Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Page 28
Sandkorn L ögreglan hefur að undanförnu staðið sig vel í því að koma böndum á undirheimaklíkur á borð við Hells Angels, Outlaws og fleiri. Það er greinilegt að stóraukin harka er komin í aðgerðir lögreglu sem beitir öllum mögulegum úrræðum til að halda niðri þeirri óværu sem hlýst af klíkunum alþjóðlegu. Nak­ inn hryllingurinn blasir við í úttekt DV í dag þar sem grófri árás á unga konu og aðdraganda árásarinnar er lýst. Enginn þarf að velkjast í vafa um að í þessu til­ viki hafa gengið fram skepnur fremur en menn. Almenningur og stjórnvöld í landinu verða að veita lögreglunni allan þann stuðning í orði og verki sem mögulegur er. Það er þekkt að glæpamennirnir beita öllum til­ tækum óþverrabrögðum til þess að klekkja á lögreglumönnum. Þeir safna persónulegum upplýsingum um lög­ reglumenn og sækja að þeim og fjöl­ skyldum þeirra. Krimmarnir hafa sumir hverjir aðgang að svokölluðum stjörnulögmönnum sem hjálpa þeim að beita lagaklækjum til þess að þurfa ekki að standa skil á glæpaverkum sín­ um. Þeir ala á ótta sem flestra og byggja þannig upp valdakerfi sem grefur und­ an réttarríkinu. Eins og staðan er núna stefnir í að ellefu samtök, sem mörg eru kennd við ofbeldi og ógnanir, komi sér fyrir á Íslandi. Þetta er til viðbótar heima­ mönnum sem stunda handrukkanir og önnur innheimtustörf af svipuð­ um toga. Þessi staða er þess eðlis að allir verða að leggjast á eitt til að halda samfélaginu réttum megin og tryggja eins vel og auðið er öryggi fólks. Það siðleysi sem fylgir þeim má ekki umbera. Ögmundur Jónasson innanríkisráð­ herra hefur sýnt festu og styrk í baráttu sinni gegn skipulögðum glæpasam­ tökum. Ráðherrann gengur óhrædd­ ur gegn misindismönnunum og segir gengjum þeirra stríð á hendur. Það þarf kjarkmann til að standa í slíku. Heigull hefði litið undan. Og það er fagnaðarefni að Stefán Eiríksson lög­ reglustjóri og lið hans skuli beita sér af hörku gegn illþýðinu. Og það er aðdáunarvert að lögreglumenn skuli sýna þann kjark sem þarf til þess að koma lögum yfir hrottana sem meiða og drepa. Hver einasti heiðarlegur Ís­ lendingur verður að koma til liðs við lögregluna og mynda órofa sveit gegn skepnuskapnum. Það felst í því að gefa hiklaust upplýsingar um illþýðið og for­ dæma illvirkin. Það verður að tryggja lögreglunni það fjármagn sem þarf til þess að brjóta glæpasamtök á bak aftur. Allir verða að leggjast á eitt til að upp­ ræta þann óþverra sem flæðir yfir ís­ lenskt samfélag undir sérstakri gæslu stjörnulögmanna. Skálmöldinni verður að ljúka. Rektor tekur kipp n Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur veitt mörgum vafasömum papp­ írnum skjól í stofnun sinni. Hún kippti sér ekki upp við það að pró­ fessor var dæmdur fyrir ritþjófnað fremur en að einn af framvörðum viðskipta­ fræðikennslu í skólanum er grunaður um margvís­ leg brot í starfi. Báðir sitja þeir enn. En Kristín á það til að taka kippi við og við. Nú hefur hún krafið lektorinn Ársæl Valfells um skýringar á því að hann fór með bréf með upplýsingum um Guð- laug Þór Þórðarson og setti í póstkassa DV. Löggan lekur n Annar sem hefur haft sér­ stakan áhuga á lekamál­ inu