Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Qupperneq 37
Viðtal | 37Helgarblað 11.–13. mars 2011 „Það starf gengur út á að fylgja fólki út í samfélagið á ný. Oftast þeg- ar það er að jafna sig eftir veikindi eða jafnvel til að hindra veikindi og er því forvarnarstarf líka. Fólk sem kemur til okkar vill byggja upp sjálfstraust, vill byggja upp bata og vill komast á skrið á ný. Oft hefur sjálfstraust fólks beð- ið hnekki í veikindunum og það þarf að byggja það upp á nýjan leik. Finna hvað er það sem hindrar það í dag- legu lífi og komast yfir þær hindranir. Þessi samvinna getur byggt á viðtöl- um, heimavitjunum, fjölskyldufund- um og hópatímum sem eru þá mest starfræktir í gegnum Hugarafl. Okkar hlutverk, fagfólksins, er að mæta manneskjunni á jafningja- grunni. Á hennar forsendum. Ég legg mikla áherslu á það. Ekki að við séum komin til þess að stýra og stjórna heldur vinna saman. Það þýðir að við förum gjarnan út úr rammanum. Við erum ekki endilega bara á bak við lokaðar dyr að spjalla heldur hittum jafnvel fjölskylduna, förum í skólann, á vinnustaðinn eða hvert sem er þar sem er hægt að þjálfa upp og komast yfir þessar hindranir.“ Minning Hallgríms lifir Þótt Hallgrímur sé fallinn frá munu Auður og allir þeir sem að Hugarafli koma halda áfram að vinna á þeim grunnhugmyndum sem samtökin urðu til á. Halda áfram að bæta þjón- ustu við þá sem þurfa hvað mest á henni að halda. Þannig munu þau halda minningu Hallgríms á lofti sem og minningu Garðars Jónassonar og Ragnhildar Bragadóttur sem voru á meðal stofnenda en þau eru einnig fallin frá. „Við vorum fimm einstakling- ar sem stofnuðum Hugarafl. Ég, Hallgrímur og þrír aðrir sem höfðu reynslu af geðsjúkdómum. Okk- ar markmið var að sameina þessa reynsluheima og breyta geðheil- brigðiskerfinu. Breyta nálguninni þar. Við vildum breyta kerfinu þannig að reynsla þeirra sem hafa glímt við þessi vandamál myndi nýtast til að hjálpa fólki. Kenna þannig um leið kerfinu hvað reynist vel og hvað ekki, hvað virkar og hvað ekki. Við vildum líka vera sýnileg og þar með minnka fordóma.“ Að lokum vill Auður hvetja fólk til þess að ræða málin og leita sér hjálp- ar ef því líður illa. „Maður þarf ekki að vera alvarlega veikur til þess að þurfa hjálp. Það er mjög algegnt að fólk glími við bæði kvíða og þung lyndi en þá er ekki endilega lausnin að fara beint á lyf. Frekar að ræða málin við sína nánustu, leita sér ráðgjafar og skoða hvað er hægt að gera til þess að draga úr þessum tilfinningum. Hvað í lífi okkar orsakar þessa líðan og reyna að bæta það. Í staðinn fyrir að gleypa bara pillu.“ asgeir@dv.is FÓLKI GEFIN LYF VIÐ SORG Auður Axelsdóttir „Þótt við séum sorgmædd, stressuð eða verðum fyrir áföllum þurfum við að ná okkur öðruvísi en með lyfjaskammti.“ MYND SIGTRYGGUR ARI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.