Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Síða 30
30 Umræða 16.–18. mars 2012 Helgarblað Þórdís Gunnarsdóttir: Heldur þú að sitjandi ríkisstjórn muni þrauka út kjörtíma- bilið?  Þór Saari Ég hef miklar efasemdir um það. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Ef Hreyfingin kæmist í þá stöðu að geta myndað ríkisstjórn í næstu kosningum, með hverjum mynduð þið helst vilja vinna af þeim flokkum sem nú eiga sæti á Alþingi?  Þór Saari Við myndum helst vilja starfa með Samfylkingu og VG og þeirri Framsókn sem kosin var inn á þing en hefur því miður tekið umskiptingum til hins verra. Gunnar Jónsson: Ertu meiri vinstri maður eða hægri? Eða er það vinstri, hægri snú?  Þór Saari Ég er sennilega meiri vinstri maður en hægri. En það veltur á málefninu. Atli Fanndal: Hvað varð um njósnavélina frægu? Fengu alþingismenn endanlegt svar við spurningum um uppruna og tilgang hennar?  Þór Saari Því hefur aldrei verið fullsvarað. En hún var ekki á vegum Hreyfingarinnar, svo mikið veit ég. Natan Kolbeinsson: Hvaða ríkisstjórn sérð þú að hægt væri að mynda núna á Alþingi ef núverandi fellur (þjóðstjórn er ekki inni í myndinni)?  Þór Saari Það væru núverandi stjórnarflokkar plús Hreyfingin og Framsókn sem væri æskilegasta samsetningin. Hrannar Gunnarsson: Þór, nú hafnaðir þú því í Kastljósi að biðjast velvirðingar á ummælum þínum hvað varðar stunguárásina í Lágmúla en gerðir það síðan nokkrum dögum síðar, getur þú útskýrt af hverju þér snérist hugur?  Þór Saari Við Margrét báðumst afsökunar á ummælunum ef þau væru meiðandi fyrir einhvern. Grein mín á Eyjunni stendur áfram sem slík. Fundarstjóri: Þú hefur gefið í skyn að málshöfðun Ragnars Árnasonar á hendur þér sé pólitísks eðlis. Tengir þú hana við baráttu þína fyrir breyttu kvótakerfi?  Þór Saari Já, ég held að hún tengist því beint. Natan Kolbeinsson: Er flokkaflakk réttlætanlegt þegar einstaklingur er kosinn á þing því hann er kosinn sem fulltrúi flokks/hreyfingar sem hann bauð sig fram með?  Þór Saari Flokkaflakk sem slíkt er ekki réttlætanlegt en þingflokkar geta þó hæglega brugðist kjós- endum sínum og þá er afsakanlegt að yfirgefa þá. Oddur Björnsson: Í Silfri Egils helgina fyrir þingsetningu sagðistu ætla að leggja til á Alþingi að ISG, BGS og ÁMM yrðu einnig dregin fyrir landsdóm. Hvers vegna stóðstu ekki við það?  Þór Saari Það kom í ljós að málin voru fyrnd. Friðrik Sigurðsson: Hvenær á að slíta samskiptum við hryðjuverkalönd eins og Bandaríkin og Ísrael?  Þór Saari Það má fyrst athuga með harðari afstöðu gagnvart þessum löndum áður en samskiptum við þau er slitið. Að slíta samskipti er mjög viðamikið og ætti ekki að gera nema að mjög vel athuguðu máli. Stefán Drengsson: Hversu margir af þeim 63 sem eru á Alþingi telur þú starfa þar af heilindum fyrir alla þjóðina en ekki fyrir ákveðna og þrönga sérhags- munahópa?  Þór Saari Það er ekki gott að segja. En því miður hafa flestir þing- manna á þessu þingi sem öðrum misfarið með umboð kjósenda sinna. Þröstur Karlsson: Hver er formaður flokksins (hvað heitir hann annars réttu nafni?) og hver er afstaðan varðandi ESB?  Þór Saari Hreyfingin hefur engan formann og enga afstöðu til ESB aðra en þá að leyfa þjóðinni að kjósa um aðild. Natan Kolbeinsson: Telur þú að Vigdís Hauksdóttir hafi brotið þingsköp í gær?  