Banka-
sýslu ríkisins í stjórn bankans, sagði
í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2
að stjórnin hefði talið nauðsynlegt að
greiða Höskuldi tíu milljóna króna
eingreiðslu fyrir að hætta í fyrra
starfi sínu og hefja störf sín hjá bank-
anum. Athygli vakti að aldrei var
upplýst hverjir voru á meðal hinna
fjörutíu umsækjenda sem sóttu um
bankastjórastöðuna. Í kjölfar ráðn-
ingar Höskuldar í apríl 2010 sagðist
Guðrún Johnsen, þáverandi vara-
formaður í stjórn Arion banka, ekki
vilja upplýsa hverjir aðrir sóttu um
stöðuna. Þá vildi hún ekki tjá sig um
launakjör nýja bankastjórans; um
einkafyrirtæki væri að ræða.
Í tilkynningu frá stjórn bankans
í kjölfar ráðningar Höskuldar sagði:
„Stjórnin býður Höskuld velkominn
til starfa. Höskuldur býr yfir víðtækri
þekkingu og reynslu sem mun nýtast
við stjórn bankans. Hann hefur með
störfum sínum sýnt hæfni til að tak-
ast á við umfangsmikil og krefjandi
verkefni. Við bindum miklar von-
ir við samstarfið og hlökkum til að
vinna með Höskuldi að uppbygg-
ingu öflugs banka sem hefur hag við-
skiptavina að leiðarljósi.“
„Afburðar stjórnandi“
Ljóst er að fleiri en stjórnarmenn
Arion banka hafa fulla trú á Hös-
kuldi og stjórnunarhæfileikum
hans. Þeir viðmælendur sem DV
náði tali af og þekkja til Höskuldar
báru honum vel söguna. „Hann er
einn af þessum afburðastjórnend-
um. Við störfuðum saman í um það
bil fimmtán ár, en þegar hann kom
til starfa byrjaði hann í útflutningi
hjá flutningasviði Eimskips. Hann
var yfir þeirri deild í nokkurn tíma
og starfaði síðan lengi vel sem fram-
kvæmdastjóri Eimskips í Rotterdam
í Hollandi,“ segir Þórður Sverris-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóri
flutningasviðs Eimskips og sam-
starfsmaður Höskuldar til margra
ára.
Hann segir Höskuld vera hógvær-
an og ákveðinn mann. Hann sé bæði
greindur og öflugur rekstrarmaður,
skjótur í ákvörðunum og skynsamur
í stefnumótunum. „Hann hefur þá
kosti til að bera sem góður forstjóri
þarf að hafa. Þau fyrirtæki sem hann
hefur farið fyrir á sínum ferli hafa öll
verið mjög farsæl. Ég held að stjórn
Arion banka og starfsmennirnir all-
ir hafi verið mjög heppnir að hann
skyldi taka að sér það hlutverk að
verða forstjóri bankans,“ segir Þórð-
ur.
„Við mátum
Höskuld besta
kostinn og stöndum
við það.
Farsæll en í
vondum málum
Launahækkanir
Hösk uldar Ólafs-
sonar og fleiri banka-
stjóra og yfirmanna
bankanna hafa ýft
upp reiðiöldur.