Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 44
44 Menning 16.–18. mars 2012 Helgarblað F lestir myndu ætla að í kjölfar hneykslis væri farsælast að sitja af sér storminn og bíða þess að öldur lægði, en stúlknasveit- in Dixie Chicks tók annan pól í hæðina. Hljómsveitin á rætur að rekja til Texas, heimaríkis fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, George W. Bush, og föður hans George Bush. Í mars 2003, þegar innrás Banda- ríkjanna og viljugra þjóða, eins og meðreiðarsveinar Bandaríkjamanna voru kallaðir, inn í Írak var í farvatninu, héldu stúlkurnar hljómleika í Lundún- um. Aðalsöngvari Dixie Chicks, Natalie Maines, gat ekki stillt sig um að viðra skoðanir sínar á fyrirætlunum Banda- ríkjamanna og sagði: „Bara svo þið vit- ið það, við erum í liði með hinum góðu með ykkur öllum. Við kærum okkur ekki um þetta stríð, þetta ofbeldi og við skömmumst okkar fyrir að Banda- ríkjaforseti sé frá Texas.“ Setningin var gerð að umfjöllunar- efni í grein í The Guardian og skömmu síðar gerðu bandarískir fjölmiðlar sér mat úr henni. Ekki var að sökum að spyrja; útvarpsstöðvar sniðgengu tón- list Dixie Chicks og líflátshótunum og haturspósti rigndi yfir stúlkurnar. Af- sökunarbeiðni af hálfu Natalie breytti litlu, en ekki hvarflaði að stúlkunum að játa sig sigraðar. Tveimur mánuðum eftir að um- mælin féllu birtust Natalie, Martie Maguire og Emily Robison á forsíðu Entertainment Weekly á Evuklæðun- um einum saman en á líkama þeirra vori skrifuð ýmis þau ummæli sem dembt hafði verið yfir þær, með- al annars Dixie-dækjur, Svikarar og Englar Saddams. Forsíðumyndin var kannski ekki endilega til þess fallin að lægja öldurnar í íhaldssömu dreifbýli Bandaríkjanna en næsti diskur Dixie Chicks, Taking the Long Way, seldist i yfir tveimur milljónum eintaka og vann til fimm Grammy-verðlauna. Tvær ungar Ein þeirra tónlistarkvenna sem ekki hafa verið feimnar við að sýna hold er litla systir Michaels Jackson heitins, Ja- net. Árið 1993, þegar Janet var 24 ára að aldri, skrifaði hún undir 50 milljóna dala samning við Virgin-hljómplötu- útgáfuna. Frumburður hennar hjá út- gáfunni var diskur hlaðinn kynferðis- legu efni, svo miklu að sumum stóð ekki á sama. En ekki nóg með að innihaldið væri af kynferðislegum toga því umbúð- irnar skörtuðu Janet nakinni að ofan í gallabuxum einum fata. Reyndar voru brjóst hennar hulin og sá sem sá um það var þáverandi kærasti hennar, Rene Elizondo. Sex vikum fyrir dauða sinn sat Mari- lyn Monroe fyrir hjá ljósmyndaranum Bert Stern. Það verður þó ekki Mari- lyn sem verður til umræðu hér held- ur vandræðagepillinn Lindsay Lohan. Sextíu árum eftir myndatöku Sterns og Marilyn endurtók hann nefnilega leikinn og Lohan sat fyrir sem Marilyn væri. Þegar þar var komið sögu hafði Lohan ekki enn heiðrað bandaríska fangelsiskerfið með nærveru sinni og þegar henni bauðst að sitja fyrir hjá Stern hikaði hún ekki andartak: „Ég þurfti ekki að hugsa þetta mikið. Ég meina, Bert Stern? Marilyn-mynda- taka. Þetta er eiginlega heiður.“ Tískumógúll með tvær í takinu Tímaritið Vanity Fair hefur ávallt lagt mikið upp úr forsíðu tölublaða sinna – en ekki hvað? Hvað gæti verið betri hugmynd en að láta tvær rísandi stjörnur í kvikmyndaheiminum sitja fyrir á Evuklæðunum einum saman, allt innan ramma velsæmis þó? Til að halda þeim selskap var tísku- hönnuðurinn Tom Ford kallaður til en hann er þó ívið meira klæddur en tvístirnið, Keira Knightley og Scar- lett Jo hansson. Það var látið nægja að hneppa frá skyrtunni hjá honum svo sést aðeins glitta í bringuhárin. Stundum hefur verið haft á orði að það séu ekki fötin sem menn vilja, heldur það sem þau hylja. Hér verður ekki lagt mat á þá fullyrðingu en látið nægja að velta vöngum yfir þessari ár- áttu að strípa kvenfólkið en hafa karl- peninginn klæddan. Hvað sem því líður var enginn meðaljón fenginn til að ljósmynda herlegheitin því Annie Leibovitz var kölluð til, en hún hefur fest á filmu margt frægðarmennið. Sú hugmynd að hafa Tom Ford á forsíðunni ku hafa vakið heilmikið umtal í fjölmiðlum, bæði jákvætt og neikvætt. Lennono Úr því að ljósmyndarinn Annie Leibo- vitz hefur borist í tal er ekki úr vegi að líta á forsíðumynd sem hún tók fyrir tímaritið Rolling Stone. Þann 8. desember 1980 ljósmynd- aði Annie Leibovitz Bítilinn fyrrver- andi John Lennon og eiginkonu hans, Íslandsvininn – hmmm – Yoko Ono, á heimili þeirra í New York-borg. Upphaflega ætlaði Annie að taka eingöngu myndir af Lennon, en hann linnti ekki látum fyrr en Yoko fékk að vera með. Annie Leibovitz bað Lennon að afklæðast og hjúfra sig upp að spúsu sinni. Að sögn Annie bauðst Yoko til að afklæðast einnig en Annie afþakk- aði gott boð. Eftir að hafa séð Polaroid- mynd af árangrinum ku Lennon hafa haft á orði að myndin „… næði sam- bandi þeirra fullkomlega.