Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 13
Fréttir 13Helgarblað 16.–18. mars 2012
MATAR &
KAFFISTELLUM
HNÍFAPÖRUM
SWAROVSKI
SKARTGRIPUM
ÖLLUM GLÖSUM
IITTALA VÖRUM
ÍTÖLSKUM HITAFÖTUM
og fleiru og fleiru t.d. fallegum fermingargjöfum
NÝTT KORTATÍMABIL
www.tk.is
ERUM EINGÖNGU
Á LAUGAVEGI 178
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
FIMMTUDAG, FÖSTUDAG, LAUGARDAG & MÁNUDAG
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
vertu
vinur á
Facebook
Í TÉKK-KRISTAL
Hnífaparatöskur
14 teg. TILBOÐ
8 stærðir
Full búð af fallegum vörum
hræddist ekkert og hugsaði ekki um
afleiðingarnar. Ég þekkti bara þessa
leið og þekkti hana vel.“
Annþór „hótaði mér og fjöl-
skyldu minni“
Annþór ógnaði meðal annars Mikael
Torfasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, í
kjölfar umfjöllunar um hann í blaðinu
árið 2005. Gekk hann svo langt að
dvelja fyrir utan heimili Mikaels og
hafa í hótunum. Fyrrverandi eigin-
kona Mikaels, María Una Óladóttir,
tjáir sig um málið í athugasemdakerfi
DV undir frétt af handtöku Annþórs
síðastliðinn miðvikudag.
„… hann Annþór mætti nú heim
til mín fyrir nokkrum árum með hót-
anir einmitt útaf myndbirtingu af
honum á þeim tíma … hótaði mér og
fjölskyldu minni. Og það endaði með
því að ég og maðurinn minn þurftum
að flýja heimilið okkar ásamt ungum
börnum okkar í lögreglufylgd!! Það
þarf ekkert að hlífa þessum manni!!“
skrifar María.
Dóttir Annþórs kemur föður sín-
um til varnar í kommentakerfinu og
bendir á að umrætt atvik hafi átt sér
stað fyrir nokkrum árum.
„nokkrum árum?? enda er hann
að taka sig á! og af hverju í andskot-
anum ertu að segja mér þetta …
batnandi mönnum er best að lifa og
allir eiga skilið fyrirgefningu!“ skrifar
dóttirin. Hún skrifar fjölmargar at-
hugasemdir til viðbótar og er sann-
færð um sakleysi föður síns. Hún
virðist trúa því að hann hafi hald-
ið sig á beinu brautinni líkt og hann
ætlaði sér.
Ætlaði að skrifa ævisögu
Í nóvember í fyrra staðfesti Sölvi
Tryggvason það í samtali við frétta-
stofu Stöðvar 2 að hann hefði skrifað
undir samning við útgáfufélagið Senu
um að skrifa ævisögu Annþórs. Þegar
DV hafði samband við þá báða nokkr-
um dögum síðar vildu þeir þó ekkert
staðfesta um málið.
DV greindi frá því í byrjun árs 2009
að Annþór hefði hug á því að láta taka
handrukkaraferil sinn fyrir í bók og
mun hann á þeim tíma hafa sett sig í
samband við Sölva. Í samtali við DV
sagðist Annþór vera með meistara-
próf í glæpum og vildi hann hafa bók-
ina þannig uppbyggða að hún yrði
höfð eftir honum. Þó ekki þannig að
hún yrði skráð sem sönn saga af ótta
hans við ákærur.
„Í fjölmiðlum, bæði í DV og annars
staðar, hefur verið máluð mjög svört
mynd af mér. Hreinlega sem einhverj-
um djöfli. Hlutirnir eru hins vegar
aldrei svo einfaldir og ég er líka pers-
óna eins og allir aðrir. Ég hef verið á
villigötum en ég er fjölskyldufaðir, á
börn, og maður vill líka sýna fólki á
sér þá hlið.“
Handrukkarinn sem
var til fyrirmyndar
n Annþór var handtekinn í umfangsmikilli undirheimarassíu n Losnaði af Vernd í ágúst í fyrra n Fangelsisstýran hafði miklar mætur á honum
Þótti til fyrirmyndar á Hrauninu Annþór sagðist staðráðinn í að bæta ráð sitt, síðast
þegar hann sat inni.
L
ögreglan á höfuðborgar-
svæðinu framkvæmdi á
miðvikudag átta húsleitir
og handtók fimm manns í
umfangsmiklum aðgerðum gegn
skipulagðri glæpastarfsemi. Þeirra
á meðal voru Annþór Kristján
Karlsson og Börkur Birgisson.
Börkur réðst árið 2004 inn á veit-
ingastaðinn A Hansen í Hafnar-
firði, vopnaður exi. Hann sló mann
nokkrum sinnum með exinni með
þeim afleiðingum að hann hlaut
tvo skurði á enni, tvö brot í ennis-
holu, særðist á innanverðu læri og
marðist á handarbaki. Börkur var
dæmdur í sjö ára fangelsi 2005 fyrir
árásina og fleiri brot, meðal annars
margar líkamsárásir og umferðar-
og vopnalagabrot.
Einum einstaklingi var sleppt
eftir handtökurnar á miðvikudag,
en Annþór og Börkur voru úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald ásamt tveim-
ur öðrum. Lögregla fór síðan fram
á gæsluvarðhald yfir tveimur ein-
staklingum til viðbótar í tengslum
við rannsókn málsins, sem snýr sér-
staklega að líkamsmeiðingum, hót-
unum, innbrotum og þjófnuðum.
Samkvæmt heimildum DV eru Ann-
þór og Börkur meðal annars grun-
aðir um að hafa ráðist hrottalega á
mann fyrir um það bil tveimur mán-
uðum og mun sá hafa kært árásina
til lögreglu.
DV hefur mikið fjallað um vax-
andi ólgu í undirheimum Reykja-
víkur og síðast á miðvikudag var
greint frá því að skotið hefði ver-
ið á heimili Hilmars Leifssonar
þann 21. febrúar síðastliðinn. Sam-
kvæmt heimildum DV tengist hinn
meinti árásarmaður undirheim-
unum. Þrír menn voru handteknir
grunaðir um að tengjast skotárás-
inni, en engin kæra var lögð fram á
hendur þeim.
Samkvæmt heimildarmanni DV
hefur mikil spenna verið í loftinu
upp á síðkastið og óttast margir að
árásarinnar kunni að verða hefnt.
Þá herma heimildir að umrædd árás
og undirheimarassía lögreglunnar á
miðvikudag tengist með óbeinum
hætti.
Mikil spenna í loftinu
n Aðgerðir lögreglu tengjast hugsanlega skotárás
Undirheimarassía Heimildarmaður DV segir mikla spennu í loftinu í undirheimum
Reykjavíkur.
„En ég var bara lítið
barn í stórum lík-
ama, ég hræddist ekkert
og hugsaði ekki um af-
leiðingarnar.