Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Síða 2
2 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað
Logandi deilur
í Fríkirkjunni
Á dögunum
sögðu fjórir
af sjö aðalfulltrú-
um í safnaðar-
ráði Fríkirkjunn-
ar sig úr ráðinu
„vegna óásætt-
anlegrar fram-
göngu“ Hjartar
Magna Jóhanns-
sonar fríkirkjuprests. Þetta hafi verið
í „mörgum málum, bæði gagnvart
starfsfólki safnaðarins og okkur í
safnaðarráðinu í langan tíma,“ segir
í tilkynningu frá þeim fjórum. Sam-
kvæmt heimildum DV höfðu þessir
einstaklingar reynt að fá vinnufrið og
samstarfsvilja frá Hirti Magna í mörg
ár án árangurs. Kornið sem fyllti
mælinn var að Hjörtur Magni vildi
losna við Bryndísi Valbjarnardóttur
fríkirkjuprest úr sókninni.
Flúði undan Hirti
„Þetta voru
svona
persónulegar
árásir. Hann var
stöðugt að segja
manni hversu
ómögulegt þetta
og hitt væri.
Það var ekki
bara skortur á
hrósi heldur var verið að grafa
undan sjálfstrausti.“ Þannig lýsir
Ása Björk Ólafsdóttir prestur fram-
komu Hjartar Magna Jóhanns-
sonar fríkirkjuprests í sinn garð.
Hún starfaði um sex ára skeið við
Fríkirkjuna, fyrst sem kirkjuvörður
og síðar prestur. Ása lýsir ástand-
inu sem slæmu einelti og hraktist
hún úr starfi árið 2008, niðurbrotin
eftir samskiptin við Hjört Magna.
Ítarlega var fjallað um deilur innan
kirkjunnar í vikunni.
Skotið á hús
Hilmars
Skotið var
á heimili
Hilmars Leifs-
sonar í Kópa-
vogi þann 21.
febrúar síðast-
liðinn. Sam-
kvæmt heimild-
um DV tengist
hinn meinti árásarmaður undir-
heimum Reykjavíkur. Engin meiðsli
urðu á fólki við skotárásina en skot-
vopnið sem notað var ku ekki að
hafa verið mjög öflugt. Skotið fór
þó í gegnum rúðu í húsinu. Ólga ku
vera í undirheimum vegna atviks-
ins en að minnsta kosti einn þeirra
sem grunaður er um skotárásina á
að tengjast Outlaws-samtökunum.
Spenna mun vera í loftinu vegna
árásarinnar og óttast er að hennar
kunni að verða hefnt.
Fréttir vikunnar í DV
1
2
3Ostborgari
franskar og 0,5l gos
Máltíð Mánaðarins
Verð
aðeins
1.045 kr.
d
v
e
h
f.
2
0
12
/
d
av
íð
þ
ó
r
Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890
*gildir í mars
Landsdómur:
Óvíst með
kostnað
Það mun ekki liggja fyrir fyrr en
réttarhöldunum í landsdómi lýkur
hver endanlegur kostnaður við
réttarhöldin verður. Á fjárlögum
2011 var veitt 113,4 milljóna króna
fjárheimild til landsdóms.
Samkvæmt upplýsingum frá
innanríkisráðuneytinu byggist fjár-
hæðin á áætlun sem unnin var
af skrifstofustjóra Hæstaréttar og
var hún gerð með fyrirvara um
hve margir yrðu kallaðir til vitnis
fyrir dóminn og hve langan tíma
réttarhaldið myndi standa. Þar sem
ekki tókst að klára málið á síðasta
ári, eins og til stóð, flyst fjárveiting-
in árið 2011 óskipt til ársins 2012
og er því engin viðbótarfjárveiting
á fjárlögum þessa árs. Dómurinn
ákvarðar síðan sjálfur þóknun fyrir
dómarana og það verður því sem
fyrr segir ekki fyrr en réttarhaldinu
lýkur sem endanlegur kostnaður
verður ljós.
Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra sagði þann 7. apríl 2011
í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar, þingmanns Sjálf-
stæðisflokks, að ef meðferð málsins
yrði ekki lokið fyrir árslok 2011 gæti
einhver kostnaður lagst til á næsta
ári. Því er ekki loku fyrir það skotið
að kostnaður vegna landsdóms-
málsins gegn Geir H. Haarde verði
meiri en 113,4 milljónir króna.
Röng mynd
Í miðvikudagsblaði DV var röng
mynd birt með frétt um skíðaferð
sem meðlimir í eignarhaldsfélag-
inu Stími fóru með starfsmönnum
Glitnis, eftir að Stím fékk 20 millj-
arða króna að láni frá Glitni til að
kaupa bréf í bankanum. Með frétt-
inni birtist mynd af starfsmanni
sérstaks saksóknara í stað myndar
af Jóhannesi Baldurssyni, starfs-
manni Glitnis. Myndin að ofan er
af Jóhannesi.
E
f unglingsdóttir þín er orð-
in dálítið mislynd og erfið í
umgengni, þarftu ekki endi-
lega að hafa áhyggjur,“ seg-
ir í markpósti sem fyrirtækið
Íslensk Ameríska sendir til foreldra
þrettán ára táningsstúlkna á kyn-
þroskaskeiðinu til fræðslu um dömu-
bindi og væntanlegar breytingar við
kynþroska. Í bréfinu er stálinu stapp-
að í foreldra stúlknanna og þeim sagt
að slaka á, þótt kynþroskaskeiðið taki
ef til vill einhver ár þá verði tánings-
dætur þeirra að lokum aftur eins og
þær eiga að sér að vera. Dömubindi
og túrtappar eru meðfylgjandi ásamt
bæklingi með yfirskriftinni „kyn-
þroski og allt það“.