“ Inna við sex klukkustundum síðar var John Lennon allur. Hann var skot- inn fyrir utan Dakota-bygginguna á Manhattan. Rolling Stone-tímaritið notaði myndina á tölublað sem gefið var út honum til heiðurs og árið 2005 var forsíðan kjörin sú besta síðastlið- inna 40 ára af sambandi ritstjóra tíma- rita í Bandaríkjunum, American So- ciety of Magazine Editors. Rauðir borðar og blóð Í raun má segja að Kim Kardashian sé nánast fyrst og fremst og eingöngu fræg fyrir að vera klæðalítil eða klæðalaus. Árið 2007 skaut upp kollinum kynlífs- myndband með henni og söngvar- anum Ray J. Í desember sama ár birt- ist Kim nakin í tímaritinu Playboy og á forsíðu nóvembertölublaðs tímarits- ins W birtist Kim – já, ótrúlegt en satt – nakin með rauða borða sem plantað er á úthugsuðum stöðum: „Þetta snýst allt um mig – ég meina þig – ég meina mig.“ Það fossar blóð – reyndar ekki í frelsarans slóð heldur niður nakta lík- ama stjarnanna úr True Blood-sjón- varpsþáttunum, Alexanders Skars- gard, Önnu Paquin og Stephens Moyer, á forsíðu Rolling Stone. Einhver áhöld voru um hvort hug- myndin væri sexí eða sjúk en eflaust geta flestir fallist á að myndin sé sitt lít- ið af hvoru, í það minnsta aðdáendur þáttanna sem fjalla um vampírur. Og þar sem eru vampírur þar verður að vera blóð – skyldi maður ætla. Meira af Demi Moore Ein alfrægasta nektarmyndaforsíða sögunnar er af leikkonunni Demi Moore. Í ágúst 1991 birtist mynd af Demi kviknakinni á forsíðu Vanity Fair. Með forsíðunni var brotið blað því Demi var gengin sjö mánuði, hylur brjóst sín með annarri hendi og styð- ur undir kvið sinn með hinni, á Evu- klæðunum einum saman með baug á fingri. Enn og aftur var það Annie Leibo- vitz sem mundaði myndavélina og þrátt fyrir að Demi hyldi líkama sinn upp að einhverju marki var það mat margra að myndin gengi helsti langt og væri dónaleg. Hvað sem því mati líður markaði myndin upphafið á einhvers konar „trendi“ hvað varðar óléttuljósmyndir og verðandi mæður fóru að flíka kúl- unni í tíma og ótíma. Og hvað er eðli- legra, því oftar en ekki er um fagnað- arefni að ræða en ekki eitthvað sem þarf að fara í felur með, ekki frekar en brjóstagjöf. Serena, Jennifer og Cohen Tennisdrottningin Serena Williams prýðir forsíðu tímaritsins ESPN – The Body Issue. Þegar myndin birtist, í janúar árið 2009, var Serena 28 ára að aldri og varð best kvenna í heimi í tennis það ár og gumaði af mörgum góðum sigrum. Sama ár lét leikkonan Jennifer An- iston slag standa og birtist á forsíðu tímaritsins GQ í engu nema háls- bindi. Þegar þar var komið sögu voru tólf ár liðin síðan hún birtist fáklædd á forsíðu Rolling Stone – á hátindi Friends-æðisins. Í GQ árið 2009 var Jennifer Aniston hins vegar að kynna kvikmyndina Marley and Me sem kom fyrir augu almennings tveimur dögum eftir að janúartölublað GQ fór í sölu. Sacha Baron Cohen vildi greini- lega ekki vera eftirbátur Jennifer og í júlítölublaði GQ situr hann fyrir með öllu nakinn – ekki einu sinni með háls- bindi. n Nekt selur n Ófáar stjörnur hafa gripið til þess ráðs að láta ljósmynda sig fáklæddar Nektin í fyrirrúmi Lindsay Lohan Áður en hún villtist af braut var hún fengin til að feta í fótspor Marilyn Monroe. Jennifer Aniston Vinkonan birtist með hálsbindi eitt fata á forsíðu GQ. Sacha Baron Cohen Grallarinn fetaði í fót- spor vinkonunnar Jennifer í júlítölublaði GQ. Dixie Chicks Snéru vörn í sókn, naktar á forsíðu Entertainment. Kardashian Kim Kardashian nakin – en ekki hvað? Gengin sjö mánuði Leikkonan Demi Moore setti af stað nýja tísku. John og Yoko Ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók þessa mynd örfáum klukku- stundum fyrir dauða Lennon. Serena Villiams Tennisdrottningin sýndi kroppinn í allri sinni dýrð. Tom Ford í kvennafans Leikkonurnar Keira Knightley og Scarlett Johansson eru ívið fáklæddari en karlinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.