Þór Saari Nei, það tel ég ekki. En sending hennar á Facebook var ósönn og ekki í samræmi við það sem fór fram á fundinum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir Sjáum við þig í framboði í næstu kosningum?  Þór Saari Ég reikna með því. Sigurjón Hafsteinsson: Þór, ef Hreyfingin kæmist í oddaaðstöðu til að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokknum, hvor kosturinn telur þú að myndi verða fyrir valinu?  Þór Saari Það var yfirlýst stefna fyrir síðustu kosningar að vinna ekki með Sjálfstæðisflokki. Sú stefna hefur ekki breyst. Atli Fanndal: Hvaðan kemur fyrirmyndin að kvótaskulda- sjóðnum sem mælt er fyrir um í frumvarpi Hreyfingarinnar að breyttri fiskveiðistjórnun?  Þór Saari Slíkir sjóðir eru algeng aðferð til að bæta tjón vegna veigamikilla grundvallarbreytinga á kerfum sem eru föst í sessi og kalla á flóknar breytingar. Valgeir Ragnarsson: Er hægt að endurreisa traust almennings á Alþingi? Hvernig á að gera það?  Þór Saari Það er ekki hægt að endurreisa þetta traust með óbreyttu kosningakerfi þar sem fjór- flokkurinn er kosinn aftur og aftur. Stefán Drengsson: Þannig að þú telur að það finnist óheiðarlegir þingmenn á þingi í dag? Þingmenn sem hugsa um það eitt að skara eld að sinni köku?  Þór Saari Nei, það hef ég aldrei sagt. En heilindi eru ekki alltaf í fyrir- rúmi í stjórnmálunum. Stefán Sigurðsson: Sæll, Þór. Telur þú að tillaga Hreyfingarinnar um verðtryggð lán sem þið ætlið að leggja fram verði samþykkt á Alþingi? Hefur Hreyfingin kannað stuðning við hana meðal annarra þingmanna?  Þór Saari Tillagan fer til efnahags- og viðskiptanefndar og verður þar hluti af þverpólitískri umræðu um skuldamál heimilanna. Natan Kolbeinsson: Ef Hreyfingin kæmi inn í núverandi ríkisstjórn með breyttum málefnasamningi, hvaða ráðuneyti gerði Hreyfingin sér vonir um að fá ?  Þór Saari Í viðræðum okkar við forystumenn stjórnarflokkanna á milli jóla og nýárs gerðum við engar kröfur um ráðuneyti eða völd heldur eingöngu að málefni Hreyfingar- innar kæmust til framkvæmda. Þór Víkingsson: Leitaði Lilja Mósesdóttir eftir einhvers konar samstarfi við Hreyfinguna áður en hún stofnaði flokk sinn?  Þór Saari Nei, en við höfum hins vegar boðið henni upp á samstarf í mjög langan tíma, sennilega í um tvö ár. Valgeir Ragnarsson: Hefur þú orðið var við spillingu í stjórnmálum síðan þú hófst þátttöku í þeim?  Þór Saari Já, ég hef orðið var við spillingu í stjórnmálum. Skýrasta dæmið er atkvæðagreiðslan um að koma ákveðnum ráðherrum í skjól frá landsdómi. Ásgeir Einarsson: Nú mælist þið Hreyfingin með sama og ekkert fylgi, er ekki þá vafasamt hjá ykkur að halda því fram að þið talið fyrir þjóðina?  Þór Saari Ég tel að skoðanakann- anir í dag þar sem pólitísk upplausn er mikil sé ekki mælikvarði á hugsanlegt fylgi í kosningum. Yfirleitt er um helmingur aðspurðra óákveðinn eða neitar að svara. Ástæðan fyrir því að við teljum okkur tala fyrir þjóðina er að við tölum aldrei fyrir sérhagsmunum að hætti fjórflokksins. Týr Þórarinsson: Enn sitja allmargir embættismenn í kerfinu í stólum sínum síðan fyrir hrun. Hvað finnst þér um að láta taka út störf þeirra líka?  