Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Qupperneq 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 11.–13. mars 2011 Helgarblað Thor Vilhjálmsson Rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi f. 12.8. 1925 – d. 2.3. 2011 Þórbergur Þórðarson Rithöfundur f. 12.3. 1888 – d. 12.11. 1975 Thor fæddist í Edinborg í Skot-landi en fluttist fimm ára með foreldrum og systkinum heim til Íslands, 1930, og ólst þar upp í Reykjavík, auk þess sem hann dvaldi oft sumarlangt hjá Vilhjálmi afa sín- um á Húsavík. Thor varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1944, stundaði nám við norrænudeild Háskóla Ís- lands 1944–46, við háskólann í Nott- ingham á Englandi 1946–47 og við Sorbonne-háskóla í París 1947–52. Thor var bókavörður við Lands- bókasafnið 1953–55, starfsmaður Þjóðleikhússins 1956–59 og farar- stjóri Íslendinga erlendis, einkum í Suðurlöndum. Hann stundaði rit- störf frá því á fimmta áratugnum. Thor er í hópi allra virtustu rit- höfunda þjóðarinnar. Meðal rita hans má nefna Maðurinn er alltaf einn, 1950; Dagar mannsins, 1954; Andlit í spegli dropans, 1957; Undir gervitungli, 1959; Regn á rykið, 1960; Svipir dagsins, og nótt, 1961; Ætl- ar blessuð manneskjan að gefa upp andann?, leikþáttur 1963; Kjarval, 1964 (og 1978); Allt hefur sinn tíma, leikþáttur 1967; Fljótt, fljótt sagði fuglinn, 1968; Óp bjöllunnar, 1970; Folda, 1972; Hvað er San Marinó?, 1973; Fiskur í sjó, fugl úr beini, 1974; Fugla-skottís, 1975; Mánasigð, 1976; Skuggar af skýjum, 1977; Faldafeyk- ir, 1979; Turnleikhúsið, 1979; The Deep Blue Sea, Pardon the Ocean, ljóð á ensku, 1981; Ljóð Mynd, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteins- son, 1982; Spor í spori, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteinsson, 1986; Grámosinn glóir, 1986; Spor- rækt, ljóð með myndum eftir Örn Þorsteinsson, 1988; Vikivaki, óperu- handrit, 1988; Náttvíg, 1989; Svavar Guðnason, 1991; Eldur í laufi, 1991; Raddir í garðinum, 1991; Tvílýsi, 1994; Snöggfærðar sýnir, ljóð með myndum eftir Tryggva Ólafsson, 1995; Fley og fagrar árar, 1996; Morg- unþula í stráum, 1998; Turnleikar og umbergis, ljóð með myndum eft- ir Pál Guðmundsson, 2001; Sveigur, 2002. Þá samdi hann texta við óra- toríuna Cecilia eftir Áskel Másson sem frumflutt var í Hallgrímskirkju í nóvember 2009. Thor hefur auk þess þýtt fjölda skáldverka og haldið nokkrar mál- verkasýningar. Thor var m.a. formaður Rit- höfundafélags Íslands 1959–60 og 1966–68, sat í stjórn Rithöfundasam- bands Íslands 1972–74 og var for- seti Bandalags íslenskra listamanna 1975–81, sat í þjóðfulltrúaráði Sam- félags evrópskra rithöfunda 1962– 68, í framkvæmdastjórn Evrópska menningarsambandsins í Feneyj- um, í framkvæmdastjórn Listahátíð- ar í Reykjavík 1976–80, í undirbún- ingsnefnd kvikmyndahátíðar 1978 og 1980, í stjórn Alliance Francaise um árabil, hefur setið í ritnefndum menningartímarita, var forseti ís- lenska PEN-klúbbsins og formaður Júdófélags Reykjavíkur í nokkur ár. Thor voru veitt verðlaun úr Rit- höfundasjóði Ríkisútvarpsins 1968; Menningarverðlaun DV í bók- menntum fyrir þýðingu á Hlut- skipti manns eftir André Malraux, 1984; Menningarverðlaun DV í bók- menntum fyrir ritið Grámosinn gló- ir, 1987; Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir Grámosinn glóir, 1988; var heiðursfélagi í Rithöfunda- sambandi Íslands frá 1988; var veitt franska riddaraorða lista og bók- mennta fyrir starf í þágu menning- arsamskipta Frakka og Íslendinga (Chevalier dans l‘Ordre des Arts et des Lettres) 1989; var veitt orð- an Cavaliere dell‘Ordine al Merito della Repubblica Italiana (fyrir starf í þágu ítalskrar menningar á Íslandi) 1991; voru veitt verðlaun Sænsku akademíunnar 1992; var veitt orðan Grande Ufficiale dell‘Ordine al Mer- ito della Repubblica Italiana, 1995, og hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin fyrir ritið Morgunþulu í strá- um 1998, var veitt foringjaorða lista og bókmennta í Frakklandi (Comm- andeur dans l‘Ordre des Arts et des Lettres) 1998; var veitt Karen Blix- en-orðan; gullverðlaun Società di Dante Alighieri, 2004, var tilnefndur til hinna virtu Nonnino-verðlauna á Ítalíu fyrir Morgunþulu í stráum, 2007, voru veitt Menningarverðlaun DV – Heiðursverðlaun, 2008 og heið- ursorða franska ríkisins, Officer de l‘Ordre national du Mérite, 2010. Þá var Thor heiðursfélagi Júdófé- lags Reykjavíkur en hann hafði svart belti í japanskri glímu, júdó, og var heiðursborgari franska bæjarins Ro- camadour. Fjölskylda Eftirlifandi kona Thors er Margrét Indriðadóttir, f. 28.10. 1923, fyrrv. fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Foreldr- ar Margrétar: Indriði Helgason, raf- virkjameistari á Akureyri, og k.h., Laufey Jóhannsdóttir húsmóðir. Synir Thors og Margrétar: Örnólf- ur, f. 8.7. 1954, kennari, bókmennta- fræðingur, útgefandi og forsetarit- ari en kona hans er Margrét Þóra Gunnarsdóttir píanókennari og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Andri, f. 31.12. 1957, rithöfundur, ritstjóri og fjölmiðlamaður en kona hans er Ingibjörg Eyþórsdóttir tónlistar- fræðingur og eiga þau tvær dætur. Systkini Thors: Helga, f. 15.8. 1926, fyrrv. starfsmaður Handíða- og myndlistarskólans; Guðmundur, f. 24.5. 1928, lögfræðingur og inn- kaupastjóri; Margrét Þorbjörg, f. 29.7. 1929, húsmóðir; Hallgrímur, f. 26.10. 1930, d. 7.4. 1945. Foreldrar Thors: Guðmundur Vilhjálmsson, f. 11.7. 1891, d. 26.9. 1963, forstjóri Eimskipafélagsins, og k.h., Kristín Thors, f. 16.2. 1899, d. 27.7. 1972, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Vilhjálms, b. á Undirvegg í Kelduhverfi, bróð- ur Páls, afa Stefáns Jónssonar, alþm. og rithöfundar, föður Kára, for- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Annar bróðir Vilhjálms var Hall- grímur, langafi Herdísar, móður Hallmars Sigurðssonar, fyrrv. leik- hússtjóra. Systir Vilhjálms var Val- gerður, amma Valtýs Pétursson- ar listmálara. Vilhjálmur var sonur Guðmundar, b. á Brettingsstöðum Jónatanssonar. Móðir Guðmundar var Karítas Pálsdóttir, timburmanns Sigurðssonar, bróður Valgerðar, móður Þuríðar, formóður Reykja- hlíðarættar. Móðir Guðmundar var Helga, systir Sigurbjargar, ömmu Stefáns Jónssonar. Helga var dóttir Ísaks, b. á Auðbjargarstöðum í Keldu- hverfi Sigurðssonar, b. í Brekkukoti Guðbrandssonar, b. í Sultum Páls- sonar, bróður Þórarins, afa Ólafar, langömmu Bjarna Benediktsson- ar forsætisráðherra og langömmu Guðmundar Benediktssonar ráðu- neytisstjóra. Systir Guðbrands var Ingunn, langamma Sveins, forföður Hallbjarnarstaðaættar, afa Kristjáns Fjallaskálds. Meðal móðursystkina Thors var Ólafur Thors forsætisráðherra og Thor Thors sendiherra. Kristín var dóttir Thors Jensen, kaupmanns og útgerðarmanns í Reykjavík, en foreldrar hans voru J. Chr. Jensen, húsasmíðameistari í Kaupmannahöfn, og k.h., Andrea Louise, f. Martens. Móðir Kristínar var Margrét Þor- björg, systir Steinunnar, móður Kristjáns Albertssonar rithöfundar. Margrét Þorbjörg var dóttir Kristj- áns, b. í Hraunhöfn í Staðarsveit á Snæfellsnesi Sigurðssonar. Móðir Margrétar Þorbjargar var Steinunn Jónsdóttur, b. í Bergsholti Sveins- sonar, og Þorbjargar Guðmunds- dóttur, prófasts á Staðarstað Jóns- sonar. Móðir Þorbjargar var Margrét Pálsdóttir, systir Gríms, langafa Ás- geirs Ásgeirssonar forseta. Thor verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 11.3. kl. 15.00. Þórbergur Þórðarson rithöf-undur fæddist á Hala í Suður-sveit, sonur Þórðar Steins- sonar, bónda þar og k.h., Önnu Benediktsdóttur. Bróðir Þórbergs var Steinþór á Hala, höfundur rits- ins Nú nú – bókin sem aldrei var skrifuð. Meðal nafntogaðra frænda Þórbergs má nefna