Á umslag sendingarinnar er rit-
að: „Passið ykkur, ég er að breyt-
ast í dramadrottningu.“ Umslagið
er skreytt með ljósmyndum af ung-
lingsstúlku og, að því er virðist, leik-
rænni tjáningu hennar á geðsveifl-
um táningsstúlkna á blæðingum. Þá
er stálinu stappað í foreldra og þeim
sagt að „slaka bara á“ þótt dóttirin
breytist í dramadrottningu.
Klisjur og fordómafullar
hugmyndir
„Þetta eru þvílíkar klisjur og for-
dómafullar hugmyndir um konur,“
segir Kristín Ástgeirsdóttir, fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu, um
málið. DV bar bréfið til foreldra und-
ir hana. „Þarna er verið að gera full-
komlega eðlilegan hlut að einhverju
fyrirbæri. Þetta er aftan úr fornöld.
Maður verður orðlaus að sjá svona
gamaldags hugmyndir og alhæfing-
ar. Auðvitað finna einhverjar konur
fyrir pirringi og verkjum,“ segir Krist-
ín. Silvía Svavarsdóttir dagmóðir tek-
ur í sama streng en dóttir hennar
fékk markpóst frá fyrirtækinu.
„Ég hefði tekið þessum pósti
með gleði ef þeir hefðu bara óskað
barninu mínu til hamingju með að
vera komin á kynþroskaaldurinn.
Stelpur verða að kynna sér dömu-
bindi en að ýja að því að þær séu
að breytast í dramadrottningar er
kannski ekki alveg við hæfi,“ segir
Silvía. Hún segir skilaboð fyrirtækis-
ins ýta undir hugmyndir um að allar
konur séu önugar dramadrottningar
þegar þær eru á blæðingum. „Erum
við konur þá bara allar dramadrottn-
ingar?“ Silvía ítrekar að hún sé ekki
ósátt við kynningu á dömubindum
en finnist framsetningin ekki falleg.
Fjórir kvartað á fimm árum
„Við höfum sent þennan póst út í
fimm ár og það eru nákvæmlega fjór-
ir sem hafa kvartað til okkar frá upp-
hafi,“ segir Berglind R. Guðmunds-
dóttir, vörumerkjastjóri hjá Íslensk
Ameríska. Raunar hafi reynsla fyrir-
tækisins iðulega verið sú að margir
sem ekki fái pakkann sendan hringi
og óski þess. Fyrirtækið sendi póst-
inn ekki á þá foreldra sem séu x-
merktir í þjóðskrá, enda sé slíkt ekki
heimilt. „Það er að sjálfsögðu allt-
af í höndum foreldra hvort þeir vilji
deila þessu með börnunum sínum
eða ekki. Þess vegna er þetta stílað á
foreldra,“ segir Berglind en ítrekar að
almennt hafi fyrirtækið talið ánægju
ríkja með markpóstinn. Berglind
bendir einnig á að hjúkrunarfræð-
ingar í skólum hafi leitað til fyrir-
tækisins og óskað þess að fá fræðslu-
pakka fyrir stúlkur. Þá hafi þær raddir
heyrst að senda ætti pakkann fyrr til
stúlkna enda sé almennt talað um að
stúlkur byrji á blæðingum á aldurs-
bilinu níu til sextán ára.
Að brjóta ísinn
Blaðamaður spurði Berglindi hvort
hún óttaðist ekki að sending fyrir-
tækisins ýtti undir fordóma og stað-
alímyndir um að konur séu almennt
önugar, pirraðar og jafnvel hyster-
ískar þegar þær fara á blæðingar.
„Ég held ekki að verið sé að segja
að konur séu önugar, leiðinlegar
og hysterískar. Það stendur hvergi í
þessum markpósti. Aftur á móti er
spurt hvort dóttir þín sé að breyt-
ast í dramadrottningu og þér ráðlagt
að slaka bara á.“ Berglind bendir á
að fyrirmyndin sé bresk og að þessi
setning sé tilraun til að brjóta ísinn.
Aðspurð hvort unglingspiltum yrði
lýst sem illa lyktandi óargadýrum í
sölubréfum fyrirtækisins á svitalykt-
areyði sagðist hún ekki geta svarað
því en benti á að Íslensk Ameríska
væri ekki stærsti söluaðili slíkrar
vöru hér á landi.
Brugðist við ábendingum
Við vinnslu fréttarinnar kom fram
að fyrirtækið hefði aldrei áður fengið
ábendingu um að efni markpóstsins
gæti ýtt undir staðalímyndir. Stuttu
eftir að DV leitaði til fyrirtækisins
óskaði Íslensk Ameríska þess af jafn-
réttisstofu og umboðsmanni barna
að farið yrði yfir málið.
n Íslensk Ameríska stappar stálinu í foreldra 13 ára táningsstúlka
„Mislyndar
og erfiðar“
„Þetta eru þvílíkar
klisjur og fordóma-
fullar hugmyndir um konur.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Passið ykkur Fræðslupakki fyrirtækisins til foreldra „mislyndra“ unglingsstúlkna
inniheldur bréf til foreldra, dömubindi og túrtappa auk fræðslubæklings fyrir stúlkur um
„kynþroska og allt það“.
„Aftan úr fornöld“ Kristín Ástgeirsdóttir
er framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.