Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Side 27
Ég var ekki þarna á vegum borgarinnar. Samtímasam- félagsgagnrýni. Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi þáði boðsferð WOW air.– DV.isÓlafur Arnarson pistlahöfundur um nýja vefmiðilinn tímarím.is. – DVÁrni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um aðgerðir útgerðarmanna. – DV.is Siðblinda Vondur dagur fyrir 101 Þ að er enginn dagur verri í 101 Reykjavík en 17. júní ár hvert. Þá þyrpist alls konar lið, í þúsund- um talið, úr úthverfum Reykja- víkur til þess að þramma um borgina í þægilegum skóm og með börnin sín tjúlluð af sykuráti að horfa á Skoppu og Skrítlu á Arnarhóli. Svo byrjar Jónsi í Svörtum fötum að syngja og öll menn- ing hverfur úr miðbænum á auga- bragði. Soja-latte sést ekki á nokkrum manni og virkilega svalar íslenskar hönnunar lopapeysur úr Farmers Market týnast í flíspeysuflóði úthverfa- pakksins. Svarthöfði skipti þó snarlega um skoðun á fimmtudaginn. 17. júní er frábær í samanburði við það þegar út- gerðarmenn og sjómenn mæta í bæ- inn. Skyndilega fyllist Austurstræti af miklu hrjúfari og skeggjaðri karlmönn- um en við höfum hingað til mátt venj- ast. Þeir eru ekki klæddir í þröngar gallabuxur, þeir reykja ekki vafðar sí- garettur og enginn þeirra er með Ray Ban-sólgleraugu. Þeir styðja álver og svo eru þeir miklu sterkbyggðari en við hin. Þeir eru skrýtnir! Síðan er það nánast ómögulegt að sitja spekingslegur á kaffihúsi með Apple-tölvuna sína (100% lán með 36 mánaða afborgunum) og skrifa hnyttn- ar stöðuuppfærslur á Facebook, á sama tíma og þessir villimenn frá Grinda- vík, Vestmannaeyjum eða hvaðan þeir koma, þeyta þokulúðra á skipum sín- um. Sjá þeir ekki að við erum bara að reyna að vera atvinnulaus í friði? Það er ekki hægt að yrkja póstmódernísk ljóð í þessum hávaða frá lúðrunum. Það er sannað að hann breytir jákvæðum jón- um í andrúmsloftinu í neikvæðar jónir og það hefur slæm áhrif á grænmetis- rækt Svarthöfða. Hvað höfum við gert ykkur? Farið heim! Svarthöfði S em unglingur, skrifaði ég eitt sinn stíl í skóla og fjallaði hann um mann sem hafði svo magn- að augnaráð að allar klukkur sem hann leit á, hættu að ganga. Hann var reyndar svo mikill andans maður að hann stöðvaði tímann með augna- ráðinu einu saman. Reyndar var mað- ur þessi til stökustu vandræða, allt þar til menn fundu honum það eina verk- efni að loka augunum. En þeim verk- þætti náði hann að sinna af kostgæfni, enda fékk hann háar fúlgur úr ríkis- sjóði fyrir það eitt að sjá ekki neitt. Saga þessa manns hefur alltaf komið upp í kolli mér annað veifið nú síðastliðin ár; einkum í góðærinu svo- kallaða þegar djöfulsins snillingarnir í Sjálfstæðisflokki og Framsókn greiddu mönnum afar há laun ef þeir litu und- an eða reyndu að komast hjá því að veita spillingunni athygli. Tvö skýr dæmi um meðvitaða blindu stjórnvalda má sjá í gjörn- ingi siðblindra þegar núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi var komið á og hitt dæmið er sala bankanna. En svo skemmtilega vill til að þetta tvennt helst í hendur og hefur skapað á Ís- landi mesta bil á milli ríkra og fátækra sem sögur fara af. Þessi tvö dæmi eru reyndar – hvort sem við trúum því eður ei – rót fátæktar á Íslandi í dag; rót vandans hjá einni ríkustu þjóð ver- aldar. Útgerðarmenn hafa efni á því að halda úti Mogganum með miklu tapi, þeir hafa efni á því að auglýsa fyrir hundruð milljóna, þeir hafa efni á að kalla flotann í land og binda skip við bryggju. Þeir hafa efni á að kúga mig og kúga þig. Þeir ráða nánast öllu sem þeir vilja ráða. Og þegar þjóðin er að reyna að rétta úr kryppunni eftir níð- ingsverk helmingaskiptaklíkunnar, þá er það útgerðin sem hagnast um 55 