Gunnar Bene- diktsson rithöfund, Einar Braga skáld og Svavar Guðna- son listmálara. Þórbergur hleypti ung- ur heimdrag- anum, settist að í Reykja- vík, var háseti og kokkur á skútum og vann í vega- vinnu. Hann stundaði nám við Kennara- skólann og var óregluleg- ur nemandi við Háskóla Íslands en var þó fyrst og fremst sjálfmennt- aður og sótti þá víða fanga. Hann safnaði orðum úr alþýðumáli um fimmtán ára skeið frá 1913, gaf út mjög athyglisverðar þjóðsögur úr samtímanum, Gráskinnu, ásamt Sigurði Nordal, var kennari við Iðnskólann í Reykjavík, Verslunar- skóla Íslands og gagnfræðaskóla í Reykjavík. Meistari Þórbergur er, ásamt Halldóri Laxness, einn mesti rit- höfundur þjóðarinnar, fyrr og síð- ar. Með bók sinni Bréfi til Láru, 1924, setti hann þjóðlífið á ann- an endann með harðari og djarf- ari samfélags- og menningargagn- rýni en áður hafði tíðkast. En bókin er jafnframt bráðfjörug, fyndin og einlæg. Mörg þekktustu verka hans eru sjálfsævisöguleg og mjög sjálf- miðuð, s.s. Ofvitinn, Íslenskur að- all og Steinarnir tala. Sálmurinn um blómið fjallar um fyrstu æviár ungrar stúlku. Höfundurinn setur sig í spor hennar og fylgir henni frá fæðingu og fram á barnaskólaár. Þá skráði hann eftirminnilegar ævi- sögur Árna prófasts Þórarinsson- ar og Einars ríka í Eyjum. Auk þess orti Þórbergur frábær ljóð á sín- um yngri árum, s.s. Nótt, en mörg þeirra er að finna í Hvítum hröfn- um. Þórbergur var ungur mikill að- dáandi Einars Ben en braut af sér allar stefnur í ljóðlist. Hann skrifaði aldrei skáldsögur og sá oft ástæðu til að árétta það. Í skrifum sínum lagði hann áherslu á að frásagn- ir af liðnum atburðum væru ná- kvæmar og réttar að því marki sem hægt væri að sannreyna þær – en að öðru leyti mættu menn skálda. Þórbergur var afar sérstæður og frábær stílisti, sjálfsgagnrýninn og fyndinn, oftast á eigin kostnað. Rithöfundarhæfileikar hans fól- ust ekki síst í þeirri kúnst að end- urvekja veröld sem var, rifja upp á ljóslifandi og eftir- minnilegan hátt róm- antískan andblæ og samfélagsleg- ar hræringar fyrri tíma. Í þeim efn- um er hann hið barnslega séní sem hann stundum áleit sjálfan sig vera. Þórberg- ur bjó víða í Reykjavík, en lengst af á Hringbraut 45. Þaðan fór hann í langa, daglega göngu- túra og gerði Müllersæfingar, allsnakinn, í fjör- unni í Skerjafirðin- um og úti í Örfirsey. Hann var kommúnisti, mikill áhugamaður um al- þjóðamálið esperantó, kynnti sér jóga og austurlenska dulspeki og var sannfærður um framhaldslíf og tilvist drauga sem hann kallaði eilífðarverur. Auk þess trúði hann á álfa og skrímsli í sjó og vötnum. Hann hélt dagbækur um langt ára- bil, gerði reglulegar veðurathug- anir, var vísindalega sinnaður og predikaði námkvæmni í frásögn og mælingum. En vísindahyggja Þór- bergs, rétt eins og trú hans á furður og forynjur, hefur þó líklega byggst á bernskri raunhyggju, fremur en afsönnunarhyggju. Samtalsbók Matthíasar Johann- essen, Í kompaníi við allífið, útg. 1959, (síðar í Kompaníi við Þór- berg, útg. 1989) lýsir vel persónu þessa barnslega, elskulega og ein- læga rithöfundar. Sú bók er al- mennt talin ein besta samtalsbók sem skrifuð hefur verið á íslensku. Þó flest verka Þórbergs séu sjálfsævisöguleg er langt í frá að þau spanni alla ævi hans. Því er mikill fengur í þremur ritum sem komið hafa út um Þórberg nú ný- lega. Halldór Guðmundsson sendi frá sér bókina Skáldalíf, 2006, sem fjallar um Þórberg og Gunnar Gunnarsson, og Pétur Gunnars- son rithöfundur gerði ævi Þórbergs skemmtilega skil í skáldfræðisög- unum ÞÞ – Í fátækralandi, útg. 2007, og ÞÞ – Í forheimskunarlandi, útg. 2009. Það var vel til fundið því Pétur og Þórbergur eru, hvor um sig, snillingar í „veröld sem var“. Andlát Merkir Íslendingar Skálað í Súlnasal Thor ásamt Þórbergi Þórðarssyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.