Þór Saari Við höfum lagt fram tillögu um rannsóknarnefnd sem fari yfir þátt Seðlabankans, for- sætisráðuneytisins, fjármálaráðu- neytisins og viðskiptaráðuneytisins í aðdraganda hrunsins og eftir það, með það í huga að staðsetja ábyrgð og stöðu einstakra embættis- manna. Stefán Drengsson: Finnst þér persónulega ókei að manneskjur með bakgrunn eins og Þorgerður Katrín og Árni Johnsen séu þingmenn? Er þetta ekki dæmi um stórbrenglað kerfi sem við búum við?  Þór Saari Persónulega finnst mér að þau eigi ekki að vera á þingi. Lagahyggja og það siðleysi sem viðgengst í íslenskum stjórnmálum gerir þeim þetta hins vegar kleift. Þór Víkingsson: Telur þú að kosningabandalag með leifunum af Frjálslynda flokknum verði stefnuskrá Hreyfingarinnar til framdráttar í komandi kosningum?  Þór Saari Við höfum unnið með þeim og Borgarahreyfingunni að uppbyggingu breiðfylkingar þar sem hugmyndafræði Hreyf- ingarinnar kemur skýrt fram í þeirri kjarnastefnu sem fundað verður um næstkomandi sunnudag. Aðalsteinn Agnarsson: Frelsi almennings til handfæra- veiða getur ekki skaðað fiskistofna en kæmi gjaldþrota þjóð í gang, hvers vegna talar enginn um þetta á Alþingi?  Þór Saari Í frumvarpi okkar um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu leggjum við til að fjörutíu þúsund tonnum verði úthlutað til strandveiða fyrir hvern sem er að veiða. Halldór Magus: Hvenær mun Hreyfingin beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju?  Þór Saari Við höfum gert það alla tíð frá því að við komum inn á þing. Þetta er hins vegar að hluta bundið í stjórnarskrá sem vonandi verður breytt með upptöku nýrrar innan næstu tveggja ára. Friðrik Sigurðsson: Hvað þarf að gera til að yfirvöld hlusti á almenning og vinni með fólkinu?  Þór Saari Í þau skipti sem ég hef séð stjórnvöld taka við sér var það í kjölfar mikilla mótmæla við þinghúsið. Slíkt virðist því miður nauðsynlegt til að Alþingi hlusti á fólkið. Aðalsteinn Agnarsson: Gætir þú hugsað þér að gefa almenningi frelsi til handfæraveiða, allt árið?  Þór Saari Hef ekki hugsað það mál ítarlega en bendi á að við leggjum til að strandveiðitímabilið verði lengt upp í sex mánuði. Jóhann Hansen: Nú skilst mér að þú hafir unnið fyrir OECD og SÞ í skuldamálum þjóða t.d. í Afríku. Það er ekki að sjá að stjórnvöld hér á landi hlusti mikið á ráðleggingar Hreyfingarinnar. Hvers vegna, heldur þú?  Þór Saari Það er ákveðin kerfislæg andstaða hjá mönnum innan kerfisins við allar breytingar. Því miður hlusta ráðherrar of mikið á embættismenn í stað utanaðkom- andi sérfræðinga. Þór Víkingsson: Hverja telur þú vera rótina að erfiðleikum ríkisstjórnarinnar við að fást við fjármálakerfið og hvernig vilt þú taka á því?  Þór Saari Það hefur verið rótgróin andstaða innan Samfylkingarinnar gagnvart umbótum og breytingum á fjármálakerfinu. Fyrsta viðfangsefn- ið yrði að skilja á milli fjárfestingar- banka og viðskiptabanka. Kristján Haraldsson: Ertu ennþá sannfærður um að tíðni sjálfsmorða hafi aukist verulega í kjölfar kreppunnar?  Þór Saari Ég hef aldrei haldið því fram að tíðni sjálfsmorða hafi aukist í kjölfar kreppunnar. Hins vegar vantar gögn fyrir árin 2010 og 2011 til að varpa ljósi á það. Daníel Hermannsson: Hvað útskýrir andúð þína á frjálshyggju?  Þór Saari Frjálshyggja eins og hún hefur verið sett fram hingað til er hugmyndafræði sem gengur ekki upp í praxís. Benedikt Þorgeirsson: Telur þú að það séu forsendur til að auka lífrænan búskap á Íslandi og auðvelda þeim sem standa í slíku róðurinn, sbr. hænur og kýr, og þannig ýta undir gæði matvæla til neytenda?  