er Stefán Eiríksson lög­ reglustjóri. Stefán hefur sett mikinn mannafla í að rann­ saka það hvernig máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar var lekið. Á meðan sitja fjölmörg mál á hakanum. Ekki er ljóst hvort Stefán sé með til rann­ sóknar þann hluta lekans sem snýr að því að starfs­ maður Landsbanka hafi lekið gögnum um Gunnar Andersen til Guðlaugs Þórs og áfram til Kastljóss. Og það vekur sérstaka athygli að svo virðist sem upplýs­ ingum úr rannsókninni sé lekið til einstakra fjölmiðla. Þannig lekur lögreglan ofan á allt annað. Stóra gámamálið n Einhverjir bíða spenntir eftir niðurstöðu Ríkisendur­ skoðunar hvað varðar 70 milljóna króna gám Skafta Jónssonar sendiráðsstarfs­ manns og Kristínar Þor­ steinsdóttur, blaðamanns og dómnefndarmanns vegna blaðamannaverðlauna. Gámurinn hafði að sögn að geyma einhver mestu verð­ mæti sem finnast í íslensk­ um búslóðum og þurfti al­ menningur á Íslandi að láta 70 milljónir af hendi rakna vegna vatnstjóns sem góssið varð fyrir. Einar K. í stuði n Einar K. Guðfinnsson, þing­ maður Sjálfstæðisflokks­ ins, er gríðarlega öflugur og fylginn sér. Einar slapp að mestu óskaddaður undan hrunsumræðunni og er talinn líklegur til að leggja þann umdeilda Ásbjörn Óttarsson, oddvita sjálf­ stæðismanna í kjördæm­ inu, fyrir næstu kosningar. Fullyrt er að Einar vinni að þessu bæði leynt og ljóst með öflugum málflutningi á ýmsum sviðum. Þá hefur hann smám saman snúist frá því að vera algjörlega andvígur kvótakerfinu í það verða einn öflugasti útvörður þess. Það skemmir ekki fyrir. Það var ekki bara skortur á hrósi Maður er sjálfur ábyrgur fyrir sínu lífi Ása Björk Ólafsdóttir prestur um framkomu Hjartar Magna fríkirkjuprests. – DV Einar Gunnar Birgisson stofnar Bjartsýnisflokkinn. – DV Hrottar gegn lögreglu Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Innanríkis- ráðherra hefur sýnt festu og styrk A lþingi samþykkti 22. febrúar sl. svohljóðandi ályktun með 31 atkvæði gegn 15: „Alþingi ályktar að frumvarp til stjórn­ arskipunarlaga sem stjórnlagaráð af­ henti Alþingi 29. júlí 2011 ... fari í eftir­ farandi ferli: ... tillögurnar í heild, með breytingartillögum stjórnlagaráðs ef við á, ásamt spurningum um helstu álitaefni, verði bornar upp í ráðgef­ andi þjóðaratkvæðagreiðslu ... 30. júní 2012 samhliða forsetakjöri.“ Í þessu felst, að „Þingsályktunartillaga stjórn­ skipunar­ og eftirlitsnefndar um ráð­ gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu komi til lokaafgreiðslu Alþingis eigi síðar en 29. mars 2012 og verði hún samþykkt skal þjóðaratkvæðagreiðsla sam­ kvæmt tillögunni fara fram 30. júní 2012 samhliða forsetakjöri.“ Frumvarp stjórnlagaráðs til nýrr­ ar stjórnarskrár er í föstum farvegi. Klukkan gengur. Málþóf? Nei, varla Gæti klukkan stöðvazt? Gæti farveg­ urinn færzt til? Hvað þyrfti til þess? Stjórnarandstaðan gæti reynt að spilla ferlinu með málþófi, þ.e. með því að setja á endalausar ræður til að reyna að koma í veg fyrir afgreiðslu málsins í tæka tíð, þ.e. „eigi síðar en 29. mars“. Stöldrum við þennan möguleika. Gögn sýna, að tíundi hver Íslending­ ur ber mikið traust til Alþingis. Hvað fyndist fólkinu í landinu, ef þingmenn stjórnarandstöðunnar