milljarða á ári og neitar að leyfa þjóð- inni að njóta góðs af. Þjóðin situr til hlés og rabbar í góð- látlegu gríni um forsetakosningar, í stað þess að nötra af bræði, berja í borðið og öskra: –HINGAÐ OG EKKI LENGRA! Já, núna þæfa þeir mál á þingi; fulltrúar kvótabraskara og eru stoltir af. En þjóðin skrafar um sex valkosti í embætti forseta. Og í heita pottin- um er aðallega rætt um það hvern- ig Herdís hafi einsog óboðinn gestur stolið senunni í einvígi Ólafs og Þóru. Ólafur konungur og fjölmiðladrottn- ingin Þóra eru sögð glíma um sætið á Bessastöðum. En, kæru Íslendingar, fjármálaöflin hafa nú þegar ákveðið hver verður næsti forseti okkar yndis- legu þjóðar. Það gerist oft nú í seinni tíð að ég hitti fólk sem hefur gefist upp á samfélagi okkar, fólk sem er á leið úr landi, fólk sem ætlar að flytja og á þá ósk heitasta að þurfa aldrei framar að stiga hér niður fæti. Þetta er nöturleg staðreynd og það sorglega er, að við búum hér á landi allsnægta, þar sem lífsskilyrði ættu að vera þau bestu í víðri veröld; ef okkur mætti auðnast að ástunda hið rómaða réttlæti. Hér ranglæti það tæpast telst tjón og mein að vinna því siðblindir þeir sýna helst syndir allra hinna. „ Já, núna þæfa þeir mál á þingi; fulltrúar kvótabraskara og eru stoltir af. Í ljósum logum Það loguðu eldar við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Blessunarlega var aðeins um æfingu að ræða hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mynd Sigtryggur AriMyndin Umræða 27Helgarblað 8.–10. júní 2012 1 Jón stóri og Gunnar Nelson svara sögusögnum Svöruðu þrálátum orðrómi um að þeim hefði lent saman í Eyjum. 2 Sakaði þingmann um að vera ölvaður á þingfundi Björn Valur Gíslason sakaði þingmanninn Jón Gunnarsson um að vera undir áhrifum áfengis. 3 „Frískandi fyrir kaffi-latte liðið í 101 að vakna hressi- lega“ Guðmundur í Brimi vill vekja menn með þokulúðrum. 4 Vilja meirihlutann burt í Reykjavík Hópur kjósenda í Reykjavík hefur ákveðið að hefja undirskriftasöfnun. 5 3 ára í brúnkusprautun í hverjum mánuði Þriggja ára stúlka, Savanna, var aðeins tveggja ára þegar móðir hennar fór með hana í brúnkusprautun. 6 Ölvaðir stungu af frá reikningi og réðust á starfsfólk Ölvaðir menn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur. 7 Bein útsending frá höfninni DV.is sýndi beint frá höfninni á fimmtudag þegar skip komu til Reykjavíkurhafnar. Mest lesið á DV.is Bara eðlileg viðbrögð. Ber að virða og vernda Skáldið skrifarKristján Hreinsson Komment dagsins við fréttir DV.is í vikunni „Ætli sauð- svartur almúg- inn geti líka notað DV til að leiðrétta ósannar kjaftasögur?.. Ef svo er, þá hef ég nokkrar til að leiðrétta.. ;)“ Linda Silvía um frétt um að Jóni stóra og Gunnari Nelson bardagakappa hafi lent saman. „Sérstaklega frískandi fyrir ungabörn í morgunlúri í vögnunum sínum.“ Margrét Erla Maack um ummæli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins Brims, á beinni línu. Guðmundur taldi lúðraþyt fiskiflotans í Reykjavíkurhöfn hressandi fyrir 101 latte-liðið. „Ég mun aldrei eiga viðskipti við Leonard hvaða kennitölu sem notuð er.“ Gunnar Hafsteinsson um frétt þess efnis að Sævar Jónsson og Helga Daníelsdóttir, best þekkt fyrir skartgripa- og úraverslunina Leonard í Kringlunni, hafi búið frítt í húsnæði, sem Arion banki hafði leyst til sín, í 16 mánuði. „Þessir sjómenn ættu kannski að íhuga það að útgerðarmennirnir sem ætla að neyða þá til mótmæla, hafa ekki viljað semja við þá í eitt og hálft ár.“ Agnar Kristján Þor- steinsson um frétt þess eðlis að áhöfn á skipi Grindvísku útgerðarinnar Vísis hafi verið boðuð til vinnu og mót- mæla af vinnuveitendum sínum 21 51 39 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.