Þór Saari Já, ég tel að forsendur séu til þess. Við höfum mikið af ónotuðu landi sem er í eigu auðmanna og ætti skilyrðislaust að taka undir, meðal annars, lífrænan búskap sem hefðbundinn. Daníel Hermannsson: Viltu sjá Steingrím fyrir landsdómi?  Þór Saari Nei, ekki að svo stöddu. En ef þú getur bent á brot hans á lögum um ráðherraábyrgð hvet ég þig til að senda þinginu þá ábendingu. Þröstur Ólafsson: Viltu nýjan forseta? Hvern?  Þór Saari Mér finnst Ólafur Ragnar hafa staðið sig vel og þar til hæfari frambjóðandi lítur dagsins ljós mun ég styðja hann. Fundarstjóri: Samræmist þetta stefnu Hreyfingar- innar?  Þór Saari Hreyfingin hefur ekki stefnu varðandi forsetakjör en þetta er ekki í samræmi við hugmyndir okkar um hámark tvö kjörtímabil fyrir alþingismenn. Benedikt Þorgeirsson: Hver er þín skoðun á Nubo-klúðr- inu?  Þór Saari Ég er andvígur því að einstaklingar, hverrar þjóðar sem þeir eru, geti keypt upp stóra hluta landsins til einkanota. Daníel Hermannsson: Varðandi ákæru á Steingrím, þá á ég við skipun Svavars Gestssonar til að semja um Icesave-kröfurnar.  Þór Saari Sá fréttir um þetta í dag. Ef þetta hefur að gera með lög um ráðherraábyrgð þá þarf að skoða það. Þröstur Ólafsson: Hvernig líst þér á að leiðtogar stéttarfélaga og ríkisstofn- ana fái hámark þreföld verkamanna- laun?  Þór Saari Við í Hreyfingunni höfum lagt fram frumvarp um að hámarks- laun forystumanna stéttarfélaga verði þreföld umsamin lægstu laun kjarasamninga þeirra. Forystumenn ríkisstofnana heyra undir kjararáð og er flóknara mál við að eiga. Þröstur Ólafsson: Þurfum við að skipta um mynt? Hvaða mynt vilt þú?  Þór Saari Já, það þarf að skipta um mynt. Þetta er hins vegar flókið mál með mörgum valkostum sem þarf að meta, svo sem evru, Kanada- dollar, nýkrónu eða öðru. Það sem er brýnast er að valkostir verði rann- sakaðir af kostgæfni sem fyrst. Atli Fanndal: Hvaða mark mun Hreyfingin skilja eftir sig í íslenskri stjórnmálasögu?  Þór Saari Við höfum starfað á allt öðrum forsendum og með allt öðrum aðferðum en stjórnmála- flokkar á Íslandi hingað til. Vonandi gleymist það ekki. Guðni Jónsson: Hvað mundir þú kalla velferðarríki og telur þú Ísland geta flokkast sem velferðarríki?  Þór Saari Ísland er á jaðri þess að geta flokkast sem velferðarríki þar sem mjög víðtækar tekjutengingar bóta hafa í mörgum tilfellum snúist upp í andstæðu sína. Ómar Kristvinsson: Í hverju liggur þessi tregða ráðamanna að skoða það í alvöru með gjaldmiðlabreytingu?  Þór Saari Þetta er mjög róttæk og viðamikil breyting og menn eru í eðli sínu hræddir við slíkt. Síðan eru að sjálfsögðu ákveðnir sérhagsmunir að baki afstöðu sumra. Þröstur Ólafsson: Hvað þarf til að brjóta niður valda- bandalag fjórflokksins, ef þín leið gengur ekki?  Þór Saari Persónukjör og beint lýðræði er það sem mun takmarka völd og áhrif fjórflokksins. Nafn: Þór Saari Aldur: 51 árs Menntun: MA-próf í hagfræði Starf: Alþingismaður fyrir Hreyfinguna Vill Ólaf Ragnar áfram Þór Saari var á Beinni línu á DV.is á miðvikudag þar sem hann svaraði spurningum lesenda um umdeild bloggskrif og stjórnmálin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.