sæjust í sjón­ varpi dag eftir dag flytja sömu ræð­ urnar fram á nætur í þeim eina og augljósa tilgangi að koma í veg fyrir, að þjóðin megi sjálf fá að segja álit sitt á frumvarpi stjórnlagaráðs? Ef þing­ menn stjórnarandstöðunnar, og þá einkum Sjálfstæðisflokksins, reyna að hefta framgang lýðræðisins með þeim hætti, mun slíkt framferði vísast kalla fram hörð viðbrögð innan þings og utan. Ég leyfi mér því að efast um, að stjórnarandstæðingar áræði að grípa til málsþófs. Þeir þurfa eins og við hin að virða leikreglur lýðræðisins og lúta niðurstöðunni. Skiljanleg andstaða Stjórnarskrárfrumvörp mæta ævinlega andstöðu. Það stafar af því, að stjórnar­ skrár mæla fyrir um réttindi og skyldur. Réttur eins leggur skyldur á herðar annarra. Ákvæði frumvarps stjórnlaga­ ráðs um jafnt vægi atkvæða rýrir hlut­ fallslegt atkvæðavægi þeirra, sem hing­ að til hafa haft meiri atkvæðis rétt en íbúar höfuðborgarsvæðisins í alþingis­ kosningum. Ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu rýrir forréttindi þeirra, sem hafa hingað til getað gengið um auð­ lindina í hafinu sem sína einkaeign og hirt af henni nær allan arðinn. Ákvæð­ ið um frjálsan aðgang að upplýsingum skerðir hag þeirra, sem hafa hingað til getað skammtað sjálfum sér forrétt­ indi – t.d. margföld eftirlaun – undir leyndarhjúp. Andstaða þessara afla gegn nýrri stjórnarskrá er skiljanleg, en þau sigla undir fölsku flaggi. Fáir mæla gegn jöfnum atkvæðisrétti, enda er hann sjálfsögð mannréttindakrafa í okkar samfélagi. Ójafn atkvæðisréttur (þ.e. jafn fjöldi öldungadeildarþing­ manna í öllum fylkjum óháð mann­ fjölda) var eitt umdeildasta ákvæðið í stjórnarskrá Bandaríkjanna á sinni tíð. Misvægið er bætt með réttum hlut­ fallsfjölda fylkja í fulltrúadeild Banda­ ríkjaþings. Fáir mæla gegn auðlindum í þjóðareigu, enda hafa allir stjórn­ málaflokkar á Alþingi samþykkt álykt­ anir í þá veru. Í ályktun Sjálfstæðis­ flokksins um atvinnumál á landsfundi 2011 segir t.d.: „Fyrir afnotaréttinn komi gjald er renni til ríkisins.“ Varla nokkur maður mælir á móti gegnsæi. Meirihlutinn ræður Við, sem viljum, að þjóðin fái að kjósa um nýja stjórnarskrá, segjum við andstæðinga frumvarpsins: Þið höfðuð sama rétt og aðrir til að gefa kost á ykkur og kjósa fulltrúa til setu á stjórnlagaþingi. Þið höfðuð sama rétt og aðrir til að koma að málinu á öllum stigum og leggja stjórn­ lagaráði lið, því að ferlið var opið frá fyrsta degi, allir voru velkomnir. Og nú er bara eitt eftir, og það er að leggja frumvarpið, sem stjórnlaga­ ráð samþykkti einum rómi í fyrra, í dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu, þar sem öll atkvæði vega jafnt. And­ stæðingarnir þurfa að muna, hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í Bandaríkj­ unum 1787–88. Bandaríska stjórn­ arskráin var samþykkt með 89 at­ kvæðum gegn 79 í Virginíu, sem var þá fjölmennasta fylkið, 30 gegn 27 í New York, 187 gegn 168 í Massa­ chusetts og þannig áfram. Meirihlut­ inn réð. Klukkan gengur „Ég leyfi mér því að efast um, að stjórnarandstæðingar áræði að grípa til málsþófs Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 28 16.–18. mars 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.